Leita í fréttum mbl.is

Steikt steiktari steiktust

Dæssúss mar hvað ég er orðin steikt í hausnum af öllum þessum pælingum af hinu og þessu og auddah miðast þessar pælingar allt út frá "hvernig hún Þuríður mín er/verður".  Ég er alltaf að reyna miða við hlutina að hún verði bara góð en svo kemur alltaf þetta stóra EF, aaaaaaaaargghhhh!!!  Ég vildi óska þess að hlutirnir hjá okkur væru bara sem eðlilegastir og væri bara að pirrast útí hvað ég ætti að gefa stelpunum mínum í afmælisgjöf, þetta er alltof flókið líf.

Theodór minn töffari er komin með pláss á sama leikskóla og þær stelpur að sjálfsögðu enda kæmi engin annar leikskóli til greina þó ég gæti veifa til þeirra hérna útum stofugluggan þá er mér sama þó ég þurfi að keyra 10km í leikskólan með þau.  Hann reyndar byrjar ekkert fyrr en næsta haust en það er sama og stelpurnar komnar með pláss til fjögur því mig langar svo ofsalega mikið að fara gera eitthvað fyrir sjálfan mig.  T.d. að sækja loksins um það sem mig langar að fara læra en stefnan er sett á það næsta haust og ég get það nottla bara ef Þuríður mín heldur áfram að vera svona mikil ofurkona einsog hún hefur verið undanfarin einn og hálfan mánuð allavega. 

Mig langar svo að geta bara hugsað um að hún haldi áfram að vera svona einsog hún er en svo kemur alltaf hitt og þá kemur hnúturinn en ég veit líka að kraftaverkin gerast en þannig ég er að reyna halda í það.  Ég hef reyndar sett mig í samband við skólan og þeir munu leyfa mér að vera með frjálsa mætingu en við erum að sjálfsögðu tvö í þessu en Skari verður nottla að sinna sinni vinnu annars getum við bara borðað það sem úti frýs en yfirmenn Skara eru líka ofsalega skilningsríkir ef eitthvað bjátar á t.d. hjá henni Þuríði minni og kanski ekkert annað hægt ég veit það ekki? 

Annars er Þuríður mín búin að vera krampalaus í einn og hálfan mánuð en metið hennar er þrír mánuðir(fyrir tveimur árum var það síðast), hibbhibbhúrrey!!  Stefnan er að losna algjörlega við þessa krampa að sjálfsögðu, ég veit að það færi alveg með mann ef/þegar hún myndi byrja krampa aftur.  Þó ég hafi verið vön að sjá hana fá endalaust marga krampa á dag þá yrði það ö-a einsog allra fyrsti krampinn þannig við biðjum bara um að kraftaverk og hún losni bara við þennan andskota.  (sorrý)  Henni er farin að fara svo fram í þroska og það er svo gaman að sjá hvað henni líður vel, hún þarf að tjá sig svo mikið og henni finnst svo gaman að segja frá hinu og þessu.  Held að öll deildin hennar á leikskólanum viti allt hvað við ætlum að gera og hvað við höfum verið að gera og hvað flestir ættingjarnir heita sem er reyndar bara gaman því hún er að sýna framfarir sem við ELSKUM.

Þegar Þuríði minni líður svona vel þá líður Oddnýju minni líka vel en þetta snýst allt um Þuríði hjá öllum á heimilinu.  Oddný mín finnur alveg þegar Þuríði líður illa og þá verður hún alveg ómögleg því þá líður okkur líka illa þannig þetta vindur bara uppá sig.  Þó Oddný sé bara að verða þriggja ára (27dagar þanga til eheh, hún telur dagana í prinsessukökuna) þá finnur hún alveg hvernig okkur hinum líður.

Það eru líka fleiri steikingar í hausnum mínum en þetta en ég læt það bíða með að tjá mig um það, reyni að hugsa um það bara þegar það kemur útur myndatökunum eftir rúma viku eða föstudaginn 13.

Takk fyrir mig í dag, munið að knúsa hvort annað það er endalaust gott.  Við Þuríður sofnuðum í faðmlögum í gærkveldi sem var yndislegast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahhh 27 dagar, alveg rétt, hún á besta afmælisdaginn :) Og frídagur daginn eftir :D Frábært að lesa svona góðar fréttir.

Knús frá Esbjerginu krútt. Hlakka til að heyra meira um námið svo, þú veist að ég er nörd.

Malla magapína (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 13:38

2 identicon

Það er ekkert sem jafnast á við það að sofna í faðmlögum við barnið sitt. Vera með lítin vanga í hálsakoti og heyra andardráttinn í eyranu. Oh... það er BARA yndislegt. Krossa fingur og vona að allt haldi áfram að ganga eins og það á að ganga!!!

Ástarkveðja að vestan.

Ylfa (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 14:19

3 identicon

Vonandi halda hlutirnir áfram að ganga svona vel. Ég kíki á síðun ykkar mjög oft en er ekki nógu dugleg við að kvitta. Held áfram að senda ykkur hlýja strauma

ein á Skaganum (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 19:01

4 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ hlakka til að heyra hvað þér langar að læra, ég og JS biðjum fyrir ykkur á hverju kvöldi og höldum því áfram ALLTAF :) vonandi gengur allt eins vel og undanfarið áfram ;)

koss og knús

Þórunn Eva , 3.4.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband