Leita í fréttum mbl.is

Mér er illt í hjartanu

Ég hef ekki þorað að viðurkenna það alla síðustu viku hvað ég væri hrædd og núna er ég ennþá hræddari og verð hræddari með hverjum deginum sem líður.   Þuríður mín Arna er mjög slöpp, engin hiti eða neitt þannig en hún kvartar mikið hvað hún sé svöng en vilji samt ekkert borða því hún þarf að gubba.  Hún hefur legið alfarið fyrir í níu daga en í nokkra daga af þeim hefur hún verið með hita en ekki núna eða síðan á fimmtudag, hún sefur mjög mikið og kvartar dáltið hvað hún sé þreytt og við vitum hvað það merkir þegar hetjan mín kvartar undan einhverju því þá líður henni virkilega illa.  Gvuuuð hvað ég þoli ekki desember, ég hélt að við fengjum góðan desember þetta árið en það höfum við aldrei fengið síðan hún veiktist.  Ömurlegt!  Ég sem hef alltaf elskað þennan mánuði enda mikið jólabarn eða öll fjölskyldan, það er svo gaman að sjá hvað krakkarnir eru mikil jólabörn reyndar er Oddný mín Erla sem talar mest um jólin á heimilinu og er svakalega spennt að fá pakka, fara á jólaböll og þess háttar. 

Ohh hvað ég vildi að ég væri glöð í hjartanu og liði ekki svona illa en ég finn alveg hvað krafturinn er að sogast úr mér, að horfa uppá hana Þuríði mína svona er hrikalega erfitt.  Erfiðast í heimi.  Núna er þessi tími sem mig langar að leggjast í gólfi, sparka fótum og grenja úr mér augun.  Afhverju þarf lífið hennar að vera svona erfitt, afhverju þarf hún að þjást svona, afhverju getur hún ekki verið heilbrigð.  Hún má alveg vera ofvirk, hvatvís þannig það þurfi að hafa fyrir henni en ekki með þennan illvíga sjúkdóm.  Aaaaaaaaaaaaaaaaaaargghhh!!

Rétt í þessu var hetjan mín að vakna af einum dúrnum sínum og það fyrsta sem hún sagði við mig "mamma ég er þreytt", mikið svakalega hlýtur henni að líða illa eða vera mikið þreytt enda leggur hún sig oft á dag.  Váávhh hvað þetta er erfitt.  Mig langar að taka eitthvað á mig, afhverju get ég ekki fengið hluta af þessari þreytu, mér er alveg sama þó ég sofi bara þegar ég er orðin gömul ef það myndi hjálpa henni eitthvað?  Afhverju valdi hann hana?  Ekki misskilja mig, ég hefði ekki viljað að hann hefði valið einhvern annan þó það væri minn versti óvinur.  Þá á ekki að leggja svona á neinn, EKKI NEINN.  Shit ég er alveg farin að skelfa.

Við ætlum að hringja í hjúkkuna okkar á eftir og segja henni frá stöðu mála, ef hún verður svona þegar við komum heim frá Koben þar að segja ef við fáum leyfi að fara út þá ætlum við að heimta myndatökur því við höfum áhyggjur að þar er eitthvað að ske?  Við erum ofsalega hrædd við það.  Þó hún sé svona slöpp langar mig ofsalega að fara með börnin mín út og ath hvort hún myndi ekki hressast við að sjá sveinka vin sinn, sjá öll jólaljósin í Koben, kíkja í nokkur tívolítæki og knúsast með okkur fjölskyldunni.  Stundum finnst manni líka að við séum að renna út á tíma, æjhi það er þegar henni líður svona og maður verður hræddur og þá vill maður nýta hvern dag alveg uppí topp.

Við píndum mat í hana í gær, héldum henni (þannig séð) og hún borðaði smá sérstaklega því hún var að borða fyrir Lindu sína, Skarphéðinn sinn og strákana sína(uppáhaldin hennar).  Annars er ofsalega erfitt að koma í hana mat en við erum "heppin" að hún drekkur þó mikið vatn, hún er þá allavega ekki á meðan að þorna upp.

Jú við Skari kíktum á jólahlaðborðið á Nordicca í gær og það var ofsalega gaman.  Slurp hvað forrétturinn var góður en ég var orðin svo pakk af honum að ég gat ekki fengið aðalréttinn og eftirréttinn eheh.  Ég elska þetta pate, síldina, laxinn en mér fannst samt vanta súpuna eheh, finnst nefnilega svona veitingastaðasúpur æðislegar.  Það myndi duga mér ef ég væri að fara útað borða að fá bara súpu þá sérstaklega humarsúpu, mmmmmm!

Haldiði það sé að meðaleinkunnin mín sé komin í 9,47, trallalala!!  Ég gæti talað endalaust mikið um skólann og einkunnir mínar því ég hef ALDREI fengið svona góðar einkunnir, það þarf greinilega að vera álag á minni þannig mín meikið það í skólanum þó ég vildi óska þess að líf mitt væri aðeins öðruvísi.  Að ég væri ekki að lifa í þessum veikindaheimi, sem er erfiðast í heimi.  Ég vildi óska þess að ég væri bara að pirra mig á því hvað börnin mín væru hrikalega oft veik og bossinn minn orðin langþreyttur á mér útaf því, en ég fæ víst ekkert um það ráðið.

Ég er ekki vön að biðja um mikið en mig langar að biðja ykkur um að kveikja á kerti fyrir hetjuna mína og leggjast á bæn og vona að hún rífi sig uppúr þessu og þetta sé ekkert alvarlegt.  Ég trúi því að samanlagðar sálir geti einhverju breytt.

Var næstum því búin að gleyma að segja ykkur frá því þegar við sögðum krökkunum í gærkveldi að við værum að fara í flugvélina og kíkja í jólatívolí eheh.  Þuríður Arna mín er svo slöpp að hún kipti sér lítið við það en Oddný Erla mín öskraði af kæti svona án gríns þá gjörsamlega öskraði hún og litli pungsi minn hann Theodór Ingi hermdi eftir henni ehe en hann er farin að herma eftir henni í öllu. Núna er Oddný mín alltaf að spurja hvort við séum ekki að fara í tívolí, æjhi snúllan mín hrædd um að við séum að hætta við því hún heyrir okkur náttúrlega á tjattinu um þetta allt saman. Vonandi ekki samt.

Takk fyrir mig í dag en hetjan mín er að kvarta hérna þannig ég ætla að sinna henni en þið vitið ekki hvað ég er heppin hvað hin eru svo hrikalega góð og dugleg að leika sér, þarf að hafa lítið fyrir þeim þó Oddný mín þurfi sína athygli og sakni stundum stundanna með mömmu sinni en þá eru þau svo meðfærileg og æðisleg. 

Farin að knúsa börnin mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Ég hef nú kveikt á kerti og bið að góðar vættir vaki yfir ykkur.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 9.12.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Menorah 3  ég verð ekki heima í dag svo þessi kerti brenna á meðan. Vona að bið um allt hið besta ykkur til handa.  Guð geymi ykkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég sendi ykkur ósk um betri líðan fyrir Þuríði Örnu.  Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  Megi ljós og kærleikur vera með ykkur í erfiðleikum.  Vonandi fáið þið að fara út með börnin, og ég vona að þið skemmtið ykkur vel.   Knús á þig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2007 kl. 11:48

4 identicon

Sæl

Þú þekkir mig ekki en ég er búinn að lesa allt sem þú hefur skrifað um veikindi "hetjunnar" þinnar og ég sendi ykkur hér með mínar bestu baráttukveðjur og ég mun kveikja á kerti og biðja fyrir henni. Dóttursonur minn var að greinast með krabbamein fyrir tveimur mánuðum síðan og ég vona svo heitt og innilega að það gangi allt vel hjá honum ( minni hetju ) og þinni hetju.

kveðja,

Palli

Palli (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 11:49

5 identicon

ég þekki ykkur ekki en sá þessa síðu og sendi ykkur baráttukveðja og vona að allt gangi vel og þið komist heim með prinsessuna ykkar og hef ykkur með í bænum mínum kveðja

eva björk (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 11:53

6 identicon

Ég hugsa daglega til ykkar fjölskyldunnar. Nú er ég ein af þessum ókunnugu, en þar sem þú ert svo góður penni þá finnst mér að ég þekki ykkur töluvert.

Það er vægast sagt öm að litla hetjan ykkar sé nú svona slöpp, og ekki tapa voninni um kraftaverk og að þið náið að komast með alla molanna ykkar ut til Köben.

ég vildi að ég gæti tekið utan um ykkur og sagt eitthvað fallegt, en.......... ég verð bara að senda hugsanir og bænir til ykkar.

Varðandi einkunnir hjá þér. Þú ert náttúrulega bara haus!!!!!!!!

Vissir þú ekki af því ? Hvaða hvaða.  Til hamingju barasta, og haltu bara áfram að læra. Það mun gefa þér mikið.

Þú ert greinilega karakter sem vinnur vel og samviskusamlega þrátt fyrir að þurfa að vinna undir miklu álagi.

Og svona að endingu ég held að þú hljótir að eiga afskaplega dugleg vel upp alin  og greind börn sem gefa mömmu tíma til að vinna allt sem hún þarf að gera, sem að er meira heldur en að góðu hófi gegnir.

Þau eru sannkallaðir gullmolar.

Gangi ykkur vel í daglega stríðinu

Gunna (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 11:59

7 identicon

Leyfi mér að nefna hvort að við ættum fá að halda bænastund og biðja fyrir hetjunum okkar?Bið algóðan guð um kraftaverk.Kærleikskveðjur til allra.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 12:02

8 identicon

Elsku Áslaug, ég skal sko kveikja á kerti á eftir þegar ég kem heim úr vinnunni og ég ætla líka að biðja fyrir elsku litlu Þuríði Örnu og með það að leiðarljósi að þið getið átt góðar stundir í Köben

Guð veri með ykkur

Berglind Elva (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 12:12

9 identicon

Elsku fjölskylda

Allar mínar bænir til handa ykkur.  Æi hvað þetta er erfitt! Svona fallega sálir sem þið eruð nú verður að létta til hjá ykkur og við hin getum hjálap með bænum og ljósum.

Bið guð að gefa litlu snúllunni styrk og krafta

með kærleik 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 12:14

10 identicon

kveiki á þuríðarkertinu og bið fyrir hetjunni.  vonandi getið þið farið í tívolí og átt saman góðar stundir. knús og kram. Guðrún

´Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 12:16

11 identicon

Æi hvað þetta er ósanngjarnt eins og það sé ekki búið að leggja nóg á þessa litlu hetju og ykkur öll. Ég vona svo sannalega að þið fáið fararleyfi til köben og getið notið þess að sjá jólaljósin og upplifa jólastemminguna. Guð blessi ykkur öll þið eruð algjörar hetjur (innilega til hamingju með öll prófin þú ert bara snillingur)

 amý

amý (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 12:41

12 Smámynd: Þórunn Eva

knús og koss á þig sæta mín... farðu vel með þig og vonandi komist þið út á morgun....

þín VINKONA 

Þórunn Eva , 9.12.2007 kl. 13:06

13 identicon

Kæra fjölskylda,

við erum búin að kveikja á kertum fyrir Þuríði og einnig fyrir ykkur - bæði hér og á stofuborðinu.

Bið heitt um  kraftaverk til handa Þuríði. Kærleiks og baráttukveðjur. Þið eruð áfram í bænum mínum, Guð geymi ykkur.

Sigrún (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 13:33

14 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda

ég vildi svo innilega að ég gæti tekið eitthvað af áhyggjum þínum yfir á mig, deilt þeim með þér. Ég vona innilega og bið þess heitar en áður að Þuríður fari að hressast og að þetta sé bara leiðindapest sem leggst aðeins verr á hana en aðra! Vona að Köben rífi hana upp og hún komist í jólaskap með systur sinni og ykkur hinum!

Kveiki á mörgum kertum og bið verndarenglana okkar að kíkja til ykkar :)

knús og góða ferð til Köben! njótið ferðarinnar af bestu getu og fáið jólaandann yfir ykkur :)

kv. anna

já og til hamingju með prófin! ekkert verið að spara það í góðum einkunum :) ÆÐI

Anna ókunnug (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 14:18

15 identicon

Við kveikjum á kerti og biðjum guð um að hjálpa litlu dömunni ykkar að ná góðum bata. Bestu kveðjur, Elsa Lára og fjölskylda Akranesi.

Elsa Lára (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 14:21

16 identicon

Sendi bænir til HANS sem öllu ræður um bata fyrir litlu hetjunni ykkar.  Til hamingju Áslaug mín með einkunirnar þínar.  Góða ferð til Köben yndislega fjölskylda og Guð verndi ykkur og leiði.

Kristín (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 15:54

17 identicon

Ég kveikji á fullt af kertum fyrir elskuna litlu, ohh þetta er svo sárt að lesa að hún sé svona slöpp, vonandi fer hún að hressast og njóti ferðarinnar. kær kveðja og góða ferð.

Sigga (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 15:58

18 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Elskulega fjölskylda, ég ætla að kveikja á kerti á síðunni hennar Þuríðar og svo hérna inni hjá mér.

Mikið vildi ég að ég gæti sagt eitthvað, gert eitthvað sem breytti stöðunni hjá ykkur, en því miður...

Sannarlega vona ég að þið komist út, þið verðið eiginlega bara að fara, Þuríður nýtur þess að hluta a.m.k. þó hún sé slöpp, heldurðu það ekki???

Úff, ég bara skæli hérna eins og auli, sitjandi við tölvuna og fæ augngotur frá heimilisfólkinu sem veit ekki að ég var að lesa bloggið þitt .

Elsku þið öll, ég bið góðan Guð að gefa ykkur styrk, gefa kraftaverk, gefa hetjunni styrk til að geta farið og notið alls þess sem tívolíið hefur að bjóða henni.

Æ þið eruð orðinn svo stór hluti af lífi mínu að mér finnst ég þekkja ykkur og eiga smá í ykkur.

Knús og kærleiksljós til ykkar af Skaganum

 Ykkar Gunna hjá OLÍS Esjubraut

Guðrún Jóhannesdóttir, 9.12.2007 kl. 17:15

19 identicon

Kæra fjölskylda við fylgjumst alltaf með ykkur hérna og það er ekki annað hægt að segja en að þið séuð öll hetjur. Við erum búin að kveikja á kerti fyrir Þuríði Örnu sem mun loga í allan dag og næstu daga, og vonum við að hún sýni enn eitt kraftaverkið og hristi þetta af sér litla skinnið, og fái að njóta jólaundirbúningsins. Góða ferð á morgun í tívolí.

Inga Magný og fjölskylda

Inga Magný Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 17:17

20 identicon

Kveiki á kerti fyrir Þuríði Örnu og leyfi að loga í allt kvöld.......logandi kerti og góðar hugsanir og bænir geta gert kraftaverk!

Gangi ykkur vel!

Rebekka

Rebekka (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 17:39

21 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið finn ég til með ykkur og það er nú ekki ofverkið okkar að kveikja á nokkrum kertum og eiga bænastund til að senda Þuríði bata og orku. Allt slíkt hefur áhrif og hjálpar, það er ég handviss um. Guð hlustar og svo gefur vissan um að bænir séu beðnar, ykkur von og trú og ekki veitir nú af. Ég bið Guð að senda henni Þuríði Örnu heilunarorku og ljós, að ógleðin verði frá henni tekin og hún fái matarlistina og geti vakað meira með hverjum deginum sem líður. Ég bið um að þið geti farið til Kaupmannahafnar og átt ógleymanlegar stundir með yndislegu börnunum ykkar. Bið Guð að gefa ykkur orku og styrk til að takast á við lífið eins og það heilsar ykkur dag hvern. Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.12.2007 kl. 17:39

22 identicon

Elsku fjölskylda ofsalega finn ég til með ykkur er búin að kveikja á kerti og byðja fyrir henni. Ég vona svo sannarlega að þið komist út til Köben og njótið hverrar mínútu. Góða ferð og guð fylgi ykkur.

ókunnug frá Eyrarbakka (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 18:02

23 identicon

Kæru fjölskylda ,

                             við erum með kertum kveikt fyrir ykkar og erum að fara með bænir stöðugt fyrir henni úríður Arna,ég óska þess innilega að hún fer að rífa sig upp úr þessu,það er svo sorglegt að vita af svona litla engill vera svona slöpp enn hún er algjöt hörkutól samt,hún berjast og berjast alveg á fullu og ég bið Guð a´máttugur að veita henni stór kraftaverk og gef henni bata fyrir eitt og öllu,það er búin að leggja nóg á þessi hetja.Maður skilur ekki afhverju svona er lagt á börn eða menn yfir höfuð.Ég vona að þið komast til Danmörku og að allt mun ganga upp fyrir ykkar.Guðs englar gæta og styrkja ykkur öll þið eru alltaf með okkur í bænum okkar og verð það alltaf.Kær kveðja og stórt knús til ykkar.Kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 18:21

24 identicon

Sæl aftur ,

                 ég sé að ég gleymdi að setja Þ þarna við Þuríður Arna .fyrirgefðu.Kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 18:22

25 identicon

Ég sé ,

               ég hef betur farið yfir færslan áður en ég staðfesti hann stafsetningunni hríkalegt enn og aftur sorry

Dolores (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 18:24

26 identicon

Svo sannarlega skal ég kveikja á kerti fyrir litlu stúlkuna ykkar.  Ég bið þess  að hún  sigri í þessari hörðu og ósanngjörnu baráttu. Þuríður Arna  er ótrúlega duglegt barn en ég hef lesið skrifin þín um hana, kæra  Áslaug og það hefur snortið mig djúpt að fylgjast með lífi ykkar og þeirri þrautagöngu, sem það er að eiga veikt barn.  Og litlu systkinin hennar eru yndisleg börn.  Vonandi farið þið til Kaupmannahafnar og njótið þess vel, öll fjölskyldan.  Guð gefa ykkur styrk til að takast á  við hverja þraut.  

Auður (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 18:40

27 Smámynd: Elísabet Reynisdóttir

gangi ykkur vel,  kveiki á kerti og bið fyrir litla ljósinu ykkar! Megi örlögin gefa ykkur góðan desember.

Elísabet Reynisdóttir, 9.12.2007 kl. 19:38

28 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég las þennan pistill hratt og ímyndaði mér að þú værir búin að skrifa þetta í flýti... ég vildi óska að ég gæti hjálpað ykkur úr þessum "kvölum" ég kveiki á kerti og bið til einhvern álmáttugan að hjálpa litlu hetjunni ykkar.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.12.2007 kl. 22:35

29 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Þið eruð í öllum mínum bænum. Knús og kram.

Bergdís Rósantsdóttir, 9.12.2007 kl. 23:16

30 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fyrigefðu kæra Áslaug, til hamingju með einkunnina þína. Þú ert ekki smá dugleg kona góð. Þó að Þuríður sé mikið lasin og það taki huga manns, þá má ekki gleyma því gleðilega. Og prófin þín eru það svo sannarlega. Heldur Glitnir ekki bara áfram að styrkja þig til náms, því það heitir svo sannarlega að fá MIKIÐ fyrir lítið. þetta er ekki nema örstutt sekúntubrot að vöxtum sem það kostar að mennta SÉNÝ. Húrra fyrir því, Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.12.2007 kl. 01:19

31 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Á kertum verður kveikt, óspart fyrir litlu snúlluna. Virkilega átaknalegt að heyra hvað henni líður illa og þar með ykkur öllum. Þú átt aldrei að hika við að tala við hjúkrunarfólkið ykkar, til þess er það. Betra oftar en sjaldnar. Vonandi fer líðanin smátt og smátt að skána eftir því sem hún venst lyfjunum.

Innilegar hamingjuóskir með árangurinn, þú ert að brillera í þínu námi við afar erfiðar aðstæður.  

Baráttukveðjur

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.12.2007 kl. 02:34

32 Smámynd: Inga Steina Joh

'Eg skal kveikja á kerti fyrir ykkur. 'Eg var bara að spá í hvort það væri búið að taka lungnaröntgen af Þurðíði? 'Eg á lítinn son sem var "svona" lasinn, ekki með krabba, en mikið lasinn. OG eftir marga túra til læknis og svo að lokum innlaggningu á sjúkrahús þá fundu þeir loksins út að hann var með lungnabólgu sem kemur ekki fram á blóðprufum. Hann varð ekki betri fyrr en hann fékk stera og breiðspekrað pencilin. Og hann fékk þetta aftur núna  í oktober, sást bara á röntgen. 'Eg vildi bara láta vita því maður verður svo ráðalaus þegar þau liggja svona og eru greinilega mikið lasin. Gangi ykkur vel og ég bið kertaljósið mitt um að senda ykkur styrk og hlýju.

Inga Steina Joh, 10.12.2007 kl. 05:30

33 identicon

KNÚS aftur KNÚS.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 06:22

34 identicon

Vonandi getið þið átt góða fjölskyldustund í Köben með yndislegu börnunum ykkar. Ég kveiki á kerti fyrir Þuríði og bið um kraftaverk.

Dísa (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 09:49

35 identicon

Ég bið góðan Guð að vaka yfir ykkur í fjölskyldunni og ekki síst að þið eigið góðan tíma saman í Kaupmannahöfn. Ég hef fylgst með síðunni þinni af og til og dáist af því hvað þú og þið öll eruð dugleg, Ég ætla að kveikja á kertinu fyrir ykkur, hef gert það af og til og fundist ég vera gera gagn því máttur bænarinnar er mikil og þegar margir biðja magnast bænin.

Baráttu kveðjur

Gunnhildur

Gunnhildur Arnars (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 10:55

36 identicon

Kæra fjölskylda.

 Ég vona svo sannarlega að þið komist til Köben og getið átt þar góða daga saman. Ég kveiki á kerti fyrir Þuríðu Örnu og ykkur öll og sendi ykkur  mína sterkustu strauma  og bið til Guðs að þið getið haldið gleðilega aðventu og jól. Vonandi fer duglegu hetjunni að líða betur og til hamingju með frábæran árangur í skólanum, þú ert líka hetja, þið eruð öll hetjur,

Bestu kveðjur, Elísabet (ókunnug)

Elíasbet (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 11:36

37 identicon

Sæl duglega fjölskylda.  Ég þekki ykkur ekkert en hef hitt Óskar í tengslum við SKB.  Hef örlítinn skilning á aðstæðum ykkar og finn til sterkrar samkenndar við skrif þín.  Minn sonur er með krabbamein og rétt byrjaður í lyfjameðferð.  Vona að guð gefi fallegu stelpunni ykkar betri heilsu og ykkur öllum yndisleg jól.  Baráttukveðjur  Þóra

þóra (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 12:08

38 identicon

Halló kæra fjölskylda. Kíki alltaf annað slagið á ykkur ;) Við erum búin að kveikja á kerti fyrir Þuríði Örnu. Vonandi komist þið til köben, eigið það svo sannarlega skilið.

Báráttukveðjur af skaganum

Vigdís

Vigdís Elfa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 13:40

39 identicon

Erum með kveikt á kerti fyrir hetjuna ykkar, gangi ykkur vel í Köben!

Eyja (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 14:38

40 identicon

Því miður er vanmáttur minn gagnvart ykkar aðstæðum algjör.En geri það sem ég kann og get,ég bið fyrir ykkur.Gangi ykkur vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 16:42

41 identicon

Ég vona innilega að þið eru í Köben að skemmta ykkar .Er með kertum kveikt fyrir hana Þuríður og fer með bænir fyrir ykkur öll.Guð geymið ykkar og skemmtið ykkur vel ef þið komast út.Kær kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 18:09

42 identicon

Við þekkjumst ekki en ég er Fáskrúðsfirðingur eins og hún Sigga í Lindarbæ og ég rakst inná síðuna hjá ykkur af hennar síðu. Sendi ykkur alla mína hlýjustu strauma og óska þess að ykkur gangi sem allra best og guð verði með ykkur öllum.

Svava Þórey (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:16

43 identicon

Hæhæ, ég er önnur ókunnug en hef fylgst vel með ykkur, hetju fjölskylda, er með kveikt á kerti og sendi ykkur baráttukveðjur og vona innilega að þið komist í öll jólaljósin og að litla hetjan fari að hressast!!

Guð geymi ykkur

Gerður (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:17

44 identicon

Elsku Áslaug og fjöldskylda guð gefi ykkur kraftaverk fyrir hetjuna ykkar Þuríði Örnu og geri ferðina í tívolíið í Köben að veruleika.Ég kveiki oft á kertum hér á síðunni og einnig heima þið eruð alltaf í bænunum mínum. Gaman að sjá hvað þú ert há í meðaleinkunn og stórar hamingjuóskir með þær.Kv Birgitta

bigritta (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:30

45 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.12.2007 kl. 22:47

46 identicon

Kæra fjölskylda,

Það er ekki um mikið beðið...hef kveikt á mörgum kertaljósum og hugsað hlýlega til ykkar með von um kraftaverk fyrir nöfnu litlu. 

Mikið ertu líka klár Áslaug, 9.47 er alger snilldareinkunn í orðsins fyllstu. Dáist að dugnaðinum í þér og ætla að taka mér hann til fyrirmyndar. 

Hjartanskveðjur frá Þuríði í Englandi

Þuríður G. Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:48

47 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 10.12.2007 kl. 23:55

48 identicon

Ég óska ykkur alls hins besta og að sú litla verði hress á jólunum. Þið eruð í bænum mínum.

Gangi ykkur vel.

Kveðja

Einar Einars 

Einar (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 02:06

49 identicon

ELSKU elsku fjölskyldan öll,auðvitað er skiljanlegt að þið séuð hrædd og óörugg um líðan hennar brosdúllu,en munið að kraftaverkin gerast ég trúi því að hún hressist og BROSI senn,megi góður GUÐ vaka og vernda Þuríði Örnu og ykkur öll,elsku Áslaug þú ert stórkostlega dugleg, til hamingju með einkunirnar.Kv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 12:48

50 Smámynd: kidda

Ég er ein af þeim sem kem og les en kvitta ekki.

Mun svo sannarlega kveikja á kerti fyrir ykkur og biðja fyrir ykkur.Vona að þið komist til Köben og eigið góða stund þar saman

Kv. Kidda 

kidda, 11.12.2007 kl. 16:40

51 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég ætla að kveikja á kertum í kvöld, hef nú þegar gert það hér í vinnunni. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.12.2007 kl. 16:45

52 identicon

Ég er að vona það að þið eru í Köben að skemmta ykkur í botni .Er með kveikt á kerti við hvert tækifæri og fer oft með bænir fyrir ykkar.Guð geymið ykkar .Kær kveðja og stórt knús Kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 17:37

53 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Fékk þann heiður að hitta litla engilinn þinn í Kringlunni um daginn þegar pabbi hennar kom með stafla af jólakortum. Guð blessi fjölskyldu ykkar um jólin.

 Jólakveðjur, Róbert.

Róbert Þórhallsson, 11.12.2007 kl. 20:07

54 identicon

Gud gefi ad thid fáid ad eiga gódan desember héreftir,og ad thid komist út og eigid gódar stundir med børnunum.Kveiki á kerti fyrir hetjuna, thid erud øll yndisleg. kvedja frá ókunnri módur.

Maria-ókunnug (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 20:11

55 identicon

Áiiii, það er erfitt að lesa þetta og líklegast ólýsanlegt að upplifa þetta. Gangi ykkur sem best fallega fjölskylda og hún er heppin að eiga svona góða að...tár tár. Vonandi komist þið í tívolíið í Köben.

Ég mun svo sannarlega kveikja á kerti fyrir snúlluna.

Kveðja,
Berglind - ókunnug.

Berglind G. (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 20:15

56 identicon

Ég vona að þið komist með dúllurnar ykkar til Köbe og að snúllu litlu fari að líða beti.....

Hugsa til ykkar.

Katrín í Köben (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 22:32

57 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

Guð gefi ykkur og hetjunni þinni styrk, það er mjög erfitt að berjast og einhvernveginn heldur maður samt áfram ,Ljósið virðist stundum langt í burtu en er þarna samt, Jafnan er dimmast undir dögunnina stóð einhverstaðar ég bið fyrir ykkur, kveðja Emma.

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 11.12.2007 kl. 22:57

58 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda..

..jeg kveiki á einu "auka-kerti" handa ykkur út mánuðinn !!!

- vona að þið fáið að njóta kóngsins K.

þar er gott að vera ;)

huxa oft til ykkar! vildi að lífið væri ekki svona ósanngjarnt!

Aldís (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 23:03

59 Smámynd: Elsa Nielsen

Sendi KNÚÚÚÚS og batastrauma til ykkar!!!

Elsa Nielsen, 12.12.2007 kl. 12:43

60 Smámynd: Ragnheiður

Vonandi gengur ferðin vel og þið náið að hafa gaman saman. Bænir mínar til ykkar eru sjálfsagðar.

Ragnheiður , 12.12.2007 kl. 17:49

61 identicon

Elsku þið öll, hörmulegt að heyra með hetjuna og slappleikann í henni.

Sendi STÓRA HEITA kærleikskveðju í húsið og kveiki á kerti

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:42

62 identicon

plús þétt og gott faðmlag.Kv

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:54

63 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

 Knús til ykkar elsku fjölskylda

Katrín Ósk Adamsdóttir, 12.12.2007 kl. 23:42

64 identicon

Hæ elskurnar okkar, velkomin heim á klakann aftur gott að þið skuluð vera kominvonandi verður svo morgundagurinn ykkur og okkur öllum góður og allar fréttir góðarlov,lov, góða nótt

amma/afi (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 00:50

65 Smámynd: Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir

Þú getur stólað á það, að hér í þessu húsi á stúlkan þín sitt eigið kerti. Það logar á því á hverju kvöldi og við sendum með logunum litlar bænir til himins. Eina um það að heilsu hennar hraki ekki meir og aðra um þakkir fyrir allt það góða sem hún gefur foreldrum sínum systkinum.

Ég vona svo sannarlega að þið komist til Köben.  Þið hefðuð gott af því. 

Ólöf Guðrún Ásbjörnsdóttir, 13.12.2007 kl. 00:59

66 identicon

hæ elskurnar

það er ekki búið að koma blogg í pínu stund  ég hef pínu áhyggjur ...... en ég hugsa til ykkar elskurnar

er kannski búin að kveikja á einum of mörgum kertum .... (4)

vona að það komi blogg sem fyrst svo hnúturinn í mallanum mínum lagist

Lára

Lára og Binni (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 09:12

67 identicon

hæhæ ég sendi ykkur baráttukveðjur,og kveiki á kerti fyirir ykkur.þið eru öll hetjur:O)

Aðalheiður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband