Leita í fréttum mbl.is

Bæbæ Blogg!!

Jæja ágæta fólk!!

Þá er komið að því að ég ætla að hætta blogga - ég hef enga löngun lengur til þess að segja frá okkar "daglega" lífi hér á opnum vef.  EN ég ætla mér samt að vera með feisbúkksíðu um veikindi Þuríðar Örnu minnar en þar getiði sótt um aðgang að þeirri síðu ef þið viljið halda áfram að fylgjast með henni.  Slóðin að þeirri síðu er https://www.facebook.com/groups/1462002030747507/ .  Þar er líka svo auðvelt að henda inn nokkrum orðum með hennar líðan eða skella kanski einni mynd eða myndbandi af hetjunni sem braggast ofsalega vel þessa dagana.

Ég ætla mér að fara í næsta kafla í mínu lífi - LOKSINS!!  Veturinn fer í að byggja mig upp, bæði andlega og líkamlega með hjálp VIRK - ég trúi því að ég mun koma ennþá sterkari úr þeirri uppbyggingunni og í framhaldi af því ég fái fasta vinnu, kynnist nýju fólki, fái að upplifa vinnustaðastemmningu en það hef ég ekki upplifað síðan 2002 (hætti í feb 2002) þegar ég vann í Íslandsbanka.  Ég trúi því líka þó svo ég hafi ekki verið í fastri vinnu öll þessi ár (12 ár) og á langveikt barn sem gæti veikst aftur á morgun tjah eða eftir fimm ár, tíu ár þá vill einhver góður vinnuveitandi fá mig í vinnu enda þrusu dugleg, með bein í nefinu, fljót að læra og svo lengi mætti ég telja.  Já sá vinnuveitandi verður hrikalega heppin að fá mig í vinnu :)

Endilega fáið aðgang að facebook-síðunni, ég mun samþykkja alla!! ....en þar verður líka aðeins talað um Þuríði mína.

Bless bless blogg - takk allir fyrir að fylgja okkur fjölsk. öll þessi ár - takk fyrir öll fallegu kommentin (ekki takk fyrir þau ljótu og leiðinlegu).   


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með þessa ákvörðun - gangi ykkur sem allra best alltaf :) Segi það enn og aftur að þið eruð fyrirmynd mín, jafnvel þó ég þekki ykkur ekkert - fyndið hvað ókunnugir geta haft mikil áhrif á mann :)

Birna S. Jónsdóttir (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 17:38

2 identicon

Takk fyrir að lofa mér að fylgjast með ykkur öll þessi ár, ég hef bæði hlegið og grátið með ykkur og vona svo innilega að þú fáir skemmtilega vinnu og megi ykkur ganga vel með allt.  það væri gama að fá að tengjast ykkur á fésinu, kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 21:58

3 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Gangi ykkur ofsalega vel...gott hjá þér að fara í VIRK... :)

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 6.9.2014 kl. 23:42

4 identicon

Takk fyrir allt og gangi ykkur vel áfram :) Ég mun fylgjast með á Facebook og senda hlýja strauma til Þuríðar og ykkar allra.

Hanna Marinosdottir (IP-tala skráð) 7.9.2014 kl. 06:39

5 identicon

Takk fyrir öll þessi ár að leyfa mér að fylgjast með ykkur i blíðu og stríðu, gangi ykkur vel og þér sérstaklega Áslaug í að byggja þig upp. Vonandi fæ ég að fylgjast með elsku duglegu Þuríði á fésinu :)

Kristín Ögmundsd. (IP-tala skráð) 8.9.2014 kl. 14:00

6 identicon

Takk Áslaug og fjölskylda fyrir að lofa okkur að fylgjast með ykkur og veikindum Þuríðar Örnu. Vonandi fæ ég að halda áfram að fylgjast með Maístjörnunni á nýju síðunni.

Gangi þér vel í uppbyggingunni og vonandi færðu gott og vel launað starf sem þér líkar vel við :)

Kveðja úr Trékyllisvíkinni.

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2014 kl. 16:37

7 identicon

Sæl flotta duglega

Mikið á ég eftir að sakna þess að heyra ekki frá ALLRI familíunni, því hún er öll að gera svo góða hluti.

En ég vonast til að heyra af HETJUNNI og hef "join the group" er það ekki nóg ?

Megi leir þínir draumar rætast !!!!!!

KNÚS í hús

Sólveig

Sólveig (IP-tala skráð) 10.9.2014 kl. 17:50

8 identicon

Takk kærlega fyrir Áslaug og fjölskylda fyrir að lofa þjóðinni að fylgjast með ykkur. Það er nú ekkert smá mál að opna sig fyrir alþjóð. Þið eruð öll hetjur fjölskyldan. Gangi þér vel að að byggja þig upp og þú færð örugglega frábæra vinnu. Sá vinnuveitandi verður heppinn.:) Langar að tengjast ykkur á fésinu ef það er í lagi. Vona líka að þú haldir áfram með kjúklingasíðuna þína. Búin að redda kvöldmatnum hjá mér nokkrum sinnum. :D

Kv.

Harpa

Harpa Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 15:13

9 identicon

Sæl Áslaug

Skil þessa ákvörðun mjög vel maður á ekki að vera með svona síðu nema hún sé að gera gott fyrir mann. Mér hefur þótt gaman og hollt að fylgjast með ykkur í öll þessi ár og ætla því að sækja um að fá að fylgjast með ykkur áfram á FB.

Ég hef tröllatrú á VIRK (hef kynnt mér starfsemi þeirra í gegnum nám hjá mér) og er handviss um að það á eftir að vera mjög uppbyggjandi að fara í gegnum þeirra góða prógram.

Mikið er ég glöð að allt gangi vel hjá Hetjunni, hún er ótrúleg þessi stelpa ykkar.

Kv. Helga

Helga (IP-tala skráð) 18.9.2014 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband