10.6.2007 | 10:00
Erfiðir dagar
Síðustu dagar hafa verið mér svakalega erfiðir, ég vissi ekki að það væri hægt að líða svona illa og gráta svona mikið, þetta var fast kjaftshögg sem við fengum á fimmtudaginn þó við vissum kanski hvert þetta væri að stefna í en vonuðum samt eftir betri fréttum.
Að sjálfsögðu heldur maður áfram að vona og biðja um kraftaverk, útlitið er bara orðið svo slæmt og mér kvíður rosalega fyrir næstu mánuðum, kvíður svo fyrir því hvernig þetta mun þróast og hvernig þetta mun fara með Þuríði mína. Hnúturinn hefur aldrei verið jafn stór einsog hann er núna, að horfa á Þuríði mína svona saklaus og veit ekkert hvað er að ske? Púfffhh þið getið ekki ímyndað ykkur (vonandi allavega ekki mörg ykkar) hvernig mér líður núna, vitandi það að það er ekkert hægt að gera meira fyrir hana, Jú það var búið að segja það við okkur í október síðastliðin en þá var hún send í tveggja vikna geislameðferð bara til að lengja tíman hennar með okkur en svo í apríl var æxlið farið að minnka og þá hélt maður að kraftaverkið væri komið til okkar. Henni leið líka svo vel þá engin krampar og hetjan mín farin að hætta leggja sig á daginn en svo síðustu vikur hefur hún orðið valtari, þreyttari stundum þarf hún að leggja sig tvisvar yfir daginn og sofnuð milli sjö og átta á kvöldin. Hún er þó ekki farin að krampa aftur sem er mjög gott, "hann" er líka að pína hana nógu mikið fyrir þó "hann" sleppi því.
Þetta er ofsalega erfitt, erfiðast í heimi!! AFHVERJU?
Læknarnir hafa ákveðið að senda hana í seinni geislameðferð sína kringum 16.júlí en hafa látið okkur vita að það er engin lækning í því, geislameðferðin er bara til að reyna lengja tíman hennar með okkur. Þeir munu bíða til 16.júlí til að leyfa okkur að fara í eina draumaferð okkar saman nema henni fari að hraka hratt þá verðum við að sleppa ferðinni við að sjálfsögðu við gerum.
En í fyrra útfrá tónleikunum sem voru haldnir fyrir okkur ákváðum við strax að fara til Spánar í sumarhús ættingja sem er algjör draumur í dós fyrir okkur, þar getum við öll slappað af og notið þess að vera saman. Garður lokaður svo við þurfum ekki að vera sveitt allan daginn að elta börnin þannig við getum verið öll saman í gúddí fíling og svo fara líka mamma og pabbi og fleiri með okkur þannig þau munu líka hjálpa okkur. Læknarnir okkar vilja ekki taka þessa ferð frá okkur vilja leyfa okkur að fá góðan og skemmtilegan tíma saman sem við erum ofsalega þakklát fyrir. Þuríður og Oddný bíða líka spenntar eftir að fara, hlakka svo til að busla í sundlauginni en sérstaklega hlakkar Þuríði minni mest til að fá vatnsbyssu og sprauta á afa sinn eheh!! Yndislegust!!
Læknirinn okkar ætlar nú samt að hafa samband við krabbameinslækninn okkar í Boston og ath hvað hann segir, við vitum að það er ekki áhættunnar virði að fara í aðra aðgerð því sú aðgerð mun ekki gera gott fyrir hana en kanski eru til aðrar lausnir? Við vitum það ekki fyrr en á reynir? Ekki getur hún farið í aðra lyfjameðferð því hún gerir EKKERT fyrir hana.
Annars vorum við að koma heim í gærkveldi, fyrstu þrjá dagana okkar fórum við í "hvíldarbúðstaðinn" hjá styrkarfélaginu og höfðum það ofsalega notanlegt saman, verst hvað veðrið var leiðinlegt en við létum það samt ekki stoppa okkur að fara í pottinn enda elska börnin pottinn. En síðustu tvo daga ákváðum við að skreppa norður í góða veðrið, við fengum lánað fellhýsi (takk kærlega fyrir það) og fórum í heimsókn til ættingja, fórum í sundlaugina, jólagarðinn og lékum okkur saman sem var ótrúlega dýrmætur tími. Krakkarnir skemmtu sér ótrúlega vel enda veðrið æðislegt, maður reyndi að skemmta sér með þeim þó það hafi verið erfitt á köflum enda er maður ofsalega brothætt og á auðvelt með að brotna niður en þá reyni ég að fela það fyrir þeim en get það því miður ekki alltaf.
Einsog hún Oddný mín Erla perla spurði mig á föstudaginn eftir fundinn með læknunum en hún hefur aldrei eitthvað verið að spurja mig spjörunum úr þegar við erum búin uppá spítala en á föstudaginn sá hún mig útgrátin og er aldrei sama þegar hún sér mömmu sína gráta og þá spurði hún mig "mamma hvað gerðist eiginlega uppá spítala?". Já hún er ofsalega klár þetta barn og veit alveg þegar það er einsog það á ekki að vera? Hvernig get ég útskýrt þetta fyrir henni nema að segja við hana að Þuríður er veik í höfðinu en þegar ég sagði það við hana sagði hún við mig "nei ekki lengur". Það er ö-a vegna þess hún sér hana ekki krampa, hvernig er hægt að útskýra svona fyrir þriggja ára barni? Svakalega er þetta erfitt!
Verð að hætta núna, litli pungsi minn sem er farinn að blaðra einsog ég veit ekki hvað, hermir eftir öllu sem ég segi en hann vill fá athygli mömmu sinnar núna. Verð að knúsa hann og hinar tvær.
Ég er ekki hætt að vona og búast við kraftaverki það er það sem heldur manni gangandi en maður verður líka að vera raunsær þess vegna er hver dagur hjá okkur mjög dýrmætur.
Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið hafið sent okkur, hérna á síðunni, sms-um og e-mailin þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta gefur mér mikið.
Ekki gleyma að kveikja á kerti á kertasíðunni hennar Þuríðar minnar hérna til hliðar.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
342 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 4870894
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ææi, ég veit ekki hvað ég á að segja, ég vildi að ég gæti gert eitthvað.
Ég óska þess heitt og innilega að það gerist kraftaverk fyrir ykkur.
Ég á sjálfur börn en ég get ekki ímyndað mér hvað þið eruð að ganga í gegnum.
Ég er ekki trúaður maður en ég bið guð um að hjálpa ykkur.
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 10:26
Ég held að allir skilji hvað orð eru máttvana í svona aðstæðum, en ég sendi þér ( ykkur ) allar þær fallegustu hugsanir sem ég get hugsað til. Guð gefi ykkur styrk í þessari þraut og líkn í þjáningunni.
Ólafur H Einarsson, 10.6.2007 kl. 10:51
Hjartað mitt fer í hnút við að lesa um þær aðstæður sem þið eruð í, vona svo sannarlega að þið komist út og eigið draumafrí með börnunum ykkar, njótið gleðinnar eins lengi og hægt er. Hugsanir mínar og bænir eru með ykkur og ég kveiki svo sannarlega kerti handa Þuríði litlu.
Guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk á þessari miklu þrautargöngu.
Berglind Elva (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 11:21
Þið eru ofboðslega dugleg og ég sendi ykkur allar mínar hlýjustu hugsanir. Ég vildi óska að maður gæti gert eitthvað meira. Þuríður verður í bænum mínum. Stór hlý kveðja, Áslaug
Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 10.6.2007 kl. 11:32
Þið eruð ótrúlega dugleg og kraftmikil. Bið fyrir ykkur og óska eftir kraftaverki. Vonandi eigið þig góðan tíma með börnunum ykkar, megi gleði og góðar minningar drjúpa í hverju spori.
Guðrún (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 12:01
Það er erfitt að lesa í gegnum skrif ykkar núna og hvað þá að ímynda sér aðstæður ykkar. Bið almættið um að senda ykkur annað kraftaverk. Með hlýju og virðingu sendi ég ykkur þessa stuttorðu kveðju. Íris
Íris (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 12:13
Elsku fjölskilda.
það getur engin sett sig í spor ykkar, en ég bið almættið um að vernda og styrkja ykkur. Eins og ég hef alltaf sagt þá eruð þið
ofurdugleg, ég dáist að ykkur.
Kærleikskveðjur.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2007 kl. 13:23
Elsku litla vina ég vildi að ég gæti gert eitthvað fyrir ykkur en við svona aðstæður er maður svo vanmáttugur og það eina sem maður getur er að hugsa fallega til ykkar og byðja fyrir ykkur en það er líka gott og verður óspart gert. Guð veri með ykkur hugrakka fjölskylda.
'Okunnug á Eyrarbakka (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 15:47
Úff hvað þetta er erfitt fyrir ykkur. Vildi að það væri hægt að gera eitthvað. Þið eruð í mínum huga á hverjum degi. Ég veit hvað þið eruð að fara í gegnum og það gerið þið ekki ein. Það eru ótrúlega margir í kringum ykkur sem eru boðnir og búnir að aðstoða, sem er frábært. Haldið áfram að knúsa hvort annað, þar er mesti styrkurinn sem þið fáið. Vonandi getið þið farið saman út.
Ég hjálpa ykkur að biðja um kraftaverk. Ég hef upplifað kraftaverk svo ég veit að það er til, nú bið ég bara um að þið upplifið það líka.
Gangi ykkur vel.
Helga Linnet, 10.6.2007 kl. 17:47
Kæra fjölskylda.
Lífið er svo strangur skóli að stundum er hann óbærilegur. Ykkar reynsla flokkast þar inn og því er svo aðdáunarvert að þið skulið geta sett þessar staðreyndir á prent sem við ykkur blasa. Þið sýnið svo mikið æðruleysi með því að vilja fara þessa ferð með litlu telpuna ykkar svo henni líði sem best meðan slíkt er mögulegt. Ég bið svo heitt og innilega að ykkur muni takast það og að þið getið notið þess tíma sem hún verður hjá ykkur. Ástin er svo óendanlega sterk sem þið berið í brjósti hvert til annar. Það er svo fagurt að skynja allan kærleikann sem felst í skrifum ykkar og í skrifum þeirra fjölmörgu sem senda skilaboð til ykkar. Hún veit að eitthvað mikið er að hún Oddný þú ekki sé hún há í loftinu blessunin. Börn eru svo miklu þroskari en margur hyggir. Ég bið um kraftaverk fyrir hana Þuriði og svo sannarlega mun ég kveikja á kerti fyrir hana. Guð blessi ykkur öll.
Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 18:02
Elsku fjölskylda,
maður veit eiginlega ekki hvað maður getur sagt, enn eitt er þó á hreinu að henni Þurýði tileinka ég einn englakertastjaka og er dugleg að hafa kveikt á kerti í stjakanum, ég hugsa til ykkar mjög oft, og vildi að ég gæti sent henni eitthvern ofurkraft, eitt get ég þó og það er að senda henni bænir mínar, góðar, hlýjar og kraftaverka hugsanir.
Ég styð það heilshugar að maður á að lifa hvern dag fyrir sig, veit hvað það er að vera hætt komin, leggjumst öll á eitt við að gera lífið betra, skemmtilegra og kærleiksríkara.
Þið eruð algjörar hetjur og þú og Óskar eruð alveg ofboðslega dugleg, leyfið tárum ykkar að renna, það léttir á.
Sendi ykkur knús og kærleik.
KVeðja Halla Rós Selfossi
Halla Rós, 10.6.2007 kl. 18:33
Elskulega fjölskylda við biðjum fyrir henni Þuríði ykkar og biðjum fyrir kraftaverki.
Baráttukveðjur Guðrún Bergmann og co.
Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 18:54
Elsku Áslaug og Óskar.
Mikið vildi ég óska að ég gæti gert eitthvað fyrir ykkur til að lina þjáningar ykkar. Þetta voru sorglegar fréttir og ekki þær fréttir sem maður var að vonast eftir. Maður bara tárast og mikið getur þetta líf verið ósanngjarnt, ég ætla samt að halda áfram að vona það besta. Maður veit aldrei allt getur gerst og kraftaverkin gerast. Ég vona svo innilega að þið fáið ferðaleyfi og njótið ykkar alveg í botn. Hún Oddný litla veit greinilega hvað hún syngur. Ég vona svo innilega að þið fáið að njóta Þuríðar í mörg mörg ár í viðbót og allt fari vel. Þið eruð hugrakkar og fallegar hetjur og eigið aðeins það besta skilið. Vona svo innilega að þetta fari allt saman vel. Megi guð og gæfan vera ykkur í hag fallegu sálir. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 21:19
Hvað ég finn til með ykkur öllum Kveikji á kertum fyrir ykkur.
Ókunug (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 21:26
Sendi ykkur baráttukveðjur, elskurnar. Vona innilega að kraftaverk verði, eins og örugglega allir sem lesa bloggið ykkar og vita af litlu snúllunni og veikindum hennar. Kveiki á kertum fyrir ykkur öll.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.6.2007 kl. 22:03
Elsku þið öll.
Það er auðvitað ekkert hægt að segja við ykkur til huggunar, svo hrikalegar eru aðstæður ykkar.
Þið eruð bara endalaust dugleg þó svo að gráturinn og angistin setji bólgu í andlitið. Að skrifa og þar af leiðandi hugsa eins og þú og þið gerið er aðdáunarvert.
Megi allt það góða sem til er vera með ykkur öllum, kveiki á kæleiks og kraftaverkakerti fyrir Þuríði ykkar og ykkur öll.
með kærri kveðju frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 22:36
Elsku fjöldskylda !
Maður getur ekki ímyndað sér það sem þið eruð að ganga í gegnum núna.... þetta er alveg skelfilegt Maður grætur yfir þessum fréttum.... svo hryllilega ósanngjarnt......
Þuríður Arna er dugleg og sterk og ætlar sér ekki að fara frá okkur í nánustu framtíð, hún skal, skal, skal..... fá eitt stykki KRAFTAVERK takk fyrir!!! og fá að njóta lífsins miklu, miklu, miklu lengur með fjöldskyldu sinni.
Bið fyrir ykkur fallega fjöldskylda og kveiki á kerti fyrir súper hetjunni, Þuríði Örnu.....
Kveðja úr Mosfellsbænum
Berglind (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 23:08
Elsku Áslaug og fjölskylda.
Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja eða skrifa. Þuríður Arna er í bænum mínum og ég hugsa mikið til ykkar allra. Knús og kossar úr Breiðholtinu, Oddný
Oddný (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 23:29
Kæra fjölskylda.Hugur minn er hjá ykkur.Baráttukveðjur.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 06:35
Sendi ykkur fjölskyldunni baráttukveðjur.
Vonandi fáið þið góðan tíma saman á spáni allur tími er dýrmætur þessa dagana hvað sem þið gerið . Gott að geta verið saman.
Guð veri með ykkur.
Alma ókunnug. (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 10:02
Elsku fjölskylda, þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa hér inn....hef fylgst með ykkur úr fjarlægð þar sem ég þekki Hönnu Þóru.
Þetta er mjög átakanlegt allt saman en það er greinilegt að börnin ykkar eiga sterka, ákveðna en umfram allt raunsæja foreldra sem eru tilbúnir að berjast af lífs og sálar kröftum. Þið eruð efst í hugsunum mínum og ég bið allar góðar vættir að gefa ykkur sem lengstan tíma saman með litlu fallegu hetjunni ykkar.
Kv.Ókunnug
Ókunnug (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 10:32
Kæra fjölskylda Ég finn svo innilega til með ykkur, megi góður guð senda ykkur styrk og passa upp á litlu hetjuna ykkar!!
Hún er í bænum mínum eins og ávallt.
bk úr Hafnafirðinum
Sólveig & fjölsk.
Sólveig & fjölsk. (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 10:33
Elsku Áslaug knús og koss og stór baráttu kveðja á ykkur. heyri í þér fljótlega skvís...
Þórunn Eva , 11.6.2007 kl. 12:29
Kæra fjölskylda, ég bið fyrir ykkur og fallega gullmolanum ykkar henni Þuríði Örnu. Guð gefi ykkur öllum styrk til að takast á við þetta erfiða verkefni.
Baráttukveðja
Sigríður ókunnug útí bæ
Sigríður (ókunnug) (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 14:22
kæra fjölskylda sendi ykkur alla mína bestu strauma og kærleikshugsanir með von um kraftaverk. Megi Guð vera með ykkur
kærleiksknús Boston
Boston (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 14:38
Kæra fjölskylda.
Sendi ykkur styrk og strauma.
Kveiki reglulega á kerti fyrir Þuríði og ykkur öll.
Kveðja Ingibjörg
Ingibjörg (ókunnug) (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 14:58
Þið fjölskyldan eruð algjörar hetjur, öll sömul :)
Hef verið að fylgjast með ykkur og dáist að styrk ykkar! Það tókst eitthvað illa hjá mér að kveikja á kerti á kertasíðunni en hér heima ljóma kertin í staðin.
Knús á ykkur hetjurnar!
Inga (ókunnug) (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 20:42
Elsku þið öll
Sagt er að vegir Guðs séu órannsakanlegir, en mér finnst allt of oft að þeir séu algerlega óskiljanlegir.
Einhver æðri máttur heldur ykkur örugglega á fótunum annars væruð þið ekki á þeim. Svo stórt og erfitt er ykkar verkefni og eins og ég hef áður sagt, algerlega óásættanlegt.
Megi allar góðar vættir vera með og umvefja ykkur, OG LÆKNA SVO HANA ÞURÍÐI YKKAR, og hana nú.
kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.