4.12.2007 | 08:56
Mjög slöpp
Þuríður mín Arna er ennþá mjög slöpp og mér finnst hún bara verða slappari. Núna er hún komin með hita og liggur algjörlega fyrir, andardrátturinn ekki góður, hóstar ennþá einsog gamalmenni, stinur, kvartar smá og þá líður henni virkilega illa. Öll tjekk uppá spítala komu vel út sem er mjööööög gott en við eigum að koma með hana aftur á fimmtudaginn ef hún verður ekki orðin góð og þá fer hún á einhver sýklalyf (held ég). Annars er hún bara vafin inní bómul og passað vel uppá hana, býst ekki við að hún fái að fara neitt í leikskólann þessa vikuna enda hefur ekkert að gera þangað einsog staðan er í dag. Reyndar finnst henni ofsalega gott og gaman að fá extra dekur hjá múttunni sinni en verst að það fer dáltið illa í þá yngri en hún fær sinn mömmudag þegar þessi verður búin að hrista þetta úr sér sem verður vonandi sem fyrst því ég hef miklar áhyggjur af henni í þessu ástandi.
Allan daginn í gær lá hún hálfmeðvitundarlaus uppí sófa fyrir utan þegar við fórum uppá spítala en þá var hún ekki orðin svona slöpp einsog hún er núna. Allavega þau systkin fengu pakka sendan í pósti í gær og það var svo fynndið þegar ég var búin að draga allt uppúr kassanum sprettur Þuríður mín upp og drífur sig úr sínum náttfötum og byrjar að klæða sig í gjöfina sína. En það voru prinsessu-náttföt-inniskór og Dóru-húfa-vettlingar bæði það sem þær systur dýrka án þess að sendandinn hafi vitað það þannig Þuríður mín svaf í sófanum klædd í nýju náttfötin, skónna og með Dóru vettlingana eheh. Ótrúlega fynndið að sjá hana og verst að ég gleymdi að taka mynd. Dóóhh!! Þær voru hrikalega glaðar með þessa gjöf, Oddný Erla mín fór hamingjusöm í leikskólann í með Dóru húfuna og vettlingana og var að deyja úr montni.
Var annars að fá fyrstu einkunn í hús Ég er svo hrikalega mikið brain að hálfa væri miklu meir en nóg. Ég er nú ekki vön að tilkynna einkunnir mínar svona fyrir alþjóð en þar sem ég er bara svo hrikalega montin hvað mér gengur vel í þessu námi verð ég bara að gera það svo er ekki einsog ég hafi verið að fela mikið hérna síðunni minni með skrifum mínum þá finnst mér nú ekki mikið að segja einkunnir mínar. Vííííí!! En ég fékk 9,4 í bókfærslu, oh mæ god hvað einkunnabókin mín mun líta vel út fyrir þessi jóla að ég held eheh. Er nú eftir að fá þrjár í viðbót en hafði mestu áhyggjurnar af þessari einkunn ehhe og fékk svona líka hátt. Það eru margir sem spurja mig hvernig ég fer eiginlega að þessu þar að segja hugsa um alvarlega veikt barn, hin tvö börnin mín, heimilið, mig sjálfa og lærdóminn. Puffffhhh pís of keik!! Auðvidað líður mér oft mjög illa vegna Þuríðar minnar en þá finnst mér líka gott að geta gleymt mér í lærdómnum sem hjálpar mér ofsalega mikið að reyna hugsa um eitthvað annað. Þetta hefur verið mín mesta hjálp í gegnum þessi veikindi fyrirutan ræktina.
Ég man líka vel þegar ég varð ólett af Theodóri mínum og þá varð fólk hrikalega hneykslað að ég skuli verða ólétt af þriðja barninu með svona stuttu millibili (vissi samt ekki að það væri einhver regla hvað ætti að vera langt/stutt á milli barnanna minna) og ég ætti svona veikt barn fyrir hvort ég gæti bara á annað borð hugsað um öll börnin. Prump segi ég nú bara, þessi gullmoli hefði ekki getað komið á betri tíma og hefur hjálpað okkur miklu meir en ykkur grunar í gegnum þetta allt saman og sérstaklega vegna þess hann kom á mjög erfiðu tímabili hjá Þuríði minni en þá kom hann á besta tíma. Að eiga tvo aðra heilbrigða einstaklinga á móti þessum hrikalegu erfiðum veikindum versta sem gat kom fyrir hefur það hjálpað okkur miklu meir en fólk grunar. Ef ég fengi ein um það ráðið þá væri ég ö-a komin með fjórða einstaklinginn ehehe en það er víst ekki alveg á dagskránni en hann mun koma. Samt ekki komin á mánaðardagskránna hjá okkur Skara kanski ég get potað því einhversstaðar inní thíhí, aldrei að vita? NOT!!
En það er svo skrýtið með marga að þeir halda að maður eigi bara að hætta lifa lífinu ef maður veikist eða barnið manns veikist en það er bara það versta sem einstaklingurinn getur gert enda höfum við fengið ansi mörg hrós frá þeim uppá spítala hvað við lifum sem eðlilegasta lífi þó við eigum þetta veikt barn. Að sjálfsögðu hættum við ekki að gleðja börnin okkar, það er bara nauðsynlegt en ekki bara hella sér útí volæði og leiðindi þó það sé stundum erfitt og auðvitað er það oft miklu erfiðara en fólk heldur þar að segja reyna vera glaður alla daga þó maður sé það ekki en æjhi erfitt að útskýta þetta.
Get ekki skrifað meir, Skari minn ætlar að koma núna heim og leyfa mér að fara í ræktina og svo held ég áfram að sinna sjúklingnum mínum sem er svakalega slöpp greyjið en sem betur fer farin að sötra vatnið þó hún vilji ekkert borða.
Langar að birta tvær myndi í lokin af henni Oddnýju minni þegar hún var að stelast í deigið hennar mömmu sinnar ehehe:
Hérna er hún að stelast, sjáið hvað hún er að fylgjast með múttunni sinni ath hvort hún sé nokkuð að fylgjast með en hún vissi ekki af pabba sínum með myndavélina eheh
Hérna er hún að fá sér skammtinn sinn. Hún minnir mig dáltið á mig þegar ég var lítil en þá var ég alltaf að stelast í að smakka þegar mamma var að baka og beið alltaf eftir því að hún var búin svo ég gæti sleikt sleifarnar ehe.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég dáist af ykkur þvílíkur kjarkur og dugnaður í þér Áslaug. Það mættu margir taka sig ykkur til fyrirmyndar. Kíki stundum og kvitta hér með fyrir innlitið.
Gróa (ókunnug) (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 09:08
TIL HAMINGJU með einkunnina þína, þetta er frábært hjá þér. Þú ert rosalega dugleg!!
Erfitt að lesa um hversu lasin Þuríður Arna er, en gott að þeir finna ekkert óeðlilegt upp á spítala. Vonandi "bara" einhver pest sem líður fljótt hjá, þó svo að pestir geti verið mjög slæmar þegar kroppurinn er veikur fyrir.
Sendi ykkur ljós&kærleika af Skaganum...
SigrúnSveitó, 4.12.2007 kl. 09:10
Elsku litla gullið! Ég sendi ykkur allar mínar góðu hugsanir og strauma og vona að hún hristi þetta af sér sem fyrst Hugsa mikið til ykkar yfir daginn og dáist af ykkur...þið fjölskyldan eruð one of a kind!
Guð veri með ykkur
Kær kveðja, Guðrún
Guðrún Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 09:13
Fallega fjölkskylda og svo ótrúlega dugleg!
Til hamingju með prófin þín Áslaug og frábært fyrir þig að geta það sem þú ætlar þér þó að aðstæður séu erfiðar. Jeminn hvað ég var glöð þegar ég las færsluna þína um Köben....víví hvað það verður gaman hjá ykkur. Nú tendra ég ljós og bið þess að litla snúllan verði orðin hress áður en lagt veður af stað!
Sendi ykkur kærleiksknús og allar mínar bænir
4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 09:39
Þú ert að sanna það svo rækilega að þessi klisja með að ekki sé hægt að lifa lífinu með veikann einstakling á heimilinu, ER KOLRÖNG. Fyrir 20 árum fjórum við hjónin í gegnum gjaldþrot sem var á þeim tíma nánast útskúfun í samfélaginu að dómi margra. Á sama tíma var ég á kafi í pólitik og fór í framboð (í efsta sæti í Norðurlandi vestra) til Alþingis fyrir Þjóðarflokkinn sem þá var til. Það var mjög gaman og afskaplega góð leið til að rífa sig frá gjaldþrotaferlinu. Ég notaði orlofið mitt fyrir bensíni til að sækja framboðsfundi og fannst virkilega gaman. Nokkrum árum síðar varð ég formaður í verkalýðsfélaginu hérna og var það í 6 ár. Já það er allt hægt ef maður bara vill.
Mikið bið ég bataenglana um að drífa sig til Þutíðar og hressa hana við. Dásamlegt að prufurnar koma vel út. Ti hamingju með prófið þitt Áslaug og það verður ekki leiðinlegt að sýna prófniðurstöðurnar sínar í ár.
Þú ert greinilega á réttri hillu í skólanum og ættir bara að vera þar áfram.
Guð blessi ykkur öll Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.12.2007 kl. 10:22
Til hamingju með prófið Áslaug haltu bara þínu striki og láttu enga neikvæðni draga þig niður í því sem þið fjölskyldan eruð að gera. Sendi hlýjar hugsanir og bænir til Þuríðar litlu með von um góðan bata.
Kristín (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 10:33
Til hamingju með einkunnina!!! Þú ert nú alveg snillingur!
Með heilsuna hjá Þuríði Örnu, sko það er einhver leiðindapest að ganga hér í borginni (ég lá eins og slytti í 2 vikur ;) og vonandi er þetta "bara" venjuleg pest hjá snúllunni. En mikið óskaplega erfitt hlýtur það að vera fyrir ykkur foreldrana að horfa upp á hana svona. Vona til Guðs að hún hressist sem fyrst.
hm (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 11:45
Kæra Áslaug og fjölskylda. Eitt af því sem ég hef dáðst svo að þegar ég hef litið við hjá ykkur á blogginu er styrkurinn sem þið finnið til að halda áfram að lifa, það er of mikið um að fólk dragi bara upp fyrir haus og geti ekki haldið áfram þegar svona miklir erfiðleikar steðja að. Þið sýnið óbilandi styrk, kjark og dug því þið hafið svo mikið að lifa fyrir, yndislegu Þuríði, Oddnýju og Theodór. Það verða alltaf einhverjir til að dæma mann en eina sem skiptir máli er að hlúa að sjálfum sér, makanum sínum og börnunum öllum. Þið eruð „rík“ og kunnið að fara vel með það að mínu mati. Og í ofanálag ertu svona bráðgáfuð;) Ekki slæmt! Þiggið alla þá hjálp sem býðst, látið leiðindarpödduröfl ekki ná inn fyrir sálarhjúpinn og njótið hverrar stundar, eigum víst ekki neitt nema daginn í dag:-) Sendi snúllunni batakveðjur:-)
Ólöf (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 12:04
Þetta er í fyrsta skipti sem ég kvitta hér en ég les alltaf bloggið ykkar og finn svo mikið til með ykkur. Getur ekki verið að Þuríður Arna sé með streptokokkasýkingu. Það er víst að ganga núna. Mér finnst að fyrst að henni bara versnar og er nú komin með hita að hún ætti strax að fara á sýklalyf.
Ég veit að mér kemur þetta ekkert við en manni finnst eiginlega að maður þekki ykkur lifir sig svo mikið inn í ykkar líðan, gleðst þegar allt er í lagi og grætur inni í sér þegar henni versnar eins og núna.
Guð veri með ykkur, elsku fjölskylda.
Ágústa
Ágústa Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 12:28
Þú ert flottust Áslaug og það þarf engin að segja neitt annað en það.... ef að maður ætti að velja mann/konu ársins þá er það hiklaust þú...
koss og knús og vonandi að hitinn fari nú að fara út minni.... koss og knús á ykkur....
þín vinkona Þórunn Eva
Þórunn Eva , 4.12.2007 kl. 13:13
Til lukku með einkunnina. Allir sem ég heyri í eru með flensur heima finnst mér :p ojojojojjj
Vonandi gengur þetta fljótt yfir hjá hetjunni þinni og hún hressist sem fyrst. ohhh nú langar mig í kökudeig þegar ég sé myndirnar mmmm nammi namms
Hrundski (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 13:27
Þið eruð best :o)
Knús til ykkar
Luv Magga
Magga (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 14:36
með einkunnina þína.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.12.2007 kl. 16:57
Unnur R. H., 4.12.2007 kl. 18:00
Til hamingju með níuna þína skvísa
Vonandi fer þetta nú að hjaðna hjá litlu snúllunni, það er ekki hægt annað, að koma jól og svona
Marianna (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 18:10
Til hamingju með einkunnirnar!!!
Og extra batastraumar til Þuríðar litlu!!!!
Ylfa Mist Helgadóttir, 4.12.2007 kl. 19:58
til hamingju með velgengnina í náminu Áslaug mín :)
Er krúttan ekki bara sætust að laumast í skálina hehehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 4.12.2007 kl. 22:32
Vá 9,4 í einkunn, þú sprengir skallan með þessu áframhaldi.Vildi ég væri svona fimur eins og Gunnar Helgi.Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.