3.9.2007 | 09:33
Töff töff töff
Jebbs það er bara eitt orð yfir Londonferðina okkar TÖFF ferð. Við vorum í dekri alla helgina með mömmu og pabba sem var ekki leiðinlegt, gerðum margt og mikið, miiiiikið labb þannig þetta var engin hvíld en hrikalega gott að komast svona í burtu. Fórum á Queen-showið sem var ÆÐI, stemmningin geggjuð!! Pabbi og Skari fóru á Arsenal-Porsmouth og skemmtu sér bara vel enda unnu Arsenalmenn líka en ekki hvað? Farið var í rútu-útsýnisferð, labba upp og niður Oxofordið eða svona meira ég og mamma ehe alltaf auðvelt að plata konuna í svona verslunarferð þar sem konan er mjög veik fyrir barnafötum. Víííí sem skemmir ekki fyrir mér ehe!! Þannig börnin fengu nokkrar flíkur frá London enda líka allt orðið of stutt, hmm ekki orðið sjón að sjá börnin mín. Sem sagt við skemmtum okkur hrikalega vel úti og ég er strax farin að hlakka til þegar mamma og pabbi fara í næstu ferð sína því ekki geta þau farið ein og PANT við fara sem fylgdarmenn.
Mig langar að nefna eitt en fólk er alltaf að tala um hvað við erum hrikalega heppin að fara svona oft til útlanda en við höfum farið í ófáar ferðirnar en höfum ekki borgað fyrir eina þeirra. Sjálf vildi ég óska þess að ég ætti pening fyrir öllum þessum ferðum sem við höfum farið í en svo gott er þetta ekki því verr og miður (ekki dans á rósum að vera með langveikt barn hér á klakanum). Jú við erum heppin að hafa verið boðið í allar þessar ferðir og það eru ókunnugir, ættingjar, vinir og kunningjar sem hafa gert okkur kleift að ferðast svona sem gerir endalaust mikið fyrir okkur Óskar þið getið bara ekki ímyndað ykkur.
En ef ég hefði val þá vildi ég mest óska þess að við værum ekki í þessari stöðu að vera svona "heppin" og gert svona margt fyrir okkur þar að segja leyft okkur að ferðast svona einsog við höfum gert. Ég vildi frekar óska þess að barnið mitt væri heilbrigt og ég væri í þessari stöðu að gleðja aðra en því verr og miður er lífið ekki svo einfalt, ég vildi óska þess mest að ég væri ekki búin að ferðast svona mikið og Þuríður mín væri heilbrigð og ég væri frekar að svekkja mig yfir því að geta ekkert ferðast því ég ætti ekki pening fyrir því (sem ég á reyndar ekki í dag eheh). Ég vildi óska þess að ég væri að vinna 100% vinnu og ég væri BARA að pirra mig við yfirmann minn því hann tímdi ekki að borga mér hærri laun þannig ég gæti ekki keypt mér flottu flíkina sem ég sá í kringlunni. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er líka erfitt að vera svona mikill þyggjandi en aftur á móti veit ég líka hvað er að vera gefandi útaf verkefninu mínu sem ég er að vinna í þessa vikurnar, reyndar fékk ég styrktaraðila í það en það gefur mér samt mikið að tilkynna foreldrum barna í meðferð þetta sem ég er að undirbúa.
Maður heyrir nefnilega oft öfund í fólki því við höfum ferðast rosalega mikið undanfarið ár og oft er maður farin að skammast sín fyrir að segja frá því þegar okkur er boðið eitthvað því fólk heldur líka að við eigum sand af seðlum en svo er ekki. Sorrý!! Vitiði það, það er engin öfund að eiga barn með illvígan sjúkdóm jú þetta hefur bjargað okkur Skara mikið að geta farið í burtu frá öllu þó það sé kanski engin hvíld einsog um helgina en þá er svooo gott fyrir okkur að komast svona í burtu og rækta okkur sem er mér mjög mikilvægt. Mig langar bara að segja við þá sem eru að baktala og halda að við skítum peningum þá er það ekki satt og hættið að öfundast það langar ENGUM að eiga langveikt barn eða með illvígan sjúkdóm, verið ánægð að vera heilbrigð og þó þið getið ekki gert allt sem ykkur langar en þá væri ég allavega í skýjunum. Það er samt hrikalega gott að eiga svona góða að einsog við eigum, knús til ykkar allra.
Þuríður er annars heima hjá mér núna en við erum á leiðinni uppá spítala í smá tjékk fyrir stóru svæfinguna á morgun og myndatökur því verr og miður er komin smá hnútur fyrir hana þó ég vilji halda að það geti ekkert komið útur þeim útaf því hvað það er stutt síðan hetjan mín var í geislanum en maður víst getur aldrei sagt ALDREI. Damn!! Á fimmtudag verður svo fundur með doktorunum og vonandi verða engar niðurstöður þar á bæ. Plííííssssss!! Ég bara höndla ekki erfiðar fréttir.
Best að fara taka uppúr töskum og finna gjafirnar sem börnin mín eiga að fá þegar þau verða búin á leikskólanum, voru búin að panta ansi mikið en í fyrsta sinn pantaði Þuríður mín eitthvað sem henni langaði í sem sýnir framfarir og þroska.
Knúúúúúússsssssss
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver er ekki furðuver ef maður spáir í það Frábært að þið skemmtuð ykkur vel maður má alls ekki gleyma að vera par þótt eitthvað sé í gangi eða hvað, kryddar lífið og tilveruna og gefur manni auka orku til að halda áfram
Hvers óskaði daman sér, þú gerir mann forvitinn
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 09:46
maður á víst að passa sig hvers maður óskar sér og á móti.. öfund, baknag og annað niðrandi þar sem að fólk getur oftast þá ekki sett sig í spor annara er ljótt og ekkert annað. Mætti halda að það fólk vissi ekki hver það væri og hvað það hefði í lífinu, því maður á víst fyrst að þakka fyrir það sem maður á og síðan biðja um óskir sínar.. jú jú og losa sig við það sem að þjónar manni ekki tilgangi í lífinu
Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 10:09
Velkomin heim Áslaug, ekki öfunda ég þig, heldur samgleðst þér innilega ef þú færð að skoða umheiminn . Það borgar sig ekki að vera með neikvæðni, hún er svo eyðandi , öfund er mjög skyld neikvæðninni, eiginlega systir hennar, enda gott að útiloka þessa tvo þætti í lífi sínu. Ekki það, maður getur orðið fjandanum neikvæðari stundum út í lífið, en oftar en ekki ertu nú jákvæð sem er bara askoti gott, keep on going girl !
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 10:13
Ég þekki þig ekki neitt en langaði að kasta á ykkur kveðju. Ég get ekki með nokkru móti skilið svona öfund og ég vona að þið getið ýtt svoleiðis hlutum frá ykkur.
Lang flestir samgleðjast ykkur þegar þið komist í burtu, mundu það bara. Hinir eru undantekning. Njótið lífsins eins og hægt er og farið eins oft í ferðalög og þið getið, ekki hlusta á hvað öðrum finnst.
Kær kveðja, Sigga
Sigga (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 11:32
Hæ Slauga mín..velkomin heim bæði 2.Ég skil stundum ekkert í fólki sem öfundar aðra,þetta er mikill vanþroski og það eru því miður allt of margir sem eru vanþakklátir og gleyma því hversu gott er að vera heilbrigður og að eiga heilbrigð börn,en ég segi að það sem við segjum og gerum fáum við til baka í einhverri mynd.Ég skil ykkur svo mæta vel,það er ekkert grín að vera í þessari stöðu,þannig að þið sem eruð að öfundast lítið í eigin barm og þakkið fyrir það sem þið eruð.Við erum einmitt svo mörg að tala um heilbrigðis-og tryggingarkerfið inn á bloggunum okkar og ætlum að taka höndum saman á morgun og senda póst í ráðuneytin og mótmæla kjörum öryrkja og þeirra sem lifa þurfa á bótakerfinu.En ég samgleðst ykkur elskan og ég bið guð um það að þið fáið ekki slæmar fréttir á fimmtudag.Bið að heilsa hetjunni..
Björk töffari (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 12:29
Það er ekki verið að kíkja í kaffi!!!
Reyndar búum við soldið langt frá Oxford Street :)
Gaman að heyra hvað var gaman og þið fenguð besta veður sumarsins sveimér þá :)
Hrundski (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 12:37
Sæl Áslaug
Mikið geta peningar gert fólk ljótt í hugsun. Mér finnst frábært að þið skulið fá fáein tækifæri til að hvíla ykkur á þeim erfiða raunveruleika að vera með langveikt barn sem er með krabbamein. Það á ekki að þurfa að útskýra það fyrir fólki að þið munduð miklu miklu heldur eiga heilbrigð börn og vera ekki með þessa gríðarlegu þörf fyrir hvíld frá erfiði daglega lífsins.
Frábært að Londonferðin tókst vel og var skemmtileg. Þið Óskar hafið þar átt stundir saman sem efla ykkur og styrkja, ekki veitir af. Guð veri með ykkur Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 12:42
Kæru Áslaug og Óskar
Yndislegt að þið skylduð getað farið saman í burtu. Reyndu að láta öfund annarra ekki fara í taugarnar á þér, en skil þig samt vel. Æ hvað er til mikið af klikkuðu fólki. Ég kíki inná síðuna ykkar á hverjum degi þó ég skrifi ekki alltaf. Þið eruð alltaf í huga mínum og vona ég svo innilega að þið fáið góðar fréttir í vikunni.
Baráttukveðja til allra
Ingibjörg (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 13:16
Æðislegt hvað það var gaman hjá ykkur,það versta við öfundsjúkt fólk er það að það er alltaf til staðar til að gera manni lífið leitt,þið eigið ekki að hlusta á svona vitleysu,þessu fólki hlýtur að líða ofsalega illa.en mér finnst fr´bært að þið fenguð þessa ferð,þið áttuð hana mest skilið
kveðja
mollý
Valgerður Ólafsdóttir, 3.9.2007 kl. 13:35
Æðislegt að þið skemmtið ykkur vel. Veit það sjálf hvað er gott að komast úr þessum pakka og geta ræktað sambandið við makann. En frábært að heyra að Þuríður hafi óskað eftir einhverju. Bara plús og það er gott.
Bergdís Rósantsdóttir, 3.9.2007 kl. 19:25
Ég þekki þig ekkert en er búin að fylgjast með blogginu þínu lengi. Verð bara að segja að mér er öfund síst í huga þegar ég les bloggið þitt. Þið eigið greinilega góða að sem vilja allt fyrir ykkur gera og ekki vera með samviskubit yfir að þyggja það. Ég óska þér og fjölskyldunni velfarnaðar og vona að þú getir leitt það hjá þér sem illa innrætt fólk lætur út úr sér.
P.s. er að fara á Queen sjóið í London í 2. skiptið og hlakka ekkert smá til.
Linda (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 19:36
Gaman að heyra með Londonferð.Áfram kæra fjölskylda.Kv
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:37
Sæl og blessuð,
og gaman að heyra hvað það var gaman hjá ykkar úti.Mikið á folkið bát ef þau er farin að öfunda ykkar að hafa farið út svo oft ,ekki miskilja mig en eins og þú segir maður myndi gefa allt til þess að hún Þúríður var heilbrigð .Alltaf þarf einhver að eyðileggja fyrir öðrum ,hver sem það er sem er að baktala átti nú að lita inn á við og hugsa hvernig þeim liði ef það var um þeim sem um var að tala .Ég er nefnilega hissa að folkið lætur svona og reyndar nei ég hef oft verið fyrir því að folkið skiptar sér af og tala um mig og þau hef ekki hugmynd hver ég er.En þeim um það ,ég hugsa þegar þau er að tala um mig þá er þau að hvíla einhvern annað frá baktalið.Mikið er þetta leiðinlegt.
Ég vona að allt gengur vel hjá Þúríður og ykkur öll ,hafið það sem best.Guð verið með ykkur.Kveðja Dee
Dolores Mary (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 20:46
Velkomin heim! London er yndisleg borg. Þau voru hérna Gunni og Lára með Bínu og Natta um helgina. Rosa gaman. Vorum aðallega i sundi, veðrið bauð ekkert upp á mikla útiveru :o) Sendi Láru með sultu handa krökkunum þínum eins og ég talaði um um daginn ;)
Iss... vertu ekki að spá í hvað örðum finnst. Hverjum er ekki sama? Segðu bara við sjálfa þig: ég á allt gott skilið. Sem þú átt. Og ég vona bara að líf þitt verði fullt af ævintýrum og gleði. Knús að vestan og kveðja til Skara frá Halldóru Dagnýju.
Ylfa Mist Helgadóttir, 3.9.2007 kl. 22:16
Frábært að þið skuluð komast öðru hvoru tvö í burtu til að annars vegar geta ræktað samband ykkar og hins vegar hlaðið batteríin aðeins til að hafa meiri orku til að takast á við þær erfiðu aðstæður sem þið búið við. Það er alveg á hreinu að illgjarnar tungur myndu ekki vilja skipta við ykkur, reynið að láta sem þið heyrið ekki svona vitleysu. Gangi ykkur alltaf sem allra best.
Anna (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 23:16
hi hi fallegust....
gaman ad tad hafi verid svona gott og gaman uti.. tid eigid tad svo mikid skilid... tikir endalaust vaent um ykkur....
koss og knus og p.s vonandi gekk allt vel i dag...
Þórunn Eva , 4.9.2007 kl. 12:51
Það er frábært að þið náið að skemta ykkur:) Og af því ég veit að það kemur svo gott fólk inn á þessa síðu sem vill leggja öðrum lið þá vona ég til að allir geti mætt á þessa frábæru tónleika.
Sæl öll.
>
> Fimmtudaginn 6. september næstkomandi verða haldnir tónleikar til
> styrktar Úlfi C. Karlssyni tón- og myndlistarmanni sem barist hefur
> við hvítblæði undanfarin ár. Úlfur hefur gengist undir fjölda meðferða
> og dvalist langdvölum á sjúkrastofnunum og ekki getað aflað tekna að
> ráði. Hann er fjölskyldumaður og hafa veikindin sett stórt strik í
> efnahag fjölskyldunnar.
> Með tónleikunum gefst fólki tækifæri til að leggja sitt af mörkum til
> að létta fjölskyldunni lífið í baráttunni. Allir sem koma fram gefa
> vinnu sína og tengjast Úlfi vináttu- og kunningjaböndum.
>
> Dagskráin er ekki af verri endanum;
>
> pornopopp
> mr.silla
> the way down
> bacon
> singapore sling
> reykjavik!
> MÍNUS
> Í lokin má búast við hamskiptum þegar leyninúmer kvöldsins stígur á
> stokk.
>
> Tónleikarnir verða í IÐNÓ og hefjast hefjast stundvíslega klukkan
> 20.00, húsið opnar klukkan 19.30.
> Aðgangseyrir er 1.500 kr. en fólki er frjálst að borga meira.
> Þeir sem vilja geta jafnframt lagt beint inn á reikning:
> 0101-26-014144 kt. 440304-2570
>
> ALLUR AÐGANGSEYRIR RENNUR ÓSKIPTUR TIL ÚLFS OG FJÖLSKYLDU.
>
> Sjáumst í IÐNÓ á fimmtudagskvöldið.
Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 14:13
Undarlegt að fólk skuli geta látið svona út úr sér þótt þið sleppið stöku sinnum úr álaginu. Það gerir Þuríði litlu ekkert gott að eiga dauðþreytta og orkulausa foreldra, hvað þá systkinum hennar. Þessir öfundsjúku ættu bara að prófa að skipta við ykkur. Sendi innilegar baráttukveðjur til ykkar, ekki taka mark á svona liði, sumir lifa fyrir að kasta skít í náungann.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 22:38
Ég kem hér inn á þessa síðu daglega til að fylgjast með hjá ykkur, ég kommenta mjög sjaldan og les þau yfirleitt ekki, ég kem hér inn á síðuna til að fylgjast með hverning gengur hjá ykkur og þó ég kommenti ekki þá eruð þið í bænum mínum og ég hugsa mikið til ykkar og mér finnst frábært að þið skuluð geta komist í burtu öðru hvoru tvö saman, það verða alltaf einhverjir sem eru með öfund og leiðindarmóral og þeir ættu að láta það eiga sig að koma hér inn á síðuna, þetta sýnir mikinn vanþroska og fólk gerir sér greinlega ekki ljóst hvað það er heppið að þurfa ekki að ganga í gegnum svona erfiðleika, ég var með son minn mikinn veikan fyrir tveimur árum inn á spítala í mánuð og það var hrikalega erfitt, en hann var sem betur fer mjög fljótur að ná sér og kraftaverki líkast hvernig gekk, þó svo að hann hafi verið fljótur að ná sér þegar batinn fór í gang að þá er maður hræddur lengi á eftir og fólk sem ekki hefur lent í að barn þess verði alvarlega veikt skilur þetta ekki, vissulega er maður mjög ánægður en þetta setur ör á sálina sem tekur sinn tíma að gróa, og há fólki sem þarf að heyja svona baráttu ár eftir ár, það þarf að finna fyrir stuðningi og hlýju frá fólki en ekki einhverju skítkasti og öfund, jæja elskurnar mínar þetta er nú orðið lengra heldur en ég ætlaði, maður verður bara svo reiður fyrir ykkar hönd, en vonandi getið þið látið þetta sem vind um eyru þjóta og notið þess sem yndislegt fólk og kærleiksríkt er að gera ykkur kelift að gera, bið algóðan guð að vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk, kv María (frænka á Akranesi)
María (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.