Leita í fréttum mbl.is

Ég er furðuverk, sem að guð bjó til.....

Þetta syngur Þuríður mín alltaf þegar við löbbum langa ganginn uppá Barnaspítalan(hann bergmálar nefnilega svo mikið), ég veit ekki afhverju hún velur alltaf þetta textabrot en okkur finnst það alltaf jafn fyndið.  Hún er algjört furðuverk þessi elska því engin læknir skilur afhverju henni líður svona einsog henni líður í dag, alltaf að koma á óvart.  Hún er farin að sakna þess að fá ekki að fara uppá spítala sem ég skil ekki því alltaf er hún sprautuð þegar við förum þangað og ekki er það, það þægilegasta í heimi en aldrei heyrist múkk í henni.  Hún hefur þolað ýmislegt síðustu tæp þrjú ár og ég væri ö-a komin í gröfina ef ég þyrfti að þola þetta allt saman og ég sem er alltaf kvartandi en aldrei er verið að pína mig allavega ekki líkamlega en andlega er þetta hrikalega erfitt.  En hún mun verða svakalega glöð þegar við mætum uppá spítala á mánudag og þriðjudag og mun ö-a heimta að fá að gista ehehe!!  Mér finnst það samt mjög gott að henni líður svona vel þarna enda besta og flottasta starfsfólk í heimi þó víða væri leitað well hef "bara" prufað spítala hérna, Boston og á Spáni en það er samt nóg fyrir mig og alltaf var það Þuríður mín sem lenti inná þessum spítölum.

Allavega nóg um spítalatal en þá þarf mín eiginlega að vera pakka fyrir börnin sem eru á leiðinni í pössun vegna helgar-gamans hjá okkur Skara, vííííí!!  En okkur er nefnilega boðið í uppáhalds borgina mína London en ekki hvað?  Fólk er farið að þekkja mig ansi vel eheh!!  Við munum fara ásamt mömmu og pabba en þeim hjónakornum finnst svakalega gaman að ferðast eða þar til mamma ákvað hingað og ekki lengra nú skal ég stökkva í flugvél fyrir hann Hinrik minn (pabbi minn sem sagt) og þau hafa ekki stoppað síðan eða fyrir tveimur árum og kellan rúmlega fimmtug og aldrei farið til útlanda.  En það góða við það að þau þora ekki að ferðast ein, æjhi leiðinlegt eða þannig.  Við "neyðumst" sem sagt að fara með þeim í helgarferðir eða sólarferðir því ekki þora þau ein og erum svo hrikalega heppin að þeim var farið að dauðlanga til London well þeim væri reyndar alveg sama hvert þau færu bara hafa það gaman.  Jíbbíjeij!!  Við ætlum að skreppa með þeim í leikhús að sjá Queen-showið og svo ætla karlarnir að fara á Arsenal-Porsmouth en pabbi er Arsenal-maður.  Þannig á meðan þeir verða á fótbolta mun ég taka mömmu með mér í búðir og láta hana sjoppa FEITT á barnabörnin sín ehehe, auðvelt að plata hana ef hún sér sæt föt en börnin mín eru gjörsamlega orðin fatalaus.  Oddný vex einsog ég veit ekki hvað og allt orðið mjöööög stutt á hana greyjið.    Þannig það er bara skemmtileg helgi framundan og ég er farin að hlakka til hvert mömmu og pabba langar næsta sumar því ég veit að einhver verður að fylgja þeim, tralllalalala!!

Farin að pakka.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Queen showið er geggjað!!   Góða ferð til Londres og skemmtið ykkur vel og lengi :)) 

Ása (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Valgerður Ólafsdóttir

Æðislegt að þið fáið loksins að fara tvö ein einhvert,njóttu ferðarinnar og skemmtu þér æðislega vel,þið eigið það svo skilið

Valgerður Ólafsdóttir, 29.8.2007 kl. 16:41

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Vei!!! Góða ferð!!

Við fáum gesti um helgina! Lára og Gunni, Natti, Bína og Alexandra Hlíf ætla að "renna" hingað vestur! Sendi þau með sultutau til ykkar :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.8.2007 kl. 17:33

4 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Það er sko alveg öruggt að daman ykkar er algjört furðuverk.

Njótið þess að vera barnlaus um helgina.

Bergdís Rósantsdóttir, 29.8.2007 kl. 17:37

5 identicon

Æðislegt hjá ykkar já sko Þúríður er mikið furðuverk og vonandi verður það til að hægt verður að lækna henni alveg.Aumingja mamma þin þegar hún kemst í búðum úti það er svo rósalega margt fallegt þarna að það verður erfitt að gera upp á milli kjólanna og slíkt!!!!

Eigðu góðan helgi og ég vona að börnin skemmta sér rósalega vel líka um helgina þau eiga það líka skilið englanna.Loksins er óskinn þín að rætast um að komast í burtu í helga fríi með Skari þínum njótið vel þið eigið bara allt gott skilið.

Kveðja Dee

dee (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 18:09

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Langt síðan ég hlustaði á Furðuverk með Ruth... æðislegt lag. 

Ég gerði þetta bara í gamni fyrir hetjuna... smelltu HÉR! 

(Vonandi virkar þetta)  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.8.2007 kl. 18:39

7 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ babe hafið það súper dúper gott ó London...

koss og knús

Þórunn Eva , 29.8.2007 kl. 19:49

8 identicon

Hæ,

Ég þekki ykkur ekki en fylgist reglulega með síðunni þinni.  Það hlýtur að vera afskaplega mikilvægt í svona baráttu að geta aðeins kúplað sig öðru hverju frá hlutunum og gleymt sér og þetta er einmitt leiðin til þess.  Var einmitt í London síðustu helgi og það var alveg yndislegt, einmitt uppáhalds borgin mín líka. 

Mig langar að benda þér á, ef þú veist ekki þegar af því, að í Covent Garden (ská á móti hringekkjunni) er búð sem heitir Build a bear.  Þar er hægt að gera sinn eigin bangsa og öllum stelpum og strákum finnst þetta algjört æði - þetta tekur smá tíma en ég lofa því að þetta er algjört hitt.  Síðan er hægt að kaupa alls kyns skvísu og töffara föt á bangsana.  Síðan er auðvitað H og M alltaf brillant, fullt Hello Kitty dóti ef stelpurnar fíla það.  H og M barna er á Oxford, ekki langt frá Selfridges. 

Hafið það óskaplega gott!

Margrét (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:29

9 identicon

Góða ferð og megi helgin vera yfir100% góð í alla staði.Áfram Arsenal.Skál og Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 22:31

10 identicon

Sæl vertu ágæti Londonaðdáandi.

Heppin að vera í föstu starfi sem fylgifiskur í utanlandsferðum. Þið eigið þetta svo sannarlega inni að skreppa í burtu og njóta þess að vera saman þið hjónakorn. Skemmtið ykkur rosalega vel og njótið þess að vera í fríi.

Já hún Þuríður er kraftaverk, það eru sko orð að sönnu. Farin að sakna þess að fara á spítalann og langar að gista. Hún er frábær!!

Guð veri með ykkur. Kveðja. Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 23:25

11 identicon

Hæ hæ.  Æðislegt að þið eruð að fara til London; ein af mínum uppáhalds borgum.   Skemmtið ykkur vel og njótið lífsins.   Bestu kveðjur til m&p.þinna Áslaug   Krúttin ykkar verða örugglega í góðri pössun.  Fannst gaman að heyra af laginu sem Þuríður Arna syngur.... og er að raula það í huganum   Kærar kveðjur og góða ferð, já og áfram Arsenal !!   Stella Aðalsteins.

Stella A. (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 23:28

12 identicon

Þetta er nú ekki dónalegt fyrir ykkur Skara. Nú er bara að halda kjarkleysinu að eldra parinu og njóta lífsins. Gaman fyrir alla.

kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 08:50

13 identicon

Góða skemmtun úti !! Bið að heilsa London baby :)

Unnur B. Johnsen (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 09:37

14 identicon

Góða ferð og njótið lífsins... London er að sjálfsögðu alltaf æði., Queen show-ið á að vera geggjað og stutt meira að segja í búðirnar frá því ha ha . Verð nú samt að segja að ég ætti erfitt með að velæja á milli þess að fara á leik á nýja Arsenal völlinn eða að versla.. hmm gera bara bæði :) bið að heilsa Oxford, H&M og River Island :) knus og kram í ræmur

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 10:18

15 identicon

Hafið það gott um helgina og góða ferð

Brynja í vesturberginu (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 11:16

16 identicon

Góða ferð og skemmtið ykkur alveg rosalega vel í London manni getur ekki leiðst í þeirri borg.

Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 12:02

17 Smámynd: Agný

Góða ferð og góða skemmtun...Ég fer bara með ykkur í huganum en ég fór alein til Lindon í lok nóv síðasta ár..Bjó á hoteli sem heitir Stonebridge Park og er one mile frá Webley Stadium... http://www.studystay.com/stonebridge_park_hotel.htm  Mér fannst fínt að vera þar fyrir 53 pund nóttina með morgunmat, tvíbreitt rúm, bað , sjónvarp og ísskápur, strætó stoppaði fyrir utan og matvöruverslun og pósthús beint á móti...Núna kostar nóttin í eins herbergi og ég var í 49.99 pund... Oh...ég væri sko til í að skella mér aftur þangað...þó ég hafi komið heim frá Danmörk úr 2 vikna flakki  síðasta föstudagskvöld...En njótið helgarinnar vel

Agný, 30.8.2007 kl. 14:40

18 identicon

Æ hún er svo mikil dúlla.  Og þið eruð svo dugleg. Ég dáist að ykkur.

Mega-knus.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:06

19 identicon

Elsku Slauga mín..það er bara æðislegt að þið eruð að fara út og ég vona svo sannarlega að þið eigið dásamlegan tíma og skemmtið ykkur vel.Já það er satt að litla hetjan er furðuverk og vel sköpuð af guði.Megi allar góðar vættir vera með ykkur...og njótið vel.Knús til ykkar

Björk töffari (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband