Leita í fréttum mbl.is

En eitt afmælið....

Mikið rosalega elska ég afmæli - í dag á minn elskulegi eiginmaður afmæli.  Þakklát fyrir hvert ár sem við fáum saman en ég á ekki nógu marga putta til þess að telja árin sem við erum búin að vera saman. Tilefni dagsins langar mig að birta ljóð frá þeim degi sem við byrjuðum saman.

Á ball á Gaukinn bæði fóru
Býsna flott í taui voru
EFst í huga óskin var
Að yrði fjörugt þar.

Sálin var að syngja og spila
Svo að fjörið komst til skila
Áslaug Ósk og Óskar Örn
Eru Sálarbörn.

Á dansgólfinu hittust dreymin
Dulítið í byrjun feimin
Feiminin af þeim fór þó fljótt
Og fjörug varð sú nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með bóndann :)

Kristín (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 18:30

2 identicon

Hjartanlega til hamingju með bóndann :)

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2014 kl. 22:27

3 identicon

Og þetta kvöld var upphaf af fallegri sögu og barna sem eru einstaklega vel lukkuð.

Innilegar hamingjuóskir.

Kær kveðja

Sólveig (IP-tala skráð) 31.1.2014 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband