Leita í fréttum mbl.is

Sjallalalala ævintýri enn gerast

Hvursu oft höfum við fengið góðar fréttir tvisvar í röð af þessum myndatökum?  Svar: ALDREI.  En ævintýrin gerast enn og hvað þá kraftaverkin.  Júmm við förum með Þuríði mína í myndatökur í morgun einsog allir vita sem lesa síðuna, vorum mætt uppá spítala kl níu og loksins fékk Þuríður mín svæfinguna kl ellevu og klukkutíma síðar vorum við komin til hennar á vöknun og það tók hana alveg rúman klukkutíma að vakna eftir það.

Hér erum við komin heim og fengum fund með læknunum degi undan áætlun, sjúbbsjúbbsjarei.  Í fyrsta sinn fengum við góðar fréttir og þá meina ég tvisvar í röð, allt að gerast.  Jebbs æxlið hefur minnkað, trallalala!!  Eintóm hamingja hér í sveitinni.  Það er ekki að þrýsta eins mikið á einsog það var að gera í júní í sumar.  Ef það er ekki stund fyrir að halda uppá eitthvað núna þá veit ég ekki hvað?  Geislarnir gætu verið ennþá að virka eða lyfin sem hún er byrjuð á að gera kraftaverk, við vitum það ekki og ekki læknarnir heldur enda gæti mér ekki verið sama.  Það hefur minnkað og Þuríði minni líður ágætlega sem er best í heimi.  Hnúturinn minnkað í maganum og næstu myndatökur ekki fyrr en í janúar en við viljum ekki fá neinar myndatökur rétt fyrir jólin eða um jólin nema eitthvað færi að breytast hjá henni.  Víííí!!  Hmmm hvernig eigum við að halda uppá þessar fréttir?  Skreppum í jólaland í Koben ehe, neinei það er ekkert svoleiðis.  Ætlum við nýtum ekki helgina í það fjölskyldan og gerum eitthvað saman, kanski komin tími til að skella sér í keiluna?

Það er allavega eintóm hamingja hér í sveitinni, allir hressir og kátir og njótum þess að vera til og saman bara gaman.

Verið hress, ekkert stress bless bless.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

aldrei hef ég skrifað komment hérna en fylgist þó vel með :D en núna er tilefni til að kommenta :D YNDISLEGAR FRÉTTIR!!!! bara alveg hreint yndislegt og ekki frá því að þetta hafi lýst upp hjá manni daginn að fá svona góðar fréttir af ókunnugri hetju :D

já held að núna verði að halda uppá þetta :D hlakka til að lesa hvað þið gerið í tilefni þessarra góðu tíðinda :D

kveðja

Lilja ókunnug :D 

Lilja Björnsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:45

2 identicon

Kæru Áslaug og Óskar.

Ég samgleðst ykkur innilega með þessa frábæru fréttir. Veit að þetta er mikill léttir og það er ólýsanleg tilfinning þegar maður losnar við slíkan hnút úr maganum og óbærilegar áhyggjurnar. Megið þið eiga yndislega helgi kæra fjölskylda.

Kærar kveðjur Þórunn Erla. 

Þórunn Erla Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:48

3 identicon

Mikið samgleðst ég ykkur, þó að ég þekki ykkur ekkert, les ég alltaf bloggið þitt og finnst þú frábær kona. Þetta er búnið að vera svo erfiður tími fyrir ykkur og tekið eðlilega mikið á. Svo svona fréttir eru bara dásamlegar. Njótið hvors annars og lífsins því það er í DAG.

Bestu kveðjur

Svanfríður (ókunnug)

Svanfríður (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:51

4 identicon

Kæra fjölskylda, þetta eru frábærar fréttir, og rétt hjá ykkur að halda upp á þetta

Frábært

Kveðja

Guðrún

Guðrún Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:52

5 identicon

Elsku öll,það er ekki hægt annað en tárast hér á bæ,þetta eru alveg meiriháttar fréttir,ekki svo sem við öðru að búast hjá skvísunni hún er svo ofur dugleg þessi elska,eins þið öll,bara æðislegt.Kv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:54

6 identicon

ji hvað ég er glöð  frábærar fréttir, maður fær bara fiðring í magann! Endilega haldið upp á þetta, eigið svo sannarlega skilið að gjörsamlega dekra við ykkur öll sömul!

 

kv. anna ókunnug

Anna ókunnug (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 15:56

7 identicon

Til hamingju með góðu fréttirnar. Er ekkert smá ánægð fyrir ykkar hönd. Ég fylgist reglulega með hérna.

kv. Elsa

Elsa Margrét (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 16:02

8 identicon

Samgleðst ykkur innilega.......... frábærar fréttir af frábærri hetju knús og kram

Guðrún ( Boston ) (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 16:04

9 identicon

Til hamingju með góðu fréttirnar. Ég fékk gleðitár í augun við að lesa þessa færslu. Ég hef eins og svo margir lesið bloggið þitt en hef aldrei skrifað comment. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með :)  

Kveðja Harpa ( ókunnug)

Harpa ( ókunnug) (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 16:05

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gæsahúðin flæðir um allan líkamann og gleðin fossar um allt.

MIKIÐ ERU ÞETTA GÓÐAR FRÉTTIRNÚ ER SKO TILEFNI TIL AÐ FAGNA OG ÞAÐ VEL. GUÐ BLESSI YKKUR ÖLL FRÍÐA

nú er tilefni til að fara í pils hahahahahahaha

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.11.2007 kl. 16:13

11 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þetta eru frábærar fréttir

Katrín Ósk Adamsdóttir, 13.11.2007 kl. 16:15

12 identicon

Kæra frábæra fjölskylda. TIl hamingju með þessar frábæru fréttir af Hetjunni ykkar, hún er sannkallað kraftaverk. Ég fylgist alltaf með ykkur og baráttu ykkar, það er mannbætandi að lesa síðuna þína Áslaug og fylgjast með ykkur.

Helena

helena (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 16:24

13 Smámynd: Elsa Nielsen

Þetta eru frábærar fréttir kæra fjölskylda :) Við brosum hringinn hér heima - meiriháttar frábært æðislegt!!! Hún er svo sannarlega mikil hetja hún Þuríður Arna - enda ekki langt í það að sækja :)

KNÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 13.11.2007 kl. 16:30

14 identicon

Elskurnar mína þetta eru æðislegar fréttir kraftaverkin eru að gerast og nú er ykkar tími komin til að taka á móti þeim

Góði guð ég þakka þér

þessar góðu fréttir hér

haltu áfram að senda þeim

bæn og kraftaverkin heim

höldum áfram að biðja fyrir ykkur og henni Þuríði minn

kveðja

Asa

asa (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 16:33

15 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

já, eins og Fríða segir, nú er tilefni til að fara í pils já og alla prinsessukjólana mikið er ég glöð, hvað þá þið

Til hamingju með þessar yndislegu fréttir krakkar mínir, við höldum svo áfram að bera fjölskylduna upp í bænum okkar

Knús og meira knús frá mér, skagakellingunni henni Gunnu

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.11.2007 kl. 16:39

16 identicon

Kæra fallega fjöslkylda,

Samgleðst ykkur af öllu hjarta.  Guð er góður!

kveðja

Erna A

Erna (Mamma Kára Arnar) (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 16:49

17 identicon

ÆÐI ÆÐI:) Innilega til hamingju með þessar æðislegu fréttir......knús til ykkar. Kær kveðja Þórunn(ókunnug)

Þórunn(ókunnug) (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 16:57

18 identicon

Kæra fjölskylda

 Þetta voru frábærar fréttir. Vonandi heldur Þuríður litla áfram á þessari braut.

Kveðja

Brynja Hrönn (ókunnug) 

Brynja Hrönn (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:03

19 identicon

Yndislegt:)

Hjartanlega til hamingju með frábærar fréttir.

Ragna (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:05

20 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

Ég fylgist alltaf með ykkur,enn hef ekkert commentað,,innilega til hamingju. Guð gefi ykkur áframhaldandi bata.

Bergþóra Guðmunds, 13.11.2007 kl. 17:09

21 identicon

Yndislegt og til hamingju - megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur!

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:09

22 identicon

Elsku fjölskylda til hamingju með daginn, einhvern tímann hefði maður nú haldið upp á smærri hluti þannig að þið ættuð nú að gera eitthvað skemmtilegt saman.Og áslaug mín nú ættir þú aðeins að geta slakað á sem þú þarft svo sannarlega á að halda. kæru vinir gangi ykkur allt í haginn þetta var J'OLAGJÖFIN í ár.

ókunnug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:17

23 identicon

Vá hvað þetta eru góðar fréttir fyrir ykkur. Þetta er kraftaverk af bestu gerð. bara frábært. Held samt áfram að sena ykkur hlýja og góða strauma.

Luv Magga

Magga (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:21

24 identicon

JEJJJJJ FRÁBÆRT!!!! :) :)  :) :) til hamingju elskurnar! :)

Katrín Ösp Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:27

25 identicon

Innilega til hamingju með góðar fréttir,alveg frábærar, kærar kveðjur Kristjana Halldórsdóttir.

Kristjana Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:37

26 identicon

Frábært að heyra, til lukku með þessar fréttir, þið eigið þær sannarlega skilið. Knús á ykkur öll

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:43

27 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

*Húrra!!!!!

Þetta eru hreint dásamlegar fréttir elskurnar! Nú koma svo bara jólin í gleði og hamingju!!!!! Allt á uppleið! dásamlegt. Ég óska ykkur innilega til hamingju. Guð blessi ykkur.

Ylfa Mist Helgadóttir, 13.11.2007 kl. 17:51

28 identicon

Innilega, innilega til hamingju með þessar niðurstöður!  Held ég þurfi ekki að segja neitt meira en JUUUUHÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚ!!!!

Kær kveðja,

Eygló og Co.

Eygló (mamma hans Benjamíns Nökkva) (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 18:16

29 Smámynd: Þórunn Eva

vá ég tárast bara hérna díses.... innilega til hamingju með þetta... :)

Þuríður er engum lík og vissum við það öll nú fyrir en hún undirstrikar það allavegana vel.... :)

koss og knús love

Þórunn Eva , 13.11.2007 kl. 18:20

30 identicon

Kæra fjölskylda.

Ég hef lesið bloggið um langan tíma en aldrei skrifað athugasemd. En nú get ég ekki orða bundist og verð að senda ykkur mínar bestu hamingjuóskir með þessar frábæru fréttir. Það er svo sannarlega víst að kraftaverkin gerast enn.

Sóley, ókunnug (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 18:53

31 Smámynd: SigrúnSveitó

Til hamingju!! Þetta eru yndislegar fréttir.

Ljós&kærleikur af Skaga... 

SigrúnSveitó, 13.11.2007 kl. 18:59

32 identicon

Oohhh en frabaerar frettir, samgledst ykkur innilega.

Bestu kvedjur,

Gudrun

Gudrun (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 19:06

33 identicon

Ég, eins og svo margir aðrir hérna fylgist daglega með hér á síðunni en hef aldrei kommentað. En ef þetta er ekki tækifæri til þess þá er það aldrei.

TIL HAMINGJU!!! Þetta eru alveg meiri háttar fréttir. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og færa ykkur enn fleyri gleðifrétti í framtíðinni. 

Erla (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 19:15

34 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Til hamingju elskurnar knús til ykkar

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 13.11.2007 kl. 19:28

35 identicon

Til hamingju  Big Hug 





Eirika (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 19:29

36 identicon

Vá þetta eru BARA æðislegar fréttar, ég bara tárast við að lesa þetta. Til hamingju með þessar frábæru fréttir

 Baráttukveðjur til ykkar allra(Ein sem fylgist með á hverjum degi og búin að vera með hnút í maganum í dag út af myndatökunni)

Ingibjörg (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 20:15

37 identicon

Innilega til hamingju fallega fjölskylda.  Þuríður MUN sigrast á þessu. Ég bara veit það... Njótið ykkar.

Kv Gígja (ókunnug)

Gígja (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 20:16

38 identicon

Elskurnar mínar allar saman!  Fallega duglega fjölskylda

Æi hvað ég samgleðst ykkur, hún er svo mikil hetja litla stúlkan ykkar.

Við sem fylgjumst með höfum ykkur áfram í bænum okkar og höldum áfram að kveikja ljós til ykkar.

Njótið dagana og öllu því góða sem fram undan er

Guð gefi ykkur styrk og krafta

knús á alla 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 20:53

39 identicon

Eruð frábær.Gleðikveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 21:24

40 identicon

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ GÓÐU FRÉTTIRNAR, við vissum þetta allan tímann :):):) hún er kraftaverk

Kv frá mömmu sem er ekki sama

Guðrún (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 21:33

41 identicon

Innilega til hamingju með þessar frábæru fréttir og gangi ykkur vel með framhaldið.

Bestu kveðjur,

Sólveig (Systir Halls Þórs)

Sólveig Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 21:51

42 identicon

Yndislegt...til hamingju med frábærar fréttir...Tad hlýjar um hjartaræturnar...jibbí...

Ólof Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 21:54

43 identicon

Meiriháttar, frábærar fréttir.

Innilega til hamingju.

Kristín (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 21:59

44 identicon

Þetta eru frábærar fréttir!!! Til hamingju  ´

Dáist að því hvað þið eruð ótrúlega dugleg. 

Kveðjur, Ásta (ókunnug)

Ásta (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:13

45 identicon

Bestu fréttir sem maður hefur heyrt lengi, þá get ég ekki ímyndað mér hvernig ykkur líður. Þið hljótið að svífa langt ofan við jörðu.

Innilega til hamingju og njótið jólahátíðarinnar með fallegu börnunum ykkar þremur.

kveðja,

Dyggur lesandi en lélegur kvittandi

Gyða Björk

Gyða Björk (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:30

46 Smámynd: Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Vííí... TIL HAMINGJU!!!  Ég hef alltaf trúað á kraftaverk og Þuríður er eitt af þeim !

Kv. Freyja

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 13.11.2007 kl. 22:30

47 identicon

FRÁBÆRAR FRÉTTIR   þetta er kraftaverkaprinssesa 

kv

Dagrún (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:42

48 identicon

yndislegar fréttir, ég er með tár í augnum.  Njóttið vel kæra fjölskylda, þetta hefði ekki getað komið á betri tíma

Lísumamma (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:44

49 identicon

TinyPic imageElsku Áslaug og fjölskylda...víííí gátu ekki verið betri fréttir fyrir fallegu hetjuna hana Þuríði okkar...ég fór að gráta þegar ég las þetta,ég var svo glöð og ég er líka alveg sannfærð um að máttur bænarinnar er sterkur og þess vegna þurfum við að standa saman og gefa hvort öðru styrk þegar á þarf að halda.En elsku Þuríður hér eru gleðiblöðrur fyrir þig frá mér og guð geymi þig elsku stelpa...baráttukveðjur

Björk töffari (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:54

50 identicon

Til hamingju litla kraftaverka stelpa gat ekki komið betra út úr þessu mikil gleðifrétt þetta og vonandi getur þú Áslaug mín farið að slaka  á  og leyft þér að njóta og hvílast

kv Ellen 

Ellen (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:05

51 identicon

 Vááá! Maður brosir bara hringinn! Dásamlegt. Frábært.

Guð blessi ykkur.

hm (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:12

52 identicon

Knús 

Súsanna (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:40

53 identicon

Rosalega er gaman að heyra þessar fréttir - ég samgleðst ykkur innilega

Ég hef fengið að fylgjast með ykkur í fjarlægð - s.s í gegnum bloggið þitt og þetta er í fyrsta sinn sem ég þori að kvitta

Ég er 98% viss um að við vorum saman í grunnskóla - annars man ég vel eftir þér síðan úr TBR.  Við æfðum samt ekki saman en þú æfðir eitthvað með bróður mínum honum Hjalta. 

BestuKveðjur.

LáraH. (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 00:35

54 Smámynd: Inga Steina Joh

Hef verið að fylgjast með ykkur og þetta eru frábærar fréttir. Fékk tár i augun þegar las þetta. Það var tími kominn til að ´þið fengu að upplifa góðar fréttir. Jólagjöf fyrirfram. 'eg mun fylgjast með ykkur og senda ykkur ljós og góðar hugsanir.

Inga Steina Joh, 14.11.2007 kl. 06:10

55 identicon

Kæra fjölskylda! Þetta eru æðislegar fréttir..gangi ykkur sem allra best og þetta sannar að kraftaverk gerast..kv. Andrea

Andrea (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 07:32

56 identicon

Til hamingju með þessar stórkostlegu fréttir.

Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 07:47

57 Smámynd: katrín atladóttir

jeiiiiiiiiiiij!!!!!

katrín atladóttir, 14.11.2007 kl. 08:46

58 identicon

Fráááábærar fréttir :) Góða skemmtun í keilu og við sjáumst svo eftir viku :) Knús og kossar, Oddný

Oddný (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:11

59 identicon

Veiiiiiiiiii ég brosi hringinn - frábærar fréttir!!

Hrundski (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:34

60 identicon

Dásamlegt alveg yndidlegast.

Þvílíkt frábærar fréttir.

Hamingjuóskir til ykkar allra.

Með bænum, ljósi og lit. 

Fanney (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:37

61 identicon

 húrrahúrrahúrra  

Snilldar fréttir en ég átti ekki von á öðru tek ekki í mál hér eftir að fá slæmar fréttir hún er heilbrygð þessi elska og ekkert röfl með það. Til hamingju elskurnar. Halda uppá þetta humm svæfa yndilsegu ungana og draga dýnuna svo framí stofu 

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:52

62 identicon

Til hamingju með þessar yndislegu fréttir kæra fjölskylda  það var kominn tími á þær

Jóna Björg (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:01

63 identicon

Þetta er frábærar fréttir. Heldur betur tímabært að lukkan snúist ykkur í hag, vonandi heldur þessa góða þróun áfram.

kv. Berglind.

Berglind (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:09

64 identicon

Til hamingju elsku fjölskylda 

Fríða K (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:19

65 identicon

:-))

Hjartanlega til hamingju .-))) Frábærar fréttir....varð bara klökkur á að lesa þessa færslu.....Nú verður bara áframhald á þess konar fréttum.....

 kv.

Diddi 

Diddi (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:54

66 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Til hamingju með þessar fréttir.  Ég sit hér með tárin í augunum og tauta kraftaverkin gerast enn og við stöndum við það.  Þetta er kraftaverk og kraftaverkaprinsessan á eftir að sýna okkur öllum hvað hún getur.

Enn og aftur til hamingju með frábærar fréttir.

Bergdís Rósantsdóttir, 14.11.2007 kl. 12:07

67 identicon

Sæl verið þið í fyllstu merkingum.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!Innilega til hamingju með þessu frábæru frettir,það er nest að við höldum öll áfram að biðja og biðja og vona það besta .Kannski væri gaman að fara í jólahladborð í´fjölskylda og húsdýragarðurinn eitthvað tíma með börnin ykkar gætu verið bara gaman.Éða pakka ykkur öll ínn í sæng og slíkt og velja góð teiknimynd og hafa fjölskyldu kvöld saman bara gaman.Allavegin er þetta dásamlegt fréttir og til lukku með þetta .Kær kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 13:15

68 identicon

Kæra fjölskylda !

Mikið voru þetta yndislegar fréttir. Gleðst með ykkur með tár í auga og kökk í hálsi.

Kv, Björk H. ( ókunnug )

B.H. (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 13:18

69 identicon

Sæl aftur þetta átti að vera kannski væri það best  en ekki nest   að við höldum áfram að biðja og biðja  líka mig langaði að setja nokkra broskalla og er þetta ágætis tækifæri til þess .kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 13:19

70 identicon

Guð minn Áslaug hvað þetta er gott að heyra.

Nú bara er um að gera að halda áfram að trúa á hið jákvæða og að allt geti farið vel...

 Knúúús á ykkur, rosalega er hægt að verða glaður með ykkur elsku dúllan mín.

Marianna (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 15:35

71 identicon

EN FRÁBÆRT!!!! - ÆÐISLEGAR FRÉTTIR Ég get ekki með orðum lýst hversu innilega ég samgleðst ykkur! - fæ kökk í hálsinn og tár í augun af eintómri hamingju fyrir ykkar hönd. Elsku fallega hetjan ykkar ætlar sér svo sannarlega að sigra í þessari baráttu.

Knús á ykkur kæra fjölskylda,

Hafdís (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 16:18

72 identicon

En frábærar fréttir  Ég samgleðst ykkur innilega  Njótið helgarinnar kæra fjölskylda

Ólöf María (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 17:46

73 identicon

Ég var nú bara að sjá þetta blog í fyrsta sinn. Mikið var gaman að lesa þetta innslag. Ég get rétt ímyndað mér tilfinninguna sem þið upplifið núna. Mikið sem hún hlýtur að vera góð :)

Ég óska ykkur langrar og farsællar framtíðar með dóttur ykkar.

Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 18:18

74 Smámynd: Halla Rut

Innilega til hamingju.

Get rétt ímyndað mér kvíðann sem þið þurfið að fara í gegnum, aftur og aftur í hvert sinn sem rannsóknir eru gerðar og niðurstöður birtar.  Þetta lofar góðu og ég óska ykkur gleðilegra jóla. Ég segi það því mér finnst það rétt hjá ykkur að njóta þessa frétta fram yfir jól. Nú er bara að setja þetta allt í jólasokkinn og lifa með gleðinni og góðri trú, og eiga góð jól. Bæði fyrir ykkur sem og litlu hetjunnar ykkar sem hefur verið að fara í gegn um miklu stærri raunir en lagðar eru á fullorðin einstakling. 

Halla Rut , 14.11.2007 kl. 21:34

75 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

FRRRRÁÁÁÁÁBÆÆÆÆRRRRTT

Kjartan Pálmarsson, 15.11.2007 kl. 16:18

76 identicon

Vúhú!!!!

orðlaus af hamingju fyrir ykkar hönd....

KNÚÚÚÚÚÚÚS!!!!!!!!

Gunnhildur (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband