6.9.2007 | 14:40
Kraftaverkið mitt
Ég á litla hetju sem heitir Þuríður Arna og hún er 5 ára gömul, 15.október 2006 mun ég seint gleyma en þá hrundi veröldin og þá var okkur tilkynnt að æxlið hennar Þuríðar væri orðið illkynja. Þeim degi mun ég seint gleyma. Hún var orðið algjörlega lömuð í hægri hendi, hún var farin að haltra því það var komin lömun í hægri fótinn og hún var líka farin að slefa því þar var líka komin lömun. Hún krampaði mjög mikið eða að meðaltali 10 krampa á dag en það voru eiginlega bara góðir dagar hjá henni. Á þessum degi var allri meðferð hætt því það var ekkert að gera fyrir hana, æxlið orðið illkynja en í tvö ár var það góðkynja en læknar voru búnir að segja við okkur að þeir bjuggust ekki við því að það myndi breytast í illkynja en það gæti komið fyrir þegar hún væri orðin eldri en læknar vita ekki allt og stundum finnst mér það líka bara gott. Frá þessum degi gáfu þeir Þuríði minni ekki marga mánuði ólifað, einsog flestir vita þá lifa ekki margir með illkynja heilaæxli en við vitum að kraftaverkin gerast.
Í dag sýnir Þuríður mín nánast enga lömun, jú við sjáum einhverja smá lömun hjá henni þegar við förum í sund því þar getur hún ekki beitt algjörlega hægri hlutanum en í venjulegu amstri dagsins sjáiði ekki að hún er eitthvað lömuð. Það er algjört kraftaverk skal ég segja ykkur, þó hún sé ekki með fullan kraft í líkamanum einsog venjuleg börn en þá sýnir hún ekki svona lömun einsog hún gerði fyrir ári síðan.
Hún er ekkert að krampa nema kanski sem gerðist á mánudag en það er ekki víst að það voru krampar og ég trúi því bara að það voru ekki krampar en þá eru heilir sex mánuðir síðan hún krampaði síðast en eftir fyrri geislameðferð hættu þeir. Ótrúlegt en satt!! Vanalega þegar börn stækka þá er aukið við flogalyfin en þess þarf ekki núna við Þuríði mína því hún hefur verið krampalaus.
Á þessum tæpum ellevu mánuðum hefur æxlið hjá stækkað mjög mikið eða á rúmum mánuði í vor stækkaði það alveg um 1cm sem er MJÖG mikið á þessu litla svæði og það var farið þrýsta mjög mikið á miðsvæðið í heilanum og þá voru komnar mjög miklar áhyggjur hjá læknunum okkar og voru alveg orðnir ráðalausir en til að lengja líftíman hennar með okkur ákváðu þeir að senda hana strax í seinni geislameðferð sem hún hefðir reyndar ekki átt að fara í fyrr í des nk.
Það gerðist Kraftaverk.
Við fórum á fund með læknum okkar í hádeginu og það var góður fundur, við fengum góðar og "slæmar" fréttir. Æxlið sjálft hefur minnkað, það er ekki lengur að þrýsta svona á miðsvæðið í heilanum. Jíbbíjeij!! En þar eru líka einhverjar blöðrur sem læknarnir eru ekki alveg að fatta en þær hafa stækkað en þeir halda að það séu bara dauðar frumur sem segja ekkert en einsog ég sagði þá vita ekki læknar allt og við viljum bara trúa því að þetta eru dauðar frumur.
Þannig í dag erum við í skýjununm, þetta er góður dagur. En að sjálfsögðu er þessari baráttu ekki lokið, væntanlega byrjar hún í nýrri meðferð í næstu viku en þeir eru að ath stöðu mála. Þeir eru líka hræddir við að setja hana í einhverjar harðar meðferðir vegna þess hvernig henni líður í dag og vita heldur ekkert hvernig þær munu fara í hana? Þetta er mjög mikið í lausu lofti en væntanlega byrjar hún í nýrri meðferð í næstu viku en þeir eru að senda myndir hennar til Boston og alltaf koma læknarnir okkar í Boston með góðar hugmyndir sem hafa gert bara gott fyrir hana og vonandi fáum við góð svör þaðan og góðar lausnir. Ætla ekkert að tjá mig um hugmyndir þeirra með verðandi meðferðir fyrr en þær eru komnar á hreint, ætli það verði ekki beðið eftir svörum frá útlandinu?
Einsog læknarnir sögðu við okkur morgun trúa þeir því varla hvernig henni líður í dag, með réttu eða læknisfræðilega séð ætti hún ekki að vera með okkur í dag. Hún er algjört kraftaverk þessi hetja og lætur ekki svona "smámuni" taka sig frá okkur, hún hefur þolar endalaust mikið og ætlar sér að vinna þessa baráttu. GETA, ÆTLA, SKAL!!
Farin að ná í kraftaverkið mitt og hinar tvær hetjurnar mínar í leikskólann og svo beint á sundnámskeið, endalaust mörg knús og kossar.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Áslaug og Óskar
TIL HAMINGJU MEÐ STÓRA KRAFRAVERKIÐ YKKAR. Ég er svo glöð fyrir ykkar hönd og ömmuhjartað mitt slær með ykkur. Ég finn vellíðanina streyma um líkama og sál. Þvílíkur árangur og þvílík barátta. Ég mun svo sannarlega fylgjast vel með hetjunni Þuríði Örnu áfram. Bið ykkur að gefa henni faðmlag frá mér. Blessunaróskir til ykkar allra og Guð veri með ykkur. Kveðja Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 14:51
Yndislegt! Til hamingju með góðu fréttirnar!
Oddný (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 14:53
Yndislegar fréttir. Hún er svo dugleg litla skottið. Innilega til hamingju með þessar góður fréttir kæra fjölskylda.
Ragnheiður , 6.9.2007 kl. 14:58
Samgleðst ykkur innilega með þessar góðu fréttir
stórt knús......
ókunnug Boston
Boston (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 14:59
DÁSAMLEGT!!! Stórt knús á línuna, þið eruð öll svakadugleg. Guð blessi ykkur.
hm (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:01
Ég er af þeim sem fylgist með úr fjarska, hef s.s aldrei kvittað áður. Er búin að bíða eftir fréttum af fundinum í dag og búin að kíkja ansi oft á síðuna í dag. Yndislegar fréttir sem þið fenguð í dag, þetta synir það að KRAFTAVERK geta gerst TIL HAMINGJU
Gangi ykkur sem allra best og megi góði guð vaka yfir ykkur öllum
Jenný (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:12
Ynnilegar haminjuoskir til ykkar.Megi gud halda afram ad blessa ykkur.
Ásta Björk Solis, 6.9.2007 kl. 15:13
Sæl
Ég vona svo innilega að leiðin verði aðeins upp á við í framhaldi að þessum góðu fréttum, hún Þuríður Arna er sannkallað kraftaverk og mun halda áfram að vera slíkt.
Gangi ykkur rosalega vel með allt það sem framundan er og ég mun hugsa til ykkar.
Kveðja
Berglind ókunnug sem fylgist reglulega með
Berglind ókunnug (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:26
Vá maður bara tárast. Þetta er frábært. Ég er búin að vera svo gott sem óvinnufær síðan um hádegi, var alltaf að bíða eftir fréttum.
Mikið óskaplega er ég hamingjusöm fyrir ykkar hönd og vona svo innilega að nú séu bjartari tímar framundan.
Haldið áfram að njóta lífsins eins og þið mögulega getið og eins lengi og Guð lofar.
Knús til ykkar allra
Ókunnugur aðdáandi
Þórunn ókunnug (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:28
Elsku fjölskylda,hjartans hamingjuóskir með kraftaverka og kraftadúlluna hún er engri lík ,nema ég skal- ég mun- og ég ætla ,ótrúlega dugleg fallega dúllan ykkar, til hamingju öll fjölsk.Kv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:33
Til hamingju elskurnar - þið eruð í bænum mínum - þetta var aldeilis frábært - ástarkveðjur frá okkur mæðgum
Þórdís tinna, 6.9.2007 kl. 15:37
Frábærar fréttir þið eruð sannar hetjur
amý (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:54
Góði guð ég þakka þér
veit þú vakir yfir mér
Bæn mín til þín er sú
Að Þuríðar æxli hverfi nú
Elskurnar mínar það eru alltaf kraftaverk að gerast og þetta er það yndilegasta sem ég hef fengið fréttir um
Ég held áfram að biðja fyrir henni Þuríði minni
kveðja
Asa
Ása (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 16:09
Samgleðst ykkur öllum innilega með þessar góðu fréttir :-)
Kkv. Martha
Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 16:13
Þetta eru frábærar fréttir. Þessi litla stúlka er engum lík Algjör baráttuhetja. Innilega til hamningju með þessar frábæru fréttir.
Blómið, 6.9.2007 kl. 16:16
Innilega til hamingju með þessar góðu fréttir. Ég þekki ykkur ekki neitt en skoða síðuna ykkar á hverjum degi. Þetta eru frábærar fréttir.
kv. Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 16:21
Við samgleðjumst ykkur innilega og okkur finnst þið vera öll hetjur, þó Þuríður er kannski aðeins meiri hetja
Brynja í vesturberginu (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 16:47
Innilegar hamingjuóskir með þessar fréttir. Þvílíkt kraftaverk. Enn og aftur til hamingju
Bergdís Rósantsdóttir, 6.9.2007 kl. 17:04
Frábærar fréttir - hún/þið eruð algjörar hetjur.
Þið verðið áfram í bænum mínum
Sigrún (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 18:09
Yndislegt að lesa færsluna þína Áslaug, ég bara táraðist af gleði fyrir ykkar hönd. Frábært, ég gleðst mikið með ykkur, hún er ekki bara hetja heldur þið líka fyrir að halda haus. Gangi ykkur vel.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 18:17
Elsku fjölskylda,
Til hamingju með kraftaverkið ykkar........gleðifréttirnar, bættu lífslíkurnar og allt sem gott er. Guð er góður!
Kveðja frá okkur fjölskyldunni í Mosó.
Erna (Mamma Kára Arnar) (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 18:53
Frábærar fréttir fyrir ykkur. Njótið dagsins.
Kveðja Benný
Benný (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 19:08
ÆÐISLEGT það er satt,kraftaverkin gerast og hún Þuríður er sko sannarleg kraftaverka barn,mér finnst þetta æðislegar fréttir.
Baráttukveðjur frá mér
Valgerður Ólafsdóttir, 6.9.2007 kl. 19:24
Elsku Áslaug,Óskar og yndislegu börnin ykkar,ég fékk sæluhroll þegar ég las þessa færslu.Til hamingju með þessar dásamlegu fréttir og vonandi halda áfram að streyma jákvæðar og góðar fréttir inn í ykkar líf.Það eru orð að sönnu að Þuríður er algjört kraftaverk og mikil hetja,reyndar eruð þið sem að henni standa algjörar ofurhetjur í mínum huga.Megi guð halda áfram að vinna að því að litla sæta stelpan öðlist bata.Knús,knús
Björk töffari (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 19:42
VVáá frábærar fréttir er svo glöð í hjarta mínu og er með kökk í hálsinum indislegt til lukku með þessar frábæru fréttir.
Hjartanskveðjur Guðrún Bergmann og co.
Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 19:49
Frábærar fréttir, mikið samgleðst ég ykkur á þessum degi. Þuríður ykkar er svo sannarlega kraftaverk, þessi fallega stelpa.
bestu kveðjur og von um áframhaldandi góðar fréttir,
Íris
Íris (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 19:52
Ég berst við gleðitárin þegar ég les pistilinn þinn. Þetta eru frábærar fréttir :) Gangi ykkur vel áfram í barátunni, hún er svo sannarlega kraftaverk þessi litla stelpa ykkar.
Baráttukvejur
Ingibjörg (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 21:03
Áslaug og Óskar!
Innilega til hamingju með þessar niðurstöður. Ég samgleðst ykkur svo innilega og trúi því að litla duglega kraftaverkið ykkar muni sigra. Guð veri með ykkur öllum.
Halla
Halla (móðir Lóu) (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 21:31
YNDISLEGT!!! Innilega til hamingju, kæra fjölskylda.
Ljós&kærleikur til ykkar allra.
SigrúnSveitó, 6.9.2007 kl. 21:36
Áslaug og fj.
Þetta eru æðislega góðar fréttir:) Ég samgleðst ykkur og já kraftaverkin gerast. Þuríður er algjört KRAFTAVERK. Guð veri með ykkur:)
Kveðja Guðrún Jóna
Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 21:45
Elsku Áslaug og Óskar.
Sit hér við skjáinn og græt af gleði. Þetta eru indislegar fréttir og ég trúi því að hún Þuríður litla Arna eigi eftir að hlæja að læknunum um tvítugt. Ég hafði betur auðvitað hafði ég betur. Segi svona. Þið eruð bara indislegust til hamingju en og aftur. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 21:54
Kæra fjölskylda.
Þetta er hreint frábært að heyra og nú er bara að vona að lyfjagjöfin fari vel í litla kraftaverkið ykkar. Ekki veitir af að fá góðar fréttir af og til í þessum leiðinlega krabbaheimi sem við hrærumst í.
Bestu kveðjur frá Völu Örvars og fjölskyldu
Sóley Indriðadóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:16
Innilegar hamingjuóskir með þessar frábæru fréttir, það var alveg vitað mál að þessi dugnaðarforkur hún Þuríður Arna væri kraftaverk.Þetta var frábært að heyra kæra fjölskylda gangi ykkur alltaf sem best og guð fylgi ykkur.
ókunnug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 22:16
vá er gráti nær, þetta snart mig svo!!! Innilega til hamingju, kraftaverkin gerast! Þið eruð lifandi sönnun þess:) Bestu kveðjur frá okkur mæðgum til ykkar:)
Katrín Ösp og Ólöf Alda (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 23:01
Jiminn eini,. Ég er með tárin í augunum, hún er algjört kraftaverk og algjör hetja ;)ji hvað ég er glöð að heyra og trúi því að þessar blöðrur séu dauðar frumur.
Hafið það ofboðslega gott öll sömul og vonandi fáið þið góðar fréttir frá Boston
Baráttukveðjur
Halla Rós
Halla Rós (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 23:31
Vá, ég sé varla á skjáinn fyrir tárum.......er ekkert smá glöð fyrir ykkar hönd. Les bloggið ykkar nánast á hverjum degi. Þið eruð ekkert smá dugleg og Þuríður er ekkert smá mikil hetja . Þið hafið kennt mér SVO mikið um æðruleysi og þakklæti að það fær seint full þakkað. Takk kærlega fyrir mig, þið eruð greynilega frábært fólk. Knús og kossar til ykkar. Kær kveðja Þórunn(ókunnug)
Þórunn (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 23:36
Vááááá!!!! Frábært Þvílík hetja hún Þuríður, og þið öll. Guð veri með ykkur og haldi verndarhendi yfir ykkur.
Baráttukveðjur úr Kópavogi
Kjartan Pálmarsson, 7.9.2007 kl. 00:21
FRÁÁÁÁÁBÆÆÆÆRT !!!!! ÉG ER MEÐ GLEÐITÁRIN í augunum, langar til að dansa af gleðið við að lesa þessa færslu þín kæra Áslaug mín
þetta er bara frábært, innilega til hamingju ! Ég held áfram að hafa ykkur öll í bænum mínum. Knús á línuna
Skagakellan Gunna
Guðrún Jóhannesdóttir, 7.9.2007 kl. 00:23
Þetta var yndislegt að lesa og fyllir mig gleði og dregur hug minn til baka um nokkur ár á meðan við stóðum í svipaðri baráttu með litlu stelpuna okkar, já þeir eru nú engum líkir þarna útí Boston og gera kraftaverk á hverjum degi.
Ég sendi ykkur knús og faðmlag með baráttukveðjum og bros útað eyrum.
Anna Óðinsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 07:13
Gott að heyra að stelpunni þinni líður betur og að tími kraftaverkanna er ekki liðinn...Gangi ykkur bara allt sem best.
Agný, 7.9.2007 kl. 08:14
Dásamlegt!
Ég samgleðst ykkur innilega. Baráttukveðjur og knús að vestan. Góða helgi :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 7.9.2007 kl. 08:17
Húrra, húrra og svo enn og aftur húrra. Þuríður ykkar og okkar allra sem eru að fylgjast með henni er greinilega engin VENJULEG stúlka og auðvitað höfum við séð það lengi.
Sendi mínar innilegustu hamingjuóskir með þessa niðurstöðu þ.e. minnkunina látum blöðrurnar liggja milli hluta. Það sem er raunverulegast er heilsan hennar, sem er sýnilega allt önnur en var. Og það er svo frábært.
Með kærri kveðju og ósk um góða helgi
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 08:54
Þetta eru góðar fréttir.
Um bólurnar sem læknar segja að geti verið dauðar frumur, vonum við að sé rétt og að sogæðakerfið vinni á því svona hægt og hljótt.
Gjörum þakkir til Drottins en biðjum jafnframt um, að enn lagist líðan og heilsa blessaðrar telpunnar.
Svona fréttir gagnast svo mörgum, sem vilja trúa því, að læknar, jafn góðir og lærðir þeir eru, viti ekki alltaf mikið um framtíðina.
Nú endurtek ég bænina til Maríu hinnar mildu Meyjar, um að bera smyrsl á sárin.
Bjarni
Bjarni Kjartansson, 7.9.2007 kl. 09:22
Við gætum ekki samglaðst ykkur meira :)
Njótið þess góða, við munum eftir ykkur í bænunum okkar.
Kær kveðja
Svala og family (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 09:29
Sæl kæra fjölskylda.
Þetta eru bara æðislegar fréttir, innilega til hamingju með kraftaverkið ykkar og þessar frábæru fréttir.
Haldið áfram að trúa á kraftaverk
því þau gerast og Þuríður er svo sannarlega sönnun fyrir því.
Kær kveðja
Silla Karen
Silla KAren (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 10:03
Jeminn eini, ég sit hér í vinnunni og tárin leka. Ég viðurkenni það hér og nú að ég þorði ekki að kíkja á bloggið í gær, kveið svo fréttunum, meiri skræfan. Betri og skemmtilegri fréttir er ekki hægt að fá. Nú getur Þuríður Arna hætt að syngja ég er furðuver og farið að syngja ég er kraftaverk
Til hamingju elskurnar, greinilegt að trúin flytur fjöll, kraftaverkin gerast enn og þegar við leggjum öll saman og biðjum um aðstoð frá almættinu þá kemur hún. Það er staðföst trú mín að trú ykkar og staðfesta Áslaug og Óskar hefur haf þarna mikið að segja. Frábær, áfram KR (kraftaverk :)
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 10:53
En yndislegar fréttir:-) Innilega til hamingju með hetjuna ykkar, hún er sannkallað kraftaverk
Risa knús úr Hafnafirðinum
Sólveig Ásta & fjölsk.
Sólveig, Kalli, Elín Helena & Guðmunda Marta (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 11:13
frrrrrrábært!
katrín atladóttir, 7.9.2007 kl. 11:53
LOVELÍ!! Þetta eru frábærar fréttir - endalaust knús í kotið !!
Elsa Nielsen, 7.9.2007 kl. 12:27
Bestu fréttir sem að ég hef fengið lengi lengi... vá ég sit hérna klökk við það að reyna að selja fisk.. svona gerast víst kraftaverkin
Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 14:24
Yndislegt að lesa þetta. Til hamnigju með hetjuna ykkar. Guð blessi ykkur áfram og leiði.
iris (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 15:19
akkúrat á giftingardaginn minn 15 okt 2006
Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 17:19
Kæru Áslaug og Óskar
Sendi ykkur mínar bestu kveðjur. Er svo slegin eftir þennan lestur að ég veit ekki hvað ég á að segja. Hún Þuríður á greinilega yndislega móður og fyrir Þuríði er þessi jákvæði tónn og trú sem þú hefur svo mikilvæg. Það er það besta sem þú gerir fyrir hana.
Með vinsemd og virðingu.
Halla Rut
Halla Rut , 7.9.2007 kl. 19:29
Yndislegt Hjartanlega til hamingju með þessar jákvæðu fréttir. Það er alveg rétt hjá þér, hún dóttir þín er svo sannarlega kraftaverk
Ólöf (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 19:41
Innilega til hamingju með litla kraftaverkið ykkar. Ég samgleðst ykkur innilega.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 20:15
Yndislegt að heyra þessar fréttir. Hún er sko engri lík :) enda á hún góða að sem skiptir sko miklu máli í svona erfiðum :) til hamingju öll kæra fjölskylda með góðu fréttirnar.
Kveðja frá mömmu sem ekki er sama
Guðrún (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 20:33
Til hamingju litla KRAFTAVERKASTELPA frábær árangur hjá þér og þinni fjölskyldu við baráttuna við vondu púkana,megi Guð og allir verndarenglar vera með ykkur áfram.þetta var mikil gleðifrétt
Kær kveðja Ellen P
Ellen Pálsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 21:01
Innilega til hamingju með þessar yndislegu fréttir. Höldum áfram að trúa því að þessum krílum sé ætlað að sýna veröldinni að til eru kraftaverk og mikilvægt að trúa á þau.
Kossar og knús,
Eygló og Fam.
Eygló (mamma hans Benjamíns Nökkva) (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 21:35
Þetta eru yndislegar fréttir og hún er sko sannkallað kraftarverk þessi elska, kærleikskveðja María(frænka á Akranesi)
maria (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 01:24
En æðislegar fréttir!
Ásta (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.