Leita í fréttum mbl.is

Þreytt

Þá eru myndatökurnar búnar og Þuríður mín er ofsalega þreytt eftir þær enda ekki furða þar sem stúlkan var svæfð, gat nú ekki mikið labbað eftir þetta og varla haldið höfði þegar við mættum til ömmu Oddný í morgun eftir vöknun.  Vanalega vaknar hún mjög hress og getur mætt á leikskólan en það var ekki til umræðu í morgun þegar maður sá hvernig hún vaknaði.   

Þetta gekk allt saman mjög vel fyrirutan þreytuna nema þegar við mættum í myndatökurnar og stúlkan sofnuð þá fannst ekki beiðnin fyrir myndatökurnar og þá hélt ég að hún fengi ekki að fara en að sjálfsögðu reddaði Sigrún hjúkkan okkar því þannig þetta er búið.

Mikin ofsalega kvíðahnút fékk ég þegar það var verið að taka myndir, púúffhh!!  Óþægilegt að fá svona hnút en ég reyni samt að vera bjartsýn, við sýndum liðinu okkar breytingar í andlitinu hennar Þuríðar minnar og doktorinn vonaðist til að myndirnar hefðu náð svona langt niður og það vona ég líka þannig hún þyrfti ekki að að fara í aðrar myndatökur.   Nú er bara að krossa fingur og biðja þennan þarna uppi að fara gera eitthvað að viti fyrir hetjuna mína þó hún sé búin að vera hress undanfarnar vikur þá vill ég að sjálfsögðu meira og vill fá að sjá minna æxli á myndunum en ekki meiri stækkun.  TAKK FYRIR ég bið ekki um meira.

Þegar við mættum uppá deild í morgun fór ég að hugsa um okkar innlagnir síðasta sumar og hvað ég mun vorkenna liðinu sem þarf að liggja inni í sumar, greyjið börnin!!  Því þetta kerfi er alltaf með niðurskurð og þeir tíma ekki að ráða sumarstarfsfólk bara meira álag á fastráðna sem er bara ekki að virka.  Gvuuuð minn góður hvað ég vill ekki að neinn þurfi að lenda í innlögn í sumar hvað þá með miikið veikt barn en því miður mun einhver þurfa þess.   

Síðasta sumar varð Þuríður mín mjög veik eftir eina lyfjagjöfina og þurfti að sjálfsögðu innlögn, þá var t.d. helmingur af starfsfólkinu í sumarfríi og það var búið að loka annarri barnadeildinni vegna skorts á starfsfólki.  Þið hefðum átt að sjá hjúkkurnar þá, þær voru sveittar að hlaupa á milli herbergja til að reyna sinna öllum sjúklingunum, flestar með bauga niðrá axlir enda ö-a að vinna einum of mikið og álagið á þær gífurlegt.  Einn morguninn þegar ég mætti uppá spítala til Þuríðar minnar en þá var tengdó hjá henni fékk ég áfall því Þuríður mín lá svona líka í blóði sínu í rúminu sofandi.  Að sjálfsögðu brá mér og hvað þá tengdó þegar hún sá hana svona og auddah hljóp ég strax fram til að ræða þessi mál við hjúkkurnar á vakt og aldrei í lífinu hef ég verið jafn reið og ætlaði sko að æsa mig en þeir sem þekkja mig er ég ekki mikið fyrir að æsa mig yfir hlutunum frekar fer ég að grenja ef eitthvað er eheh!!  Ég ætlaði sko að reyna vera reið enda ekki sátt við það að barnið mitt alblóðugt í rúminu sínu enda auddah gat ég það ekki og átti mjög erfitt með að halda grátinum inni.

Þá var víst einhver hjúkka sem var að sinna henni um nóttina og var að gefa henni lyfin sín og það kom víst gat á slönguna sem var tengd Þuríði minni og blóðið spíttist útum allt en hjúkkan hefur væntanlega verið svo þreytt að hún sá þetta ekki eða hafði rænu á að vekja tengdó sem hefði í hið snarasta hjálpað hjúkkunni en ekki hvað en nei þá lét hún þetta vera og barnið bara alblóðugt.  Mikið ofsalega var ég reið, svona verður þetta náttúrlega ef fólk hefur unnið yfir sig eða kanski bara nennti hún ekki að sinna sinni vinnu, ég veit það ekki?  Hefði þessari hjúkku langað að koma að barninu sínu svona?  Nei ég held ekki enda hvað átti ég að halda þegar ég sá hana svona? Það hefði eitthvað alvarlegt getað komið fyrir.  Grrrrr!!  Ég verð alveg ennþá reiðari þegar ég hugsa um þetta því þessir karlar þarna sem stija á rassgatinu allan daginn og tíma ekki að borga sumarstarfsfólki frekar vilja þeir að eitthvað komi fyrir?  Andskotin hafi það, og mikið finnst mér líka leiðinlegt að horfa á hana Sif Friðleifs koma uppá spítala til að sýna sitt nef og henni er ö-a alveg sama um þetta?  Allavega er hún ekki að gera neitt, veit ekki hvursu mikið hún ræður með þetta allt saman en þá fer það ofsalega í mig.  Ég hefði getað sparkað fast í rassgatið hennar þegar ég mætti henni útí TBR um daginn þegar hún var þar að sýna sitt nef, grrrrrrrrrr!!  

Ég vona allavega svo heitt og innilega að við sleppum við innlögn í sumar þó ég vildi óska þess mest í heimi að Þuríður mín væri að klára lyfjameðferð sína núna í júlí einsog prógrammið var en svo  gott er það ekki.  En samt ekki misskilja mig en þá finnst mér flestar konurnar á 22E æðislegar og sumar reyndar í meira uppáhaldi en aðrar eheh sérstaklega þær sem hafa sinnt Þuríði minni frá því hún veiktist og auðvidað er það ekki þeim að kenna að sumarstarfsfólk er ekki ráðið til vinnu en vonandi verða gerðar einhverjar breytingar á því.

Takk fyrir mig í dag en á morgun kl hálf ellevu verður fundur með læknunum, megið hugsa fallega til okkar þá og vonandi get ég þotið heim til að skrifa góðar fréttir annars þanga til ég veit ekki hvenær.

Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið hafið verið að senda okkar sem gera mikið fyrir okkur.
Knús og kossar
Áslaug og co

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefðir átt að sýna Sif þetta.Megi alllt ganga vel á morgun.Kv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 13:09

2 identicon

Hugsum til ykkar elskurnar!

Katrin Ösp og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 13:52

3 identicon

Vonandi fáið þið góðar fréttir á morgun. Kveiki á kerti fyrir litlu dömuna og sendi ykkur góðar óskir.

Kveðja ókunnug 

MK (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 13:58

4 identicon

Hef verið að lesa um dóttur þína þið eruð ótrúlegar hetjur.

Hugsa til ykkar hvern einasta dag.  Mun kveikja á kerti í kvöld fyrir Þuríði þína. með baráttukveðju  Áslaug (nafna þín)

Áslaug Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 13:59

5 identicon

Eruð ávallt í huga mér og ég mun biðja líkt og alltaf fyrir hetjunni í kvöld og hugsa til ykkar í fyrramálið.

Mamma Nadíu Lífar

Lilja, ókunnug (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 14:04

6 identicon

ég hugsa mikið til ykkar og er að biðja fyrir ykkur.

kraftaverkin gerast og vonandi líka hjá ykkur,.

knús Birna

Birna Hrönn (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 14:11

7 identicon

Þú hefðir nú bara átt að sparka aðeins í rassgatið á henni hefði bara verið fínt.  En vonandi verður fundurinn á morgun góður við biðjum um kraftaverk eins og allir hinir og búið að kveikja á kerti fyrir elskulegu Þuríði.  Bara koma svo.....

Kær kveðja frá Danaveldi Brynja og co.

Brynja og co (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 15:18

8 identicon

Gangi ykkur vel á morgun og við hugsum fallega til ykkar eins og alltaf.  Kveikjum á kerti og krossleggjum fingur :-)

Hún Sif hefði nú bara haft gott af því að fá smá spark ......

Kkv. Martha og co

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 15:42

9 identicon

Kæra Áslaug alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína.

Ég hefði ábyggilega orðið alveg fjúkandi reið ef ég hefði komið svona að barninu mínu alblóðugu. Þetta er náttúrulega ekki hægt og til skammar að spítalarnir séu reknir eins og raun ber vitni. Alveg fáránlegt að ekki sé hægt að ráða sumarstarfsfólk, fáranlegt.  Vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir á morgun. Hugur minn er hjá ykkur sem endranær þið eigið heiður skilið fyrir dugnað, baráttuhug og hugrekki. Ég dáist alveg af því hvað þið eruð öll dugleg geri aðrir betur. Hafið það eins gott og hægt er að hafa það við þessar aðstæður.  Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 17:17

10 identicon

Þið eigið hug okkar allra á morgun, gangi ykkur vel

Svala (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 18:20

11 identicon

Hæ elskurnar,

óskum ykkur góðs gengis á morgun.

Hallur, Hildigunnur og Grímur Logi

P.S.  Í alvöru talað Áslaug, þá ættuð þið Óskar, og aðrir sem upplifað hafa svipaða hluti og þið í heilbrigðiskerfinu, að panta tíma hjá heilbrigðisráðherra og einfaldlega segja frá því hvernig hlutirnir horfa við ykkur. Ég er sannfærður um að það getur enginn verið ósnortinn af svona lýsingum. Það er líka miklu áhrifaríkara að heyra þetta frá ykkur en starfsfólkinu sjálfu.  

Hallur (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 19:58

12 Smámynd: Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir

Áfram Þuríður...við krossum fingur og tær fyrir hana...

Knús

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir, 12.4.2007 kl. 20:23

13 identicon

Kæra fjölskylda...Gangi ykkur sem allra best í dag og vonandi verða fréttirnar góðar...

Hugsum til ykkar...

Kær kveðja

Helga Björg, Óskars og Sigrúnar Birtu mamma

Helga Björg (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 07:39

14 identicon

Vonandi verða fréttirnar góðar og  auðveldur dagur fyrir ykkur, sendi allar mínar bestu hugsanir til ykkar og sit hér með kerti mér við hlið

Kolbrún ókunnug (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 11:27

15 identicon

HÆ og takk fyrir síðast.

Vonandi fenguð þið góðar fréttir.

Knús, Oddný  

oddný (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband