Leita í fréttum mbl.is

Jólaglaðningur

Jæja ágætu lesendur ég var búin að lofa ykkur að segja ykkur frá leynigestunum mínum sem þið fáið reyndar ekkert að vita hverjir þeir voru en þið fáið að vita ástæðu þeirra fyrir komu sinni hingað í sveitina.Halo

Ég ætla bara að byrja á byrjuninni en síðastliðin föstudag fékk ég tölvupóst og þegar ég var að lesa hann fann ég alveg hvað ég byrjaði að skelfa og kom varla upp stöku orði eftir þann lestur en hafði nú að hringja í Skara minn og segja honum frá póstinum.  Ég átti ekki til orð yfir góðmennskunni á þessum pósti og kærleikanum hjá þessum einstaklingum.  Váááávhh ég á ennþá varla til orð.

Júmm þessir einstaklingar vildum gefa okkur ferð til Koben núna í desember, reyndar máttum við alveg ráða því hvenær við færum í þessa ferð sem þau vildu gefa okkur en ég var ekki lengi að ákveða að fara núna í desember en einn af mínum stærstu draumum hefur verið að fara í jólatívolíið í Koben með börnin mín.  Við höfðum val í fyrra þegar æxlið hennar Þuríðar minnar varð illkynja en við völdum að fara til Boston því við höfum mikil tengsl þangað útaf veikindum Þuríðar og vildum fara þangað með stelpurnar okkar og leyfa þeim að fara í öll þessa barnasöfn og Toys'rus og velja það sem þeim langaði í.  En ég hef alltaf séð eftir að hafa ekki farið þangað þó það hafi verið gaman þar en þá var ég svo hrædd um að fá ekki annað tækifæri með Þuríði mína þar sem læknarnir gáfu henni bara nokkra mánuði ólifaða í fyrra en hér er hún í dag, kraftaverkið mitt og á leiðinni í jólatívolíið í Koben, í draumaferð mömmu sinnar.  Ég veit ekki hvernig næstu jól verða þannig ég var ekki lengi að ákveða mig hvað mig langaði eða okkur. 

Stelpurnar mínar eru mestu jólastelpur ever þannig þetta verður þvílíkur draumur fyrir þær og að sjálfsögðu litla pung sem kemur með en ekki hvað.W00t  Þær vita þetta ekki ennþá og fá ekki að vita þetta fyrr en degi áður en við förum því annars verða þær á útopnu alveg þangað til ehehe.

Við erum sem sagt að fara til Koben 10.des og ætlum að vera þar í tvær nætur og njóta þess öll saman að komast í jólaskapið.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er þakklát fyrir þetta, hvað ég er ennþá orðlaus, á varla til orð yfir þessa góðmennsku hjá þessum einstaklingum sem vilja nafnleynd og að sjálfsögðu virði ég það þannig það þýðir ekkert fyrir ykkur að spurja mig hverjir þetta voruInLove.  Við þurfum ekki að borga krónu, hvort sem það er í gistingu eða gjaldeyrir fengum það í jólagjöf líka.Wink

Váááááááávvvvhhh hvað þetta er fallegt, þvílík hamingja hérna og ég get ekki beðið með að fara en Vigga vinkona ætlar að vera með okkur í sólarhring þarna og njóta þess með okkur að kíkja í tívolíið sem börnin mín fá að fara í allt sem þeim langar í og við gerum allt sem þeim langar að gera.

Börnin mín eru hérna alveg á útopnu að bíða eftir að ég klári að skrifa hérna því ég á að koma með þeim niðrí geymslu að ná í restina af jólaskrautinu.

Knús til ykkar, takk kærlega fyrir okkur.  Ég á bara til orð yfir allt þakklætið hér á bæ.

Eigið góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Eva

ohhh my god va ég tárast bara hérna þvílík góðmennska vá.....

hafið það gott um helgina og of course í KÖBEN

koss og knús þín vinkona ;)

Þórunn Eva , 30.11.2007 kl. 17:16

2 identicon

Ég er búin að vera svo spennt að heyra um leyndóið. Je dúdda hvað þetta er spennandi :) Litlu snúllurnar eiga þetta svo sannarlega skilið og mikið verður þetta gaman hjá ykkur. Mikið ofsalega er fólkið rausnalegt að bjóða ykkur, heimurinn er ekki alslæmur þótt harður sé.

Baráttuskveðjur áfram 

Ingibjörg(ókunnnug) (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:16

3 identicon

Yndislegt, alveg frábært að fá svona fréttir   Ég hef sjálf farið í jólatívolí í Köben og það var ógleymanlegt. Mikið er gott hvað fólk er gjafmilt, greinilega algjörir englar. Þið heppin að fá að njóta góðs af, ekki veitir nú af að fá að gleyma sér aðeins og skipta um umhverfi

Njótið vel, góða ferð og hafið það virkilega gott í jólaköben

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:18

4 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda, til hamingju með þennan óvænta glaðning frá þessu góða fólki. Við fórum í jólatívolið í Köben fyrir tveimur árum, reyndar bara tvö og það var alveg yndislegt. Stefni á að fara með börnin einhverntíman, kannski fyrir næstu jól.

Skemmtið ykkur vel, þið verðið sko ekki fyrir vonbrigðum.

                  Sóley Örvar og börnin

Sóley og Örvar (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:42

5 identicon

Elsku Áslaug og family....ég fékk bara tár í augun þegar ég las þetta.Þvílíkur kærleikur þarna,en guð hvað þið eigið þetta skilið elskurnar og ég veit að þið komið til með að njóta og búa til æðislegar minningar um þessa ferð.Eigið þið yndislega piparkökuhelgi og guð veri með ykkur og Þuríður mín þú rífur þig upp úr þessu fallega hetja..knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:46

6 identicon

Hjartanlega til hamingju með þetta.

kær kveðja og góða helgi

fra Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 17:52

7 identicon

Kæra fjölskylda.

Vááá en frábært, hjartanlega til hamingju og njótið vel og lengi.

Bestu  kveðjur

Silla Karen 

Silla Karen (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:02

8 identicon

ég sit hérna og þurrka tárin frá augunum mínum :) Mikið eru þetta YNDISLEGAR fréttir, sjálf er ég búsett í Kaupmannahöfn og það er stór viðburður fyrir börnin mín að fara í jólatívolí á hverju ári :) Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum, það er svo fallega skreytt þarna og maður kemst í svo mikið jólaskap þarna :) Svo kaupi þið heitt súkkulaði fyrir börnin og þið hjónin fáið ykkur danskt jólaglögg og æblaskiver,það er must :)

Góða ferð :)

Þórunn ókunnug (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:17

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2007 kl. 18:47

10 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Æðislegt til hamingju Góða ferð og njótið vel.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 30.11.2007 kl. 18:53

11 Smámynd: Þórdís tinna

Innilega til hamingju með þetta- það er með ólíkindum hvað fólk getur verið með stórt og fallegt hjarta og yndislegt að þið skulið njóta þess .  Við erum nýkomnar úr jólatívolí og þetta verður bara yndislegast fyrir ykkur- þið verðið að setjast á bruggveitingastaðinn við vatnið til að sjá jólaljósin og við vorum svo heppnar að sjá ljósashow og var spiluð músík undir- bara flott. Það er einmitt frábært að vera þarna á virkum degi, þá eru engar biðraðir og krakkarnir getað farið aftur og aftur í tækin.  Hins vegar voru biðraðirnar inn í tívolíið um helgar ótrúlega langar og náðu lengst út á götu. Góða ferð elskurnar og njótið ykkar hverja mínútu

Þórdís tinna, 30.11.2007 kl. 19:01

12 identicon

Kæra fjölskylda þetta eru frábærar fréttir þið eigið þetta svo sannalega skilið. Njótið þess að vera saman klæðið ykkur vel og njótið þess að skoða jólaljósin í köben. Já það er svo gaman að heyra að fólk gefi ser en tíma til þess að gera góðverk.

 Aðventukveðja

amý (ókunnug) 

Amý (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 19:40

13 identicon

Wow maður,

                     innilega til hamingju með þetta frábært glaðningu folkið er svo góð.Til lukku með þetta og skemmtið ykkar frábærlega!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!Guð verið með ykkur og megi gæfan fylgja ykkur alltaf .Kær kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 19:59

14 identicon

Til hamingju með þetta......vá hvað þetta er frábært....þetta eigið þið svo sannalega skilið....

Skemmtið ykkur vel......

kv

Sigga Sig

Sigga Sig (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 20:12

15 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Það er dásamlegt að fá svona fréttir og það kemur okkur öllum í jólaskap. Andi jólanna fyrir mér, er kærleikur og gjafmildi og þessir jólasveina hafa sko ekki valdið vonbrigðum!!!

Ég vona að þið njótið hverrar mínútu og að allir verði frískir og brattir fyrir brottför. Guð blessi ykkur, Ylfa og Halli

Ylfa Mist Helgadóttir, 30.11.2007 kl. 20:52

16 Smámynd: Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Vá, ég fæ tár í augun bara.

Njótið ferðarinnar í botn.

Kv. Freyja

P.s. Takk fyrir fallegu kveðjurnar á blogginu okkar

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 30.11.2007 kl. 21:03

17 identicon

  Til Hamingju með þennan óvænta glaðning og njótið þið þess að fara í Tívoli í Köben.Hugsa hlítt til ykkar ég kveiki alltaf á kerti fyrir hetjuna og ykkur öll . þið eruð í bænunum mínum.                                ´

Góða ferð kv birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 21:47

18 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er þetta frábært og yndislegt. Ég er afskaplega glöð fyrir ykkar hönd og mikið eru þessir einstaklingar með gott hjartalag. Þarna er kærleikurinn í verki og það er ég viss um að gleði gefendanna er ekki minni en ykkar. Það verður enginn smáspenningur í gullmolunum ykkar þegar ferðaplanið verur tilkynnt. Njótið ferðarinnar í botn og meira en það. Guð blessi ykkur öll og Guð blessi þá sem gefa svona rausnarlega. Bataenglar til Þuríðar Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.11.2007 kl. 21:53

19 identicon

Alveg frábært,ég er svo glöð fyrir ykkar hönd,mikil blessun fyrir ykkur að  fá þessa ferð ,skemmtið ykkur bara rosa vel elskurnar 5,megi allir verndarenglar fylga ykkur og vernda.Kv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:04

20 identicon

Ég á ekki orð, mikið eru  þetta yndislegar manneskjur.  Innilega til hamingju þið eigið þetta virkilega skilið , skemmtið ykkur vel og Guð veri með ykkur.

Kristín (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:18

21 identicon

Til lukku með þetta. Vá hvað er gaman að heyra af fólki sem gefur svona af sér. Þið eigið þetta svo sannalega skilið og njótið þess alveg í botn. Mig langar líka til að þakka þeim sem gefa ykkur þetta tækifæri. Þið eruð frábær og eruð ofboðslega dugleg og góðar fyrirmyndir fyrir okkur öll.

Steinunn Einars (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:39

22 identicon

Frábært og njótið bara !!!!!

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:00

23 identicon

Oh njótið vel, en yndislegt !!!!!

Lísumamma (ókunnug) (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:24

24 identicon

Þetta er alveg yndislegt, það besta sem gat gerst núna.  Njótið ykkar og stundanna með börnunum í jóla-tívolí.  Gefendurnir munu örugglega fá hlýja strauma því það er svo gott að gefa og margar fallegar hugsanir fara til ykkar, til þeirra og allt um kring.

Aðventukveðjur,    Stella A. 

Stella A. (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:44

25 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Ég sit hérna með tárin í augunum og dásama náungakærleikan sem er sýndur.  Þið fjölskyldan eigið eftir að eiga dásamlegan tíma í Köben.Knús og kram .

Bergdís Rósantsdóttir, 1.12.2007 kl. 11:06

26 identicon

þetta finnst mér hreint út sagt yndislegar fréttir - og einmitt rétti andinn fyrir komandi aðventu, væntumþykju fyrir náunganum ;) tek hattinn ofan fyrir þessum einstaklingum sem sýna gjafmildi sýna á þennan hátt og hlakka ég mikið til að heyra ferðasöguna - sé fyrir mér brosin hjá litlu krílunum ykkar, gangi ykkur sem allra best og góða ferð kæra fjölskylda

Berglind Elva (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 14:11

27 identicon

Oh,my hvað fólk getur verið yndislegt! Maður á varla orð!!

En þið eigið allt það besta skilið og vonandi njótið þið ferðarinnar í bótn.

Kveðja, Ingibjörg (kíki daglega en hef aldrei kvittað fyrr):)

Var að vinna með Skara í Heiðarborg einn vetur:)

Ingibjörg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 15:49

28 identicon

Ég er líka ein af þeim sem tárast yfir þessum gleðifréttum. En það þarf ekki einu sinni að taka það fram, þið eigið þetta sannarlega skilið. Njótið þess, kæra fjölskyld.

Sólveig Jónsd (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 17:16

29 identicon

Vá  segi eins hinir hér að ofan , tárin hrundu við að lesa þetta

Góða skemmtun og njótið ferðarinnar  þið eigið það skilið

kveðja

Dagrún (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 19:51

30 identicon

kærleik til allra.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 20:17

31 identicon

Frábært

Góða skemmtun í Köben jólatívolíð er æðislegt og build a bear búðin við hliðina á tívolíinu fyrir grísina.

Hafið það gott

Kveðja Benný

Benný (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 21:08

32 Smámynd: Elsa Nielsen

Vááá - en glæsilegt :) Þið eigið þetta svo skilið og njótið ferðarinnar í botn!! ... ekki amalegt að fá svo Vigga's með til aðstoðar ;) KNÚÚÚÚS

Elsa Nielsen, 1.12.2007 kl. 21:39

33 identicon

Kæra fjölskylda! Skemmtið ykkur vel í Köben . Skemmtileg borg og enn skemmtilegra að komast í jólamatinn hjá frændum okkar Dönum. Það getur ekki klikkað!! Óska ykkur velfarnaðar á leið út og heim og allt þar á milli  á undan og eftir ferð. Sem sagt ;ég kvitta hér með í fyrsta skipti fyrir lesningu. Gleðileg jól kæra fjölskylda. Það er til gott fólk á Íslandi og þið voruð heppna fjölskyldan.  Baráttukveðjur, Helga ( ókunnug).

Helga Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 23:35

34 Smámynd: Sólrún

Vá yndisleg gjöf sem fjölskyldan ykkar fær þarna Eigið án efa eftir að skemmta ykkur vel og njóta þess að komast í annað umhverfi, skoða jólatívolí og bara njóta þess að eiga góðar stundir saman.

Yndislegt hvað það er til góðhjarta og frábært fólk. Til lukku öll sömul og góða ferð

Sólrún, 2.12.2007 kl. 01:17

35 Smámynd: Dísa Dóra

Yndislegt að til sé slík góðmennska

Vona að verðin verði ykkur uppspretta gleði og góðra minninga og allir fái úr henni það sem þeir óska

Dísa Dóra, 2.12.2007 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband