8.9.2007 | 16:05
Hetjan mín á leiðinni í myndatökurnar frægu
Hérna er Þuríður mín komin í eign þvottahús spítalanna og bíður svakalega spennt eftir að hitta alla læknana sína.
Einn svæfingalæknirinn komin að ræða við Þuríði mína en það fyrsta sem Þuríður mín sagði við hana (er kona ehe) "hvar er mjólkin mín?" en Þuríður kallar svæfingalyfið sitt mjólkina.
Þuríður varð að gefa mér einn koss fyrir svæfingu enda heimtaði ég hann líka.
Jú og máta verðlaunin sín en hún fær alltaf fyrirfram verðlaun ehe!! Hún ætlar sko að geyma þessi gleraugu svo hún geti notað þau næst þegar hún fer til Torraveja einsog hún segir. Oh mæ god hvað manni langar í sólina eheh, bara þegar hún sagði þetta. Dóóhh!!
Þá eru læknarnir að undirbúa hetjuna mína og stóra kraftaverkið mitt.
Þá er hetjan mín sofnuð og þetta gekk svakalega vel. Hún er flottustu og duglegust!!
Bara svona leyfa ykkur að sjá ferlið í kringum þetta en það eru svakalega biðir í kringum svona svæfingar, þó maður sé sagður mæta kl hálf átta um morguninn er svæfingin aldrei fyrr en fyrsta lagi níu. Alveg óþolandi fyrir svona barn sem skilur ekkert og má ekkert borða en ég er samt fegin að hún er ekki eftir hádegi þar sem hún þarf alltaf að fasta en einu sinni hefur hún þurft að fara í svæfingu um tvöleytið og það var hreint hell fyrir hana greyjið. Hvernig haldiði að fimm ára gömlu barni líður að fá ekkert að borða síðan kvöldinu áður? Klikkun!!
Langar annars að senda ykkur endalaust mörg knús og þrefalt fleiri kossa en áður fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið hafið sent okkur gegnum netið, hvort sem það eru komment eða e-mail nú eða bara fallegu símtölin eða sms-in. Það er alveg yndisleg að lesa allar þessar fallegu kveðjur því það er líka gaman að fá falleg komment þegar vel gengur.
Það er líka eitt annað sem mig langar að nefna en oft fæ ég mail frá ókunnugum, gömlum bekkjar/skóla/vinnufélögum og svo lengi mætti telja. En fyndna við það þegar ég mæti þessu fólki niðrí bæ eða bara útí búð þá er einsog allt fari í baklás og það fer að forðast að mæta mér eða það getur ekki horft framan í mig og frekar grúfir sig niður í jörðina, afhverju skyldi það vera? Ég bít ekkert svo svakalega fast svona face to face, æjhi mér finnst þetta bara fynndið því oft fæ ég mail frá sama fólku oft og mörgu sinnum og það er að hrósa mér og mínum en það getur samt ekki hitt mig eða bara sagt "hæ". Skrýtin heimur!! Mér þykir samt alltaf jafn vænt um kveðjurnar frá "ykkur" þó þið þorið ekki að heilsa.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehe =Ö) já KANNAST VIÐ ÞAÐ maður er bara meira feiminn =Ö) hehe hey ég héllt að þú mindir Bíta mig =Ö)
Lára =Ö) (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 17:19
takk fyrir að deila þessu með okkur, mér finnst þið vera svo dugleg og yndisleg, þekki sjálf hvernig það er að ganga í gegnum lífið með nákomin slasaðan og það til langframa og staðreyndin er sú að þetta er oft erfiðara fyrir aðstandendur en sjúklingin sjálfan. Ég sendi ykkur oft hlýjar hugsanir, gangi ykkur sem allra best, takk fyrir einlægnina í blogginu ;)
Berglind Elva (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 17:33
Hvernig ætli ég myndi bregðast við ef ég myndi hitta þig á götu? þetta vakti upp vangaveltur hjá mér.
Ég veit allavega að í huga mínum langar mig að faðma þig og fjölskylduna þína
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.9.2007 kl. 17:59
Sæl kæru fjölskylda,
uffff ég fæ í hjarta þegar ég sé þessi myndir af kraftaverkinn heimsins ,hún Þúríðar er svo ljúf og indisleg og það er ægjilegt að geta ekki útskýrt fyrir hana afhverju þarf að fasta svona legni,litla engillin.Ég þekki ykkar bara í gegnum bloggið og reyndar sá ég ykkar í reykjavík einu sinni en þorði ekki að heilsa, mér fannst það bara ekki rétt eins og ég væri að vera of uppáþrenginn eða eins og ég átti það ekki skilið að vera að skipta mér af ykkar, mér hefur langað samt að taka í hönd á þér og segja hvað mér finnst ykkur öll vera svo dugleg.Ég held bara þegar folkið forðast að hitta þig það er bara hrædd við vigðbrogðinn og kannski veit það ekki hvað á að tala um.Eitt er víst ég er rósalega stolt af ykkur öll hvað þið standi ykkar vel ,þó ég þekki ykkar ekki neitt það er með hreint ólíkindum hvað þú ert sterk og jákvæð og auðvitað er kraftaverkinn handan hornið og Guð viljandi verður Þúríður alltaf með ykkur og okkur öll, hún er algjört hetja eins og svo mörg öðrum.Eigðu góðan helgi og takk fyrir að láta okkar fylgjast með .Guð verið með ykkar og gæta ykkar .Kær kveðja Dee
Dolores Mary (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 18:17
Dugleg stelpan þín. Og mikið er hún falleg.
Bryndís R (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 19:41
Yndislegar myndir, þvílík hetja sem skottan er. Krafturinn og hugrekkið sem einkennir ykkur er alveg með ólíkindum. Hugheilar baráttukveðjur.
Ragna (ókunn)
Ragna (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 20:07
Ég óska þess heitt og innilega að allt endi vel hjá ykkur!!!
DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 20:57
'Eg fylgist alltaf með blogginu þínu.gott hvað Þuríður er samvinnuþíð við hjúkrunarfólkið. það gerir þetta allt auðveldara eða er það ekki ? Hún er yndisleg. Baráttukveðjur.
Elín.
ELÍN (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 20:59
Að sjá hvað hún Þuríður er glöð og alltaf BROSANDI sama hvað er í gangi þetta er alveg magnað,þvílíka útgeislun þessi fallega,duglega dúlla gefur öllum, þessi elska er svo sannarlega búin að bræða mann og þið öll, það er svo mannbætandi að sjá og lesa bloggið(ÓGRÁTANDI) takk fyrir allt,megi algóður GUÐ vaka og vernda ykkur öllKv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:14
Ótrúlega dugleg stelpan ykkar, dáumst alveg að henni, svo lífsreynd þrátt fyrir ungan aldur! Sendum ykkur kraftaverkakveðju.
Kveðja Ingi, Eyja og dætur!
Eyja og Ingi (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:23
Ég er búin að fylgjast með þessari síðu lengi en aldrei skrifað athugasemd en mig langaði að gera það núna.
Mér finnst Þuríður svo falleg og frábært barn :) og mér finnst þær systur rosalega líkar.
Það eru ótrúlegar raunir sem þið eruð að ganga í gegnum og maður sér sig ekki í anda í þessari aðstöðu. Ég er árinu eldri en þú og maður bara hneigir sig fyrir ykkur. Haldið áfram að vera svona rosalega dugleg og bjartsýn Ég hef alla trú á kraftaverkinu ykkar. Annað sem mig langar að nefna að það er hvað maður finnur oft á skrifunum hvað þú ert að passa þig að vera ekki að eyða peningunum í óþarfa. Mér finnst fólk sem kommentar neikvætt um það hvað þið gerið eða getið gert gjörsamlega eitthvað sem þú ættir að horfa framhjá. Ef ég gæfi þér peninga þá væri mér alveg sama hvort hann færi í Þuríði, Skara, þig, skuldir, ömmu þína, utanlandsferð, lækniskostnað eða frænku þína. Ég væri væntanlega að styrkja ykkur í því sem þið eruð að gera og ykkar aðstöðu.
Haldið áfram að skrifa :)
Baráttukveðjur Ásdís
Ásdís Björg (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:46
Sæl Áslaug
Mikið eru þetta fallegar myndir af hetjunni "okkar allra". Þú ert auðvitað mamma hennar og hann Óskar pabbi hennar og hún er ofsaleg heppin að vera dóttir ykkar. Mér finnst eins og við eigum öll svolítið í henni og ég elska þessa stelpu þá ég hafi aldrei séð hana nema á mynd. Já þetta er svaklegt ferli fyrir hana og ykkur öll, en hún er svo æðrulaus að það er alveg stórkostlegt.
Verðlaunin hennar eru líka frá bær og ég r viss um að hún á eftir að nota þau í útlöndum. Kærar þakkir fyrir allar kveðjurnar til okkar sem bloggum á síðunni þinni. Það yljar hjartaræturna og segir mér að við erum að gera gagn. Hvort ég mundi heilsa þér úti í búð, ég held það bara því mér finnst alveg frábært að hafa kynnst þér, þó ástæðan hefði mátt vera önnur. Ótti við að standa augliti til auglitins er mjög algengur og fólk getur víst opnað hug sinn betur við tölvuna, en óttast að standa við það. Guð blessi ykkur öll. Kveðja Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 22:47
Hún Þuríður er svo dugleg og æðisleg. Það var svo gaman að sjá myndirnar af henni alsælli á spítalanum ... frábært!!!
Vona að fólk hætti að vera feimið við að heilsa ykkur, það þarf ekkert nema að segja HÆ! eins og þú segir. Fínasta áminning. Gangi ykkur vel.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.9.2007 kl. 00:05
HÆ!!
Bara að kvitta fyrir innlitið. Kveðja frá Bolungarvík til ykkar elskurnar.
Ylfa Mist Helgadóttir, 9.9.2007 kl. 20:31
Hæ hæ
Hef oft mjög oft komið hér inn en aldrei kvittað , já veit dónaskapur vonandi er mér fyrigefið. Er búin að dást og hugsað mikið til ykkar og litla prinsessan er oft í huga mínum og það er þið líka foreldrar og litlu systkininn , hún er kraftaverka stelpa og það eru þið líka . Gangi ykkur vel .
kv Dagrún
Dagrún (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 21:12
Heil og sæl
Er ein af þeim sem kíkir hér inn daglega, en hef aldrei kvittað fyrir mig áður. Segi eins og Dagrún hér að ofan, veit þetta er dónaskapur en einhvern veginn hugsar maður: æji, hún nennir ekkert að lesa öll þessi komment frá ókunnugu fólki. En eftir að hafa fylgst með skrifum þínum í þó nokkurn tíma er ég loksins farin að skilja að maður á að kvitta fyrir sig og segja nokkur orð. Ekki get ég ímyndað mér hvað þetta er erfitt fyrir ykkur, á sjálf eina 6 ára stelpu og þegar þau eru heilsuhraust hugsar maður ekki út í það hversu heppinn maður er. Ég hugsa til ykkar á hverjum einasta degi og þið eruð hetjur í mínum augum. Þuríður Arna er svo dugleg og þegar ferlið verður svona myndrænt þá hellast yfir mann tilfinningar sem maður getur ekki alveg ráðið við. Gangi ykkur allt í haginn með allt. Með skrifum þínum færðu fólk til að meta líf, fjölskyldu og vini alveg upp á nýtt.
Kærleikskveðja frá enn einni ókunnugri tölvuveru sem heitir Birna
Birna (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 22:39
Kjartan Pálmarsson, 10.9.2007 kl. 01:16
Sæl sæta fjölskylda.
Þuríður Arna er svo sannarlega kraftaverk og það eru þið líka. Þið eruð ávallt í bænum okkar. Verð svo að fara að kíkja við og gefa ykkur almennilegt knús en ekki alltaf í gegnum tölvuna. En þetta tölvuknús verður að duga í bili. Knús og kossar. Kristín Amelía.
Kristin Amelía (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 10:19
Ji hvað hún er dugleg
Ég fór með mína þriggja ára skottu í kirtlatöku um daginn. Þar sem ég sat á biðstofunni með í maganum af áhyggjum yfir þessari einu svæfingu varð mér hugsað til þín og ákvað að ég hefði ekki rétt á að gera svona mikið mál úr þessu! Enda lagðist skvísan mín niður þegjandi og hljóðalaust og þetta var alls ekkert mál
Oddný Sigurbergsdóttir, 10.9.2007 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.