Leita í fréttum mbl.is

New York-stutt ferðasaga í myndum

P3151028
Hér erum við nöfnurnar mættar útá flugvöll í stuði

P3151045
Við flugum yfir Grænland

P3161071
Mætt á svæðið og það var ógeðslega kalt og þá var líka gott að vera með góða úlpu og hvað þá góða hettu þar sem eyrun brotnuðu næstum því af mér vegna kulda.

P3161092
Kíktum inná einn pöbbinn til að hlýja okkur og þar var sko stuð.

P3171111
Óskari mínum leiddist ehe á meðan ég var að gera mig reddí fyrir "eitthvað".

P3171130
St. Patricksday var þegar við vorum í New York og þarna er mega stór skrúðganga í gangi sem tók ég veit ekki hvað margar klukkustundir.

P3171151
Í tilefni írska daga voru allir bjórar grænir og að sjálfsögðu urðum við að prufa fá okkur einn grænan.

P3171137
Jeij það var aðeins farið að hlýna í veðri þannig ég gat tekið hettuna af mé, lúxus líf!!

P3181156
Við létum duga í þetta sinn að fara svona nálægt frelsisstyttunni, þar sem það var margra klukkutíma röð í bátinn að styttunni og við vorum ekki með kuldagallana með okkur og svo var líka ógeðslegt í sjóinn.

P3181165
Þannig ég lét bara duga að hitta þessa styttu í staðin ehe og svona án gríns þá leið mér einsog einhverri frægri manneskju að standa þarna því allir ferðamennirnir í kring tóku upp myndavélina sína og fóru að taka endalaust margar myndir af mér.  Well ég fékk mínar 10 sekóndur þarna sem var STUÐ.

P3181178
Það var skrýtin upplifun að fara á staðin sem tvíburaturnarnir stóðu, fólkið í kringum mann var hágrátandi enda fékk maður mikla gæsahús að skoða þetta allt saman og sjá öll nöfnin sem létust þennan dag.

P3181206
Við kíktum í China town sem var bara einsog maður var mætt til Kína, ótrúlega gaman og þar fann ég fallegustu og ódýrustu kínakjóla ever á stelpurnar mínar sem smell pössuðu. 

En ég ætla að láta þessa ferðasögu duga í bili þar sem mér líður ekki sem best þar að segja af flensunni og Oddný Erla mín er fárveik, var farin að sjá ofsjónir í gærkveldi vegna svo mikils hita ótrúlega skerí að sjá hana svoleiðis.  Þessi elska vill líka að ég komi og kúri hjá sér undir sæng og vill horfa á jólasveina simpsonLoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærar myndir -takk fyrir að deila þeim með okkur   Grænn bjór er ekki sérstaklega girninlegur á að líta, ekki frekar en grænu pönnsurnar sem að ég bakaði fyrir heimilið 15 ára gömul gelgjan- en eins og allir vita þá er útlitð ekki allt  

Látið ykkur batna sem fyrst

Þórdís tinna (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 09:28

2 Smámynd: katrín atladóttir

hey skemmtilegar myndir

hehe "eyrun brotnuðu næstum því af mér"

velkomin heim!:* 

katrín atladóttir, 21.3.2007 kl. 10:11

3 identicon

Velkomin heim :-) það hefur greinilega verið frábært hjá ykkur´.

Látið ykkur batna mæðgur.

Batnaðarkveðjur Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 10:18

4 Smámynd: Elsa Nielsen

Velkomin heim skvís!

Skemmtileg ferðasaga ;)

Knús í kotið og góðan bata!!

Elsa Nielsen, 21.3.2007 kl. 10:39

5 identicon

Skemmtileg ferðasaga í máli og myndum :)

Vonandi fer ykkur að batna. Sendi "bötnustrauma" til ykkar þarna syðra. Vona bara að þeir komist í gegn um ófærðina og snjóflóðadraslið hér fyrir vestan!!!

Ylfa (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 10:46

6 identicon

Fallegar myndir og saga takk.En góðan bata.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 19:42

7 identicon

Æði gæði.

Frábærar myndir.

marianna (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 22:59

8 identicon

Flottar myndir og gaman að skoða.

Þetta er leiðindar flensa og vonandi fer ykkur að batna :-) 

Kkv.

Martha

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 23:19

9 identicon

æðislegt að það var svona gaman!! frábærar myndir :D

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 23:33

10 identicon

Kæra Áslaug.

skemmtilegar myndir og takk fyrir að deila þem með okkur. Látið ykkur nú batna þessi flensa er anstyggileg, ég og börnin mín liggjum hér í flensunni. Farið vel með ykkur og látið nú karlpeninginn á heimilinu dekra við ykkur. Vona að Þuríður hafi það gott. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 07:39

11 identicon

Vá hvað það hefur verið gaman í NY.  Góður félagsskapur og allt það.  Vonandi ertu að hressast af flensunni já og Oddný Erla líka.

Kær kveðja Brynja.

Brynja Kolbrún (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 08:22

12 identicon

Gaman að heyra að ferðin tókst vel.  Látið ykkur batna.  Kveðja Mæja

María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 09:55

13 identicon

Takk fyrir myndasýninguna..hún er frábær. Vonandi batnar litlu veiku dúllunni minni sem fyrst og þér líka Áslaug mín. Ég sit yfir Bergi sem er með ælupest;( Alltaf einhverjar pestar endalaust. Farið vel með ykkur. Knús og kossar. Kristín Amelía.

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 10:37

14 Smámynd: Þórunn Eva

gaman að lesa hvað það var gaman hjá ykkur :) látið ykkur nú batna

Þórunn Eva , 22.3.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband