6.12.2007 | 08:30
"ég veit hvað ég vil fá um jólin"
Núna gengur tíðin sú í garð
er gjafmildin er svo hrein.
Á óskalistanum er aðeins ósk ein.
Ég veit hvað ég vil fá gefins í ár.
Mín von er sú óskin rætist brátt.
Ég er pínulítið kvíðin
það er kannski of mikið
sem ég vil fá.
Ég vona ég eigi það skilið
ég skyldi mega dreyma
það megar allir jólunum á.
Jámm það vita allir hvað ég vil í jólagjöf og það kostar ekkert nema kraftaverk, það gerðist kraftaverk síðustu jól og ég vona svo heitt og innilega að það verði aftur í ár. Hún getur, hún ætlar og hún skal.
Nóttin í nótt var erfið hjá Þuríði minni og á móti svaf ég að sjálfsögðu ekkert, hún var með mikin hita í nótt og andardrátturinn hjá henni lísti bara líðan hennar. Ég sem hélt að hún væri á uppleið í gær, bwaaahhh!! Hún er t.d. nývöknuð núna eftir nóttina en er samt að sofna hérna hliðina á mér, ömurlegt að sjá hana svona.
Ég og Skari vorum búin að ákveða fyrir sirka tveim mánuðum að við ætluðum að hafa kósý helgi núna um helgina, planað var að senda börnin uppá Skaga í næturpössun eða meira eiginlega í sólarhringspössun. Fara snemma á laugardeginum og ná í þau aftur aðeins seinna á sunnudeginum en það verður víst ekki úr því en við ætlum samt ekki að sleppa pössuninni þannig séð en tengdamóðir mín yndislega mun mæta hingað í sveitina og passa grislingana. Við ætlum að halda okkur við plönin okkar þar að segja fara í Bláa lónið og svo um kvöldið á laugardaginn munum við fara á jólahlaðborð á Nordicca með familíunni minni. Vávh hvað ég hlakka til. Stebbi og Eyfi að spila þannig það skemmir ekki heldur. Ég vona bara að Þuríði minni fari að lagast svo við komumst á mánudaginn en það væri þá ekki hundrað í hættunni þar sem heilsan hennar gengur fyrir, hún er ekki pínd í neitt sem við höldum að hún ráði ekki við.
En hvað haldiði? Ég ákvað að hringja í hjálpartækjastöðina útaf nýju kerrunni sem Þuríður mín á að fá en hún átti ekki að vera til fyrr en eftir hmmm fimm/sex vikur en okkur sárvantar hana ef við komumst á mánudaginn því það fer svo illa um hana í okkar kerru. Viti menn konan sem sá um afgreiðsluna á kerrunni ætlar að láta okkur fá hana á morgun, setur bara bráðabirgðabelti á hana því hitt er ekki tilbúið. Þvílík góð þjónusta og ég sem hef kvartað og kveinað undan þjónustunni hjá TR en þetta er reyndar ekki það sama en samt, þannig mig langar að hrósa þeim hjá hjálpartækjastöðinni fyrir frábæra þjónustu þó við þurfum að skila kerrunni aftur þegar við komum heim en það er bara til að fá betra belti fyrir hetjuna mína. Vááávvvhh!!
Ætla koma hetjunni minni fyrir á betri stað, alveg búin á því eftir klukkutíma vöku. Búa vel um hana í mömmubóli en svo ætlum við að fara uppá spítala í tjékk með hana, reyndar eftir að hringja í doktorana en þeir vildu fá hana í dag ef hún væri ekki orðin góð og hún er bara orðin verri síðan á mánudag. Ömurlegt.
Ekki gleyma því að gefa knús, þið vitið hvað þau gefa manni ofsalega mikið.
Knúúúússs til ykkar allra.
Slaugan
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku kerlingarnar mínar! Mikið er þetta erfitt..nú þufum við öll sem komum hér við að tendra ljós handa Þuríði...við höfum gert það áður og nú sláum við met á kertasíðuna hennar...því það hjálpar!
Knús á ykkur, ætla að skella mér í kertin
Kærleikskveðja 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 08:45
gangi ykkur vel sæta mín...koss og knús
Þórunn Eva , 6.12.2007 kl. 09:34
KNÚS TIL YKKAR FRÁ DANAVELDI!!!!!
Vonandi fer hún að ná sér elsku dúllan.
Góða skemmtun á jólahlaðborði.
Hilsen frá DK.
Brynja (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 09:35
Elsku elsku ,mikið er sárt að lesa núna,en þar sem mikil kraftakona sem á í hlut ,þá á hún eftir að hrista þetta af sér þessi elska,megi góður GUÐ vaka og vernda ykkur öll.Kv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 09:41
Vonum innilega að Þuríður fari að hrista þetta af sér. Gangi ykkur vel í öllu sem er frammundan.
Kveðja Elfa
Elfa (SKB) (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 09:47
Risa knús, þið eruð fallegust
Katrín (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 10:01
Fáið endilega lyf fyrir hetjuna ykkar, hún verður þá farin að hressast á mánudag. Góða ferð í Danaveldi´
Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 10:39
hæ elskuleg
ææ hvað er erfitt að lesa þetta, vona að allt gangi og allt fari að lagast þið egið það svo innilega skilið knús og kossar til ykkar
mundu slauga mín þú ert yndisleg og alltaf svo sæt :-)
rakel (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 11:17
Þjáningar viljum við ekki sjá
Hugsun og líðan er erfitt að tjá
Gleði í hjarta og engin tár
Kraftaverkið kemur í ár
kveðja
Asa
ása (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 11:36
Ég áttaði mig á því MÉR TIL SKELFINGAR að ég fór að hugsa. Hvernig getur HÚN farið út að skemmta sér og barnið hennar svona veikt. Ég varð svo reið útí sjálfa mig fyrir þessa hugsun og verð að játa það að gamla hugarfarið er lífseigt og ég verð virkilega að passa mig.
Ég er mjög glöð með það að þið skulið BÆÐI ætla að eiga góða helgi saman og njóta þessa að vera með vinum og kunningjum.
Bið svo heitt og innilega um að henni Þuríði batni sem allra allra fyrst. Kaupmannahöfn er auðvitað draumurinn, en eins og þú segir þá er það heilsan hennar Þuríðar sem er aðalmálið. Bið Guð að blessa ykkur öll Fríða
friða (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 11:57
vonandi hressist nú ofurhetjan okkar um helgina og verður spræk á mánudag, ég trúi ekki öðru
Njótið ykkar dekursólahrings fram í fingurgóma krakkar mínir. Guð veri með ykkur öllum
Guðrún Jóhannesdóttir, 6.12.2007 kl. 13:07
Góða skemmtun um helgina. Þetta mun bara hafa góð áhrif á ykkur hressa svolítið upp á sálartetrið. Bið algóðan Guð um að láta Þuríði litlu batna fljótt hún er sannkallað kraftaverk blessunin.
Kristín (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 14:27
Hinn Hæsti HImnasmiður verði með ykkur og lini þj´ningarnar.
Kertin loga sem tákn um vonina og tilfinningarnar sem eru alltumlykjandi.
Mér ber að þakka fyrir ljósið sem þú sendir okkur sem lesum um kærleikann og fórnfýsina, sem er foreldrum svo nær en í amstri hverdagsins, svo fjarrænn.
Búmannssorgirnar verða svo ofur léttvægar ef speglað er í þeirri hugarátök, sem vanmáttarkenndin er gangvart vanlíðan ástvina, hvað þa´barnanna sem eru Guðsgjafir sem við höfum mis lengi að láni.
Ég mun hugsa til ykkar þegar kertaljósin kvikna heima hjá mér og mun senda bænakvak út í það óráðna ykkur tileinkaðar.
Bjarni Kjartansson, 6.12.2007 kl. 15:07
Knús til hetjunnar
Þórunn (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 17:04
Þegar ég kíkti hér inn bað ég til Guðs að fá góðar fréttir, en þær hefðu mátt vera mikð betri. Ég kíki alltaf annað slagið á ykkur hér á síðuna, en enda oftast með tárin í augunum og sorg í hjarta.
Gott hjá ykkur að gefa ykkur tíma saman, öðruvísi gengur þetta sennilega ekki, þetta er eitt af því sem við þurfum að æfa okku í, það er að skilja börnin eftir annarstaðar og fá smá tíma án þeirra. Ég kveiki á kerti fyrir Þuríði, og ykkur öll. Risa faðmlag
Kveðja frá Kanada.
3 barna móðir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 17:32
Knús á ykkur elskan mín !!
Marianna (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 17:46
knús til ykkar allra
Boston ( Guðrún) (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 18:35
Elsku snúllan litla! Allar mínar hugsanir og bænir eru hjá ykkur hetjufjölskylda, knús til ykkar
Guðrún Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 19:09
KNÚS TIL YKKAR.Eigið góða helgi.Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 19:44
Stórt knús......hef lesið síðuna þína síðustu vikur, en aldrei commentað....en, verð núna....elsku reynið að slappa af, hvort sem það er sólarhringur eða 4-10 klst. Það munar um allt. Á eftir eruð þið sterkari, og getið gefið börnum ykkar alla ykkar orku.
Svanhildur Karlsdóttir, 6.12.2007 kl. 19:58
Gangi ykkur vel.
Jóhanna (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 20:19
Sæl verið þið kæra fjölskylda,
ég sendi ykkar hér og me'ð stórt knús.Ég vona svo sannarlega að hetjan ykkar fer nú að batna af þessu híta og það ,bara svo hún gæti farið og skemmta sér aðeins með ykkar á Mánudaginn,Við erum öll að biðja á fullu fyrir hana og ykkar öll.Ég óska þess að þið njotið þess að slaka á í bláalónið,systur mín vinur lækningalind megin og hefur boðið okkur að prufa og váaaa hvað það er nótalegt.Guð verið með ykkur öll og guðs englar vaka yfir Þuríður og styrkja hana.Guð bleeið ykkar .Kær kveðja Dee
Dolores (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:29
Sendi ykkur stórt knús og óskir og von um að litla hetjan nái sér fljótt og hristi þetta af sér, eins og annað sem á hana hefur herjað. Hún er kraftaverk þessi stelpurófa. Bestu kveðjur, Stella A.
Stella A. (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:30
Sendi ykkur öllum Riiiiiissssssa riiiiiiissssssa KNÚS
Með kærri kveðju frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:01
Knús til ykkar allra - Guð - sem allt skilur og allt bætir - veri með ykkur alla daga - þið eruð ótrúleg og eigið ALLA mína aðdáun!!!!
Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:53
Þið eruð svo dugleg, ég trúi á kraftaverk og finnst í raun saga ykkar nú þegar kraftaverk. Knús og kveðjur
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 6.12.2007 kl. 23:07
Kraftaverk eru raunveruleg og óskir rætast. Kærleiks og batakveðjur.
Kristjana (ókunn) (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 23:27
Guð, gefi ykkur áfram kraftaverk. duglega fjölskylda. Litla hetjan ykkar er kraftaverk, knús og kveðjur Sólveig
Sólveig Jónsd (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 00:01
Fríða skrifaði: Ég áttaði mig á því MÉR TIL SKELFINGAR að ég fór að hugsa. Hvernig getur HÚN farið út að skemmta sér og barnið hennar svona veikt. Ég varð svo reið útí sjálfa mig fyrir þessa hugsun og verð að játa það að gamla hugarfarið er lífseigt og ég verð virkilega að passa mig.
Mikið er þetta einlægt hjá Fríðu. Auðvitað dettum við öll annað slagið í neikvæðar og ósanngjarnar hugsanir, við erum nú öll mannleg. En mér finnst svo aðdáunarvert þegar við tökum eftir þessum augnablikum, nýtum okkur þau og lærum af þeim. Breytum sjálf hegðun okkar og hugsunum!
Knús tilbaka á línuna! Njótið Nordica Spa og alls þessa í botn. Nú þurfum við kallinn minn einmitt að fara að gera eitthvað svona áður en við súrnum hér hvort í öðru ;o) Þetta er nauðsynlegt fyrir hvert gott hjónaband.
Luv, Ylfa
Ylfa Mist Helgadóttir, 7.12.2007 kl. 00:29
Knús til ykkar allra við vonum bara það allra besta. Þuríður er svo mikil hetja að það kæmi mér sko alls ekki á óvart ef hún kæmi með annað kraftaverk!
Sólveig systir hennar Sóleyjar (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 01:18
Elsku þið . ég sendi allar mínar bænir ykkur til handa. Megi algóður Guð gefa kraftaverk og það sem fyrst. en mig langar líka að fá leiðbeiningar um kertasíðuna, hvernig ég kveiki á kerti og allt það ( staf fyrir staf þar sem ég er ekki mikil tölvukona) er marg oft búin að reyna að kveikja á kerti og veit ekki hvort það hafi tekist. ef einhver væri til í að kenna mér (og kannski eru fleiri svona klaufar eins og ég, það væri vel þegið svo ég geti kveikt á kertum fyrir hetjuna ungu. með fyrirfram þökk og baráttukveðjum
kv.Guðný
Guðný (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 08:58
Kæra Guðný,
þú ferð inn á kertasíðuna, ferð með bendilinn á kerti, sem ekki er kveikt og smellir á það.Á næstu mynd smellir þú á continue. Á næstu mynd merkir þú reitinn á miðri mynd með nafni eða stöfum og smellir á continue, þá kemur mynd af kerti með kveik, sem þú smellir á, þá kviknar á því og þú smellir á continue. Síðast smellir þú á yes eða no, og þetta er komið.
Kveðja Helga Har.
Helga Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:13
Stundum óska ég þess að ég vinni í lottó en ég gef þér óskina mína: Ég óska þess heitt og innilega að þú fáir gjöfina sem þú átt svo sannarlega skilið!
DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.