7.10.2013 | 13:39
Vissir þú....
- að Þuríður Arna mín greindist með góðkynja heilaæxli 25.okt'04 og læknarnir sögðu okkur að það myndi væntanlega ekki breytast í illkynja nema kanski þegar hún yrði eldri.
- að 2006 breytist æxlið hennar í illkynja og hún var að lamast hægt og rólega á hægri hluta líkamans.
- að í október 2006 var hún farin að krampa ca 50 krampa á dag
- að í október 2006 sögðu læknarnir okkur að hún ætti aðeins nokkra mánuði ólifaða
- að í desember 2006 sendu þeir hana í geislameðferð sem var ekki til að "drepa" æxlið heldur til að lengja tímann hennar með okkkur.
- að á þessum tíma var hún farin að ganga með hjálm um höfuðið því hún skall alltaf beint niður þegar hún fékk krampa.
- að í febrúar/mars'07 "hætti" Þuríður Arna að krampa
- þegar Þuríður Arna greindist aftur í maí'10 með illkynja heilaæxli þá var hún send til Svíþjóðar í svokallaðann "gammahníf" sem var ekki gerður til þess að minnka æxlið heldur til þess að stöðva vöxtinn.
- að æxlið hennar Þuríðar Örnu hefur ekki aðeins stöðvast í vexti heldur hefur það líka minnkað.
- að hún fær krampa reglulega en þeir byrjuðu að koma aftur í júlí'10
- að ég er ótrúlega sátt með það að læknarnir okkar vita ekki allt.
- að þetta verður "eilífðar" barátta hjá henni eða svo hafa læknarnir okkar sagt okkur en ég trúi því líka að þeir viti ekki allt.
Hérna langar mig að birta nokkrar myndir frá veikindum hennar - þessi stúlka er sú allra harðasta sem ég hef kynnst og hún þekkir ekkert sem heitir "gefast upp". Sú EINA sem ég lít upp til.
Það er oft gott að vera þrjóskur og láta segja sér hvernig hlutirnir eiga að vera.
En hérna er mynd af henni með Höllu Hrekkjusvín eða Vigdísi Gunnarsdóttir leikkonu sem hefur fylgt henni síðan nóv'05 - alltaf tilbúin að heimsækja hana þegar hún vill hitta hana. Kona með gullhjarta!
Önnur myndin er af henni þegar hún var í meðferð - alltaf krampandi og á þessari mynd er hún nýbúin að fá krampa en þá skallt hún beint í jörðina einsog má sjá á kúlunni.
Þriðja myndin er af henni með hjálminn sinn góða sem hún notar ekki í dag enda veit hún í dag rétt áður en hún fær krampa og öskrar á einhvern til að vera hjá sér því hún verður svo hrædd.
Fjórða myndin er af henni sumarið '06 í meðferð sem var hætt stuttu síðar því læknarnir töldu sig ekki geta gert meira fyrir hana.
- að maður á aldrei að hætta trúa því að kraftaverkin gerast því þau gerast svo sannarlega.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi kona er sannkölluð hetja og baráttujaxl. En hún er lika virikilega vel gerð og vel uppalin af fólki sem er ekkert minni baráttujaxlar en hún. Gani ykkur vel áfram elskurnar.
siggagulludóttir (IP-tala skráð) 7.10.2013 kl. 14:43
Það er alltaf erfitt að lesa um svona þjáningar og þá sérstaklega þegar lítil börn eiga í hlut. Systir mín var á krabbameinslyfjum, sem fóru afskaplega illa í hana. Hún fór að drekka nokkuð sem heitir ASEA þessi drykkur læknaði hana ekki en lyfjameðferðin varð henni mikið bærilegri. Ég vildi láta þig vita af þessu ef þetta gæti eitthvað hjálpað dóttur þinni. Ég óska ykkur alls hins besta í framtíðinni.
Jóhann Elíasson, 7.10.2013 kl. 15:09
Já það er ekkert lítið sem þessi stúlka hefur gengið í gegnum, og þið öll. Ég þekki ykkur ekki neitt en þetta blogg hefur haft mikil áhrif á mig, fengið mig til þess að líta öðrum augum á lífið. En ég trúi því og veit það að betri tími fyrir ykkur er kominn og vona að þið hafið það alltaf sem allra best :)
Birna S. Jónsdóttir (ókunnug) (IP-tala skráð) 7.10.2013 kl. 16:49
Eitt orð yfir þessa duglegu stelpu, HETJA 😊
Viktoría (IP-tala skráð) 7.10.2013 kl. 20:55
Ef einhver er kraftaverk þá er það hún;)
Ingibjörg (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 10:35
hetja, hetjur, frábært, góðar hugsanir og straumar gera gott og bænirnar, ljúfar kveðjur <3
Didda ókunn (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 18:15
Þessi fallega stúlka er sko mesta hetja sem ég veit um og þið fjölskyldan öll.
Ég er mjög þakklát fyrir að hafa mátt fylgjast með ykkur í þessi ár. Þið hafið breytt viðhorfi mínu til lífsins og til þeirra verkefna sem ég hef þurft að takast á við í mínu lífi, til hins betra.
Takk fyrir - Helga
Helga (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 18:50
Rannsóknarefni daman - . Mannsheilinn er merkilegur - og þið eigið öll aðdáun mína skilið.
Kær kveðja,
I.
I (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 20:21
Bara Y N D I S L E G T
Karen Olsen (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 11:49
Hef verið að rannsaka krabbameinsmeðferðir og þá sérstaklega með hemp olíu sem virkar vel á marga, sá svo sögu lítillar stelpu í bandaríkjunum sem var að fá flogaköst og minnti mig á stelpuna þína og fór að leita að blogginu þínu til að deila þessu með þér.
http://www.youtube.com/watch?v=BH5yzEu3JGQ
Heida (IP-tala skráð) 20.10.2013 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.