12.9.2007 | 09:13
Bissí kona
Hrikalega mikið að gera þessa dagana, það var mömmu dagur hjá Oddnýju minni í gær en ég var búin að lofa henni einum degi saman áður en skólinn byrjaði þannig við ákváðum að hafa hann í gær. En stundum þarf hún svona stundir með mömmu sinni því það getur verið mjög erfitt fyrir hana að eiga veika systir og oft snúast dagarnir kringum hana Þuríði þá er nauðsynlegt fyrir hana að fá smá dekur. Kúrðum frammeftir morgni í gær, kíktum í kringluna sem henni finnst doltið gaman. Dótabúðin er mikið uppáhald en hún var að benda mér á allt dótið sem henni langaði í jólagjöf ehe og alltaf var það líka "og Þuríður mín verður líka að fá svona" hún gleymir henni aldrei. Kíktum líka í uppáhaldsbúðina mína en henni finnst nefnilega doltið gaman að skoða pilsin og var að benda á öll pilsin og kjólana sem henni langar í. Í lokin enduðum við á salatbarnum í Hagkaup þar fékk hún að velja sér pasta en ég er bara nýbyrjuð að geta borðað úr þessum bara, dóóhh!! En í denn var ég nefnilega að sjá um þessa bari og bjó til allt sem var þarna (þar að segja í öllum Hagkaupsbúðunum)og fékk algjörlega uppí kok. Annars er Oddný mín farin að heimta að fara með mér til London eheh við yrðum nú góðar í Next og Hamleys, víííí einhverntíman fer ég með henni þangað.
Oddný vaknaði annars í nótt með bullandi hita og er aftur heima í dag og að sjálfsögðu í dekri en ekki hvað nema hinn mömmulingurinn litli pungsi er líka heima. Hann er nefnilega að fara í nefkirtlatöku á eftir og setja aftur rör í eyrað hans, aaarrghh!! Það er ennþá svo mikið slím í eyranum hans og hann er farinn að heyra svo illa með því þannig læknirinn vildi prufa setja aftur rör í það og vonandi mun það virka í þetta sinn býst samt ekkert við því að hann fari að sofa á nóttinni.
Þuríður mín var frekar þreytt í morgun greyjið, fór samt á leikskólann. Dottaði í bílnum á leiðinni en ég veit líka ef hún er ómögleg á leikskólanum hringja þær og þá verður hún líka sótt hið hraðasta. Well ekki nema 10 km í leikskólann ehe, það er svona að búa í "sveit" þó það sé leikskóli hér á næsta horni en þá er ekki gott fyrir Þuríði mína að skipta um enda er hún á þeim besta eða réttara sagt þau.
Stelpurnar eru ennþá að meika það í sundi enda æfa einsog keppnismanneskju 3x í viku 45 mín í senn, þvílíkar hetjur. Kútarnir farnir, þið ættuð að sjá Oddnýju oh mæ god!! Hún er að verða betri sundkona en mamma sína well kanski svo erfitt en hún er nú bara 3 ára. Ég má ekki lengur hjálpa henni í lauginni (en við förum alltaf með þeim ofan í) ef við eigum að styðja við brjóstkassan þá verður Oddnýju alveg snar og segist ekki þurfa neina hjálp sem er reyndar alveg rétt hjá henni enda alveg að verða synd konan. Hrikalega klár að stinga sér og svo syndir hún hálfa laugina í kafi og gerir öll sundtök rétt, oh mæ god bara klárust. Þuríður er líka mjög klár í sundinu en samt ekki alveg eins enda með smá lömun og getur ekki beitt líkamanum einsog Oddný en hún getur samt alveg verið án kúta og synt oggupons. Hún er best í að kafa og skellir sér bara ofan í og syndir eftir hlutum sem eru á botni laugarinnar. Þær eru flottastar!!
Þuríður er að byrja í sjúkraþjálfun á mánudaginn, loksins eftir þriggja mánaðarsumarfrí hjá þjálfaranum og bíður mjög spennt eftir að fá að sprikla aðeins.
Skólinn hjá minni er að byrja á föstudaginn og ég er mjöööööög spennt, þarf að mæta í skólann á föstudag og laugardag og þá missi ég af sundsýningunni hjá stelpunum sem mér finnst leiðinlegast. Hlakka til að byrja læra og meika það í skólanum, bara gaman!
Er líka á fullu að undirbúa ferðina mína með fólkinu úr styrktarfélaginu þetta er endalaust gaman og líka hvað Þuríði minni líður ágætlega þó það sé þreyta í minni en þá eru geislarnir bara að segja til sín.
Knús til ykkar allra og takk fyrir allar fallegu kveðjurnar frá ykkur þið vitið ekki hvað þær gera mikið fyrir okkur, margir halda að ég nenni ekki að lesa öll kommentið frá ykkur en það er nú bara vitleysa þau gera endalaust mikið fyrir okkur og ég les hvert og einasta og stundum nokkrum sinnum.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Áslaug,þú hlítur að hafa opin gluggan á nóttinni til að anda að þér OFURORKU ´(sveitalofti) þú ert bara súper stormsveipur í öllu,svo er bara muna elsku dúlla (hlusta á herðarnar og vöðvabólguna æææ)fara í NUDD,gangi þér vel í dag með allt eyrnastand og allt annað.Kv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 10:16
VÓ - brjálað að gera á öllum vígstöðvum Áslaug mín ;) ...en það minnir mann bara á hve ríkur maður er þegar þetta snýst í kringum fjölskyldu og vini. Gangi þér geggjað vel í skólanum ... og vonandi verður í lagi með litla pungsa svo að þið fáið að sofa loksins ;)
KNÚÚÚS
Elsa Nielsen, 12.9.2007 kl. 10:57
Sæl Áslaug ofurkona
Mikið ertu dugleg og nýtir dagana vel. Já Oddný mín er hugulsöm gagnvart henni systir sinni og vill að Þuríður fái allt eins og hún. Hvað eruð þið að vesenast við að hjálpa sjálfbjarga sundkonu. Mikið skil ég hana vel, en ég skil ykkur auðvitað líka. Maður er bara svo stór á þessum aldri og vill ráða því sjálf hvort hjálp er þegin eða ekki. Ég man óljóst eftir þessum tíma og var sko ekkert "smábarn", gat allt mögulegt ef ég fékk bara frið til þess. Svona er nú lífið. Miðið er gottað litli prinsinn er að losna við hálskirtlana sína, þeir eru greinilega að bögga hann töluvert. Einn af ömmustrákunum mínum fór í svona þegar hann var 2ja ára. Það var ekkert mál og hann gjörbreyttist til heilsunnar til hins betra.
Í skólanum, í skólanum, mín að byrja og hvar er Óskar með myndavélina, þú manst. Og svo væri ekki ónýtt að fá myndir að fararstjóranum í Londonferðinni að störfum. Það mætti halda að þú ættir tvíburasystir sem hleypur í skarðið þegar og ef þú verður þreytt. Blessunar og batakveðjur til Þuríðar og Guðsblessun á línuna. Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 12:31
Fegin að heyra að það sé verið að taka neftkirtlana úr prinsinum á heimilinu. Þeir voru teknir úr syni mínum og sett ný rör og það var allt annað :) ég er sannfærð um að hann fari að sofa á nóttunni núna :) gott að heyra hvað þeim systrum finnst gaman í sundinu :)
kveðja frá mömmu sem er ekki saman
Guðrún (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 13:59
Sæl og blessuð,
míkið er gaman að heyra hvað það gengur vel hjá þér og börnin þannig séð.Það verður bara æðislegt ef lítli strákurinn þinn lagast með hálskirtlatöku, litla engillinn, það er svo erfitt fyrir þessu englar þegar þau er með í eyrun ,aftur og aftur.Ég var með öll börnin mín í svona vésinn en þau lagaðist helling eftir að hafa farið í hálskirtlatöku.Það er fallegt gert af þér að fara út með hóp af folkið saman sem þarf svo sannarlega á smá pásu að halda og kærleik og umhyggja.Það er aldeilis flott hjá þér að þú ætlar að skella þér í skólan í þokkabót við allt hitt sem þú ert að takast á við ,þú ert alveg ofsalega dúgleg.Ég vona að Þúríður hefur það gott ásamt ykkur öll.Ég bið guð að gæta og styrkja ykkur og vernda líka,Hafið það sem allra best þú ert frábært .Kær kveðja Dee
dee (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 20:49
Sæl Áslaug.
Ég hef verið að fylgjast með skrifum þínum og kíkji ég nánast daglega hingað inn. Ég finn voðalega til með ykkur öllum að þurfa að ganga í gegnum þetta allt saman en þið eruð alveg rosalega heppin með það hvað þið eigið yndisleg börn ! :)
Ég heyrði eitt lag í dag og var mér alveg sérstaklega hugsað til Þuríðar ykkar.
Hér geturu heyrt lagið There's a hero með ungum strák (Billy Gilman)
http://youtube.com/watch?v=rYaEX2p7JNw
Þuríður er algjör hetja og yndisleg stelpa !
Kv. Alexandra
Alexandra (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 21:47
Langaði bara að senda knús á ykkur. Gangi ykkur vel.
Steinunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.