Leita í fréttum mbl.is

28 mánuðir komnir í bið

Haldiði að það sé við erum búin að bíða í 28 mánuði og sú bið er ekkert að taka á enda, við erum alltaf að bíða eftir einhverju aldrei það sama en samt alltaf eitthvað.  Þessi bið er að fara með mann, mér finnst ég ekki geta þetta lengur.  Mig langar að fá svör fyrir mörgum mánuðum anskotin hafi það (afsakið) en engin eru svörin að fá allavega ekki 100% hvað þá 50%.

Við mættum á fundinn í morgun og við erum nánast engu nær einsog í síðustu viku, þeir halda að þetta séu bara bjúg frá geislanum en vita það samt ekki. Þannig við eigum bara að horfa á hvernig Þuríði minni líður í dag, henni líður vel eða einsog best á kosið.  Ef henni heldur áfram að líða svona "vel" næsta mánuðinn þá getum við hallist á bjúg en ef henni fer að hraka næstu vikur mánuð þá vitum við að þetta voru ekki bjúg.  Hvernig er hægt að halda fólki í svona mikilli óvissu, aaaaaaaaaaaarggghhh!!  Þannig við þurfum "bara" að bíða í tvo mánuði í viðbót eða þanga til í lok apríl sirka þegar hún fer í næstu myndatökur.  Einsog alltaf bíða bíða bíða bíða.  Grrrrr!!

Þuríði minni líður alveg vel þannig ég ætla að halda í þá von að þetta sé bjúg, við meira að segja þurftum að biðja þær á leikskólanum að leyfa henni bara að sofa í hálftíma á daginn svo hún fari á skikkanlegum tíma að sofa í kvöldin.  Vííí!!  Það eru mikil framför, mjög góð framför kanski hún fari bara alveg að hætta leggja sig sem yrði náttúrlega bara kraftaverk og vera einsog öll 5 ára börn.  (þrír mánuðir í það)

Af hinum börnunum að frétta er bara gott, litli krullukarlinn minn er farinn að sofa almennilega á nóttinni þar að segja vaknar bara til að fá dudduna. Jabbadabbadú!!  Hann er algjör grallari orðinn, farinn að læra svo mikið.  Hann er svo fyndin þegar hann er að leika súpermann ehe þá fer hendin á flug. 

Oddný Erla á alltaf smávegis bágt, þarf mikla athygli hjá mömmu sinni en alltaf sama kona er hún eheh!!  Litla kerlingin mín og ef hún fengi að ráða þá færi hún í prinsessukjólnum sínum alla daga í leikskólan, það er oft stríð á morgnana ef hún fær ekki að fara í pilsi bara yndislegust!!  Hún varð svakalega ánægð þegar ég náði í þær systur á leikskólan þegar ég sagði henni að ég ætlaði að senda Þuríði og Theodór til mömmu í smá pössun og við mæðgur ætluðum í kringluna og hún fengi að velja sér eitt stk pils handa sér og Þuríði.  Henni finnst æðislega gaman í kringlunni og þarf að fletta öllum flíkum sem hún labbar framhjá thíhí, ég er að segja ykkur það en hún er lítil kona. 

Best að fara svæfa drenginn....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku fjölskylda...

Á öskudaginn kom Óskar sonur minn heim og þurfti mikið að tala um krakkana, búningana og fleira. Meðal annars sagði hann mér skælbrosandi og glaður " Mamma, Þuríður Arna var prinsessa og hún var ekkert lasin"

 Þessi orð hafa setið í mér og ég vona svo heitt og innilega að þau fái að rætast ,við hugsum alltaf til ykkar og fallegu prinsessunar ykkar og biðjum alla engla himinsins að vaka yfir ykkur öllum

Knús

Helga Björg, Óskars og Sigrúnar Birtu mamma

Helga Björg (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 11:35

2 identicon

Gott að Þuríði líður vel og sé farin að líkjast 5 ára skvísu. Vonandi náið þið að njóta þessara góðu daga sem vonandi verða sem allra, allra flestir. Þá verður biðin líka svo miklu styttri. Guð og gæfan fylgi ykkur.

Álfheiður (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 11:38

3 identicon

Kæra fjölskylda.

Ég vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir eftir 2 mánuði, þetta er ekki eðlilegt hvað þessir læknar halda ykkur í óvissunni getur ekki verið auðvelt. Ég held áfram að biðja fyrir ykkur öllum, með von um að þið haldið styrk og trú um að kraftaverk gerist í næstu myndatöku.

Guð veri með ykkur.

Bestu kveðjur

Silla Karen og co 

Silla Karen (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 13:35

4 identicon

Sæl

Þakka þér fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þessari einstöku hetju sem litla fallega dóttir ykkar er.  Get ekki ímyndað mér þessa bið né það að lifa í þessari óvissu en get þó fullvissað ykkur um að margar sálir biðja fyrir Þuríði og ykkur á hverju kvöldi.  Þið hafið opnað augu svo margra með einlægni ykkar og æðruleysi fyrir ótrúlegustu hliðum lífisins og þið kennið með atferli ykkar og gjörðum öðrum einstakt lífsviðhorf. 

Ég ætla að leyfa mér að vona og biðja til guðs að þetta sé bara bjúgur og að geislarnir hafi gert sitt gagn og ég svo sannarlega vona að litla prinsessan þurfi að vera úti að leika sér á meðan krakkarnir á leikskólanum verði að taka sér lúrinn...... :), að hún verði ekki þreytt eða líði illa litla skinnið.

Vona svo að fólk sjái að sér áður en það komi með comment hér á það sem skrifað er á síðuna.  Þetta er ykkar síða, ykkar tilfinningar og ykkar barátta.... við erum áhorfendur eigum að reyna að veita ykkur styrk í baráttu ykkar frekar en ákúrur......

Sendi ykkur hlýhug, baráttukveðjur og bænir.........

Lilja, mamma Nadíu Lífar

Lilja (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 14:43

5 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Mikið eru þetta góðar fréttir að Þuríði skuli líða svona vel, að hún skuli geta sleppt lúrnum er náttúrulega frábært. Það hlýtur bara að vera góðs viti. Þetta með biðina er náttúrulega ekki hægt að teyma fólk áfram svona og fá ekkert að vita. Þetta getur bara ekki verið auðvelt. Þið eruð alveg ótrúlega dugleg og standið ykkur svo vel geri aðrir betur. Barráttukveðjur í von um að þið fáið indislegar fréttir og að Þuríður sé að vinna bug á þessu meini. Bestu kveðjur Sigga Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 16:55

6 identicon

Kæra fjölskylda!

Hver dagur er gjöf og megi ykkur hlotnast sem flestir góðir.  Nú er daman á uppleið og við treystum og trúum að nú sé litla hetjan að fara með sigur af hólmi.  Njótið hverrar stundar og Guð veri með ykkur.  Stína

Stína (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 19:22

7 identicon

Tek undir með Stínu. Hver dagur er drottins dýrðlega gjöf, við bara gleymum svo oft að muna eftir því að ekki er allt gefið. Því miður eru sumir látnir læra það eftir "harkalegum" leiðum, eins og þið.

Vonandi er þetta geislabjúgur sem þeir sjá á myndunum. En ég skil ekki: er ekki hægt að taka myndir örar svo að þið þurfið ekki að bíða í heila tvo mánuði eftir því að fá að vita hvort að þetta er bjúgur eða ekki? Ekki það að ég hafi hundsvit á þessu. Og auðvitað veit ég að allir eru að gera sitt besta fyrir ykkur, áræðinlega líka doksarnir.

Guð blessi ykkur og ég bið hann að leyfa Þuríði að halda áfram að líða svona vel. Ég bið hann líka um að blessa og vernda hina gullmolana ykkar sem þurfa svo mikið extra þessa dagana, og að lokum bið ég hann að gefa ykkur frið og ró í sál og sinni, hamingju og velferð.

Ylfa

ylfa (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 20:01

8 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Kæra Áslaug og fjölskylda

Ég er búin að fylgjast mikið með ykkur síðustu tvo til þrjá mánuði og ég bið fyrir henni Þuríði og ykkur öllum á hverjum degi. Þið þekkið mig ekki neitt, en mér finnst ég þekkja ykkur vel eftir að lesa bloggið þitt. Þú ert rosalega góð mamma og þú ert búin að kenna mér að lifa í núinu, ég nýt hvers dags með mínum börnum og þakka Guði fyrir það að þau séu ekki veik. Ég er nýgreind með MS og er búin að hafa það erfitt síðastliðið ár þegar það viðkemur heilsunni. Ég hef samt þakkað Guði fyrir það að það sé ég sem er veik, en ekki börnin mín. Ég get rétt svo ímyndað mér hvernig þér líður að horfa uppá litlu stelpuna þína veika, og ég veit að þú óskar þess að þú sért veik en ekki Þuríður.

Guð gefur okkur öllum mismunandi erfiðleika til þess að berjast og ég veit að það er ástæða fyrir því að hann gaf þér og manninum þínum Þuríði. Hann kom henni fyrir hjá tveimur góðum, elskulegum, sterkum, og þolinmóðum manneskjum sem geta gefið Þuríði það besta líf sem hún getur haft. Það er ástæða fyrir því að þú ert mamma hennar, þú ert án efa mamma ársins, og þú veitir mér styrk í hvert skipti sem að ég les bloggið þitt.

Ég er betri manneskja með því að lesa bloggið þitt, ég er þolinmóðari og betri mamma. Þú ert að ganga í gegnum þitt líf og ert fyrirmynd fyrir margar konur og karla. Þinn styrkur er ógleymanlegur, og þó svo að ég hef aldrei hitt þig þá hugsa ég til þín og þinnar fjölskyldu daglega. Megi Guð geyma ykkur og ég trúi á styrk bænar. Það eru þúsund bænar beðnar á hverjum degi fyrir hönd Þuríðar, ég veit að Guð heyrir þær.

Bið fyrir baráttukveðjum frá Kaliforníu

Bertha

Bertha Sigmundsdóttir, 28.2.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband