Leita í fréttum mbl.is

Kvíðin :(

Alltíeinu í gærdag fór mér að líða skringilega, var orðin kvíðin og leið eitthvað hálfilla sem ég skyldi eiginlega ekki afhverju?  Þuríði minni líður vel og allir í kringum þar sem ég veit en þá fattaði ég að ég væri bara svona kvíðin fyrir morgundeginum en samt mest fyrir föstudeginum 13.  Aaaargghh!!  Þuríður mín fer í myndatökur á morgun og fundur á föstudaginn með læknunum sem mér kvíður rosalega fyrir þó að Þuríði minni hefur liðið vel undanfarna vikur og ekki fengið krampa í tæpa tvo mánuði þá finnst mér ég ekki nógu bjartsýn fyrir þrettándanum.Frown 

Kanski er líka ástæða fyrir því en fyrir nokkrum vikum man nú ekki nákvæmlega þá sá ég smá breytingar á annarri hliðinni hjá Þuríði minni einhverskonar bólga rétt fyrir neðan þar sem aðgerðin var gerð sem sagt sömu megin og æxlið er.  Æjhi ég var kanski ekkert mikið að spá í það þá hélt kanski að þetta væru aukaverkanir af geislanum en svo fór ég að pæla aðeins meira í þessu síðustu daga en "bólgan" hefur ekkert hjaðnað og þá verð ég ennþá smeykari.  Er eitthvað ljótt að gerast þarna?  Er stækkunin orðin svona mikil?  Hvað er þetta eiginlega?  Ég veit það að sjálfsögðu ekki sjálf en læknarnir ættu vonandi að vita það og það ætti þá kanski að koma í ljós á föstudaginn.  Vonandi er þetta að sjálfsögðu ekkert en auðvidað verður maður smeykur þegar maður sér eitthvað sem ætti ekki að vera.   Jú henni hefur liðið vel undanfarið fyrirutan "brjálæðisköstin" sem hún hefur verið að taka undanfarna daga og við þau er ég líka smeyk, hún er ekki vön að æsa sig yfir hlutunum þó hún fái ekki eitthvað en undanfarna daga hefur hún tekið þessi köst sem maður á ekki að sjá ekki einu sinni hjá heilbrigðu barni og við það er ég smeyk.  Maður hefur heyrt ýmsa sögur um fólk með æxli í höfði þess vegna verð ég smeyk eða réttara sagt mjög hrædd.

En að sjálfsögðu held ég í vonina að allt komi vel útur þessum myndatökum og hún sé eitt af þessum kraftaverkum en ég veit líka ef ég er of bjartsýn og það komi ekki gott þá mun ég gjörsamlega brotna niður og mig langar ekki að líða svona einsog mér leið í september síðastliðin.  Ég var gjörsamlega dofin, hjartað mitt hætti að slá í smá tíma, mér fannst allt vera hrynja en ég á líka tvo aðra gullmola sem ég verð að reyna standa upprétt fyrir og Oddný mín finnur líka þegar mömmu sinni líður illa og þá verður hún svo ómögleg og fer líka að líða illa og þannig vill ég ekki hafa það þó ég geti ekkert af því gert því verr og miður.Crying

Þannig í tilefni morgundagsins og daginn þar á eftir langar mig að biðja ykkur að kveikja á einu kerti fyrir hetjuna mína og hugsa fallega til hennar, kertasíðan hennar er hérna til hliðar.

Knús og kossar
Slauga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elsa Nielsen

Elsku Áslaug mín

Vonandi eru þetta óþarfa áhyggjur - sendi ykkur kraftaverkastrauma og fullt af knúsi! Búin að kveikja á kraftaverkakerti fyrir elsku Þuríði Örnu.

KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 11.4.2007 kl. 09:26

2 identicon

RISAKNÚS úr Breiðholtinu!
Oddný

Oddný (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 09:53

3 identicon

Kveiki alltaf á sérstöku kerti hérna heima tileinkað hetjunni minni henni Þuríði.  Gangi ykkur vel á næstu dögum.  Sendi ykkur stórt og kröftugt KNÚS

kv. Liljakr

Lilja Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 10:25

4 identicon

Elsku Áslaug og fjölsk. við biðjum fyrir ykkur og biðjum guð og alla hans engla að vernda Þuríði og passa.

Risa búnt af orku og bjartsýni                                                  Baráttukveðjur Guðrún Bergmann,Jói og dætur

Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 10:29

5 identicon

Kveiki á kerti hér og heima í stofu.  Vonandi fáið þið góðar fréttir á föstudaginn.

Finn til með ykkur að ganga í gegnum þessi erfiðu veikindi dóttur ykkar,örugglega ekki hægt að ímynda sér það nema að reyna það sjálfur. 

Gangi ykkur vel

Kv. María 

MP (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 10:35

6 Smámynd: Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir

Gangi ykkur ofsalega vel á næstu dögum...við leggjumst öll á bæn og biðjum um kraftaverk.  RISA knús frá Viborg...

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir, 11.4.2007 kl. 10:51

7 Smámynd: eybergsmamman

Þuríður ykkar er ávalt í mínum bænum.  Gangi ykkur vel á föstudaginn.  Vonandi fáið þið góðar fréttir....

eybergsmamman , 11.4.2007 kl. 10:56

8 identicon

Það er sko meira en sjálfsagt að kveikja á kerti fyrir hana og ykkur, ég held að það veiti ekki af að senda ykkur hlýja strauma og góðar hugsanir. Vonandi ber föstudagurinn ykkur góðar og jákvæðar fréttir. Mér finnst þið alveg ótrúlega dugleg, get ekki ímyndað mér hvernig það er að eiga svona veikt barn og þurfa svo að halda höfði fyrir yngri börnin, þetta er ofboðslega erfitt og óréttlátt. Hlýjar kveðjur að norðan

kona að norðan (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 11:38

9 identicon

Sæl Kæra fjölskylda.

Ég bið til Guðs að allt fari vel bæði í myndatökunni og að þið fáið góðar fréttir frá lækninum.

Bestu kveðjur af skaganum

Silla Karen og fjölskylda 

Silla Karen (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 12:03

10 identicon

Takk fyrir innlitið og takk fyrir að skilja eftir kveðju:) það var gaman að finna ykkur hér. Rosalega fáið þið stór verkefni. Ég sendi ykkur hlýjar kveðjur og bataóskir. Við munum einnig biðja fyrir ykkur. Guð er góður:) Við sendum líka góðar kveðjur til mömmu þinnar og pabba.

Díana, Sunneva og Amanda Líf

www.amandalif.barnaland.is og blog.central.is/kokopelli 

Díana Ósk (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 12:12

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæra fjöldskilda ég sendi ykkur öllum og þó sérstaklega Þuríði góða strauma og bænir, hér er alltaf kveikt á kertum og þau eru fyrir þá sem eiga um sárt að binda. Það er aldrei of oft sagt að  það fer allt eins og best verður á kosið fyrir þann sem á í hlut. Guð blessi ykkur öll þið eruð ótrúlega dugleg. Áslaug mín kvíði þinn er eðlilegur og þú átt að tala um kvíðan við   Oddný þína þá líður ykkur báðum betur  Æ  kvað er ég nú að rugla með þetta auðvitað er jafn skynsöm stelpa og þú búin að tala oft við litlu prinsessuna hana Oddnýu þína

                             Bestu kveðjur Millu á Húsavik.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2007 kl. 12:33

12 identicon

Sendi ykkur bestu kveðjur og kveiki á kerti fyrir ykkur hér og heima við.

Látið ykkur líða vel kæra fjölskylda og það er alveg ótrúlegt hvað þið standið ykkur vel, þrátt fyrir þessi erfiðu veikindi hennar Þuríðar litlu.

Bestu kveðjur að norðan,

Arndís  

Arndís Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 12:59

13 identicon

við kveikjum á kerti fyrir ykkur öll á hverju einasta kvöldi.

ég hugsa til ykkar og bið fyrir ykkur. Vonandi fáið þið góðar fréttir.

knús Birna

Birna Hrönn (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 14:48

14 identicon

stórt knús og hugrekkiskveðjur kveiki að sjálfsögðu á kerti fyrir hana þuríði litlu og ykkur kæru foreldrar líka.

kær kveðja Boston

Boston (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 16:29

15 Smámynd: katrín atladóttir

ég hugsa til ykkar

ætla að kveikja á fullt af kertum heima í kvöld fyrir ykkur 

katrín atladóttir, 11.4.2007 kl. 16:29

16 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Bestu baráttukveðjur til ykkar, þú ert mín hetja, Áslaug, þú ert sterk og góð kona, og yndisleg mamma. Kvíði þinn er eðlilegur, ég bið fyrir góðum fréttum handa ykkur á Föstudaginn. Mun kveikja á kertum fyrir hana heima hjá mér á eftir, og þið eruð í bænum mínum. Reyndu að vera jákvæð, en líka raunsæ, þá vonandi verðurðu tilbúin að heyra það sem læknarnir hafa að segja á Föstudaginn.

Baráttukveðjur og farðu vel með þig...

Bertha í Ameríku

Bertha Sigmundsdóttir, 11.4.2007 kl. 16:53

17 identicon

Kæra fjölskylda.  Við kveikjum á kertum og hugsum mikið oft til ykkar.  Vonum svo innilega að þið fáið góðar fréttir.

Kveðja Gunna Jóna

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 18:05

18 identicon

Gangi ykkur vel hugrakka fjölskylda.  Litla hetjan ykkar er alveg hreint einstök og mun ég kveikja á kerti fyrir ykkur.

Sigríður (ókunnug) (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 19:56

19 identicon

Sæl Áslaug.

Ég er nú bara klökk eftir að hafa lesið pistil þinn í dag. Það er kannski einna helst að ég finn svo mikið til með ykkur að lenda í því að eiga svona mikið veikt barn hlýtur að vera mikil þrekraun, ég get aldrei sett mig í spor ykkar meira segja þó að ég reyni þar sem ég á tvö börn sjálf sonur minn er reyndar jafn gamall Þuríði. Ég verð nú bara að fá að koma því að hérna að mér finnst þið svo ofsalega dugleg og bara hvernig þið komist í gegnum þetta allt saman. Þið eruð algjörar hetjur og standið ykkur þvílíkt vel í þessu öllusaman. Vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir á föstudaginn. Gangi ykkur alltaf sem allra best fallegu hetjur.  Þið eruð duglegust!!!

Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 20:55

20 identicon

Elskuleg fjölsk.Óska Þuríði Örnu og ykkur góðs gengis á morgun.Kv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 22:21

21 identicon

Elsku fjölskylda, við vonum öll að fréttirnar verið góðar, hugur okkar og hjörtu eru hjá ykkur. Við kveikjum svo öll á kerti fyrir ykkur. Reynið að láta ykkur líða vel þangað til á föstudaginn.

Gangi ykkur alveg rosalega vel 

Svala (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 22:57

22 identicon

Baráttu kveðja til ykkar elsku fjölskylda. Vonandi eru þetta óþarfa áhyggjur. Mun hugsa til ykkar eins og alltaf. Knús á ykkur

Melanie Rose (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 23:23

23 identicon

Elsku fjölskylda

Óska ykkur góðs gengis á morgun og á föstudaginn.

kkv.

Martha

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 00:04

24 identicon

Sæl Áslaug

Mikið skil ég vel að þú skulir kvíða því að fara með hana Þuríði í skoðun. Það væri óeðlilegt ef svo væri ekki. Ég bið Guð að vera með ykkur og að þið fáið góðar fréttir. Fylgist með og kveiki á kerti.

Kveðja Fríða ókunnug

Fríða ókunnug (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 00:56

25 identicon

Sendi ykkur allar mína bestu strauma og vonandi að þetta séu óþarfa áhyggjur hjá þér Áslaug mín. Gangi ykkur rosa vel í myndatökunni í dag og hjá læknunum á morgun.

Luv MaggaK

MaggaK (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 08:22

26 identicon

Sendi ykkur góða strauma. Vona að allt fari vel. Kær kveðja Þórunn(ókunnug)

Þórunn (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 10:03

27 identicon

Elsku fjölskylda gangi ykkur vel í dag og á morgun- Guð veri með ykkur.

Risaknús til ykkar frá Þórdísi tinnu og KR

Þórdís tinna (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 11:10

28 identicon

Ég kveiki á kertum fyrir þig

guð mun líka bænheyra mig

því allir hér hafa mikla trú

og vonum að æxlin hverfi nú

kveðja Ása

asa (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband