Leita í fréttum mbl.is

Góðgerðarverkefnið mitt

Finn eiginlega ekki rétta orðið við þetta en ég ætla mér bara að kalla það "góðgerðarverkefnið" mitt.  En ég hef nefnt það hérna á síðunni minni að ég hef verið að vinna að góðu verkefni eða mig langaði að láta gott af mér leiða, mig langaði svo að gera eitthvað gott fyrir foreldrana í styrktarfélaginu.  Sjálf veit ég hvernig er að eiga veikt barn, mjög veikt barn og veit það líka að það er mjög nauðsynlegt fyrir foreldrana að eiga tíma fyrir sig en oft er líka erfitt að finna þann tíma.  Barnið mjög mikið inná spítala, annar aðilinn kanski að vinna og hinn að sinna barninu, ekki til peningar því maður verður ekki ríkur að eiga veikt barn og svo lengi mætti telja.   Þannig ég bretti upp ermarnar og leitaði mér styrktaraðila því ekki á ég þessa peninga því verr og miður, mig langaði svo heitt og innilega að láta þennan draum minn rætast að gleðja aðra foreldra í styrktarfélaginu.

Ég fann styrktaraðila sem vildu styrkja þennan draum minn með glöðu geði, það voru fleiri en einn styrktaraðilar en bara misstórir en það skiptir samt engu og skiptir heldur engu máli hvaða fyrirtæki eða aðilar gerðu þennan draum minn að veruleika því þeir voru ekki að gera þetta til að auglýsa sig eða sitt fyrirtæki.

Þannig síðustu vikur hef ég verið á fullu að undirbúa góðgerðaverkefnið mitt sem er að fara með 18 manns til London síðustu helgina í september.  Þau fá allt frítt, þau fá að njóta sín í botn, verða ö-a einhversstaðar tvö úti hver í sínu horni að knúsast og njóta sín að vera bara tvö frá öllu eheh!!  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það var gaman fyrir mig að hringja í þetta fólk og bjóða þeim að fara í svona ferð, fólk er svo þakklátt og hvað það var glatt og átti varla til orð yfir þessu öllu.  Oh mæ god!!  Hjartað mitt fylltist af hamingju þegar ég var búin að gleðja þessi 9 pör.  Að sjálfsögðu fer ég sem fararstjóri enda þekki ég London einsog hnakkan á mér, hmmm og hver þekkir hnakkan sinn?  Engin?  Þannig ég þekki kanski ekkert London svo vel, well hef farið þangað frekar oft og hlakka mikið til að fara með þennan hóp minn þangað.  Þannig ef það eru einhverjar ferðaskrifstofur að lesa þetta þá er ég alveg til í fararstjóravinnu hjá ykkur eheh sérstaklega í London, ég væri ö-a betri fararstjóri á þessum fótboltaleikjum en þessar fyllibyttur sem maður hefur farið með.  Ég yrði allavega ekki drukkin, takk fyrir!!  Hef nefnilega farið í eina fótboltaferðina og þar var fararstjóri sem var fullur ALLAN tíman, er ekki alveg að skilja svoleiðis en það er víst annað mál sem kemur þessu ekkert við.

Fólk verður svo hissa hvernig ég fann tíma í þetta allt saman, thíhí!!  Maður getur alltaf fundið tíma ef viljinn er fyrir hendi, þessi draumur hefur verið svo lengi hjá mér og loksins varð hann að veruleika.  Ég er ofsalega þakklát styrktaraðilunum mínum, hvað allir voru tilbúnir að styrkja mig til að gera þetta að veruleika og traustið sem maður fær er ómetanlegt.  Knús til allra sem tengjast þessu á einhvernhátt.

Ég á mér líka stærri draum sem tengist þessu og það er ekkert endilega bara foreldrar í styrktarfélaginu, það eru líka fleiri foreldrar sem eiga sárt að binda og geta ekki gert mikið saman sem er lífsnauðsynlegt enda mikið um skilnaði hjá foreldrum langveikra barna því verr og miður.  Vonandi mun sá draumur minn líka rætast í framtíðinni, ég veit allavega að það eru til fullt af góðum fyrirtækjum og einstaklingum sem vilja láta gott af sér leiða og vilja ekkert endilega fá auglýsingu fyrir það.    Við erum besta land í heimi.

Best að fara með litla pung til læknis en eyrun hans gera aldrei góða hluti og þó að drengurinn sé orðin 19 mánaða er hann ekki ennþá farinn að sofa án lyfja, aaaarghh!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Til hamingju með þetta.  Frábært framtak hjá þér.  Það er alveg satt hjá þér það er sorglegt hversu margir foreldrar langveikra barna skilur. 

Bergdís Rósantsdóttir, 10.9.2007 kl. 10:25

2 identicon

Sæl elsku vínkona þú ert nú alveg ótrúleg bara frábært framtak og ég get sko trúað því að foreldrarnir hafi orðið hissa þegar þú hringdir í þá bara stórglæsilegt.  Gaman að heyra góðu fréttirnar ég verð svo glöð þegar ykkur líður vel og henni elsku Þuríði Örnu. 

Pakkinn kom fyrir helgi og allir voru rosalega glaðir hérna bara endalaust takk fyrir krakkana og knúsaðu mömmu þína frá mér.

Hugsum alltaf til ykkar, sakna þín.

kv. Brynja og co í Danaveldi.

Brynja DK (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 10:27

3 identicon

Þú ert ótrúleg skvísa góða skemmtun og njótið þess í botn að skoða london og vera saman.

bkv

amý

amý (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 10:28

4 identicon

Þetta er bara frábær hugmynd og framkvæmd. Þú mátt alltaf hóa í mig ef þig vantar upplýsingar um london þ.e eitthvað annað en Oxford St. og zone 1 :D

Knús 

Hrundski 

Hrundski (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 12:41

5 identicon

Sæl duglega fjölskylda :=)

Má til með að kommenta á þetta fallega og góðhjarta framtak þitt.  Ég þekki þessa reynslu að geta glatt aðra sem eiga erfitt, það er ótrúlegt hvað þetta er góð tilfinning.  Skil alveg að þú hafir haft tíma í þetta, þetta snýst allt um það að gefa sér tíma og framkvæma og það er nákvæmlega það sem þú hefur gert.  Þú ert einstök! 

Frábærar fréttir af litlu hetjunni ykkar og hún svo falleg og góð á þessum myndum hér á síðunni.  Einstakar myndir af þeim systkinum sem eru frá Brosbörnum omy ekkert smá krútt börnin þín.  Ég hef áður sagt það að segi enn að það er eitthvað alveg einstakt og svo undurfallegt við augnsvipinn á henni Þuríði....hún er kraftaverk !

 Megi guð og góðar vættir vera með ykkur öllum!

Gangi ykkur vel

Með kærleik 4 barna mamma.

4 barna mamma (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 13:02

6 identicon

Þetta var sannarlega gaman að heyra, og ótrúlegt að þú skulir hafa komið þessu í verk með þínum STÓRU verkefnum. Eins og ég hef oft sagt, engin venjuleg manneskja hér á ferð.

Þuríður þín alveg ótrúlega yndisleg á myndunum, ekki að sjá að þetta sé sjúkrahúskvekkt barn, heldur bara gaman hjá henni, ótrúlegt.

Með kærri kveðju í hetjuhúsið.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 14:25

7 identicon

Ji minn eini. Þú ert einstök! Að finna tíma á milli allra þeirra verka sem þú þarft að vinna, til þess að vinna svona góðgerðarverkefni. Það hlýtur að liggja heilmikil vinna á bak við þetta. Þetta er ofsalega fallega gert hjá þér. Hipp hipp húrra fyrir þér!

Oddný (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 15:07

8 identicon

Frábært framtak hjá þér Áslaug innilega til hamingju með þetta það verða örugglega glöð, endurnærð og ánægð hjón sem snúa heim úr þessari ferð.  Stórt knús til þín og þinna  Þú ert einstök..

kveðja Boston

Boston (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 15:41

9 identicon

Sæl Áslaug

Mikið ertu frábær,    þetta er stórkostlegt framtak og svo mikill kærleikur fólginn í þessu hjá þér. Ég sit hér með nota augnakróka og vellíðan sem streymir um allan líkamann.  Svo eru líka örugglega á réttri hillu sem farastjóri og frábær skipuleggjandi. Þú hefur sýnt það að þú lætur drauma þína rætast. Situr ekki bara við tölvuna og sendir okkur pistla sem eru fullir af sjálfsvorkunn. 

 Máttur kvenna er mikill og við eigum að nota hann. Enn og aftur, þú ert frábær og Guð blessi þig. Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 16:19

10 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ sæta min jiiiii hvað þetta er fallega gert af þér:)

hlakka til að sjá þig sem fyrst... þarf að segja þér smá leyndó heheheh ;)

þegar að u mátt vera að þá kannski sendiru mér sms... :) koss og knús...

Þórunn Eva , 10.9.2007 kl. 17:08

11 identicon

Frábæer framtak hjá þér Áslaug

Brynja Hrönn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 18:12

12 identicon

Váá...ég fæ kökk í hálsinn við þennann lestur.  Sonur minn greindist með krabbamein fyrir um 4. árum (sem hann er læknaður af) svo ég veit það af eigin raun hvað það var gott að kúpla sig út úr veikindum í smá tíma og skipta um umhverfi.  Einnig langar mig til að minnast á kraft SKB.  Enn í dag fáum við að njóta þess að vera félagsmenn sem því miður kom til vegna veikinda sonar míns. Það gleður okkur að geta farið í bústað félagsins, bíó, leikhús og síðast en ekki síst lególand og eða tívolí-ferðir. Áslaug, Óskar og börn...þið eruð öll frábær og öðrum góð fyrirmynd!

 Kv  Árný Lú

Árný Lúthersd (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 19:14

13 identicon

Frábært framtakÁslaug, þú ert einstök :) Kv. Oddný  

Oddný (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 20:50

14 identicon

Frábært framtak hjá þér , Góða Skemmtun 

kv Dagrún

Dagrún (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 21:44

15 identicon

Frábært - þetta er bara geggjað, flott hjá þér Áslaug - pay it forward - er það sem þú gerðir,  mættum tileinka okkur svona í daglegu lífi, þó kannski ekki endilega utanlandsferðir en svona gleðja aðra án þess að því fylgi skuldbindingar, bara hrein og klár ánægja og gleði ;) Flott hjá þ´´er stelpa. Ég segi bara góða ferð og góða skemmtun ;)

Berglind Elva (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 22:42

16 Smámynd: Elsa Nielsen

Magnað framtak Áslaug - þú ert svooooo dugleg!!!
KNÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 10.9.2007 kl. 23:29

17 Smámynd: SigrúnSveitó

Frábært framtak.

SigrúnSveitó, 11.9.2007 kl. 00:35

18 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Dásamlegt!! Þú ert nú alveg sérstök Áslaug mín. Vonandi fer Theodór litla að batna. Það er svooooo sárt að hafa eyrnabólgur. Sendi ykkur vellíðunar og heilsustrauma úr vestfirsku hausti.

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.9.2007 kl. 08:23

19 identicon

Þú er engri lík elsku Áslaug.

Til hamingju með þetta frábæra framtak hjá þér.  Njótið ykkar vel úti í London.  Þú ert stórkostlega sniðug. Gangi þér vel með Theodór Inga og vonandi fer þetta að hætta hjá honum. Agalegt að vera orðin 19 mánaða og alltaf vesen með eyrun og svefn. Knús og kossar. Kristín Amelía.

Kristin Amelía (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 10:55

20 identicon

Snillingur ertu  ég tek ofan hatt minn.

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 11:54

21 Smámynd: Killer Joe

Sæl Áslaug,

Það er ekki annað hægt en að fyllast innblæstri við að lesa síðuna þína - og nýjasta góðgerðarverkefnið er ekki til að draga úr áhrifunum.  Frábært!

Að standa í stórræðum eins og þið hugrökku foreldrar krefst dugnaðar og áræðni, og ekki á hvers manns færi.  Það er hins vegar auðvitað nauðsynlegt að  fá tíma fyrir sjálfan sig inn á milli. 

Ég veit að þetta vegur ekki þungt í samhengi hlutanna, en ef þér gefst tækifæri, langar okkur að bjóða þér á sýninguna okkar á Killer Joe - það er vonandi inneign í gleðibankanum þó svo sýningin sé dáldið svakaleg.  (Næsta sýning er núna á fimmtudaginn, kl.20 í Borgarleikhúsinu)

Hafðu samband, og bestu kveðjur,

Killer Joe

Killer Joe, 11.9.2007 kl. 11:57

22 Smámynd: Helga Linnet

Gvöð.....þú ert bara ÆÐI  Vonandi komið þið líka með í Legoland eftir viku....þá langar mig til að spjalla við þig/ykkur.

Helga Linnet, 11.9.2007 kl. 13:49

23 identicon

Vá Áslaug tú ert alveg mognud og mikill kaerleikur sem fylgir tér og tínum.Afsakadu stafsetninguna,eg er stodd á Barcelona,einmitt fyrir gódvild módur minnar og tad eru ord ad sonnu ad tad er einstakt ad komast adeins burtu og hugsa um eitthvad annad en veikindi.En takk fyrir kvedjuna og Turídur mín tú ert alveg yndisleg á myndunum og mikil hetja tar á ferd.Gangi ykkur vel elskurnar,,,knús og sólarkv.frá Barcelona

Bjork toffari (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 16:17

24 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Oh hvað ég er viss um að þetta verður frábær ferð. Ég heyrði af einstæðri tveggja barna móður í dag sem greindist fyrir ekki löng með krabbamein. Vinahópur hennar tók sig saman og safnaði góðri upphæð og keypti handa henni gott rúm að liggja í sem henni var fært í gær. Það er svo margt gott fólk í heiminum.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 11.9.2007 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband