Leita í fréttum mbl.is

Lítið að frétta....

Maístjarnan mín er búin að vera ágætlega hress þó svo hún sé krampandi of oft - það er verið að fara undirbúa hana að vera vakandi í næstu rannsóknum sem verður fróðlegt að sjá.  Í næsta mánuði mun hún fara í heimsókn þar sem skanninn er og fá að skoða hvað er í vændum en næstu rannsóknir hennar eru í byrjun apríl.

Hún er að sjálfsögðu farin að undirbúa hið árlega páskabingó sitt á barnaspítalanum - hún kom með ósk um aðstoðarmann og að sjálfsögðu setti mamman sig í samband við tengilið þess manns og viti menn hann var ekki lengi að svara og ætlar að sjálfsögðu að koma.  Mikil gleði!!  Ef þig eða þitt fyrirtæki langar að gefa páskaegg í bingóið hennar þá máttu endilega vera í sambandi við mig í aslaug@vefeldhus.is .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bestu óskir til ykkar, hamingjuoskir með afmælin um daginn, góða skemmtun á bingóinu, gæfan fylgi ykkur :)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 19:14

2 identicon

Bestu kveðjur til ykkar, og gangi ykkur vel með páskagleði og ungafjörið

kv gþ 

gþ (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 11:38

3 identicon

Langt síðan ég hef kíkt hér inn og það er vegna þess að ég var orðin svo bjartsýn á að nú væri heilsan hjá Maístjörnunni minni öll á uppleið. Leiðinlegt með þessa krampa. En vonandi er allt í rétta átt og vonandi er ástæðan bara sú að batinn komi hægt og rólega tilbaka.

Bestu kveðjur til ykkar og gangi ykkur vel með allt. Og það er nú ekki slæmt að eiga góða að eins og afa.

Sólveig Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2014 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband