11.6.2007 | 15:25
Martraðir
Ég á ofsalega erfitt með að sofa, reyndar þori ég eiginlega ekki að fara sofa því ég fæ fyrir víst martröð sem ég er ekki að höndla. Ég þoli ekki vonda drauma hvað þá þessa sem ég hef verið að dreyma, aaaargghh!!
Rétt áður en Þuríður mín fór í myndatökur spurði ég hjúkkuna okkar hvort hún myndi mæla með því að ég færi að vinna í haust þar sem einsog flestar fjölskyldur hér á Íslandi þurfa báðir einstaklingarnir að vinna því kerfið bíður ekki uppá það að vera með langveikt barn heima hvað þá í mörg ár. Jújú hún sagði að við ættum bara að plana hlutina einsog það væri og verði alltílagi þannig mín ætlaði að fara sækja um vinnur og vera bara í fjarnáminu með sem ég veit að ég hefði alveg tekið með trompi. Áður en Þuríður mín fæddist var ég vön að vinna allavega tvær vinnur og æfa badminton öll kvöld og fannst það nú ekkert svakalegt og hefði nú alveg getað höndlað hitt líka. En þessi áform voru fljót að breytast því verr og miður, ég get ekki hugsað núna að það verði alltílagi því ég veit að Þuríður mín fer í geislameðferð sirka miðjan júlí og hver veit hvernig hún verður eftir hana? Í síðustu meðferð svaf í næstum því straight í tvær vikur en núna gæti hún orðið helmingi slappari, við vitum ekkert? Held að það taki ö-a meira á að fara í annað sinn heldur en það fyrsta well það er ágiskun en ég held það nú samt. Þannig mín er ekki að fara vinna næsta haust "bara" í fjarnám og sjá um börnin mín og sinna veikindum Þuríðar minnar verst að maður fær ekkert borgað fyrir það. Grrrrr!!
Einsog þið vitið hefur æxlið hennar Þuríðar minnar stækkað og það hefur stækkað mjög mikið eða á rúmum mánuði hefur það stækkað um 1cm sem er nottla svakalegt en í heildina er æxlið tæpir 4x7cm sem er nottla GEÐBILAÐ stórt miðavið þetta litla höfuð. Læknarnir eru líka hissa á því hvað við höfum haft hana lengi hjá okkur en einsog allir vita er Þuríður mín kraftakerling og lætur ekki svona smámuni taka sig frá okkur. Hún ætlar að fá að upplifa alla þessa yndislegu hluti sem mamma hennar hefur upplifa t.d. að leyfa pabba sínum að upplifa þann draum að ganga með dóttir sína að altarinu og giftast manninum sem hún elskar útaf lífinu og elskar hana að sjálfsögðu líka, eignast eins mörg börn og henni dreymir um og svo lengi mætti telja. Það verður bara svo ofsalega erfitt ef hún fær ekki að upplifa draum hverra stúlku og leyfa okkur að vera stollt af henni, við erum samt alveg stollt af henni í dag bara stolltari. Hún talar stanslaust um hvað henni langar að fara í skóla að læra hún skal fá að upplifa það, einsog hún segir þá langar henni að læra teikna í skólanum.
Æjhi mér finnst þetta allt svo svakalega erfitt, á svo erfitt með að gera eitthvað af viti langar helst að liggja uppí rúmi undir sæng og grenja. Ætla samt að fara reyna sinna börnunum, Theodór minn í banastuði með að stríða systrum sínum sem eru að reyna horfa á Mikka Mús en honum finnst geggjað gaman að slökkva á spilaranum bara til að stríða þeim. Hvaðan kemur þetta barn eiginlega ehehe??
Leyfi svona í lokin fylgja mynd af krökkunum sem við tókum í jólalandi á Akureyri um helgina.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
342 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 4870894
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Áslaug, Óskar, Þuríður Arna, Oddný Erla og Theadór Ingi.
Hugur minn liggur hjá ykkur dag og nótt og í bænum okkar biðjum við um kraftarverk og styrk fyrir ykkur til að komast í gegnum þessa erfiðleika. Við missum aldrei vonina og verðum að trúa að við fáum að hafa hana Þuríði Örnu okkar hjá okkur í lífinu. Reynið að fara vel með ykkur, knúsist og verið góð við hvert annað. Knús og kossar og hlýjir straumar, Kristín Amelía.
Kristin Amelía (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 15:46
Þó svo að þú sért afar ósátt við Hann, ,mundu bara að það var Hann sem veitti þér þann munað að eignast hana og upplifa nokkuð sem svo fáir kynnast, eða samhug heillar þjóðar um velferð barnsins þíns.
Bið þig fyrirgefningar að benda á þetta en þegar myrkrið er hvað svartast er ekkert betra en að kveikja á einu kerti og minna á allt hið góða, sem kemur svo oft með þjáningunni.
Ljósið stríðir geng myrkrinu og setur valdi þess takmörk.
Mundu það, þegar þú ferð í ferðina ykkar til útlanda.
Ljós sakleysisins mun ekki slokkna.
Hðfuðsmiður Himins og jarðar verði með þér í þjáningunni og veiti öllum líkn sem með þurfa.
Bjarni Kjartansson
Bjarni Kjartansson, 11.6.2007 kl. 15:46
Sæl kæra Áslaug.
Mikið þykir mér leitt að heyra þessar nýjustu fréttir af dóttur þinni yndislegu. Ég skil vel að ykkur líði illa undir þessum kringumstæðum og það er líka skiljanlega erfitt að gera framtíðarplön þegar málum er svona háttað.
Mig langar líka svo að nefna svolítið í sambandi við vinnu og fjármál. Ég verð að viðurkenna að ég skil bara ekki hvernig þið komist af fjárhagslega undir þessum kringumstæðum. Mér finnst bara alveg nógu erfitt að láta enda ná saman á heimili með tvær fyrirvinnur og bara tvö börn og án þess að nokkur á heimilinu sé að kljást við alvarlegan og erfiðan sjúkdóm. Ég ímynda mér að þið séuð ekki að komast í gegnum þetta nema með góðri hjálp vina og ættingja. Ég get líka ímyndað mér að þú/þið eigið ekki auðvelt með að biðja um fjárhagsaðstoða út á við og því langar mig til að koma með þá tillögu til ættingja ykkar að þeir láti okkur (netvini þína, áhangendur og aðdáendur) vita þegar þörf er á slíkri aðstoð og hvernig við getum hjálpað. Ég veit með vissu að fullt af fólki sem hefur fylgst með ykkur myndi gjarnan vilja hjálpa.
Eftir þessa langloku þá vil ég líka nefna að mér finnst yndislegt að þið áttuð svona góða ferð norður um daginn og ég vona svo innilega að þið komist í draumaferðina ykkar til Spánar sem fyrst og njótið þess tíma saman.
Bestu kveðjur og knús
Óla (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 15:47
hæ hæ elsku Áslaug
þú veist að ég er bara símtali í burtu sæta :)
svo get ég líka alltaf kíkt á þig ef þér vantar öxl.... ég get ekkert ráðlegt þér með svefninn en vonandi getur það einvher það er ekki hægt að vera svona elskan mín... fáðu hjálp með þetta fyrr en seinna ef þetta fer ekki að lagast.. koss og knús
Þórunn Eva , 11.6.2007 kl. 15:56
Elsku Áslaug og fjölskylda
Mig langar að taka undir með þeirri sem bloggar hér að ofan um að fá aðstoð hjá okkur sem fylgjumst hér með. Það er svo gott að geta leitað í náungakærleikann og okkur sem berum ómælda virðingu fyrir baráttu ykkar. Við getum svo margt ef að allir leggjast á eitt og hér með skora ég á ykkur ættingjar þessarar yndislegu fjölskyldu að koma í gang aðstoð til þeirra. Margt lítið gerir eitt stórt og þið þurfið eitt stórt til að losna alla vega við áhyggjur af fjármálunum.
Áslaug passaðu svefninn vel, það er gott að fara í heilun þegar svefninn er slakur mæli með því
Megi Guð og góðar vættir vaka yfir ykkur og gefa ykkur þrek og þor
Kærar kveðjur 4 barana mamma.
4 barna mamma (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 16:15
Mikið er þetta sæt mynd af börnunum. Sendi hlýjar kveðjur til ykkar frá Skaganum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.6.2007 kl. 16:38
Elsku Þuríður ég hugsa til þín á hverjum degi!! Ég get ekki ímyndað mér hvað þetta tekur á fyrir ykkur... Áslaug, þið óskar eruð heppin að hafa hvort annað í þessari baráttu með Þuríði... þið standið ykkur eins og hetjur! Ég er búin að kveikja á kerti fyrir þuríði..
Þegar þið farið til spánar verður hugur minn hjá ykkur og vona ég svo innilega að þið njótið þess að vera saman í sólinni og Þuríður litla verði hress!
Kær kveðja að norðan Eydís
Eydís (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 17:11
þið eruð í bænum mínum i dag sem alla daga duglega fjölskylda.Vona að spánarferðin verði ykkur sem yndislegust .
Guð geymi ykkur og styrki
kveðja af Akranesi
Sibba (ókunnug) (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 17:19
Kæra fjölskylda, langaði bara að senda ykkur þetta fallega ljóð og óska ykkur guðs blessunar. Haldið fast um hvort annað og takið einn dag í einu.
Dag í senn, eitt andartak í einu,
eilíf náð þín, faðir, gefur mér.
Mun ég þurfa þá að kvíða neinu,
þegar Guð minn fyrir öllu sér?
Hann sem miðlar mér af gæsku sinni
minna daga skammt af sæld og þraut,
sér til þess, að færa leið ég finni
fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.
Hann, sem er mér allar stundir nærri,
á við hverjum vanda svar og ráð,
máttur hans er allri hugsun hærri,
heilög elska, viska, föðurnáð.
Morgundagsins þörf ég þekki eigi,
það er nóg, að Drottinn segir mér:
Náðin mín skal nægja hverjum degi,
nú í dag ég styð og hjálpa þér.
Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum
frið og styrk, sem ekkert buga má.
Auk mér trú og haltu huga mínum
helgum lífsins vegi þínum á,
svo að ég af hjartaþeli hreinu,
hvað sem mætir, geti átt með þér
daginn hvern, eitt andartak í einu,
uns til þín í ljóssins heim ég fer.
Sandell-Berg - Sigurbjörn Einarsson
Dio (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 20:07
Sæl öll. Mikið er leiðinlegt að lesa þessar fréttir. Ég veit þó að þið munið halda áfram að berjast og mun senda ykkur hlýja strauma. Hugsa til ykkar á hverjum degi. Baráttukveðjur Mæja
María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 20:26
Sendi ykkur hlýja og góða strauma plús með von um góðan svefn.Kv frá afmælisbarni dagsins.Áfram Hetjur.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 22:31
Sæl yndislega fjölskylda.
Vona innilega að bænum mínum til ykkar verði svarað. Ég trúi á kraftaverk í þessu lífi og ef að einhver á skilið stórt kraftaverk eruð þið. Þrautsegja ykkar og dugnaður er ólýsanlegur, að maður skuli stundum vera vanþakklátur.
Þið eruð hetjur
Bergrún (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 23:17
Kæra Áslaug ég sendi þér faðmalag og mun halda áfram að senda jákvæðar hugsanir til ykkar. Þið eruð í bænum mínum.
kv.
Linda
Linda, 12.6.2007 kl. 00:07
Takk fyrir knúsið...Sendi hlýja strauma og góðar hugsanir til ykkar hjóna og fallegu barnanna ykkar....hún Þuríður er sko hetja með stóru H....maður verður bara orðlaus þegar maður les söguna hennar....það að lítið barn þurfi að reyna svona mikið er bara ekki réttlátt. Ég veit af eigin raun að það er 10 sinnum verra að horfa á barnið sitt veikt en vera veikur sjálfur....
Kveiki á kerti fyrir litlu hetjuna.
Sigga Sig. (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 00:54
Kæra Áslaug
Mikið er myndin af litlu systkynunum falleg, takk fyrir að sýna okkur hana. Heimurinn er svo óréttlátur að gera þessa litlu fallegu stúlku svona veika. Hún sem er stóra systir sem og svo dugleg að passa bróðir sinn. Svefninn er afskaplega dýrmætur og alveg bráðnauðsynlegt að þú getur hvílst. Ef þú ert hlynt jurtalyfjum þá væri tilvalið að kann með eitthvað svoleiðis. Ég bið Guð að senda ykkur kraftaverk til að lækna Þuríði og að gefa ykkur orku, ró og frið.
Kær kveðja Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 01:08
Kæra Áslaug! Mikið þykir mér leitt að lesa þessar fréttir. Ég hugsa fallega til Þuríðar og ykkar á hverjum degi. Guð veri með ykkur og styrki. Þíð eruð ótrúlega dugleg í ykkkar baráttu.
Bestu kveðjur, Sesselja (sem var með þér í leikfimi í vetur)
Sesselja (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.