Leita í fréttum mbl.is

Þuríður Arna

Á miðvikudaginn hélt Þuríður Arna mín sitt árlega (fjórða eða fimmta árið í röð) páskabingó uppá barnaspítala og það var engin annar en Páll Óskar sem var hennar aðstoðarmaður - bingóið gekk svona líka vel og allir krakkarnir fóru kátir heim.

Í gær fékk hún svo nýtt hjól en við þurfum að sækja um sérstakt hjól fyrir hana því vegna hennar veikinda getur hún ekki hjólað á venjulegu hjóli nema með hjálpardekkjum og það er ekki skemmtilegt að vera kanski á 24" hjóli með hjálpardekkjum þegar maður er alveg að verða tólf ára þess vegna fær hún úthlutað svona líka flottu hjóli frá sjúkratryggingum en það er ekkert auðvelt að fá það skal ég segja ykkur enda rosalega dýrt hjól en þvílíkur lúxus fyrir hana að fá það.  Það var sem sagt eintóm gleði í gær þegar hjólið mætti á svæðið.

Bingó-drottningin skellti sér svo á bingó í skóla systkina sinna í gær og ekki hvað??  Hún fékk bingó!!  Hún er ekki vön að vilja fara á bingó nema hún fái að stjórna því sjálf þar sem henni langar ekkert að vinna en var samt rosalega glöð með eggin sín í gær.

Engir krampar komu í innlögninni hennar Þuríðar fyrir helgi svo við þurfum væntanlega að leggjast aftur inn :(  En nk. mánudag fer hún í rannsóknirnar sínar og ég er handvissum að við fáum góðar fréttir enda eru góðu fréttirnar búnar að rigna yfir okkur síðustu daga sem ég segi ykkur síðar frá.

Hérna koma nokkrar frá síðustu dögum - ein af henni og aðstoðarbingó-stjóranum honum Páli Óskari, einni af henni á nýja hjólinu sínu og svo að lokum með eggin sem hún vann í bingóinu.

Eigið góða helgi kæri vinir.
10250214_10152097950274611_3220485294137665108_n10259830_10152099861879611_5633520071094011580_n10009803_10152100016054611_7666909201274274623_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dásamlegar myndir. Mikið er gott að hún skuli fá svona fínt hjól:-) Gangi ykkur vel í öllu.

Steinunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 12.4.2014 kl. 08:58

2 identicon

Fallega og duglega stelpan ykkar. kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 13.4.2014 kl. 21:48

3 identicon

Mikið er gott að heyra að bingóið gekk vel....enda ekki við öðru að búast hjá svona reyndum bingóstjóra og með svona flottan aðstoðarmann.

Nýja hjólið er alveg frábært og þið eigið ekkert að vera feimin að segja frá því, hún á sko að eiga rétt á hjóli eins og allir aðrar.  Til hamingju með það.

Ég mun hugsa til ykkar í dag.  Ég er eins og þið handviss um að þið fáið góðar fréttir.

Trú, von og kærleikur

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband