Leita í fréttum mbl.is

Lyf og aftur lyf

Fór í apótekið í gær uppá spítala, það liggur við að starfsfólkið er farið að knúsa mig þegar ég mæti á svæðið eheh maður þekkir það orðið svo vel enda fastakúnni.  Well ræddi aftur við yfirmanni þarna og þau eru öll viljagerð og reyna hvað þau geta svo ég þurfi ekki að mæta svona oft.  En verst að þetta er ekkert þeim að kenna, þau panta bara lyfin inn til sín en geta hreinlega ekki pantað mikið stærri skammta af lyfjunum hennar því þeir flytja inn svo litla skammta sko innflytjandinn sem er ö-a vegna þess hvað þetta er dýrt.  Ég var svo hrikalega heppin að fá alveg sex daga skammta í þetta sinn en verst að það mun ekki einu sinni duga svo lengi þar sem það er verið að stækka lyfjaskammtinn hennar.   Aaaargghhh!!  En ég veit að þau eru að reyna, búin að tala við innflytjandann en kanski geri ég einsog og Þórdís Tinna benti mér ef það er í boði fyrir okkur.  Fá heimaþjónustu koma með lyfin til okkar, ég hef margt annað að gera en að fara endlausar ferðir í þetta apótek.

Ástandið á Þuríði minni er ekki gott á nóttinni, við erum vakandi hálfa nóttina því hún á eitthvað svo erfitt með að festa svefn.  Veit eiginlega ekki hvað það er, kanski eru lyfin að fara svona í hana?  Annars er hún ágætlega hress þó hún sé eitthvað þreyttari en vanalega og verður það svo ennþá meira þegar lyfjaskammturinn verður stækkaður.  Það sem er lagt á þennan litla kropp.

Mín átti að fá einhver róandi lyf til að taka inn á kvöldin fyrir svefn svo ég fengi kanski tveggja klukkutíma svefn á nóttinni, einhver sem eru ekki vanabindandi en auðvidað er hætt að flytja þessi lyf inn en ekki hvað?  Læknirinn var nú hissa á því, því það eru svo margir á þeim.  Skrýtið!!  ÞAnnig mín var sett á svefnlyf sem fara svona líka ill í mig, ég er hálfsofandi allan daginn þannig ég ætla ekkert að vera á þessu.  Frekar verð ég svefnlaus allan sólarhringinn heldur en hálfdópuð allan daginn.

Fékk hrikalegt aðsvif í gærkveldi, oh mæ god!!  Veit ekki alveg afhverju og hef heldur ekkert tjékkað á þvi.  Er búin að vera með hrikalegan sviman í allan morgun, hélt að það myndi líða yfir mig í ræktinni.  Kanski ég hringi í einhvern af doktorum Þuríðar minnar og ath málið?

teddi
sá fallegasti og elskar að láta mynda sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áslaug Ósk - ég þekki þig ekki en hef áhyggjur af þér. Ég kannast við einkennin sem þú lýsir því fyrir ekki svo löngu síðan lenti ég í því að fá streituáfall eða svo kallað burnout. Það lýsti sér einhvernvegin svona: endalaus svimi, aðsvif, vandræði með að sofa á nóttunni, doði og jafnvel dofi í útlimum og í lokin ofsakvíðaköst sem voru vægast sagt óþægileg. Þegar ég loksins dreif mig til læknis, tók mér hvíld, fór að hreyfa mig relgulega (sem þú gerir nú þegar) og fékk viðeigandi lyf (ekki svefnlyf) sem ég tek að staðaldri á meðan ég vinn mig út úr þessu, lagðasti ástandið strax.

Það er ansi mikið álag á þér og alltaf brjálað að gera!! Spáðu í þetta og farðu vel með þig.

 Kær kveðja,

Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 12:16

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Mér líst vel á að þú fáir heimaþjónustuna til að koma með lyfin til ykkar,en mér finnst sorglegt hvað er lagt mikið á ykkur og það er engin spurning að þú verður að hvílast og knús til ykkar duglega fjölskylda

Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.10.2007 kl. 12:37

3 identicon

Elsk u

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 13:05

4 Smámynd: Helga Linnet

Ég ætla að vona kæra Áslaug að þú sért ekki að fá Amilín hjá þessum læknum!!!!!!

Ég fékk það líka og gerði mér EKKERT gott...var þreytt allan liðlangan daginn og gat ekki hvílt mig.

Ég hinsvegar get bent á lyf sem hefur hjálpað mér, það er Neurintin og er taugaslakandi lyf, ekki ávanabindandi nema að maður nær að hvílast, ekki svefnlyf heldur, heldur taugaslakandi lyf. Enn þann dag í dag er ég á þessum lyfjum, ég fékk líka vefjagigt í kjölfar veikinda dóttur minnar (bara út af álagi og ofþreytu).

Farðu vel með þig kona góð. (ég veit...það er MJÖG erfitt)

Helga Linnet, 23.10.2007 kl. 13:07

5 identicon

Elsku Áslaug mín þú verður að láta kíkja á þig. Það er ekkert skrítið ef líkaminn þinn sé að segja hreinlega stopp. Því það er víst ekki endalaust sem við getum keyrt hann út. Láttu kíkja á þetta sem fyrst svo að þú dettir nú ekki niður einhversstaðar. Hugsa til þín dag og nótt og ykkar allra auðvita. Þið eruð stórkostlega í alla staði. Knús og kossar frá mér sem hefur áhyggjur af þér Áslaug mín. Kv. Kristín Amelía.

Kristín Amelía (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 13:08

6 identicon

Dúdda mína, í bælið og það strax. Heitt bað og bólið, ég hef áhyggjur af þér/ykkur. Korppurinn klikkar ef hann er ofþaninn og það má alls ekki gerast. Ekki vara svona mikið á fullu, fáðu lyfin send heim, matinn tilbúinn, þvottinn í þvottahús (mátt líka koma með hann til mín, alveg grítt :) Farðu varlega elskan stúlka gerðu það.

kv Sigga

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 13:43

7 identicon

Sæl,

Ég þekki þig ekki en hef stundum skrifað komment.  Farðu og láttu kíkja á þig, það sakar ekki.  Álagið á þér og þínum er gríðarlegt og að fá ekki fullan nætursvefn ofan á allt hitt er full mikið af því góða.  Ég legg til að þú fáir þína ættingja og vini til að setja upp hjálparhóp til að létta á mér þér og Óskari og það er allt í lagi þó maður sé byrjaður á einhverju að setja það á hold eins og t.d. skólann.  Ég mæli ekkert með að gera það ef hann gefur þér bara gleði, ánægju og dreifir huganum. En ef hann eykur kvíða og streitu hjá þér á þessari stundu þá myndi ég bara taka mér pásu og hefja aftur námið þegar þér líður betur.

Hugur minn er hjá ykkur.

Kveðja,

Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 17:03

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Heimahlynningin er frábært ráð. En mín góða kona nú eru þreyti merkin orðin ansi sterk og þú bara VERÐUR að fá hvíld. Hálparhópur væri ágætis ráð og alveg bráðnauðsynlegt bregðast við og það strax.

Guð blessi ykkur öll, sendi Þuríði bat og ykkur öllum hvíldFríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.10.2007 kl. 17:21

9 identicon

Hæ elskan ég er hérna líka,  kem alveg daglega fyrirgefðu hvað ég er léleg að kvitta, er alltaf extra kát að fá myndir í póstana þína :)

Þú talar um aðsvif, ég mundi giska á að það væri aukaverkun af þessum svefnlyfjum ( sýnist ég hafa lesið að þú hefðir verið að prófa eitthvað slíkt) og það einnig gerir þig mjög þreytta og geispandi ef þetta er eitthvað sem á að létta lundina líka ;/

 Bestu kveðjur, ég hugsa mikið til ykkar og krakkana allra þriggja :)

Maríanna (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:39

10 Smámynd: Ásta María H Jensen

Hæ, ég held að það sé best að tala við lækni. Ég tel helst að þetta séu þreytumerki sem þér tekst ekki að ná þér útúr nema með aðstoð í hjá einhverjum sem getur skipulagt fyrir þig hvað mikið aukaállag þú mátt setja á þig.  Ræktin er af hinu góða en kannski vanntar orku á móti í fæðu og annað. Streita er líka líklega orsök og það er ekkert gamanmál.  Þú þyrftir að fá hvíld ef því er hægt að koma við. 

Farðu vel með þig, einsog einn læknir sagði einu sinni í bók sinni. Settu súrefnisgrímuna á þig fyrst.  Andrés heitir hann. (man ekki eftirnafn)

Ásta María H Jensen, 24.10.2007 kl. 04:35

11 Smámynd: Agný

Ég er ekki viss um að hin hefðbundnu lyf hjálpi þér neitt vel núna, þó svo þú þurfir að hvíla þig þá er það að vera kanski sljóvgaður niður ekki nein raunveruleg hvíld. Það bara hægir á ástandinu og ýtir því niður í bili. En það mun leita upp á yfirborðið aftur .  En hvað með að prófa að fara til homopata ? Bara til þess að komast í annað og öðruvísi lækna og lyfjatal sem þú ert búin að vera föst í síðastliðin 3 ár... Það fer líka í vana að vera í því þó það sé slæmur og ekki skemmtilegur.. En sendi þér sog þínum stórt knús en þú veist sjálf örugglega hvað er best að gera ef þú gefur þér smá stund til að setjast niður og hugleiða.

Agný, 25.10.2007 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband