Leita í fréttum mbl.is

Að lifa í núinu

Ég er að reyna gera mér markmið og það er að reyna lifa í núinu, lifa fyrir daginn í dag.  Ég veit það verður erfitt því ég velti mér alltof mikið uppúr framtíðinni og verð að reyna þetta, einsog læknarnir sögðu við okkur í síðustu viku þá segir það meira að sjá hvernig Þuríði minni líður heldur en hvað myndirnar segja.  Ég ætla reyna bara horfa á hvernig henni líður en ekki hvernig myndirnar verða og hvaða niðurstöður við fáum þar sem verður vonandi á miðvikudaginn en ég er ekki alltof bjartsýn á það.  Verðum ö-a að bíða í tvo mánuði í viðbótFrown.

Þuríður mín er alveg ofsalega hress þessa dagana, hún meir að segja lagði sig ekkert í leikskólanum í dag sem hefur ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær og sofnaði heldur ekkert á leiðinni heim og það merkir bara gott.  Það er alveg ótrúlega gaman að sjá hvað hún nýtur sín þessa dagana, hvað henni fannst gaman í snjónum fyrir norðan og naut sín í botn að vera úti að leika.  Ef hún hefði fengið að ráða þá hefði hún sofið úti í snjónum ehehLoL.

Læt fylgja mynd af bestu vinkonu hennar Þuríðar minnar henni Höllu "sætu" Hrekkjusvín.
turidur37


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Það er frábært að Þuríður skuli vera svona hress og gaman að fá að sjá svona skemmtilegar myndir af henni. Það þarf mikinn styrk til að lifa í núinu undir þessum kringumstæðum - gangi þér og ykkur öllum sem allra, allra best.

Kolgrima, 26.2.2007 kl. 16:02

2 identicon

Gott að heyra að litla prinsessan skuli vera hress

kærleiksknús Boston

Boston (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 16:57

3 identicon

Langar bara að óska þér góðs gengis með þetta nýja markmið. Þetta ættu margir að taka til fyrirmyndar þótt ekker amaði að, staldra við og njóta. 

Til hamingju með skemmtilega helgi, svona ætti lífið alltaf að vera

Gaman að sjá hvað Þuríður Arna er hress þessa dagana. Gangi ykkur allt í haginn. kv Sigga

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 16:58

4 identicon

Það er gott að prinsessan er hress og að lifa í núinu þarf mikinn styrk og trú. Gangi ykkur sem allra best.

Kveðja Silla Karen og co af skaganum

Silla Karen (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 17:07

5 identicon

Mikið gleðst ég yfir Því hvað Þuríður ykkar er hress þessa dagana vonandi er þetta komið til að vera. Ég veit að það hlýtur að vera erfitt að bíða eftir svari maður er alltaf á milli vonar og ótta þegar að svo er. En enga ósk á ég heitari ykkur til handa að svarið verði ykkur í hag og það komi sem fyrst. Baráttukveðjur

kona að norðan (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 17:11

6 identicon

Hæ öll sömul, dásamlegt að heyra að Þuríður Arna er svona hress þessa dagana, við biðjum þess heitt að það sé góðs viti og hún skjóti öllum ref fyrir rass  Það er góð speki að lifa í núinu en mikið rosalega getur það verið erfitt!  Takk fyrir ábendingarnar með tásulabbið hans Benjó, hann er bara hættur þessu, vitum ekkert hvað það var.

Sendum ykkur eilíflega hlýjar kærleiks- og heilunarhugsanir.

Eygló, Benjó, Bjössi, Nikulás og Hrafnhildur Tekla

Eygló (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 18:34

7 identicon

Mikið er gaman að heyra að Þuríði skuli líða svona vel. Vonandi er þetta eitthvað sem koma skal. Mikið vildi ég óska að henni væri að batna. Það er alla vega góðs viti að henni skuli líða svona vel og gaman að heyra að hún skyldi geta upplifað dag án hvíldar það hlýtur bara að boða eitthvað gott vona það a.m.k. Vona svo innilega að þið þurfið ekki að bíða svona hryllilega lengi. Þið eruð svo dugleg og standið ykkur svo vel. Í mínum huga eruð þið fallegir englar sem við ættum öll að taka til fyrirmyndar. Það þarf sterk bein til að höndla allt þetta og þið gerið þetta svo vel. Gangi ykkur öllum alltaf sem allra best. Kveðja frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 19:52

8 identicon

Snilld ,,frábært hvað vel gengur ,og þetta var gott hjá ykkur að taka ykkur frí frá öllu og öllu. Bráttukveðjur Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 19:54

9 Smámynd: Elsa Nielsen

Yndislegt að heyra með Þuríði Örnu litlu dúllu :)

Styrkur og knús til ykkar allra.

Elsa Nielsen, 26.2.2007 kl. 19:59

10 identicon

Gaman að heyra með hetjuna.Hvernig væri að fá bara einn flutningabíl af snjó suður og hafa í kæligám.Ef það hjálpar til að gleðja hetjuna og ykkur.Kveðja með von um snjó og betri tíð fyrir ykkur. 

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 20:37

11 identicon

váá ,  það er nú bara ótrúleg breyting á henni bara núna.   æðislegt !!!!!!!!! Já það er alveg á hreinu að oft hafa læknavísindin staðið á gati gagnvart ýmsum sjúkdómum ... málið er að kraftaverkin virkilega gerast (þ.e. það sem vísindi okkar mannfólksins geta ekki útskýrt).  Held að þetta hljóti sko að vera vísir að einhverju jákvæðu. Mér líst svakalega vel á þetta með að lifa í núinu. Maður hefur bara daginn í dag... á morgun gætum við öll með tölu heyrt sögunni til þannig að galdurinn við að njóta lífsins og þess sem maður á hlýtur einmitt að vera að lifa bara í dag. Sendi ykkur öllum mína hlýjustu og jákvæðustu strauma. Mér finnst þið alveg frábær.

Kær kveðja , Lóa ( sem þið þekkið ekkert)

Lóa Björk Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:19

12 Smámynd: Agný

Gaman að heyra og sjá að þið nutuð ykkar vel í mínum gamla bæ en ég verð að segja að ég var aldrei neitt hrifin af snjó..það var svo fjári mikið af honum í sveitinni þar sem ég ólst upp..Gott að heyra að daman er hress og trúm því að svo verði áfram og gangi ykkur öllum vel og líði ykkur öllum sem best

Agný, 26.2.2007 kl. 23:37

13 identicon

En hvað það er yndislegt að heyra að henni Þuríði líði betur þessa dagana. Frábært að hún njóti sín svona í snjónum. Við verðum að óska eftir snjó handa henni hingað suður því fleiri hefðu nú gaman af honum. Njótið ykkar vel og farið vel með ykkur.  Knús og kossar. Kristín Amelía.

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:38

14 identicon

kæra fjölskylda ! yndislegt að heyra þetta með hana Þuríði litlu prinsessuna, gani ykkur vel með að "lifa í núinu" sem hlýtur að vera mjög erfitt. Bið fyrir ykkur öllum og ekki síst ungfrú prinsessu sem ætti að njóta þess að fá snjó :)  kannski við biðjum nú almættið um snjóskafl fyrir dúlluna

Gunna Jóh (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 00:34

15 Smámynd: Þórunn Eva

hæ svkís þú stendur þig svo vel :) ég veit þú reynir eins og þú getur og það er ekki hægt að gera betur en það :) þú ert ein sterkasta manneskja sem ég þekki :) love jú

kv Þórunn Eva

Þórunn Eva , 27.2.2007 kl. 00:48

16 identicon

Líst vel á planið að taka einn dag í einu....þótt það sé hægara sagt en gert.  Frábært að heyra að þið nutuð helgarinnar fyrir norðan.  Snilldarhugmynd að skipta um umhverfi, fyrir alla í fjölskyldunni.    Það er yndislegt að heyra hvað Þuríði líður vel sem hjálpar öðrum að líða betur.   Nú er bara að bíða og vona .....vonandi verður þetta ekki löng bið eftir niðurstöðunum.

Hugsa hlýtt til ykkar allra.  kv. Hrafnhildur Ýr

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 09:14

17 identicon

Gaman að heyra að allt gengur vel. 

María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 09:52

18 identicon

Gaman að heyra að ykkur líður vel núna :)

Svala (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 17:22

19 identicon

Gaman að heyra að ykkur líður vel núna :)

Svala (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 17:24

20 identicon

Gangi ykkur vel með núið :)

Bestu batakveðjur að vestan.

Ylfa (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:38

21 Smámynd: Þórunn Eva

hæ babe sendi þér góða strauma fyrir næstu daga :)

Þórunn Eva , 27.2.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband