Leita í fréttum mbl.is

Vondar fréttir - Óskar skrifar

Vorum að koma frá læknunum og ég ákvað að skrifa nokkrar línur - fyrst og fremst til að losna við símhringingar, vonandi að því sé ekki tekið illa upp.

Við fengum semsagt þær fréttir núna að það er klár stækkun í æxlinu í höfði Þuríðar okkar og ljóst að það er farið að þrýsta innávið, inní miðhólfið þar sem mænuvökvinn er.  Ég skil þetta svo að æxlið sé nú orðið stærra en það var fyrir geislameðferð.  Nú er talið að það sem við höfum haldið fram að þessu að sé dauður vefur í blöðrum inni í æxlinu sé í raun lifandi vefur sem er að stækka og hefur stækkað nokkuð hratt frá myndatökunum í byrjun apríl.

Þetta eru virkilega slæmar fréttir og erum við hálf dofin yfir þessu - okkur finnst kraftaverkið hafa verið tekið af okkur. 
Næsta skref er að núna eru læknarnir að ráða ráðum sínum og miklar líkur eru á að farið verði í aðra geislameðferð og vonandi færir það henni Þuríði okkar lengri tíma með okkur.  Það er ljóst að geislameðferðin er engin lækning en getur samt sem áður greinilega hægt á stækkun um einhvern tíma.  Við munum aldrei missa vonina og við munum aldrei hætta að biðja um kraftaverk - við gefumst aldrei upp.

Okkur langar til að biðja ykkur um að hjálpa okkur að halda áfram að skipa þeim sem öllu ræður að gefa okkur annað kraftaverk, kveikja á kerti fyrir hetjunni okkar og halda fast utan um hvort annað - við vitum aldrei hvert er síðasta knúsið.

Við erum farin í sveitina.

Kveðja
Óskar Örn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Áslaug og Óskar, duglega stelpan ykkar hún Þuríður Arna er í mínum bænum.

Haldið þið fast í vonina því kraftaverkin gerast...megi Guð og englarnir vaka yfir ykkur og vernda.

Kristín

Kristín ókunnug (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 16:18

2 identicon

Kæra fjölskylda. Sendi ykkur öllum hlýjar kveðjur með von um kraftaverk. Fylgist með ykkur mjög reglulega og finnst hún Þuríður Arna vera mikil hetja.

Hafið það gott í sveitinni.

Þorgerður (ókunnug) (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 16:22

3 identicon

Fallega fjölskylda

Mikið er leitt að heyra þetta og mann setur hljóðann.  Þið eruð svo fallegar mannverur, tilgangurinn er óskiljanlegur.  Ég ákvað að blogga hér til að biðja alla þá sem hingað koma að sameinast í að biðja um kraftaverk og kveikja á ljósi fyrir þessa einstöku fjölskyldu.  Þið eruð svo miklar hetjur að það hálfa væri nóg, ég dáist af ykkur og þakka ykkur fyrir allt það góða sem þið gefið á hverjum degi hingað og þangað.  Ég bið guð að gefa ykkur góða daga og hjálp til að takast á við allt sem fram undan er og missa aldrei von og trú.

Við stöndum öll með ykkur áfram!

Kærar kveðjur 4 barna mamma

4 barna mamma (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 16:26

4 identicon

Elsku Áslaug og Óskar ég mun halda áfram að biðja um kraftaverk fyrir elsku Þuríði Örnu. Guð veri með ykkur öllum.

kv Unnur.

Unnur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 16:27

5 identicon

Ég mun biðja fyrir litlu stúlkunni ykkar. Þið eruð svo dugleg og sterk, hún er svo heppin að eiga svona foreldra! Njótið þess að vera saman í sveitinni. Megi guð vera með ykkur. 

Hildur (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 16:30

6 identicon

Við kveikjum á kerti og biðjum fyrir kraftaverki,Guð veri með ykkur.

Baráttukveðjur Guðrún Bergmann og co.

Guðrún Bergmann (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 16:36

7 identicon

Elsku fallega fjölskylda.

Hér sit ég með tárin í augunum yfir þessum nýju fréttum. Ég held áfram að hafa ykkur í huga mér og óska þess svo innilega að það verði hægt að gera eitthvað jákvætt fyrir elsku litlu hetjuna ykkar. Þið eruð svo dugleg og sterk. Nú biðjum við um kraftaverk, vonin og trúin getur fleytt manni ansi langt. Við verðum að vona það besta. Njótið þess að vera öll saman í sveitinni í faðmi hvers annars. Þið eruð alveg indisleg og eigið bara allt það besta skilið. Bestu kveðjur til ykkar allra, hugur minn er hjá ykkur. Sigga Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 16:38

8 identicon

Drottinn blessi ykkur öll og varðveiti.  Lifið í ljósinu því ljósið er lífið.

Kona úti í bæ - Garðabæ (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 16:42

9 identicon

Kæra fjölskylda.

Þetta eru hræðilegar fréttir. Við biðjum fyrir Þuríði og ykkur öllum.

Kveðja af skaganum

Stína (Vinkona Ólafar Ingu) og fjölskylda 

Kristín Björg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 17:00

10 identicon

Æi - ætlar þessu aldrei að linna Þið áttuð svo skilið að fá góðar fréttir um litlu Hetjuna ykkar Það veit ég að þið gefist aldrey upp en fáið hjálp og hlúið að ykkur hinum þá komið þið sterkari til baka bið svo sannarlega um kraftarverk fyrir ykkur öll þið sem eruð bæði hrygg og hrædd hver væri það ekki? Þið eruð í öllum mínum bænum

Ein ókunug (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 17:15

11 identicon

Guð blessi ykkur og styrki. Við biðjum fyrir ykkur öllum og auðvitað kveikjum við á kerti líka.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 17:37

12 Smámynd: Fjóla Æ.

Þetta eru skelfilegar fréttir, við höfum samt fulla trú á Þuríði Örnu, hún er Hetja með stóru H-i.

Við hugsum til ykkar. Fjóla og Mummi.

Fjóla Æ., 7.6.2007 kl. 17:51

13 identicon

Elsku hjón

Ég er mjög slegin yfir þessum fréttum af Þuríði Örnu. Þarna er verið að segja að líkur séu á að hún verði ekki lengi hjá ykkur. En við skulum muna að hún kom öllum á óvart með því hætta að frá krampa og hressast um tíma. Hún gæti þess vegna átt meiri bata fyrir höndum þvert á það sem verið er að gefa í skyn núna. Það eru svo margar sögur til af slíku frá öllum heimshornum. Við skulum biðja og biðja um hjálp fyrir hana, biðja um að vöxturinn í blöðrunni stöðvist og geti varið lengi lengi meðal okkar. Ég bið líka Guð um að veita ykkur sálarró og styrk til að takast á við þessa miklu lífsreynslu. Mikið skil ég ykkur að þið viljið fá frí frá símanum. Njótið augnabliksins, fortíðin er liðin og framtíðin ekki komin. Stórt faðmlag og hlýjar kveðjur. Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 18:00

14 identicon

Elsku fjölskylda....þið og litla hetjan ykkar er áfram í bænum mínum...Risa knús Ólöf Ólafs og Júlíus..

Ólöf Ólafs (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 18:05

15 identicon

Ég hugsa til ykkar, kveiki á kerti og vona svo innilega að þið fáið kraftaverkið ykkar.

Ragga (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 18:09

16 identicon

Kæra fjölskylda. Ég þekki ykkur ekkert en ég les þessa síðu á hverjum degi. Þuríður Arna er greinilega mikil hetja og ég trúi á kraftaverk og það verði ykkur til góða. Áslaug einnig finnst mér þú ótrúleg hetja og ég dáist af þér. Ég mun hugsa til ykkar allra og biðja fyrir litlu stúlkunni ykka.

Guð blessi ykkur

Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:16

17 identicon

Kæra fjölskylda sendi ykkur alla þá góðu strauma sem ég á til í eigu minni og bið fyrir því að litla hetjan ykkar  nái bata. Með von um að allir góðir vættir hugsi sterkt til hennar á þessum tíma og veiti henni og ykkur styrk til að takast á við þessa erfiðu þraut sem lögð hefur verið á ykkur.

kærleikskveðja Boston

Boston (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:16

18 identicon

Elsku fjölskylda,búin að kveikja á kerti fyrir fallegu dóttur ykkar.

Knús til ykkar. Hugsa til ykkar.

Melanie Rose (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:20

19 identicon

Kæra fjölskylda.. ég mun kveikja á kerti fyrir þessa litlu hetju og fara með bænir mínar fyrir hana. Vonandi gerast kraftaverkin hjá ykkur. Baráttukveðja, ókunnug sem fylgist með úr fjarska.

Freyja og kisurnar (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:20

20 identicon

Elsku fjölskylda, við sendum ykkur baráttukveðjur og höfum ykkur með í bænum okkar. Guð gefi ykkur kraftaverk fyrir litlu stúlkuna ykkar.

Ókunnug og börn.

Anna og fjölskylda (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:23

21 identicon

Kæra fjölskylda sendi ykki baráttu kveðjur við þessar skelfilegu fréttir,hugsa hlýtt til ykkar .

´´Árni Leó Þórðarson (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:34

22 identicon

Yndislega fjölskylda....

Þuríður Arna ofurhetja og prinsessa verður áfram í bænum okkar og hér er kveikt á kerti fyrir ykkur öll.

Guð veri með ykkur...

Knús frá Helgu Björg Óskars og Sigrúnar Birtu mömmu

Helga Björg (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:41

23 Smámynd: Elsa Nielsen

Elsku Áslaug og Óskar

Ég kveiki á kerti og bið fyrir litlu elskunni ykkar - henni Þuríði Örnu - auðvitað höldum við öll ennþá í vonina því hún er svoooooo mikil hetja!

Knúsist nú endalaust í sveitinni

KNÚÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 7.6.2007 kl. 19:48

24 identicon

Elsku fjölskylda.

Við hættum ekki að biðja, vona og trúa. Kveiki á kerti fyrir ykkur.

*Risaknús*

Bebba og Hjölli

Bebba (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:55

25 identicon

Þið verðið í bænum mínum - Guði er sannarlega ekkert um megn og Hann vakir yfir litlu dömunni ykkar. Ekki síður bið ég fyrir ykkur elsku foreldrar - maður getur ekki ímyndað sér hvað þið eruð að ganga í gegnum  - af skrifum ykkar hérna má sjá að þið eruð ótrúlega sterk og gefið börnum ykkar allt sem þið hafið að gefa og rúmlega það.

Guð veri með ykkur og megi englar Hans vaka yfir Þuríði Örnu og litla kroppnum hennar.

Harpa (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:56

26 identicon

Megi guð og góðar vættir vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk

kveðja af Akranesi (Sibba)

ein ókunnug af Akranesi (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 20:05

27 identicon

Elsku Áslaug og Óskar!

Við gefum aldrei upp vonina.  Viljið þið knúsa Þuríði mína frá mér þar sem ég hitti hana ekki fyrr en eftir viku.  Hún er alltaf í bænum okkar og huga.

Linda og strákarnir

Linda og strákarnir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 20:09

28 identicon

Kæra fjölskylda.

Þetta eru hræðilegar fréttir og þegar maður les yfir þá streyma tárin niður kinnar mínar. En munum að kraftaverkin gerast og vona að ég það svo innilega að það gerist einn daginn með hana. Ég kveiki á kerti og hugur minn er hjá henni og auðvitað ykkur öllum.

Gangi ykkur vel, Kveðja Guðrún Stokkseyri.

Guðrún (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 20:15

29 identicon

Kæra fjölskylda, ég þekki ykkur ekki neitt nema í gegnum þessa síðu. Mig setur hljóða yfir þessum fréttum. Ég hafði fulla trú á því að þið hefðuð fengið ykkar æðstu ósk uppfyllta þegar vel gekk. Nú fyllast augu mín af tárum, ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvað þið eruð að ganga í gegnum, hvað það þarf mikinn styrk til... Ég kveiki á kerti fyrir ykkur duglega fjölskylda ekki síst hetjunni ykkar, þið eruð og verðið áfram með í mínum bænum.

Kveðja frá móður

Hulda (Ókunnug) (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 20:29

30 identicon

Þið eruð ekkert smá sterk og dugleg. Frábær fjölskylda. Þið verðið í mínum bænum. Rosalega er´Þuríður heppin að eiga svona góða að:)

Viktoría (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 20:31

31 identicon

Kveiki á kertum fyrir Þuríði!

Dóra (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 20:40

32 identicon

Elsku Óskar, Áslaug og krílin 3, mikið ofboðslega tekur mér sárt að þið skulið hafa fengir svona erfiðar fréttir.  Mun leggja mig ekstra mikið fram við að biðja fyrir ykkur öllum og sérstaklega fyrir Þuríði krúttstelpu.  Mér er hreinlega orða vant og þá er bara best að segja minna og biðja meira um kraftaverk ykkur til handa.

Með innilegum kærleikskveðjum,

Eygló og Fam.

Eygló, Benjó og fjölskylda (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 21:01

33 identicon

Sæl aftur kæru hjón

Ég veit ekki hvernig þið eruð stend gagnvart áhrifum matarræðis á sjúkdóma eins og krabbamein, en ég sá viðtal í kvöld við 62 ára gamla konu sem er vísindamaður og býr í Bretlandi. Hún greindist með brjóstakrabbamein fyrir 15 árum. Hún hafði starfað í Kína og vissi að tíðni brjóstkrabbameins í kínverskum komun var þá og er enn margfalt lægri en á vestrurlöndum. Ein af hverjum 100 þúsund konum frá brjóstakrabbamein í kína en ein ef hverjum 10 konum í Bretlandi fá þennan sjúkdóm. Hún fór að skoða matarræði þjóðanna og sá að dýramjólk er ekki drukkin í Kína. Hún breytti sínu matarræði og tók út alla matvöru úr dýramjólk. Hún læknaðist og er auk þess með góðan kalkbúskap í sínum líkama. Hún talaði um að fólk með fleiri tegundir krabbameins hefði læknast með þessari aðferð, ásamt því að nota þau lyf sem læknar ráðleggja. Hún talaði um hundruði einstaklinga og segist fá marga tölvupósta á viku vegna þessa.

Mér fannst ég verða að benda ykkur á þetta. Góða nótt. Kveðja Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 21:10

34 identicon

Elsku Áslaug og Óskar

Ég kveiki á kerti og bið fyrir litlu elskunni ykkar ... Guð geymi ykkur

Dísa (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 21:26

35 identicon

Kæru foreldrar.Bið Hann sem öllu ræður um kraftaverk og von handa Hetjunni ykkar.Kertin á sínum stöðum.Knús handa öllum.Vonarkveðjur

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 21:37

36 identicon

Við hugsum til ykkar og biðjum fyrir hetjunni ykkar

Brynja í vesturberginu (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 21:44

37 identicon

Við herðum bara róðurinn ennþá frekar í bænum okkar kæra fjölskylda.  Guð gefi ykkur frið í hjörtum ykkar og þrek til þess að takast á við hvern dag sem rís upp.  Dóttir ykkar er sönn hetja, enda á hún ekki langt að sækja sterkan vilja og baráttuþrek. 

Lilja

Lilja ókunnug (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 21:55

38 identicon

Elsku fjölskyldan öll, þetta er ótrúlegt hvað er mikið lagt á ykkur, en það sem bjargar, er mikill baráttuandi kærleikur ást dugnaður og bjartsýni ,svo ég er viss um að kraftaverkin yfirgefa ykkur ALDREY ,elsku hjón ég þekki ykkur ekkert ,bara ömmu Þuru ,en mér finnst eins og ég sé búin að þekkja ykkur alla tíð,svo gefandi hefur verið að fylgjast með ykkar miklu ást ykkar, á börnunum 3,kveiki alltaf á kerti fyrir Þuríði Örnu á hverjum degi, annað er ekki hægt, hún er svo ótrúlega dugleg og alltaf brosandi þessi elska.Kv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 22:16

39 identicon

Elsku Áslaug, Óskar og fjölskylda. Maður er alveg með kökk í hálsinum og kramið hjarta yfir þessum fréttum. Þuríður Arna verður í bænum mínum og mun ég kveikja á kerti fyrir hana. Haldið áfram að vera svona sterk. Hetjan ykkar er búin að sýna svo mikinn hetjuskap og hún mun halda því áfram.

Helga Jóhanna (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 22:48

40 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Mig skortir orð að lýsa því hversu þetta stingur mig í hjartað... Skal biðja fyrir elsku barninu.

Bryndís Böðvarsdóttir, 7.6.2007 kl. 23:06

41 identicon

Elsku fjölskylda við leggjustum svo sannarlega öll á eitt og byðjum fyrir henni Þuríði Örnu og ykkur öllum. Guð fylgi ykkur í sveitinni.

ókunnug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 23:25

42 Smámynd: Þórunn Eva

koss og knús

Þórunn Eva , 8.6.2007 kl. 00:01

43 identicon

ég kveiki á kerti fyrir litla skinninu. Vonandi fær hún eins langan tíma hjá ykkur og Guð getur gefið. Gangi ykkur vel. Við hugsum hlýtt til ykkar á þessum erfiðu tímum í þessum miklu veikindum. Ég bið fyrir ykkur í kvöld 

Petra Rós (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 00:10

44 identicon

Kæra fjölskylda.  Kveikti á kerti og mun halda áfram að láta loga fyrir hana!  Þuríður Arna er í mínum bænum, veit hvað það er að vera með veikt barn, að vísu af allt öðrum toga en alvarlegt engu að síður,  það fór vel hjá okkur.  Trúi því að hún sanni fyrir okkur að kraftaverkin gerast. 

Kristín(ókunnug) (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 00:46

45 identicon

haldið í trúnna ,hún fleytir okkur ansi langt og börnin eru með okkur meðan að við höldum í vonina. ég veit það, vildi að ég gæti hjálpað ykkur en hef því miður verið í sömu sporum og þið að bíða og vona,

en varð að lúta í lægra haldi þá .

en höldum í okkur sjálf og hin börnin okkar það gefur okkur mjög mikið og dýrmætar minningar líka.

en meðan að þið gefist ekki upp þá er ýmislegt hægt.trúið á það .

og hún er ótrúleg hetja hún Þuríður Arna

gangi ykkur allt í haginn

ókunnug (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 01:36

46 identicon

Elsku fjölskylda. Mínar innilegustu óskir eftir kraftaverki. Guð veri með ykkur .

sigrún ( ókunnug) (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 02:34

47 identicon

Elsku elsku elsku Áslaug og Óskar, við kveikjum á kerti fyrir elsku dúllunni henni Þuríði Örnu og óskum eftir kraftaverki ekki spurning.

Gott að vera í sveitinni og knús og kossar til ykkar allra.

Brynja í DK.

Brynja og co (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 08:15

48 identicon

Hugsum til ykkar.

Fjarknús

Hrundski (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 08:31

49 identicon

Kæra fjölskylda. Mann setur hljóðan. Guð gefi að þið fáið að hafa hana Þuríði ykkar sem lengst hjá ykkur. Ég kveiki á kerti og bið fyrir henni og ykkur öllum. Vonandi náið þið að njóta samverunnar í sveitinni og aðeins að dreifa huganum. Guð veri með ykkur.

Álfheiður (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 08:32

50 identicon

Við biðjum fyrir ykkur.

Kær kveðja

Heiða, Titti og Aldís Leoní

Heiða Björg (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 09:38

51 identicon

Æi Æi Æi, þetta er hörmulegt að heyra.

Það sem á ykkur er lagt er algerlega óásættanlegt og maður spyr, hvað er sá sem öllu ræður að spá. Mér finnst ansi oft að hann anni ekki eftirspurn eða sé jafnvel í fríí. En ég tek undir með ykkur af alhug og bið hann um kraftaverk fyrir Þuríði ykkar og ykkur sjálf, þannig að þið haldið heilsu.

Kveiki á kerti fyrir Þurðíði ykkar og ykkur líka.

Með kærri baráttukveðju til ykkar allra.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 09:42

52 identicon

Það sem á ykkur er lagt, þetta er óskiljanlegt. Dáist að ykkur og hetjunni ykkar.

Höldum áfram að biðja fyrir ykkur á kvöldin.

Knús
Anna Lilja og Óliver

Anna Lilja (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 10:12

53 identicon

Kæra fjölskylda

Guð veri með ykkur og gefi ykkur og sérstaklega Þuríði Örnu styrk til að takast á við lífið.  Kveiki á kerti fyrir litla ljósið og bið fyrir henni.
kv.Jóhanna Svava.

Jóhanna Svava Sigurðardóttir(ókunnug) (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 10:16

54 identicon

Æji þetta eru nú ekki fréttirnar sem við vildum fá handa hetjunni okkar.

Þið eruð en í bænum mínum og kveiki á kerti fyrir ykkur í dag.

(((((knús á ykkur))))) 

Hulda Klara (ókunn) (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 12:31

55 identicon

Elsku fjölskylda. Vona að allt gangi vel hjá ykkur. Hugsa til ykkar á hverjum degi.

Þóra M. Kr. (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 12:41

56 identicon

Elsku fjölskylda,

Þið eruð í mínum bænum. Ég sendi ykkur alla mína von,trú og kærleika.

Kv Agnes

Agnes (Ókunn) (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 13:17

57 identicon

Elsku fjölskylda

 ég þekki ykkur ekki neitt - en hef fylgst með ykkur á blogginu og Ásta fallegi engill sagði mér frá ykkur líka. Mér finnst þið algjörar hetjur og þið eruð í bænum mínum. Haldið áfram í vonina því það hefur svo mikið að segja. Takk fyrir að leyfa okkur hinum að fylgjast með. Sendi alla mína engla til ykkar

Pálí (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 13:20

58 identicon

Mikið óskaplega óska ég þess að ltila stelpan ykkar fái bata. Yndisfríð og með bros sem bræðir hjartað. Hafið það gott í sveitinni. Þið eruð að standa ykkur svo vel.

Berglind Elva (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 13:46

59 identicon

Sendum ykkur, kæra fjölskylda, okkar sterkustu baráttustrauma!  Og biðjum þess að góður Guð haldi sinni verndarhendi yfir ykkur.

Ásta (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 14:00

60 Smámynd: katrín atladóttir

ég hugsa til ykkar elsku vinir

knús! 

katrín atladóttir, 8.6.2007 kl. 14:16

61 identicon

'Þið eruð alltaf í mínum bænum elskulega fjölskylda.

Áslaug, ljósa

Aslaug Hauksdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 15:17

62 identicon

Elsku fjölskylda,

Þið eruð í mínum bænum. Kraftaverkin gerast enn!

Knús á ykkur!

Lilja (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 16:01

63 identicon

Elsku fjölskylda.  Mikið er leiðinlegt að heyra að staðan er svona, en þá er bara að taka höndum saman og halda áfram að biðja fyrir Þuríði og ykkur öllum kæra fjölskylda.  Hafið það gott í sveitinni og þið verðið áfram í bænum okkar.

Kkv. Martha og co

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 17:23

64 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

elsku þið öll þetta eru slæmar fréttir !  Kveiki á kerti fyrir litlu hetjuna á kertasíðunni hennar og hér heima. Bið fyrir ykkur öllum

 Kveðja

Gunna Olís Akranesi  

Guðrún Jóhannesdóttir, 8.6.2007 kl. 22:45

65 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Kæra fjölskylda.Ég faðma ykkur í huganum og mun biðja fyrir ykkur  öllum. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 8.6.2007 kl. 22:49

66 identicon

Er að fara að sofa leit vð og vona svo sannarlega að þið séuð í draumaheimi og hvílist nú, eða sitið úti þið Skari og hlustið á fuglasinfoníuna ef þið eruð í sama logninu og er hér á Akureyri. Þá hljómar hún svo undur vel. Hvort tveggja er endurnærandi á sinn hátt.

Með kærri kveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 00:12

67 identicon

Elsku Óskar og fjölskylda.  Ég kíki öðru hvoru inná síðuna hjá ykkur og gladdist í hjarta mínu alltaf þegar vel gekk. Svo sé ég þessar fréttir, það eina sem ég get gert er að hafa ykkur öll í bænum mínum sem ég geri oft, og senda ykkur jákvæða strauma.  Þetta er erfitt verkefni sem ykkur hefur verið úthlutað en gleði og jákvætt hugarfar hjálpar okkur oft ansi langt og læknar okkur oft líka og það hefur fleytt ykkur áfram, það hefur bara sýnt sig. Hún Þuríður kemst yfir þetta, við trúum ekki öðru, hún hefur nú þegar sýnt svo mikið baráttuþrek þessi litli kroppur.  Gangi ykkur sem best. 

Sigga (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 00:25

68 identicon

Hugsa til ykkar alla daga - án þess þó að þekkja ykkur neit, nema af þessari síðu. Vona það besta. Þuríður er yndisleg lítil stelpa. Gangi ykkur sem best.

Fríða Dóra Steindórsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 08:06

69 identicon

Æ, þetta eru slæmar fréttir.....megi allir vættir vera með ykkur.

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 14:06

70 identicon

Megi góður Guð vaka yfir ykkur og færa ykkur STÓRT KRAFTAVERK kæra fjölskylda.

kveðja Kristbjörg ókunnug

Kristbjörg ókunnug (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 15:51

71 Smámynd: Linda

Ég bið þess að Guð gefi ykkur kraftaverk sem er fullkomin læknun frá þessum sjúkdómi. 

kv.

Linda.

Linda, 11.6.2007 kl. 23:58

72 Smámynd: Ísdrottningin

Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk.

Ísdrottningin, 12.6.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband