Leita í fréttum mbl.is

Dagurinn í dag

Síðustu dagar hafa verið doltið þungir hjá mér og mjög þreyttir hjá Þuríði minni, hún var mjög slöpp í morgun eftir svæfinguna og er búin að vera mjög þreytt í morgun/dag.  Þegar hún er svoleiðis reyni ég ekkert að pína hana til að gera neitt og ef hún hefði átt að fara í leikskólann í morgun hefði hún ekkert erindi átt þangað.  Reyndar hefði hún átt að byrja í leikskólanum á mánudaginn en að sjálfsögðu gerði hún það ekki því hún hefur ekkert að gera þangað allavega ekki þessa vikuna en kanski hressist hún bara aðeins í næstu viku og nær að fara þangað eitthvað?  Oddný hefði líka átt að byrja en við lengdum fríið hennar líka og leyfum henni að prinsessast hérna heima.  Jamm Þuríður mín er allavega búin að taka lúrinn sinn í dag og er orðin aðeins hressari við það sem er að sjálfsögðu ágætt en ekki hvað?

Datt inná eina heimasíðuna áðan hjá einhverjum heilara í Englandi og ég færi með hana Þuríði mína þangað strax á morgun ef ég hefði átt að borga 400milljónir í skattinn í dag ehe (þá vissi ég allavega að ég hefði efni á því ehe), hvernig er það hægt?  Jámm maður pælir mikið í þessu óhefðbundna þó ég hafi verið oftast á móti því eða kanski ekki á móti því bara ekki trúað á það en í þessari stöðu sem við erum í dag finnst mér ég þurfa að trúa á allt og prufa allt sem ég get fyrir Þuríði mína. 

Þuríður mín hefur eitthvað lækkað í hvítu blóðkornunum við geislana og það sýnir bara hvað hún er ofsalega viðkvæm fyrir öllu en venjulega lækkar fólk ekki í þeim við geislameðferð.

Var að fá smá útskýringar í morgun afhverju Þuríður mín mætti kanski ekki fara í aðra meðferð, ok sem ég er farin að skilja en þá finnst mér samt læknarnir hérna gefast alltof fljótt upp á meðferðinni hennar.  Tvisvar hafa þeir ætlað að gefast upp og ekki ætlað að gera meir fyrir hana og í bæði skiptin höfum við heimtað mail til Boston og í báðum skiptum vilja þeir ekki gefast svo fljótt upp þannig ef þeir vilja gefast uppí þriðja sinn mun ég annaðhvort hafa samband við þig Þórir eða Boston?  Ég mun ALDREI gefast upp þó ég sé orðin mjög þreytt á þessum veikindum og þau taka svakalega mikið á, ALDREI ALDREI ALDREI.

Mér finnst ofsalega erfitt að þurfa vera "ein" í þessari geislameðferð þó ég sé ekki ein en þá þarf ég að standa í þessu "ein" á daginn og það tekur á en það er því miður ekki í stöðunni að Skari taki sér frí frá vinnu, bara ekki hægt.  Geislarnir eru jú "bara" á morgnana en þá eru þeir ekki þannig séð "bara" á morgnana því þetta tekur á hjá henni Þuríði minni allan sólarhringinn og þetta getur tekið mikið á hjá henni og fer ofsalega í hana.

Æjhi komið nóg af kvabbi í dag, þetta er orðið bara kvörtunarsíða frekar leiðinlegt kanski en svona er bara lífið.  Finnst gott að kvabba á ykkur.
Knús til ykkar allra
Slauga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Æi Elsku Slauga mín. Ég vildi óska að það væri hægt að létta aðeins undir með þér. Ef það er á einhvern hátt hægt, þá læturðu bara vita!!!! Auðvitað langar þig að reyna allar leiðir! Hvaða foreldri myndi ekki vilja það? Mér finnst það bara eðlilegasti hlutur í heimi. Margar lausnirnar les maður i blöðunum og bókunum. Allt mögulegt sem á bara að "lækna" krabbameinið undireins! En auðvitað ert þú, og þið Óskar, eina fólkið sem veit hvað ykkar barni er fyrir bestu. Þið eruð nú einusinni foreldrar hennar Þuríðar og foreldrar vita oftar lengra en nef þeirra nær, þegar kemur að litlu krílunum þeirra.

Riiiiiisaknús og ljós til ykkar allra.

Ylfa Mist Helgadóttir, 1.8.2007 kl. 15:46

2 identicon

Æi hvað ég skil ykkur,þetta er það erfiðasta sem nokkurt foreldri gerir,það er að horfa upp á börnin sín veik,ég mundi líka reyna allar aðferðir,hefðbundnar,óhefðbundnar ef það mundi hjálpa,enda veit maður það ekkert nema að reyna.Ég hugsa mikið til ykkar og bið fyrir ykkur og að það megi koma ljós inn í ykkar líf og elsku Þuríður mín vona að þér fari að líða betur svo að þú komist í leikskólann þinn,þú ert alltaf sönn hetja í mínum huga.Og Áslaug mín kvabbaðu eins og þú getur,við erum hérna fyrir ykkur,svo go girl...baráttukveðjur

Björk Andersen (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 16:04

3 identicon

Maður ma´ekki gefast upp en ég skil tilfinninguna þar sem ég gékk í gegnum krabbameinsmeðferð með móður minni og svo var ég líka ný orðin ófrísk af þriðja barninu og lentu hennar veikindi mikið á mér, það var alltaf hringt í mig og spurt, endalaust ''bögg''.                               Við spurðum út í þessar óhefðbundnu lækningar en þá er annað sem maður þurfti að spá í fyrir utan gríðarlegan kostnað sem maður hefði svo sem ekki sett fyrir sig en það er ferðalagið erlendis, mamma mín hefði ekki þolað það en það er spurning með litlu snúlluna ykkar.

Bestu kveðjur Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 16:55

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Geri það eina sem ég get gert fyrir ykkur; sendi hlýjar kveðjur og bið fyrir ykkur. Sendi hér með ljós&kærleika yfir Faxaflóann.

Kærleikskveðja af Skaga... 

SigrúnSveitó, 1.8.2007 kl. 17:27

5 identicon

Óska þess af öllu hjarta að Þuríði fari að batna og hressast og að ótrúlega mikil orka fylli alla kroppa hjá ykkur! Vona að þú getir beðið einhvern að "leysa" þig af einn dag sem færi bara í að hlaða örlítið batteríin, einnig fyrir Óskar því auðvitað tekur þetta líka á hann.  Óska ykkur alls hins besta.

hm (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 17:43

6 identicon

Það verður að kvabba líka - reyndar finnst mér þú og Óskar  kvabba lítið í þessum raunum... þið sýnið mikin styrk en ég veit að þetta er ofsalega erfitt og þessi stanslausa barátta tekur gífurlega á.

Sendi ykkur alla mína bestu strauma úr Árbænum.

Berglind Elva (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 20:53

7 identicon

Sæl kæra fjölskylda!

Það er svo nauðsynleg að pústa og kvabba og þetta er góður vettvangur til þess. Ég hef fylgst með ykkur og í mínum augum eruð þið bara æði, svo samheldin fjölskylda og forgangsröðunin er til fyrirmyndar hjá ykkur, börninn númer eitt og tvö en svo verðið þið hjónin að passa að gera eitthvað saman líka. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur um ókomna tíð. Sendi ykkur baráttukveðjur og styrk í baráttunni. Kveðja, knús og klemm til ykkar

Ókunnug. (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 22:39

8 identicon

Elsku stelpan, kvartaðu, kvartaðu og í hamingjubænum kvartaðu. Það trúlega léttir á þér, við sem lesum eigum það algerlega við okkur hvað okkur finnst, mér finnst miðað við aðstæður kvartir þú ÓTRÚLEGA lítið. Þetta er síðan þín og þú segir þar það sem þú vilt og með þínum hætti og það er frábært.

Það er ekki nógu gott að þú skulir þurfa að vera ein í þessu, en trúlega er það jafnvel verra fyrir Óskar sem GETUR ekki "trúlega vegna vinnunar og teknanna" verið á spítalaum.

Hvernig sem á þetta er litið er þetta verkefni ykkar mörgum númerum of stórt fyrir venjulegt fólk, þannig að örugglega eruð þið ekkert venjulegt fólk. Ég hef oft hugsað um að fólk sem stendur í einhverju sem manni finnst ekki hægt að höndla, en stendur sig eins og hetjur eins og þið gerið, það hlýtur að vera í Guðs og englafaðminum, annars gæti það þetta ekki.

Þess vegna segi ég eins og reyndar oft áður Guð og allir englarnir veri með og styrki ykkur í þessari ósanngjörnu og erfiðu baráttu.

kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 08:52

9 identicon

Sæl Áslaug og fjölskylda. 

Mikið dáist ég að ykkur öllum í þessari baráttu. Þið eruð öll hetjur; ég tala nú ekki um hana Þuríði sem er mesta hetjan;) Ég vona svo sannarlega að þessi meðferð skili árangri, þið eigið svo innilega skilið að fá hvíld frá þessum andskota. Gangi ykkur ofboðslega vel í þessu öllu saman, kær kveðja Odda úr Langholtsskóla. 

Odda (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband