Leita í fréttum mbl.is

"Afhverju fékk Þuríður sjúkdóm?"

Þessa spurningu fékk ég frá einum sem er á deildinni hennar Þuríðar minnar einn daginn sem ég var að sækja hana.  Kom svo frá hjartanum því hann beið lengi eftir svari frá mér en ég vissi ekkert hverju ég átti að svara, við fullorðnafólkið eigum að sjálfsögðu að vera með svör við öllu en við þessu stóð ég bara á gati.  Hverju gat ég svarað?  Að sjálfsögðu reyndi ég að ropa einhverju svari frá mér og hann bara "já ok" og hélt áfram að leika.  Oft fæ ég spurningar sem tengjast veikindum hennar Þuríðar frá þessum krökkum og oftast get ég nú svarað samviskulega en stundum koma þessar einlægu spurningar sem maður hefur engin svör við.  Einsog núna segja sum við mig að Þuríður er ekki lengur lasin og ætli ástæðan sé ekki útaf því þau sjá hana ekki lengur í krampa sem hefur ö-a tekið á þau en þau voru samt alveg farin að læra á það hvernig þau ættu að bregðast við þegar hún fór í krampa og kölluðu á fóstrurnar.  Ótrúlegar hetjur þessir krakkar.

Við eigum myndbönd með Þuríði í krömpum og svakalega finnst mér erfitt að horfa á þau, ég hreinlega get það ekki og brotna bara niður.  Við eigum líka færslurnar sem við skrifuðum þegar hún var að veikjast og öll komment sem við fengum þá, pössum vel uppá þetta.  Við prentuðum þetta allt saman út, heftuðum saman og geymum vel uppí skáp og þessar færslur finnst mér líka erfitt að lesa.  Stúlkan visssi ekkert í sinn haus, var algjörlega uppdópuð og gat ekki haldið höfði, þó við höfum upplifað margt verra eftir þetta og fengið miklu erfiðari fréttir af veikindum hennar frá þessum tíma getum maður ekki vanist þessu og ég á alltaf erfiðar með að lesa gamlar og erfiðar færslur.  Maður venst aldrei veikindum barns síns, þetta er alltaf jafn erfitt.

Þó við höfum fengið góðar fréttir í síðustu viku þá er þetta enganveginn búið, við vitum samt að geislarnir gerðu sitt eða allavega það sem læknarnir vildu það að lengja tíman.  Sem er að sjálfsögðu best í heimi en einsog spilið mitt sagði sem ég dróg hjá henni Sigríði Klingebert um helgina þegar ég átti að hugsa eitthvað og það vita að sjálfsögðu allir hvað ég þrái mest í heimi og spilið sem ég dró var "það verður góður endir"  víííí!!  Gott spil!! 

Erum að fara hringja á eftir í doktorana okkar og ath hvað þeir ætla að gera með meðferð á Þuríði minni, veit ekki alveg hvað þeir hafa í huga en það er kanski alltílagi að fara ákveða sig en ég held að þeir séu hræddir að gera eitthvað fyrir hana núna því henni líður svo vel.  Myndu þeir eitthvað frekar þora gera eitthvað fyrir hana ef æxlið hefði stækkað?  Þeir lætu nú hana hætta í sinni meðferð í október síðastliðin því æxlið hafði stækkað og sögðu að þetta væri ekkert að gera fyrir hana þannig ég er ekki alveg skilja?  Láta hana hætta í meðferð þegar illa gengur og þora svo ekki að láta hana í aðra meðferð þegar vel gengur?  Hvað er málið?

Skólinn byrjar á morgun, hlakka mikið til.  Ekkert kvíðin enda mun ég taka þetta með trompi og dúxa í öllu mhoho en ekki hvað?  Reyndar kvíður mig fyrir einum tímanum um helgina en þá þarf ég víst að standa fyrir framan alla og tala, aaaaaaaaaaarghhh!!  Mig sem hefur alltaf dreymt um að vera leikona eheh, ætla Ladda líður líka svona þegar hann þarf að standa fyrirframan tíu manns eða svo eheh?  Ö-a ekki en maðurinn er nú feiminn?

Þarf víst að sinna litli veiku konunni minni henni Oddnýju Erlu sem er búin að vera með tæplega 40 stiga hita og ég á víst að sitja hjá henni og prjóna eheh.  Er sko að prjóna trefil handa henni og ég á að klára hann NÚNA, hún minnir mig dálítið á pabba sinn þegar hann er veikur thíhí!!  Nema ég þarf ekki að sitja hjá honum og prjóna trefil handa honum eheh!!  Theodór fór ekki í aðgerðina í gær, var kominn á skurðarborðið þegar læknarnir sáu að hann mætti ekki fara í svæfingu þar sem asminn er svo mikið að bögga hann einsog alltaf og ég þarf að mæta með hann til enn eins læknisins á eftir og ath hvort það sé hægt að gera eitthvað annað fyrir hann en að gefa honum endalaust asmalyf.

Litla snúllan mín kallar á mömmu sína og biður mig að fara prjóna þannig ég verð að hætta hér, ef ég heyri eitthvað um meðferðina hjá Þuríði minni í dag mun ég bæta við færsluna.

Munið að vera góð við hvort annað og þið vitið að knúsin gera ofsalega mikið fyrir mann eða bara smá snerting á öxlina.
Knúúúússssssssss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo gott að fylgjast með núna, því það er "gott" ástand á heimilinu miðað við aðstæður. Finnst rreyndar ekki gott að Oddný skuli hafa hita og Teódór þurfi aðgerð. Mér finnst nefnilega nóg hjá ykkur með Þuríði ykkar. Þau ættu að hafa HESTAHEILSU.

Sendi ykkur kærar kveðjur. Frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 10:54

2 identicon

Vá hvað þú ert dugleg kona.

Að fá að eiga þessar dúllur og vera svona góð og frábær mamma.

Ljónynja er orð sem mér kemur í huga!

Því þú ert svo sterk fyrir þessi frábæru börn.

kv. Sólveig

Sólveig (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 11:39

3 identicon

Sæl Áslaug prjónakona

Hvað er það sem þú tekur þér ekki fyrir hendur. Já, spurningarnar frá litla fólkinu eru oft svo einlægar og beinskeyttar að það er ekki nokkur leið að svara þeim, þó við séum öll af vilja gerð. Hver getur svarað því af hverju hún Þuríður veiktist svona? Mikið viljum við öll fá svar við því og þá um leið til að lækna hana. Svo eru það læknavísindin, það er auðvitað vandasamt að velja leiðir til að meðhöndla, en samt þarf til þess ákveðna djörfung og af henni höfum við öll mismikið.  Það verður að reyna allt sem hægt er til að prinsessan okkar losni við meinið. Börnin skynja að henni sé að batna og ekki plata þau. Oddnýju og Theodór óska ég góðs bata.

Góðar kveðjur og blessun Guðs til allrar fjölskyldunnar Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 11:45

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Mikið er gott að lesa færslurnar þessa dagana um hvað Þuríði líður vel.  Yndislegt þykir mér.
Og þá eru það Oddný og Theódór.  Vona að Oddnýju batni sem fyrst og að Theodór lagist af asmanum svo hann komist í rör.  Það er svo erfitt fyrir þessa mola að heyra ekki.  Gott að læknirinn er að fygljast með honum. 

Sendi ykkur ljós&kærleika af Skaga... 

SigrúnSveitó, 13.9.2007 kl. 13:34

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.9.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband