7.5.2014 | 12:43
Nýjar fréttir.
Fengum símtal frá lækni áðan sem fór aðeins betur yfir þá niðurstöðu sem hann fékk eftir skoðun á myndunum sem teknar voru af höfðu Þuríðar í apríl. Í stuttu máli þá er staðan (eins og er) ekki alveg eins slæm og hún hljómaði eftir stutt símtal við hann sl. laugardag. Það er einhver blettur sem er í kringum 2mm að stærð sem vakti athygli hans núna og í fyrstu vissi hann ekki nema þetta væri nýr blettur sem hefði myndast. Myndirnar sem teknar voru síðast sýna hins vegar aðe...ins annað sjónarhorn af svæðinu en áður hefur sést og er læknirinn nú sannfærður um að þetta sé ekki nýr blettur heldur sami og áður (innan gamla æxlissvæðisins). Semsagt pínulítill blettur (rétt rúmlega títuprjónshaus) sem hefur verið til staðar en sést hins vegar skýrar núna því myndin er tekin frá örlítið öðru sjónarhorni (sneiðist öðruvísi).
Læknarnir hafa alltaf og munu alltaf hafa áhyggjur af því að mein Þuríðar geti tekið sig upp aftur og því eru þeir vel á tánum ef þeir sjá eitthvað nýtt sem gæti verið óeðlilegur vöxtur í.
Það verða teknar aftur myndir í ágúst og ástæðan fyrir því að það er ekki gert fyrr er að læknarnir telja að það gefi í raun engar nýjar upplýsingar að taka myndir strax aftur og þeir telja þetta ekki vera akút sem er auðvitað bara jákvætt.
Í framhaldi af næstu myndatökum verður tekin ákvörðun um hvort eitthvað þurfi að bregðast við. Þá verður metið hvort þessi blettur sé að stækka eða hvort þetta séu einhverjar leifar sem eru til friðs. Ef þetta er að stækka þá mun Þuríður aftur verða send í gammageislatækið í Svíþjóð og telur læknirinn engar líkur á öðru en að það verði góður árangur af þeirri meðferð með litlum aukaverkunum.
Við erum auðvitað mjög ánægð með að þetta lítur ekki alveg eins illa út og það gerði um helgina en samt sem áður er þetta áminning til okkar um að fullur sigur mun líklega aldrei nást þrátt fyrir að góður árangur geti náðst í einstaka orustum. Við þökkum þá fyrir það að læknar Þuríðar eru á tánum og tilbúnir að taka upp bardagatækin þegar á þarf að halda.
Vona að þetta sé ekki of flókin útskýring á frekar flóknum hlutum. Takk fyrir allar góðar kveðjur og hugsanir sem hjálpa okkur að halda í vonina um að þetta hafi aðeins verið false alarm það fáum við að vita í ágúst.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar baráttukveðjur
Helga (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 16:38
Krossa alla mína fingur og tær fyrir ykkur, það er það minnsta sem maður getur gert. Þið eruð samt ein flottasta fjölskylda sem ég veit um þrátt fyrir að þekkja ykkur ekkert, en þið getið kennt okkur hinum svo margt og minnt okkur á hvað skiptir mestu máli í lífinu. Ég held í vonina með ykkur - eins og alltaf :)
Birna S. Jónsdóttir (ókunnug) (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 17:05
Frábært, vonum það besta. Megið þið hafa gott og gleðilegt sumar með fullt af skemmtilegheitum :)
Þórleif (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 07:51
Krossa fingur fyrir ykkur. Er viss um að allt kemur vel út í ágúst. Gott að hafa lækna sem eru vel með á nótunum og passa upp á allt. Þú minnir mann svo sannarlega á hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu. Bestu kveðjur.
Steinunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 10:40
Gangi ykkur sem allra best. Þið eruð ótrúleg fjölskylda :) Takk fyrir að leyfa okkur öllum að fylgjast með ykkur. Njótið sumarsins og ég er viss um að þið fáið góðar fréttir í ágúst.
Johanna Karlsdottir (IP-tala skráð) 11.5.2014 kl. 03:13
Elsku fallega Stórfjölskylda.
Sendi ykkur fangið fullt af óskum og vonum um að þetta verði mun betra en horfir.
Enda bendir seinni færslan til að svo sé. Guði sé lof.
RISAKNÚS í hús !!
Sólveig (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 00:30
kossar og knús og góðar óskir ævinlega :)
Didda ókunn (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 19:24
úff það sem er á ykkur lagt :/ krossa putta, sendi ykkur baráttustrauma, hugsa til ykkar og vona það besta ! STÓRT knús á ykkur hetjurnar!! :)
Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 22:35
Kærleikskveðjur! <3
Edda Hlíf Hlífarsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2014 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.