27.10.2007 | 09:44
Mínar hugsanir, reiði og pælingar
Mér fannst ég bara þurfa skrifa hérna nokkrar línur því það eru sumir sem eru ekki sáttir við það sem ég skrifa. Fyrsta lagi þá er þetta mín síða, hér vil ég skrifa mínar hugsanir, reiði og pælingar, þessi síða er mín útrás hvort sem sumum líkar það betur eða verr. Ég er ekki að pína neinn til að lesa þessa síðu, eina ástæðan fyrir því að ég hef ekki síðuna lokaða er hvað fallegu kommentin frá ykkur gefa mér ofsalega mikið. En eitt sinn var mælt með því við mig af sérfræðingi vegna ljótu kommenta og emaila sem ég var að fá að loka síðunni og hafa hana bara útaf fyrir mig, nei ég hlýddi ekki þessu ákveðna manni því þetta gefur mér ofsalega mikið. En stundum pæli ég í því að loka henni svo ég hætti að fá þessar særingar frá sumum lesendum sem sætta sig ekki við hvað ég skrifa eða bara leyfa mínum nánustu að lesa hana svo ég sleppi við öll símtöl til að ath statusinn á hetjunni minni sem ég skil að sjálfsögðu en stundum getur maður bara ekki talað mikið í símann.
Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég um dópistann sem sat með mér á bráðamóttökunni, sömu stofu og var svo hrikalega reiður við alla í kringum sig og ég var ekki að höndla vera með á stofu. Jú ég pældi mikið í því hvort ég ætti að skrifa um þennan ákveðna mann og hvað ég væri reið honum en vorkenndi honum líka á móti því hann hafði val en það hefur Þuríður mín ekki. Maður verður ofsalega reiður við þá hugsun. En þá var ég ekki að beina þessari hugsun minni til neins eða reiði, ég veit að það er fólk sem hefur leiðst útí vitleysu og ættingjar sem hafa misst nákomin vegna þessara vitleysu lesa síðuna mína. Ég á ættingja sem eru óvirkir og það er allt yndælis fólk en því miður tók það vitlaust skref í lífinu en er komið á rétt skrið í dag, ég þekki líka til fólks sem fór í aðeins sterkara en er á góðri leið í dag. Kanski átti þessi ákveðni maður ekki neina ættingja til að leita til og engin hefur viljað hjálpað honum en það leyfir mér samt alveg að vera reið honum og hugsa á móti um Þuríði mína sem hefur ekkert val alveg sama hvað við reynum að hjálpa og það finnst mér sorglegast. Ég get ekki tekið neitt á mig, bara til að láta henni líða betur gef ég henni lyf daglega sem eru ansi stórir skammtar og það hefur líka "skemmt" hana. Hún er ekki á við 5 ára gamalt barn í þroska, hefur nánast ekkert þroskast í þrjú ár. Það er hrikalega erfitt og þá finnst mér helmingi erfiðara að horfa uppá fólk í vímu sem getur leitað hjálpar en neitar henni eða hvað veit ég, ég hef aldrei verið í þessum sporum og vona að svo verði aldrei.
Sambandi við hann Gulla heilbrigðisráðherra, þá var nú ég bara að segja þetta í reiði og mínar hugsanir hvað ég myndi vilja gera. Aldrei í lífinu myndi fara banka í hausinn hans og reyna troða þessu í hann þó glöð ég vildi, er of vel uppalin eheh!! Ég veit ekkert um hans fjölskylduhagi og kemur það heldur ekkert við, hann á sitt einkalíf. Mig langar bara að þessir plebbar (sem ég þekki ekki rassgat og er ö-a allt ágætis fólk) í þessum ráðherrastörfum fari að breyta lögunum svo við fjölskyldur langveikra barna getum farið að lifa "eðlilega" þar að segja haft BARA áhyggjur af veikindum en fáum ekki líka magasár yfir fjárhagi og þess háttar. Ég er ekkert endilega bara að tala um okkur heldur alla sem eiga alvarlega veik börn og geta ekkert unnið. Já ég verð reið við þessa hugsun og langar að berja í hausinn á þessu öllu fólki sem ráða einhverju (en bara laust) og þau kanski fari að vakna til lífsins og hugsa rökrétt. Sjálf gæti ég aldrei farið á fund með þeim, því ég veit að ég myndi bara grenja úr mér líftóruna og kæmi ekki stöku orði upp. Þannig er bara ég. Of viðkvæm fyrir eitthvað svona.
Þá er þetta komið til skila en ég get því miður ekki skrifað meir þó glöð ég vildi, farin með börnin uppá Skaga í dekur.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku vina.
Ég þekki þig ekkert en finnst þú yfirmáta sterk og merkileg manneskja. Og fjölskyldan þín öll. Ég vildi bara segja við þig að kannski er það eina sem virkar á þessa "plebba" að þú mættir til þeirra eins opin og þú ert og hleyptir þeim inn í líf ykkar, láta bara tárin flæða hjá þeim og leifa þeim að hafa tissjúkassann tilbúinn. Þeir hefðu gott af því að fara aðeins út úr jakkafatahugsunarhættinum í vinnunni sinni.
Bestu baráttukveðjur
Stína
Stína (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 09:52
Elsku Áslaug, sem móðir ungs manns sem hefði getað verið þessi á bráðamóttökunni þá vildi ég segja þér að ég tók ekki nærri mér það sem þú skrifaðir. Ég skil svo vel hvað þú átt við. Minn sonur er að vísu hreinn og megi hann vera það sem lengst.
Hafðu það sem best mín kæra í dekrinu með börnin þín. Þið eruð í mínum bænum !
Ragnheiður , 27.10.2007 kl. 09:54
Þekki þig ekki neitt en hef lengi fylgst með skrifum þínum.
Ég veit að það getur verið erfitt en reyndu að leiða þessi leiðindar comment hjá þér, þó svo að ég viti vel að þó þú fáir 20 falleg comment þá þarf ekki nema eitt til þess að skemma fyrir. Ég nýt þess að lesa skrifin þín, því svo sannarlega ertu hreinskilin og segir það sem þér liggur á hjarta þá stundina. Eins og þú segir þá er þetta ÞÍN síða og þú lætur sko ekki einhvern sem mistúlkar það sem þú segir draga úr þér kraft.
Þú segir að halda úti þessari bloggsíðu hafi mikið að segja fyrir þig, ÞAÐ ER ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI! Á hvaða hátt þér þykir best að tjá þig og fá útrás kemur engum við.
Mun halda áfram fylgjast með ykkar hetjulegu baráttu
Guð veri með ykkur
Jenný (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 10:21
Velmenntað fólk með lága tilfinningagreind (EQ) eru oft með mikið vald... því miður.
Ég er kannski ekki sammála þér í öllu frekar enn þú ert sammála mér í öllu... við erum öll með ólíkar skoðanir og maður getur ekki tekið það nærri sér ef einhver skrifar ruddalega athugasemdir (það er ekki þú sem þarft að skammast þín) Svo taktu ekki nærri þér allt sem þú lest.
þú og maðurinn þinn eruð hetjur hverdagsins.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.10.2007 kl. 10:37
Elskuleg ,ætli það þurfi ekki að banka einhversstaðar fast í þjóðfélaginu,þó það sé ekki í höfuðið á einhverjum.Til að fólk vakni til vitundar hvað það er sem skiptir máli í lífinu.Góða helgi. Árshátíðar og Gosakveðjur.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 10:40
ég er sammála Gunnari í þessu. Ekki taka þessar athugasemdir til þín, þú ert bara að ausa út hvað þér finnst...ekki hvað öðrum finnst.
Þú ert sterk og mikil hetja í augum svo margra, hafðu það hugfast því það getur hjálpað
Skemmtið ykkur vel í kvöld og njótið þess að vera til
Helga Linnet, 27.10.2007 kl. 10:50
Kæra Áslaug hafðu það nú gott með fjölskyldunni um helgina og ekki hugsa meir um þessi leiðu- comment. Haltu þínu striki - ekki hleypa þessu að þér... Ég skil vel hversu erfitt það getur verið en þú verður að hugsa vel um þína heilsu bæði andlega og líkamlega. Ég hef sjálf reynslu af því að vera með þessi líkamlegu einkenni streitu og maður er brothættur og þarf á öllu sínu að halda. farðu vel með þig kona þú ert dýrmæt...
Kolbrún (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 11:52
Elsku Áslaug...ég skil svo vel hvað þú ert að fara.Alls konar fólk er að lesa síðuna ykkar sem er skrifuð af einlægni og heiðarleika.Það er alveg ótrúlegt að fólk skuli leyfa sér að vera að commentera með einhverjum leiðindaathugasemdum,en ég hef tekið þann pól í hæðina með mína síðu að leiða þetta hjá mér.Fólk er bara svo misjafnlega þroskað.Svo skilja ekkert allir hvað þetta er að gera mikið fyrir mann.Að geta sest við tölvuna og hellt úr skálum reiði sinnar er algjörlega ómetanlegt fyrir mig og ef einhverjum líkar það ekki þá á sá hinn sami að geyma það fyrir sig.Mér finnst það hafa sýnt sig hér á blogginu hvað þetta gerir mikið fyrir bæði ykkur og þá sem lesa.En eigið þið ánægjulega helgi og ég sendi knús á línuna..baráttukveðjur
Björk töffari (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 12:17
hæ hæ ég hef verið að skoða bloggið þitt og þínar hugsanir
þú mátt alveg seigja það sem þú vilt
og láttu þessi leiðinlegu komment ekki fara í þínar taugar
p.s
seiguð það sem þú villt og láttu eingan bögga þig
kveðja Brynhildur og börn
Brynhildur (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 12:31
Elsku Áslaug mín, ég hef verið að fylgjast ykkur fjölskyldunni glíma við þetta erfiða verkefni sem á ykkur er lagt í langan tíma, reyndar aldrei kvittað í gestabókina en nú get ég ekki annað. Þetta er einstaklega sorglegt og mikið hlýtur þessu fólki að líða illa sem kemur svona fram. Mér finnst þú einlæg og einstaklega fær að koma hlutum frá þér og góður penni, mér finnst þú hrein og bein og koma til dyranna eins og þú ert klædd, þannig upplifi ég skrifin þín, og það er gott að fólk geti tjáð sig á þann hátt. Ég myndi í þínum sporum eyða öllum leiðilegum kommentum og ekki fást um það, flokkaðu það slæma frá góðu og vertu sterk elskan, fástu ekki um þetta og láttu ekki einhverjar illa gefnar og óþroskaðar manneskjur brjóta þig niður. Þú ert svo ofsalega dugleg og þið bæði, vonandi að þessi orð komi að gagni, því mest af öllu myndi ég vilja knúsa þig og gefa þér allan minn styrk.
P.s. Áfram Áslaug áfram Áslaug
Dísa (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 12:59
Smart, ánægð með þig
Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 13:57
Þetta er þín síða og þú mátt skrifa hvað sem þú vilt á hana. Vorkenni bara því fólki sem þarf að vera með leiðindarkomment á færslurnar þínar. Sammála Gunnari með það að þetta er fólk sem er með lága tilfinningagreind. Þeir sem hafa ekki þurft að berjast við blessaða heilbrigðiskerfið okkar vita ekki hvað þeir eru að tala um. YOU GO GIRL.
Hafið það gott um helgina. Knús og kram.
Bergdís Rósantsdóttir, 27.10.2007 kl. 14:48
Áslaug mín. Mikið skil ég að þú sért reið útí þjóðfélagið og ráðamenn þess vegna MJÖG ÓRÉTTLATT bótakerfi sem er frá mínum bæjardyrum séð, leitar af gömlu fátæktarstyrkjunum sem hugsaðir voru til að fólk dræpist ekki úr hungri. Slíkur hugsunaráttur á að vera löngu kominn út af borðinu. Ég skil líka vel að þú hafir ekki getað unað því að vera á stofu/rýni með uppdópuðum einstaklingi sem æpti og öskraði. Það á ekki að bjóða neinum slíkt, hvort sem er á bráðamóttöku, gjörgæsludeild eða sjúkrastofu. Valkostir þeirra sem lenda í "rugli" eru vissulega fyrir hendi, en það er ekki öllum gefið að nota sér þá, en þeir hafa val, það er óumdeilt. Barn með krabbamein hefur það ekki.
Ég lá á gjörgæslunni í Fossvogi eftir heilauppskurð fyrir 10 árum. Þar voru þá og eru kannski enn bara tjöld milli rúma. Verið var að bjarga heilli fjölskyldu eftir slys og ég var í stöðugum hávaða frá tækjum, umgangi starfsmanna og samtölum starfsmanna. Að vakna eftir heilaskurð er ekki eins og vera að koma úr tanntöku og slíkir sjúklingar þurfa næði og ró. Húsnæðismál stóru spítalanna eru í miklu lamasessi og koma verulega niður á því fólki sem neyðist til að leggjast þar inn.
Það er gott að þú gusir úr þér hérna á síðuna til þess er hún. Það er ekki málið hvort við erum sammála þér eða ekki. Þetta er þín síða og þínar tilfinningar. Guð blessi þig og gefi þér hugarró og frið í hjartað Guð sendi Þuríði bata og góða líðanFríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.10.2007 kl. 19:29
Auðvitað hlustar þú ekki á eitthvað kjaftæði í fólki og heldur þínu striki og skrifar nákvæmlega það sem þér sýnist.
hugheilar baráttukveðjur,
Ragna
Ragna (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 20:19
Hæ,hó. Ég vona að þú læsir ekki síðunni þinni því þú ert að gefa okkur svo mikið með skrifum þínum. Ég er sjálf 3ja barna móðir og get engan veginn sett mig í þín spor, þar sem ég er svo lánsöm að þau eru öll heilbrigð og hraust. Ég vona að ég eigi aldrei eftir að kynnast því sem þú ert að ganga í gegnum. Mér finnst þú svo mikil hetja að halda þessari síðu úti og leyfa okkur - sem þekkjum þig ekkert - að fylgjast með lífi ykkar og því sem gerist innra með þér.
Ég vildi óska að fólk sem hefur ekkert nema leiðindi og særandi orð til málanna að leggja, héldi sig bara burtu og sleppti því að blanda sér í málin. En málið er að það fólk á greinilega bágt, og verður að láta sína vanlíðan bitna á þér/ykkur. Sorglegt.
Gangi þér og ykkur öllum allt í haginn.
Ljós&kærleikur af Skaganum...
SigrúnSveitó, 27.10.2007 kl. 21:20
Veistu, ég tek heilshugar undir með þér, það er stundum eins og sumir geti ekki umborið að aðrir hafi skoðanir og setji þær hér á skjáinn. Ég verð stundum svo reið þegar þetta kemur fyrir, þetta er þín síða óg tjáðu þig eins mikið og þú vilt, segðu frá rónanum, dópistanum eða hverjum sem er. Tjáðu þínar skoðanir á hlutunum, vertu með fordóma ef því er að skipta, úthelltu skapi þínu ef þú ert reið, glöð eða bara kát og sorgmædd. Taktu ekki inn á þig þetta neikvæða, ég ráðlegg þér að henda öllum í burtu frá þér sem eru neikvæðir, það geri ég iðulega enda búin að henda fullt af fólki frá mér. Knús á þig og Skara og börnin.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 21:20
Mér fynnst þú eigir als ekki að loka síðunni ( NEI og aftur NEI ) Það er gaman að lesa skriftirnar þínar og þú skalt ekki leifa svona fíflum að komast upp með það að stoppa þig í að tala út um það sem þér liggur á hjarta, þetta leiðindar fólk með sín leiðindar comment geta bara hætt að lesa þín blogg ef þeir þola ekki þína hreinskilni...Ég er stolt af þér og þú mátt alveg vera það líka...
Knús og Klemm
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 21:50
Mér langaði að segja þér að ég finn rosalega til með þér, get ekki ímyndað mér þá kvöld sem þú ert að ganga í gegnum. Ég las færslu þína um dópistann og það stakk mig dáldið enda ég óvirkur dópisti, málið er að ég varð alls ekki reið heldur fann kannski fyrir þreytu tilfinningu og sorg því það eru svo margir út í henni veröld sem telja alkóhólisma einmitt snúast um val, þess vegna ákvað ég að skrifa færslu um mig og minn sjúkdóm sem svar við þinni. Vonandi tekur þú því vel upp enda er ég bara að reyna að fræða alla þarna úti sem eru á sömu skoðun,.
Bið Guð að styrkja þig og fjölskyldu þína. kær kveðja Benna.
Benna, 27.10.2007 kl. 22:15
Hef aldrei lesið síðuna þína áður, þó ég sé búin að vera að lesa síðuna hennar Ragnheiðar (mömmu Himma) undanfarið. Rakst á þig í gegnum skrifin hennar Bennu (hér fyrir ofan), sem ég fór inn á í blogg-flakki núna áðan.
Langar bara að kvitta fyrir mig og segja að ég vona að allt fari að ganga betur og að þú finnir leiðir til að höndla það gífurlega álag sem þú greinilega ert búin að vera undir vegna veikinda dóttur þinnar.
Mundu bara ráðið frá sálfræðingnum sem skrifaði bók út frá því sem hann hefur sjálfur upplifað að annast um veikt barn, það er tekið úr "flugvélamáli" og er svona, sirkabát:
"Setjið súrefnisgrímuna fyrst á yður, áður en þér hugsið um aðra".
Ansi mikil lógík í þessu, ekki satt!
Guð blessi ykkur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 27.10.2007 kl. 22:51
Sæl,
Ef ég hef sært þig með mínu kommenti þá bið ég þig heilshugar afsökunar á því en það var alls ekki ætlunin.
Þið hafið alla mína samúð.
Sigrún (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:07
Ég segi nú bara: ÁFRAM ÁSLAUG
Þetta er alveg hárrétt hjá þér allt saman!
Baráttukveðjur
Hildur ókunnug (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:31
Langaði bara að senda knús og klemm á ykkur og Áslaug haltu bara áfram að setja þínar hugsanir og tilfinningar hér inn á þitt eigið blogg. Hinir sem ekki þola það geta bara farið eitthvað annað.
þið eruð alltaf í mínum bænum.
kær kveðja Guðrún
Guðrún ( Boston ) (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 12:28
Áslaug, haltu áfram að skrifa það sem þér finnst og hvernig þér líður. Þetta er þín síða og ef einhver líkar ekki við hvernig þú skrifar eða um hvað þú skrifar, þá á sá aðili ekkert að vera að lesa síðuna þína.
Mummi Guð, 28.10.2007 kl. 12:31
Elsku vina. Þekki þig ekki neitt . Láttu engan hafa áhrif á skrifin þin haltu þínu striki. Ég fylgist reglulega með síðunni þinni. Baráttukveðjur til þin og fjölskyldu þinnar og Guð gefi ykkur styrk.
Kristín (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 13:53
Áslaug haltu áfram að vera þú sjálf og skrifa svona beint frá hjartanu ekki hægt annað en að dáðst að þér og þínum .
Baráttu kveðjur
Ellen
Ellen (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 14:24
Kæra Áslaug. Ég tek undir með öðrum hérna - Þetta er þín síða og þú skrifar nákvæmlega það sem þú vilt. Auðvitað er hræðilega erfitt fyrir þig að fá neikvæð komment og leiðindi í athugasemdirnar en vonandi stendurðu það af þér og leyfir öllum hinum að senda þér fallegar og góðar kveðjur og vonandi stuðning.
Ég sendi þér og fjölskyldunni góðar kveðjur og haltu áfram að vera sterk. Við hjálpum þér vonandi til þess með góðum straumum.
Hanna, 28.10.2007 kl. 17:24
Við dóttir mín lesum síðuna þína á hverjum degi, sonur minn er jafngamall Þuríð og það snertir okkur báðar alveg sérstaklega mikið. Vonandi breytir þú síðunni þinni ekki neitt þrátt fyrir leiðinleg comment því það er gefandi að lesa hana, hugsanir þínar, þjáningar og styrk.
Nýlega horfðum við á eftir kærum fjölskylduvini láta í minni pokan fyrir brjóstakrabbameini og þekkjum því þetta ferli því miður of vel.
Ég dáist að þér og allir fjölskyldunni þinni, við kveikjum kerti á kertasíðunni sem og hér heima fyrir ykkur öll
innilegar kveðjur til ykkar allra
Lísumamma
Lísumamma (ókunnug) (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 21:10
Þú átt að skrifa það sem þér dettur í hug til að létta á þér. Það hef ég gert á mínu bloggi en hef það að vísu lokað. En við fjölskyldan erum nú ekki að ganga í gegnum jafn mikið og þið en finnst samt nóg um. En ég sendi bara stórt faðmlag til ykkar kæra fjölskylda. Fæ stundum fréttir af hetjunni ykkar í gegnum Sessu frænku Óskars á Skaganum en við vinnum saman. Bestu kveðjur, Elsa Lára og fjölskylda Akranesi.
Elsa Lára (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 22:31
Elsku Áslaug!
Ég les síðuna þína á hverjum degi og hef fylgst með ykkur síðan í vor en hef aldrei kommentað. Ef þú bara vissir hvað þú hefur kennt mér að meta lífið og allt upp á nýtt með því að leifa okkur að fá að fylgjast með litlu hetjunni þinni
Þetta er þín síða og hérna áttu að geta sagt það sem þú vilt og hvernig þér líður hverju sinni...þeir sem höndla ekki þessi skrif verða bara að hætta að lesa. Eins og þú segir sjálf þá færðu mikið út úr því að skrifa hérna um ykkur og hvernig ykkur líður og þá skaltu halda því áfram því þessi barátta hjá ykkur er ekki auðveld...veit það ekki af eigin raun og get ekki sett mig í ykkar spor um hvernig þetta er hjá ykkur en get bara ímyndað mér að það sé hræðilegt að horfa upp á barnið sitt svona...á sjálf 2 lítil börn.
Haltu áfram svona því það gerir mikið fyrir ÞIG. Það er þvílíkur kærleikur og einlægni sem kemur frá ykkur og mér finnst þið Skari þinn vera einstök að geta haldið áfram að rækta ykkur líka því það skiptir öllu máli til að þið getið staðið saman í þessari baráttu fyrir litlu Þuríði ykkar
Ég hugsa mikið til ykkar í daglegu lífi og sendi ykkur RISASTÓRT KNÚS og góða strauma
Gott að lesa hvað Þuríður er hress og líður vel þessa dagana...hún er algjört kraftaverkabarn og án efa er amma Jó að passa upp á stelpuna sína
Kær kveðja, Guðrún H
Guðrún H (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 23:13
Sæl Áslaug og takk fyrir síðast. Æðislega góð helg hjá okkur í styrktarfélaginu og allir svo ánægðir með hvað félagið er að gera fyrir okkur. En það er leiðinlegt að heyra að fólk sé með einhvern leiðindarmóral og sé að kommenta á síðunni ykkar því eins og allir ættu að vita er erfitt að vera með langveikt barn, bæði andlega og ekki síður fjárhagslega. Oft er maður einfaldlega þreyttur og pirraður á því að okkar góðu stjórnmálamenn skulu ekki fyrir löngu síðan vera búnir að sjá að það gerir engin það að gamni sínu að lenda í þessari stöðu. Skil nákvæmlega hvað þú varst að meina í síðustu færslunni þinni og líka að þetta var engin persónuleg árás á einn eða neinn en stundum þarf maður bara að hella úr sér. Ef fólk er eitthvað viðkvæmt fyrir þessum skrifum þínum er best fyrir það að snúa sér bara að einhverju öðru, eins og t.d. meinhorninu á rás 2 þar sem allir fílupúkar landsins geta fengið að tjá sig!!!
Kveðja Sóley og Vala
Sóley (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.