Leita í fréttum mbl.is

Engu er að kvíða?

Reyndu ef þú getur
að gleyma og hvílast betur
hugsaðu helst ekkert
láttu sem engu sé að kvíða
Allt fari vel....

Já ég vildi óska þess að ég gæti haft það svoleiðis en það er þessi leiðindarhnútur sem hringsnýst í maganum mínum þessa dagana, aaaargghhh!!  Hann versnaði eiginlega tífalt um kvöldmatarleytið í gær því það var einsog Þuríður mín hefði dottið út tvisvar sinnum eða fengið tvo litla krampa.  Bæði skiptin var einsog hún hefði misst máttinn í fótunum og lá smástund í gólfinu, hún fékk reyndar enga kippi en það var samt eitthvað og það fór eiginlega alveg með mig.  Núna eykst bara hnúturinn um að hún fari að krampa aftur en ég ætlaði einmitt að monta mig í dag að núna væri sirka hálft ár síðan hún fékk sinn síðasta krampa og það hefur bara ALDREI gerst.  Var krampandi á hverjum degi í tvö og hálft ár og það minnst tíu á dag og það er með því versta sem ég hef upplifað hjá henni og í dag ætlaði ég að monta mig á því en ég held að ég geti það ekki því það var eitthvað sem gerðist hjá henni í gær því verr og miður.  Ég veit líka að ef hún fer að byrja krampa aftur boðar það ekki gott, þá veit ég líka að það er eitthvað meir að gerast þarna uppi hjá henni sem er verst í heimi.

Hún fór í myndatökur í dag sem gekk að sjálfsögðu glimrandi vel, hún reitti af sér brandarana uppá spítala bæði í dag og í gær og var súper hress.  Það var svo mikið stuð að vera í kringum hana uppá spítala enda elskar hún þennan stað og var svona líka glöð að hitta fólkið sitt, við tókum einmitt myndir af henni í þessum ham uppá spítala og það er aldrei að vita að ég birti eitthvað hér.  Við mætum svo á fund með læknunum á fimmtudaginn í hádeginu og ræða stöðu mála og væntanlega næsta skref hjá hetjunni minni.

Hún er reyndar búin að vera mjög þreytt síðustu tvo daga sem ég vona bara að það sé því það var svo mikið að gera hjá henni um helgina en svo geta eftirköstin af geislanum byrjað að koma í ljós núna þannig það ætti bara að koma í ljós á næstu dögum svo vitum við heldur ekkert hvað er að gerast hjá henni þarna uppi?  Allt svo óljóst en við reynum að taka einn dag í einu sem getur stundum verið svakalega erfitt, við gerum okkar besta annað er ekki hægt.

Þið voruð að spurja mig hvers Þuríður mín óskaði sér hvað ég myndi kaupa handa henni í London en í þetta sinn var það ekki fótboltabúningur ehe, hún vildi aðra regnhlíf því hin var ónýt en þeim systrum finnst svakalegt stuð að leika sér með hana á meðan þær horfa á Skoppu og Skrítlu og þær syngja rigningalagið og svo vildi hún fá prinsessuveski og að sjálfsögðu urðum við að þeirri ósk en Oddný mín Erla vildi snuddu fyrir Kristínu Amelíu sína (dúkkan hennar), pils og gelluskó thíhí en þannig vill hún fara í leikskólann en það er víst ekki í boði þannig mín fær alltaf að skipta um föt þegar hún kemur heim af leikskólanum, ótrúleg!!  Hún var einmitt að fara í sundtíma með pabba sínum en Þuríður mín er of slöpp eftir svæfinguna þannig hún mátti ekki fara og það var skipt um föt, beint í pils og gelluskóna einsog hún kallar þá.  Bara gaman að þeim!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ha ha ha! Gelluskór!! Á svona augnablikum held ég alltaf að það sé minna bras að eiga stráka, en svo man ég eftir því að þeir vilja sífellt vera að fara í allskonar "búninga" helst með skikkju og sverði og svoleiðis stöffi ;o)

Ástarkveðja og knús með von um krampalausa daga framundan sem og alltaf. Ljós til ljósálfsins og hinna álfanna litlu líka.

Ylfa Mist Helgadóttir, 4.9.2007 kl. 19:06

2 identicon

Sæl og blessuð ,

                         vona að krampar fara að hætta og að litla dullan ykkar verð mun hressari á morgun og alltaf.Það er gaman að heyra hvað þeim finnst gaman að klæða sig upp litla ljósin en æðislegt.Ég bið góða guð að styrkja ykkur öll og vonandi verður bara allt gott að frétta upp á spítalan á Fimmtudaginn.Þið eru ofsalega dugleg öll sömul.Guð verið með ykkur og gæta ykkur .Hafið sem best ef ég má orða það svo .Kær kveðja Dee

Dolores Mary (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 21:47

3 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Krossum fingur um að þetta hafi bara verið eitthvað tilfallandi hjá dömunni.  Unglingurinn minn verður alltaf svona glaður þegar hann fer upp á spítala.  Hugur minn er með ykkur fyrir fimmtudaginn. 

Bergdís Rósantsdóttir, 4.9.2007 kl. 22:20

4 identicon

Sæl kæra Áslaug

Já það eru allar breytinga hjá Þuríði skoðaðar með gagnrýnum huga og ekki nema eðlilegt. Mig skortir bara orð og innsýn til að skilja hvað ótti ykkar er djúpstæður og skelfingin mikil. Það eina sem ég get er að biðja þess að ótti ykkar sé ásæðulaus.

Þó ég viti að heilablæðing og heilaæxli sé ekki eitt og hið sama, þá er það sammerkt í báðum tilfellur að eitthvað sem ekki á að vera í höfðinu, er þar til staðar og þrýstir á þessar flóknu stjórnstöðvar sem þar eru. Ég fékk sjálf heilablæðingu fyrir 10 árum og var töluvert úr lagi gengin á eftir (þó ekki lömuð eða mállaus). Það er hreint með ólíkindum hvað líkaminn læknar sig sjálfur og nú í dag er ég eins hraust eins og aldur minn segir til um (f 45). Ef kollurinn hennar Þuríðar fær smá næði, þá er hann á fullu að láta sér batna.   

Hún Þuríður er alveg einstök og það er mikið lán fyrir ykkur öll að hún skuli vera svona auðsveip og jákvæð á sjúkrahúsinu.  Hún er örugglega fín með nýju regnhlífina og prinsessuveskið. Kveðja til allra  í fjölskyldunni. Gangi ykkur allt í haginn og Guð blessi ykkur öll. Kveðja Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband