13.12.2007 | 10:08
Myrkrið virðist endalaust
Mig langaði reyndar ekkert að setjast við tölvuna og blogga en ég gerði það nú aðallega bara fyrir ykkur sem eru að fylgjast með okkur.
Jú við komum í gærkveldi frá Koben en við ákváðum ekki fyrr en alveg á síðustu mínútunni hvort við ættum að fara eða ekki? Þuríður mín hefur nefnilega aldrei verið svona slöpp, hún hafði bara algjörlega legið fyrir, ekki borðað bita, nánst ekkert drukkið þannig það var mjög erfið ákvörðun að ákveða hvað við ættum að gera. En þar sem hún var búin að vera hitalaus í þrjá daga ákváðum við að skella okkur, ö-a best fyrir alla að komast aðeins í burtu og reyna skemmta okkur saman.
Við áttum æðislega stund í Koben, nenni reyndar ekki að skrifa ferðasöguna í augnablikinu þar sem mig langar ekkert sérstaklega mikið að vera hérna í tölvunni. Þuríður mín hefði reyndar mátt vera hressari en hún sat aðallega í kerrunni sinni en orkaði nú samt að fara í nokkur tæki í tívolíinu og setjast hjá sveinka og segja honum hvað henni langaði mest í jólagjöf.
Æjhi það er mjög þungt yfir mér þessa dagana, ótrúlega viðkvæm og mjög hrædd. Ég hef aldrei verið jafn hrædd einsog þessa dagana að það sé eitthvað slæmt að ske hjá Þuríði minni því ég veit ef það er eitthvað að ske hjá henni þá þarf mikið kraftaverk. Þetta er hrikalega erfitt, úffh ég sé varla tölvuna núna fyrir tárum.
Hetjunni minni er búið að líða mjög illa síðustu tvær vikur, hún hefur ekki haft okru í neitt, algjörlega legið fyrir og einsog ég sagði hefur nánast ekkert borðað í tvær vikur enda lítur hún núna út einsog anorexíusjúklingur. Hún hefur litla krafta í líkamanum enda hver hefði mikla krafta ef maður borðar ekkert? Ö-a engin? Við áttum að mæta með hana í morgun uppá spítala en því miður varð að fresta því til tvö í dag þannig hún verður bara orkulaus þanga til en ég veit ekki alveg hvað þeir eru að spá að gera fyrir hana? Gefa henni mat í gegnum sondu? Næringu í æð? Við vitum það ekki en eitt er víst að það verður eitthvað að gera fyrir hana. Er að reyna troða í hana mat, vatni en það gengur nánast ekkert. Hún reyndar fékk nokkur snökk í gærkveldi og þá var hrópað húrra en við leyfum henni að borða ALLT sem henni langar í en verst að það er mjög lítið.
Hetjan mín er heima hjá mér, leyfði henni að heilsa aðeins uppá þær í leikskólanum og þá komu nú nokkur bros hjá minni en hún hefur ekki mikið verið að brosa þessa dagana enda bara sofið útí eitt. Svefninn hefur nú minnkað hjá henni, farin að vaka meira sem sagt.
Æjhi þetta er orðið ansi lengra en ég ætlaði mér, ég skelf hérna við tölvuna, ég er svo hrædd, ég vissi ekki að það væri hægt að vera svona hrædd. Ég meina ef ég hef einhverntíman verið hrædd í þessari veikindasúpu þá er það núna. Ég sef ekki neitt enda langar mig ekki að sofa, mig langar bara að halda fast utan um hetjuna mína og láta henni líða betur sem vonandi er að gerast núna eða allavega þegar hún fær einhverja næringu í litla kroppinn sinn.
Farin að knúsa hana, ætla leggjast uppí rúm til hennar og horfa á nýju hákarlamyndina sína sem hún fékk að velja í fríhöfninni í gær.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku fjölskylda...
æ hvað ég verð vanmáttug við að lesa færsluna þín elsku fallega Áslaug. Þetta er svo erfitt og ég finn svo til með ykkur...svakalega myndi ég vilja eiga eina ósk, bara eina! og þá væri hún handa ykkur. Litla skinnið vonandi geta læknarnir gert eitthvað fyrir hana í dag til að hressa hana við það er svo erftitt að borða ekki neitt. En æðilegt að þið fóruð út og höfðuð það gaman en það er líka erfitt er gera eitthvað gaman þegar hræðslan heltekur mann. Ég kveiki á mörgum kertum fyrir ykkur og fer með bæn fyrir ykkar fallegu fjölskyldu.
Með kærleik og bæn
4 barna mamman.
4 barna mamman (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:22
Kæra sterka og duglega fjölskylda...Guð hvað er erfitt að lesa þessa færslu....Þið eruð öll í bænum mínum....Megi Guð gefa ykkur styrk á erfiðum stundum og henni Þuríði litlu heilsu og kraft til að efla styrk sinn sem allra fyrst.........
kær kveðja
Diddi
Diddi (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:23
Kæra Áslaug og þið öll, mikið er gott að þið gátuð farið til Köben öll saman og eigið eflaust einhverjar góðar minningar þaðan :-) Kveiki á kerti og hugsa til litlu hetjunnar og ykkar allra. Vonandi geta dokksarnir á BSH gert sem mest fyrir litlu Þuríði svo þið getið öll notið jólanna saman og horft bjartsýn fram á næsta ár.
Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:23
Rakst á þessa síðu á moggablogginu. Sit hérna með tárin í augunum, vá hvað þetta hlýtur að vera erfitt, get ekki sett mig í ykkar spor. Dugleg litla stelpan þín. Vona að allt gangi vel og hún fari að fá einhverja næringu. Megi guð styrkja ykkur. Kv Erna
Móðir, kona, sporðdreki:), 13.12.2007 kl. 10:24
Vá hvað það er erfitt að lesa þetta, hvernig er hægt að leggja svona lagað á fólk, það er ekkert nokkur leið að setja sig í þessi spor, en oft á dag hugsar maður til ykkar og vonar að kraftaverk gerist. Þið eruð greinilega baráttufólk og sýnir sig best í því að hafa drifið ykkur til Köben með hetjuna ykkar. Kveikjum öll á kertum og biðjum fyrir kraftaverki.
Kveðja Eyja og Ingi
Eyja og Ingi (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:25
Það er ekki bara ein hetja á heimilinu, þið eruð öll hetjur og ekki síst þú elsku nafna mín. Ég bið fyrir ykkur oft á dag. Áslaug
Áslaug Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:28
Sendi ykkur hlýja strauma. Finn svo mikið til með ykkur og vonast eftir kraftaverki
Kveiki á kerti fyrir ykkur öll.
M (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:33
Kveðja, Björk H (ókunnug )
B.Hel (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:39
Þekki ykkur ekki neitt en hef fylgst með ykkur, bæði grátið og hlegið. Núna skortir mig orð því hvað er hægt að segja á þessum tíma þegar allt á að vera svo dásamlegt, vona svo heitt og innilega að hetjan litla nái sér á strik á ný.
Ljós handa ykkur.
Vala (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:40
Bið Guð að styrkja ykkur öll.
Þekki vanmáttarkenndina.
Get þó ekki ætlað mér þann dul, að skilja þessa angist og nagandi kvíða, sem nú er gestur þinn.
Stundum virðast öll sund lokuð og ekkert hægt að gera en þá birtir stundum skjótt, með einum eða öðrum hætti.
Æðruleysisbænin segir margt um aðstæður okkar mannanna en til eru aðstæður, sem þrúga hvern sem er.
Settu traust þitt á Hann og vonaðu eftir birtu. Hann veit best og stundum er það besta fyrir okkar ástvini
Þínar eru sogrirnar nánast óbærilegar og vanmátturin alger.
*Þökkum stundirnar og vonum , því vonin gefusr oft styrk.
Með hjartanlegum kveðjum og óskum um allt hið besta.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 13.12.2007 kl. 10:45
Elsku Áslaug. Ég vona það allra besta fyrir ykkar hönd og reyni af veikum mætti að senda góða strauma. Mér er eiginlega orða vant en þú mátt vita að þú, dóttir þín og fjölskylda eruð í bænum mínum. Vonandi gerist kraftaverk - þau gerast.
Mínar bestu kveðjur og hugsanir,
Hanna
Hanna, 13.12.2007 kl. 10:47
Bið Guð að styrkja ykkur öll.
Þekki vanmáttarkenndina.
Get þó ekki ætlað mér þann dul, að skilja þessa angist og nagandi kvíða, sem nú er gestur þinn.
Stundum virðast öll sund lokuð og ekkert hægt að gera en þá birtir stundum skjótt, með einum eða öðrum hætti.
Æðruleysisbænin segir margt um aðstæður okkar mannanna en til eru aðstæður, sem þrúga hvern sem er.
Settu traust þitt á Hann og vonaðu eftir birtu. Hann veit best og stundum er það besta fyrir okkar ástvini þó við skiljum það ekki alltaf og viljum ekki skilja það, þar sem það stríðr gegn því sem við viljum og teljum öllum fyrir bestu. En mundu, að við eru sem börn á stórri strönd og skiljum ekki hafdjúpin þar fyrir utan, né himnana sem yfir eru.
Þínar eru sogrirnar nánast óbærilegar og vanmátturin alger.
*Þökkum stundirnar og vonum , því vonin gefusr oft styrk.
Með hjartanlegum kveðjum og óskum um allt hið besta.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 13.12.2007 kl. 10:48
Elsku Áslaug og þið öll.Ég á engin orð yfir það hversu dugleg þið hafið verið og miklar hetjur.Þuríður Arna er í miklu uppáhaldi hjá mér og veit ekki hvaðan þið fáið allan þennan kjark.Ég vil senda ykkur allan minn styrk og kraft og bið guð oft á dag að koma til ykkur og gefa ykkur kraftaverk.En elsku Áslaug mín guð hvað ég skil það að þú getir orðið hrædd,hver væri það ekki sem horfir á barnið sitt svona veikt?Ég held að það væru fáir.En vonandi gera læknarnir eitthvað róttækt fyrir hana svo henni líði betur.Kærleiks-og orkuknús til ykkar
Björk töffari (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:50
Mikið var gott að þið komust aðeins ´burtu eða það er að segja til Köben. Það brýtur líka upp hugann um smá stund.
Skil alveg þennan naganda kvíða sem þú ert með. Þó ég hafi ekki staðið í sömu sporum og þú.
Hann hefur nákvæmlega ekkert með það að gera þó þú og þið öll séuð hetjur. Þetta er bara ofur skiljanlegur hlutur fyrir foreldra með veikt barn. Vanmáttarkenndin er ofar öllu.
Ég vildi að ég gæti tekið utan um ykkur og tekið eitthvað af þessu í burtu. En ég verð að láta nægja að senda góðar hugsanir til ykkar.
Vonandi geta doksarnir gert eitthvað fyrir lilluna ykkar svo hún fái næringu og allt fari upp á við.
Guð styrki ykkur
Gunna (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:03
Hæ hæ elsku fjölskylda
Ég kvitta nú ekki oft en þið vitið að ég skoða síðuna amk einu sinni á dag. Mig langaði bara að þakka ykkur fyrir frábæra Köbenferð. Þið elsku Slauga og Óskar eigið náttúrulega yndisleg börn og ég er mjög þakklát fyrir að hafa eytt þessum tíma með ykkur. Ég vona að læknarnir geti komið næringu í hana Þuríði skvísu svo hún fái kraftana sína aftur. Hún var alveg yndisleg í ferðinni:) Knúsaðu krakkana frá mér og mundu að þú getur alltaf leitað til mín, ég er bara símtal í burtu elsku vinkona.
Knús og kossar
Vigga
Vigga (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:13
ÆÆ,hvað ég finn til með ykkur elsku Áslaug,ég hreinlega er undrandi á þér elsku duglega mamman að vera að hugsa um okkur sem fylgjumst með ,en þetta lýsir þér, gegnum góð og hugsandi um aðra,ég skil svo vel að þið Skari séuð hrædd um brosandi kraftaverkið hana Þuríði,en nú er bara að kveykja á öllum kertum og biðja um að allt gangi vel hjá ykkur ,megi allir alheimsenglar vaka og vernda ykkur,ELSKU elsku fjölskylda.Kv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:14
Elsku Áslaug
Hugur minn er hjá ykkur bænir mínar eru hjá ykkur
styrkinn minn og orkuna mína ætla ég að senda ykkur
Að leggja þetta á lítið barn skilur maður ekki
en það sem hún Þuríður á er æðislega mömmu mundu það Áslaug mín þú ert allveg æðisleg skrifin þín kenna okkur hinum að hugsa og vera þakklát fyrir það sem við höfum .
Guð og allir englar verði með ykkur og henni Þuríði minn
kveðja
Ása
asa (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:19
Bið Guð og alla englana að senda Þuríði bata og orku í gamavís. Ég ætla ekki að segjast geta sett mig í þín spor því ég hef sem betur fer aldrei horft uppá barnið mitt í lífshættu eða svona mikið veikt. Hugur minn er hjá ykkur kæra fjölskylda.
Þú ert frábær að leyfa okkur að fylgjast með því það viljum við öll svo hægt sé að veita ykkur huglægann stuðning. Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.12.2007 kl. 11:37
Sæl kæra fjölskylda.
En hvað það er erfitt að lesa þessa færslu, vona að eitthvað verði gert
fyrir hetjuna ykkar og að fréttirnar verði góðar.
Trúi endalaust á að kraftaverk gerist, þið eigið það svo skilið.
Guð veri með ykkur.
Kveðja
Silla Karen
Silla Karen (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:38
Langar bara að senda ykkur knús
HAKMO, 13.12.2007 kl. 11:47
Úff, ég finn til í hjartanu eftir þennan lestur! Guð gefi þér, hetjunni litlu og fjölskyldunni allri styrk! Ég kveiki á kerti fyrir ykkur.
Kær kveðja,
Heiða (systir Hildar Sif)
Heiða (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:47
Ég þekki þessa líðan. Þið eruð alveg ótrúlega duglegt fólk.Takk fyrir að deila þessu með okkur.Guð blessi ykkur.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:51
Elskurnar!! ég vona að það verði e-ð hægt að gera fyrir hana upp í spítala svo þið getið farið að njóta jólanna! Mun halda áfram að biðja og kveikja á kertum og hugsa til ykkar! vona að það komi góðar fréttir fljótlega! trúi ekki öðru!
jólaknús
Anna ókunnug (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:58
Kæra fjölskylda. Hef lesið síðurnar ykkar nú um nokkurt skeið. Það er erfitt að sætta sig við að börn þurfi að þjást svona eins og litla Þuríður, en við erum víst ekki spurð, ekkert okkar. Ég vona svo sannarlega að hún fái góða hjálp á BSH. Með sterka trú á að allt fari vel er hægt að vinna á kvíðanum það hjálpar amk mjög mikið. Um leið og ég kvitta fyrir mig óska ég þess af heilum hug að allt fari vel og jólin verði ykkur hátíð ljóss og friðar í faðmi fjölskyldunnar. Falleg börnin sem þið eigið unga fólk.
Helga (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 12:00
knús á ykkur...
Þórunn Eva , 13.12.2007 kl. 12:03
Elsku Áslaug og fjölskylda, það er rosalega erfitt að lesa þetta og hvað þá að vera í ykkar sporum!! Bið fyrir hetjunni ykkar, hugsa til ykkar og kveiki á kerti. Kíki reglulega inn á síðuna ykkar en hef ekki verið dugleg að kvitta.
Ásdís (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 12:05
Megi allir góðir vættir vaka yfir Þuríði Örnu og sendi henni kraftaverk, hún hefur sko unnið fyrir því! og þið öll.
Mundi hún hafa lyst á að sjúga saltpillur? Gangi ykkur rosalega vel og takk kærlega fyrir að leyfa okkur að fylgjast með.
hm (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 12:06
Elsku vínkona, Gott að þið skelltuð ykkur til Köben og verst að ég gat ekki komið og hitt ykkur. Rosalegt að lesa færsluna og við öll á heimilinu biðjum bænir á hverju kvöldi og kveikjum á kertum fyrir hvern meðlim í fjölskyldunni. Vonandi geta læknarnir komið næringu í hana elsku Þuríði og við hugsum endalaust til ykkar.
Knús og knús og knús
Brynja og fjölskylda
Brynja (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 12:18
Elskulega fjölskylda.
Ég hef fylgst með ykkur úr fjarlægð í langan tíma en aldrei kvittað.
Get ekki annað en dáðst að krafti ykkar og dugnaði og vildi svo innilega óska að ég gæti hjálpað eitthvað. En við mennirnir erum ósköp vanmáttugir þegar veikindi eru annars vegar.
Bið fyrir ykkur daglega, kveiki á kerti og sendi fullt af englum og ljósi til litlu hetjunnar og ykkar allra.
Gangi ykkur sem allra, allra best, alltaf.
kv.
Begga
Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 12:29
Elskurnar mína
Ég veit að þetta er ábeggilega hræðilega erfitt fyrir ykkur
ég veit að hún þuríður okkar kemst yfir þetta allt saman og á eftir að vera sett á laugardagsnammidaginn eingöngu =) áður en við vitum af
elsku áslaug ekki hika við að hringja ef það er einhvað ég er hinu megin við línuna
knúz á ykkur
Lára (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 12:31
æ úff hvað er erfitt að lesa þetta, svona eiga börn ekki að þurfa að ganga í gegn um. Mikið ertu sterk og dugleg og þið öll. Það er gott ef hún fær sondu, þá fær hún allavega orku til að berjast áfram og ykkur líður öllum betur að hún hafi fengið einhverja næringu í kroppin.
Ég er viss um að þegar þið hafið fundið lausn til að gefa henni næringu á ný fer að birta aðeins aftur og hún verður sterkari. Vonandi gerist það fyrir jólin og þið getið haldið jóla með sterkari.
Gangi ykkur vel.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 13.12.2007 kl. 12:50
Sendi ykkur Ljós kæra fjölskylda.
Megi Guð og Englar alheims vaka yfir ykkur og vera ykkur styrkur.
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 13:17
Guð hvað ég finn til með ykkar,þetta er alveg hræðilegt að vita að það er ekkert hægt að gera nema biðja fyrir þessu indisleg engill.Guð verið með ykkur öll sömul og gangi ykkur vel þegar komið er á spítalan það er bara vonandi að hún fer að batna til muna þegar hún er farin að fá næringu .Kveðja Dee
Dolores (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 13:29
Kæra fjölskylda! Guð styrki ykkur í gegnum þessa miklu erfiðleika, sendi ykkur mínar hlýjustu bænir.
Gróa (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 13:37
Kæra fjölskylda,
Langar að senda ykkur alla mín von, trú, kærleik og allan minn styrk.
Ég bið góðan Guð að vaka yfir ykkur á hverjum degi.
Baráttukveðjur,
Agnes
Agnes (ókunn) (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 14:03
Sendi ykkur Ljós og orku fallega fjölskylda.
Kveðja Auður L
Auður L (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 14:05
get ekkert sagt elskulega fjölskylda, ég bið fyrir hetjunni okkar og ykkur öllum
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.12.2007 kl. 16:38
Guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk.
Halla (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 16:55
Get eiginlega bara ekkert sagt nema það að ég bið fyrir ykkur. Hér heima hjá mér er kveikt á kerti fyrir Þuríði. Ég hef oft kveikt á þessu sama kerti fyrir hana. Ég sendi ykkur strauma elsku fjölskylda.
Barráttukveðju frá mömmu sem er ekki sama
Guðrún (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 17:00
Elsku þið öll, Vona að litla hetjan sé nú búin að fá næringu í kroppinn sinn og líði betur og eins að þú og þið hafið fengið smá "helst endalust mikla" lækningu í sálina ykkar. Það er óþolandi ósanngjarnt og grimmt hvað á ykkur er lagt.
Get ekkert sagt annað en Guð og allir englarnir veri með ykkur ÖLLUM.
kær kveðja frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 17:33
knús og kram. kveiki á kerti fyrir hetjuna.
baráttukveðja Guðrún
Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 17:39
hlakka til að sjá ykkur við ætlum að reyna að kíkja á ykkur á laugardaginn... love ya...
koss og knús á ykkur, ykkar vinir Þórunn Eva og Jón Sverrir
Þórunn Eva , 13.12.2007 kl. 17:50
Elsku fjölskylda. Ég sit hérna og les þetta með tárin í augunum, ég get ekkert gert nema biðja og aftur biðja. Sendi ykkur líka alla þá orku og strauma sem ég á til. Guð geymi ykkur..
Kristín (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 18:09
Allt sem hægt er að segja virkar svo fátæklegt núna elsku Áslaug og ég veit að fátt sem ég get sagt fær þig til að líða betur. Þess vegna ætla ég bara að kveikja á kertum, fá drengina mína með mér í lið og biðja. Af öllum lífs og sálarkröftum, fyrir þér og fyrir Þuríði og ykkur öllum. Ef mínar bænir ekki duga, þá hljóta bænir saklausra drengjanna minna að hjálpa til!!!!!!!
Elsku, sterka og ástríka kona. Þú munt ekki gefast upp. Ekki frekar en fyrri daginn!!! Þú átt svo ótrúlega mikinn styrk. Það höfum við séð, við sem með þér fylgjumst!
Ylfa Mist Helgadóttir, 13.12.2007 kl. 18:18
Stórt knús til ykkar allra. Sendi alla bestu engla til ykkar til að vaka yfir ykkur og passa.
Luv magga k
Magga (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 18:22
hæ,hæ það var ekkert smá gaman að fá smáfólkið í heimsókn áðan 0g ég tala nú ekki um að sjá heila vöfflu með sultu og rjóma hverfa ofaní hana Nöfnu mína Örnu og án þess að það þyrfti að pína því í hana á eftir fylgdu þó nokkrir bitar af snakki og öllu skolað niður með vatnibara yndislegt,ömmu hlýnaði um hjartaræturnarvonandi verður framhald á þessu,góðir hlutir gerast hægt því vill ég allavegana trúa og snúllan verður orðin fín þegar jólin ganga í garðelskum ykkur endalaust mikið am/af
amma/afi (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 18:38
Hæ, ég þekki ykkur ekki neitt en skoða bloggið á hverjum degi.
Ég hugsa mikið til ykkar og vonast til að litla hetjan hressist fljótlega. Ánægjulegt að hún fékk að hitta jólasveininn :)
Baráttukveðjur
Ester
Ester (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 18:59
Hugsa til ykkar, vona að þið finnið styrk með öllum mögulegum leiðum og að Þuríði fari að líða betur. Vona að læknarnir geti gefið henni eitthvað þó það sé ekki nema næring í æð, það gæti hresst hana.
Risa knús til ykkar allra
Katrín (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 19:03
Ég get ekkert sagt... Ég hugsa til ykkar elsku fjölskylda
Katrín Ósk Adamsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:10
æ ég sá að amman og afinn höfðu sett athugasemd um að hún hefði hámað í sig vöfflu áðan ! :) mikið er ég glöð, þó það sé nú ekki nema ein vaffla hehehe :) vona að þetta sé allt að fara í rétta átt! held áfram að senda strauma og engla og allt saman til ykkar, hljótið að finna fyrir þeim :D
kv. anna
Anna ókunnug (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:11
Elsku Áslaug, Óskar og fjöskylda, ég vona svo innilega að hún Þuríður Arna fari að hressast. Ég kveikti á kerti fyrir hana á síðunni og líka hérna heima. Vona að ykkur fari að líða betur og þið náið að hvílast eitthvað. Þið fjölskyldan eruð í mínum bænum á hverju kvöldi.
Kveðja Harpa
Harpa (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:29
Elsku fjöslkylda vonandi geta læknarnir hjálpað Þuríði og hjálpað henni að líða betur um jólin.
Við höfum kveikt á kertinu hérna hjá okkur og hugsum stöðugt til ykkar. Þið eruð í okkar bænum.
Kveðja Inga Magný og fjölskylda
Inga Magný (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:43
Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Hjarta mitt er svo aumt við lesturinn á síðustu færslu. Þetta er svo óréttlátt allt, maður hugsa '' af hverju er svona yndisleg stelpa látin ganga í gegnum svona hræðileg veikindi, eða bara nokkur manneskja'' Vonandi fer hún að geta nært kroppinn sinn svo hún fái kraft til að berjast. Guð gefi ykkur styrk í þessari erfiðu baráttu.
Kv. Ein sem kíki á hverjum degi
Ingibjörg (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:54
JHV (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:59
Elsku fjölskylda, ég bið alla mína engla að vaka yfir ykkur. Þið verðið í bænum mínum eins og þið hafið verið í ár. Og henni Þuríði minni tileinkaði ég englakertasjtaka sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er reyndar langt síðan ég tileinkaði henni hann. Enn verð mjög dugleg að kveikja á kerti fyrir hetjuna ykkar.
Með kveðju Halla Rós
Halla Rós DK (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:09
Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:14
Mig langar svo að biðja ykkur um greiða, kannski asnalegt að gera það hér en okkur langar svo að fá einhverjar upplýsingar um reikningsnúmer sem hægt er að leggja inn á. Ég veit að þetta er ekki eitthvað sem þið eruð að pæla mikið í þessa stundina en veit um aðra sem langar að gera slíkt hið sama fyrir jólin.
Ef þið viljið ekki setja þetta inn á síðuna mættuð þið gjarnan senda mér póst á eyh4@hi.is
EH (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:20
Kæra fjölskylda. Manni vöknar um augun, eftir þennan lestur. Bið fyrir ykkur, og óska þess innilega að jólin verði ánægjuleg hjá HETJUNUM FIMM
Sólveig (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:40
æ, hvað það er sárt að lesa þetta, ég hugsa til ykkar og vonast eftir stórustóru kraftaverki um jólin! risa knús til ykkar allra!
evapet (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:53
Elsku Áslaug og fjölskylda
Ég hef lengi fylgst með baráttu hennar Þuríðar hérna á síðunni en mjög sjaldan kvittað fyrir komu mína.
Við lestur á þessum skrifum þínum þá fyllist maður svo miklum vanmáttugi og ég vildi óska þess að ég gæti gert eitthvað til að aðstoða ykkur, sveiflað töfrasprota og látið allt hið slæma í lífi ykkar hverfa.
Þuríður er sannkölluð hetja og alveg ótrúlegt að fylgjast með baráttuþreki hennar. Hún á svo sannarlega góða að og þið hafið staðið eins og klettar við hlið hennar allan þennan tíma. Ég bið til Guðs að nú fari hún Þuríður að hressast og ég vona heitt og innilega að Guð fari að bænheyra mig.
Megi góðar vættir vaka yfir ykkur og veiti ykkur áfram þann styrk sem þið þurfið á að halda í þessari löngu þraut ykkar.
Bestu kveðjur
Berglind ókunnug
Berglind ókunnug (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:03
Ég er hérna á hverjum degi þó ég sé léleg við að kvitta. Hugsa til ykkar...
*knús*
Súsanna (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:07
Hugur minn er hjá ykkur
Ragnheiður , 13.12.2007 kl. 23:08
Sæl Áslaug.
Mikið skil ég vel hvað þú ert hrædd við þetta allt saman og eigir erfitt með að bæði vaka og sofa. Vonandi hressist litla skruddan við að fá einhverja næringu og þið fjölskyldan getið átt góð jól.
Hugsa alltaf til ykkar - Kv. Sóley (skb)
Sóley Indriðad. (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:50
Elsku Áslaug og fjölskylda. Það tók á að lesa færsluna og varð ég að taka mér tak áður en ég stóð upp og reyna að halda sönsum. Það er fátt sem maður getur sagt til að hughreysta viðkvæma móðurhjartað þitt elsku stelpan, en mundu að trúin fleytir okkur stundum langt og vonin er það eina sem við getum haldið í. Vonandi nær fallega stelpan ykkar að nærast eitthvað og þá fer henni auðvitað að líða eitthvað betur. Þú ert að gera allt sem móðir getur gert til að létta undir með barninu sínu og þú mátt vera stolt af þér vinan. Nú eru tárin mín að byrja að brjótast fram og því læt ég þetta duga. Ætla að biðja innilega fyrir hetjunni ykkar og ykkur.
Megi allar vættir vaka og vernda ykkur.
Kristín ókunnuga (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 00:21
Langaði bara til að senda ykkur "góða strauma". Rosalega eruð þið að ganga í gegnum erfiða lífsreynslu. Ég vona svo sannarlega að henni fari að líða betur, litla skinninu.
Sólveig (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 00:25
elsku yndislega Áslaug..
ég vildi að ég gæti haldið utan um þig o dóttur þína, eða réttara sagt vildi ég óska að það mundi skipta einhverju máli ef ég gæti það.
Ég vildi að ég gæti líka faðmað úr dóttur þinni öll veikindin.litlu fallegu hetjunni þinni. Ég sé sjálf varla á tölvuna fyrir tárum. Ég er líka hrædd. Því þegar ég les hjá þér þá horfi ég á mína drengi og veit að ég væri búin að gráta úr mér sálina, ég væri búin að týna hjartanu ef ég væri í þínum sporum...
ég sendi mína sterkustu strauma og þótt ég sé ekki heittrúuð þá trúi ég samt á kraft bænarinnar, ef margir biðja og hugsa til ykkar að þá muni eitthvað af þeim krafti berast til hetjunnar svo hún fái einhverja matarlyst á ný...
vona líka að eitthvað a orkunni fari til þín svo þú hafi nóg fyrir ykkur báðar
því trúi ég
Guðríður Pétursdóttir, 14.12.2007 kl. 00:48
Hugur minn er hjá ykkur.
Margrét
Margrét (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 01:08
Æ elskan min, langar bara að peppa ykkur upp, en verð að viðurkenna að ég verð líka pínu hrædd að heyra að þið komið engu ofan í hana, veit hvað það er rosalega mikilvægt á þessu stigi málsins.
Knús og kram til ykkar og ég ætla að standa upp og fylla stofuna af kertum eins og ég geri stundum til ykkar í minni veiku viðleitni til að sýna stuðning í hjartanu mínu.
Kv.
Maríanna
maríanna (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 02:12
Elsku fjølskylda.
Enginn sem ekki hefur gengid í thessum sporum skilur hvad thig erud ad ganga í gegnum. Madur situr bara hérna kløkkur og finnur svo til í hjartanu, reynir ad senda ykkur manns hlýjustu hugsanir og bænir. Megi gud gefa ad Thurídi fari ad lída betur,thetta er allt of mikid lagt á litla hetju. Megi hann líka gefa ykkur styrk og vefja ykkur kærleika sínum.
kvedja frá danmørku.
María-ókunnug (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 07:42
Hugur minn er hjá ykkur megi guð og æðra mætti færa ykkur, kraftaverk, birtu og yl.
Höfum ykkur ávallt í bænum okkar. Baráttukveðjur Guðrún Bergmann og co.
Guðrún Bergmann Franzdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 09:24
Kæra fjölskylda
Það er ótrúlegt hvað þið standið ykkur öll eins og hetjur og þið munuð halda áfram að standa ykkur eins og hetjur! Því nú munu allir leggjast á eitt og biðja fyrir stóru hetjunni ykkar og ykkur öllum.
Kraftaverkakveðjur frá mér og minni fjölskyldu
Erna Hafnes
Erna Hafnes (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 09:53
Elsku Áslaug
Ég er 3 barna móðir og ég sit hérna með kökk í hálsinum og tár í augunum að lesa þetta allt. Þú ert líka hetja mundu það og yndislegt fyrir elsku Þuríði hetju að eiga svona ástríka ,umhyggjusama og trúfasta foreldra
Ég bið Guð að styrkja ykkur og umvefja ,Þuríður er nú stöðugt í bænum mínum
Ruth, 14.12.2007 kl. 10:04
Get ekkert annað sagt en knús til ykkar allra.... og óska þess að allir englar heimsins og aðrar góðar vættir vaki yfir ykkur
Sigrún (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 10:21
Kæra fjölskylda.
Ég kveiki á kerti fyrir Þuríði og bið fyrir ykkur nú sem endranær.
Guð blessi ykkur
Ingunn (ókunnug)
Ingunn (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 10:50
Kæra fjölskilda,
Sendi ykkur hlýja strauma og hef ykkur í bænum mínum. Vona að litlu prinsessunni fari að líða betur.
Guðrún
Guðrún (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.