Leita í fréttum mbl.is

14.apríl'14

Það verður góður dagur þann 14.apríl'14 en þá fer Maístjarnan mín í rannsóknirnar sínar - fyrsta sinn sem hún verður vakandi í þeim.  Veit að það verður erfitt fyrir hana að liggja "hreyfingarlaus" í 30mín, yrði allavega erfitt fyrir mig.  Hún ætlar bara að hlusta á ipodinn sinn á meðan þetta stendur yfir og vonandi getur hún þetta enda ofsalega gott að geta verið laus við svæfingar þó svo henni finnist þær notalegar líka. 

Núna bíðum við eftir dagssetningu í síritið hennar en þá verður hún lögð inn í nokkra daga með fullt af snúrum í höfðinu þar sem hún er að krampa svo mikið þessar vikurnar og doktor Óli vill sjá hvaðan kramparnir eru að koma og hvernig krampar þetta séu - en þá er vonast eftir "mörgum" krömpum til að fá niðurstöður í þeim málum.  Mamman er ekkert rosalega spennt eftir þeim rannsóknum heldur enda ofsalega erfitt að sjá hana í krampa en þeir eru að halda áfram að koma annan hvern dag að meðaltali.

"Margt" að kvíða fyrir næstu vikurnar en þá er bara málið að búa sér til eitthvað til að hlakka til - jú það líður að páskabingói Þuríðar minnar sem hún heldur á spítalanum fyrir inniliggjandi börn og það er eitthvað sem hún er að deyja úr spenning enda líka frábær aðstoðarmaður sem hún fær og svo er hún líka búin að fá fullt af páskaeggjum frá frábærum styrktaraðilum. ....engin mun fara tómhentur heim - að sjálfsögðu ekki.  Ég skráði hana líka í Reykjadal (sumarbúðir fatlaðra) í sumar en er samt ekki búin að ákveða mig  hvort hún fari ef hún kemst inn - jú þetta er erfitt fyrir mömmuhjartað og kostar mikið en þetta yrði ofsalega gott og gaman fyrir hana.

Svo eru hérna tvær myndir sem ég tók af þeim systrum um helgina - Blómarósin mín heimtaði að ryksuga og skúra íbúðina sem hún fékk að sjálfsögðu, væri bara vitleysa að neita barninu um svoleiðis og svo er hin að Maístjörnunni minni sem elskar allt sem tengist eldhúsi en hún fékk að baka á meðan hin þreif íbúðina.
971144_10152067297469611_1820818415_n1625629_10152067296074611_461715613_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki að spyrja að dugnaðinum :) Krossa putta fyrir rannsóknirnar.

Birna S. Jónsdóttir (ókunnug) (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 21:37

2 identicon

Duglegar stelpur, gott að fá svona hjálp. Bið þess að allt gangi vel í rannsóknunum.

Kristín (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 10:25

3 identicon

Duglegar stelpur sem þú átt.

Ég mæli 100% með Reykjadal. Ég er búin að vinna með fullt af börnum með sérþarfir á suðurnesjum og þau eru öll ofur spennt að fara þangað og byrja að telja dagana þar til þau fara aftur daginn eftir að þau koma heim :)

Aníta Ósk Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 20:28

4 identicon

Vona allt það besta ykkur til handa og megi henni/ykkur ganga sem allra allra best.

Maja (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 16:47

5 identicon

flottar myndir, krossa putta, góðar óskir, hugsa til ykkar, gæfan fylgi ykkur :)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband