14.12.2007 | 10:57
Ferðasaga í myndum og fleira
Langaði að skella inn nokkrum myndum frá ferðinni okkar:
Þegar Þuríður mín bað um ís og þá fékk hún ís en verst að það fór ekkert uppí hana. Hún kvartar mikið hvað hún er svöng og biður um hitt og þetta en svo fer ekkert uppí hana þegar maður er búin að finna það til sem hún biður um. Meira að segja uppáhaldið hennar kakómalt fer ekki mikið uppí hennar munn og þá er það orðið slæmt.
Þessi mynd var tekin í Svíþjóð en við ákváðum að skreppa þangað á þriðjudaginn, dagurinn tekin snemma og keyrt yfir til Svíþjóðar og þaðan beint í tívolíið. Alltaf gaman að koma til Svíþjóðar.
Við kíktum í jólatívolíið eftir Svíþjóðarferðina og eyddum hálfum degi þar. Þarna eru fallegustu börnin mín við Rúdólf og leiðinni að hitta sveinka.
Systurnar fengu að sjálfsögðu að hitta jólasveininn í jólatívolíinu og létu hann vita hvað þeim langaði í jólagjöf en þar kemur langur listi til sögunnar eheh. Þuríður mín er ofsalega heit fyrir dúkkum og dúkkufötum og allt sem tengist henni Dóru langar Oddnýju minni í og auðvidað mun Sveinki láta þann draum rætast en ekki hvað? Theodór minn var svo mikil skræfa að hann þorði ekki að tjatta við hann.
Eitt af tækjunum sem þær fóru í og skemmtu sér konunglega, vávh hvað það var gaman að sjá hvað þær voru glaðar og meira að segja hún Þuríður mín brosti breitt á meðan þessu stóð. Yndislegast.
Theodór minn Ingi fékk að fara í hringekjuna og skemmti sér konunglega. Hann er verðandi tívolíkarl einsog systur sínar ehe.
Ætla að enda á þessari mynd af hetjunni minni henni Þuríði Örnu. Hún er eitthvað svo hress að sjá. Hérna er hún komin í "build a bear" búðina í tívolíinu og fékk að velja sér jólakjól á bangsann sinn sem hún var ofsalega kát með.
Fréttir dagsins eru annars þær jú við fórum með hetjuna uppá spítala í gær og vorum svo heppin að hitta jólasveinana en rétt misstum af skemmtuninni en Þuríður mín var svakalega kát að hitta þá en ekki hvað? Hetjan mín er búin að missa 3kg sem er svakalega mikið miða við þennan litla kropp og öll föt hanga utan á henni greyjinu. Ömurlegt. Hún fór í blóðprufur og við fáum útur þeim í dag en það er verið að ath öll gildi hjá henni þar að segja ef hún fer ekkert að borða þá þarf hún að fá sondu og það er ekki það þægilegasta í heimi þannig maður er á fullu að pína í hana mat sem gengur ekki vel því verr og miður en hún borðaði nú samt heila vöfflu hjá mömmu sinni í gær sem er bara met í matargjöf. Vííííí!!
Við vorum farin að hafa áhyggjur að við værum farin að sjá lömun hjá henni (aftur) en vorum að vona að það væri bara ímyndun en svo er ö-a ekki því doktorinn hennar talaði líka um það og svo er hún farin að vera svo völt. Hún fer samt ekki í myndatökur alveg strax því hann vill vona að þetta tengist bara slappleikanum en við vitum ekkert og erum líka ógeðslega hrædd við þetta núna. Myndatökur verða ekki gerðar fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku en það á að ath hvernig þetta þróast allt yfir helgina og ath hvort hún fái sér ekki munnbita. Shit hvað þetta er erfitt.
Börnin eru öll heima hjá mér núna enda ógeðslegt veður úti og þá höfum við það bara kósý hérna heima. Þuríður mín er núna sofnuð eftir tveggja tíma vöku og sefur enn, hún vill helst bara liggja fyrir og helst að ég liggi hjá henni en því miður er það ekki alveg í boði þegar allir eru heima og allir þurfa athygli en ég geri mitt besta.
Ég vildi óska þess að við hefðum fengið einn góðan desember eftir að Þuríður mín veiktist en því miður fæ ég ekkert um þetta ráðið. Ömurlegt. Bara endalaus magapína hjá manni.
Í lokin langar mig að óska mágkonu minni og hennar manni hjartanlega til hamingju með litla prinsinn sinn sem kom í heiminn í gær og auðvidað fórum við Skari og kíktum á litla prinsinn sem mig langaði ekki að sleppa, oh mæ hvað hann er fallegur, mjúkur og ilmar svo vel. Kling kling!! ehe!
psssssssss.ssss Takk kærlega fyrir öll fallegu kommentin frá ykkur, ég er nánast orðlaus yfir þeim og svo gaman að lesa þau. Knús til ykkar! Takk líka fyrir öll fallegu e-mailin ykkar, veit ekki hvort ég næ að svara þeim öllum og vonandi verður mér fyrirgefið en batteríin mín eru alveg að klárast og mig langar að eyða þeim í börnin mín og mann. Sorrý.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku stelpan! auðvitað áttu að eyða öllum þínum batteríum á börnin þín, það koma líka pistlar hér inn svo fólk getur fylgst með.
Gaman að ferðin skyldi takast vel og flottar myndir af börnunum þínum.
Ó hvað ég vildi óska þess að ég gæti einhverju breytt hjá hetjunni litlu, bara að hún vildi borða eitthvað, þegar uppáhaldsdrykkir og nammi er ekki borðað þá fer maður nú í hnút.
Ætla að kveikja á kerti fyrir skottuna mína hérna heima hjá mér, senda með því alla þá orku og allar þær bænir sem ég á til Guðs um hjálp fyrir ykkur.
Þið eruð svo ótrúleg, þið' eruð svo dugleg og mér finnst þið svo skynsöm.
Ef það væri eitthvað sem ég gæti gert, þá er ég flesta daga að vinna í Olís, svo þekki tengdó þín Erlu systir mína á Ásabrautinni.
Knús á ykkur öll vinan og Guð veri með ykkur
Ykkar bloggvinkona Gunna
Guðrún Jóhannesdóttir, 14.12.2007 kl. 11:19
Hæ Áslaug
Ég vildi bara þakka þér fyrir að leyfa okkur að fylgjast með, þú nærð einhvernvegin að snerta mann alla leið og mín vandamál verða léttvæg og ég man eftir að þakka fyrir gullmolana mína tvo.
Risa knús á þig
kv Kolla
Kolla Tjörva (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:19
Ég kveiki á kerti og hugsa til ykkar og bið guð um að hjálpa litlu hetjunni ykkar að ná sér upp úr slappleikanum sem hún er í. Er viss um að jólin verði ykkur góð og allir verði hressir. Bið svo sannarlega um það.
Bestu kv. Elsa Lára.
Elsa Lára (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:32
Æi þetta er svo sorglegt og mér finnst erfitt að lesa hvað Þuríði líður illa og vanmátturinn verður algjör.Það eina sem ég get gert er að biðja guð að hjálpa henni og kveikja á kertum,senda henni kærleiksorku og vona að allt fari að ganga betur.Myndirnar af börnunum ykkar eru fallegar og ég er svo glöð að þið fóruð í þessa ferð.Elsku Áslaug takk fyrir allt sem þú hefur skrifað hér,ég hef fengið að læra mikið af ykkur.Baráttukveðjur
Björk töffari (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:40
Þrjú kíló farin af þessari elsku, það er þrem kílóum of mikið. Þekkir þú einhvern sem er að taka Hörbalæf. Næringardrykkurinn getur verið góður fyrir lystarlausa. Bið Guð að senda Þuríði matarlyst og orku.
Mikið er gaman að skoða myndirnar af systkynunum úr ferðalaginu.
Guð blessi ykkur öll Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.12.2007 kl. 11:50
Elsku elsku fjölskylda,þið eruð allt það góða, allt það besta,og bara yndilegust ,fyrir utan fallegust að utan og innan,allar heimsins bænir fylgi ykkur,og brosdúllan fari batnandi, sem ég veit hún gerir þessi elska.Kv.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 11:56
Ó hvað börnin ykkar eru sæt og yndisleg . Litla skottan mín 4 ára horfði stóreyg á myndirnar og sagði : Vá mamma þau sáu meira að segja Rúdolf og sjáðu fínu húfurnar þeirra. Bið Guð að geyma ykkur og styrkja. Baráttukveðjur.
Kristín (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 12:01
Æi hvað þau eru sæt þessar snúllur ykkar. Gaman að sjá þessar fallegu myndir takk fyrir það! Mundu að nota öll batteríin þín á fjölskylduna og reyndu að hlaða þau líka um helgina.
Ætla að skella mér á kerta síðuna hennar Þuríðar og tendra nokkur ljós fyrir þessa yndislegu snúllu.
Förum með bænir og sendi ykkar umvafinn kærleik og knús.
kveðja 4 barna mamman.
4 barna mamman (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 12:19
Guð gefi þér og Skara styrk til að takast á við þetta. Ég bið fyrir ykkur og hugsa mikið til ykkar þó ég þekki ykkur ekki. Ég kveiki á kerti fyrir litlu hetjuna ykkar.
Baráttukveðja, Hafdís.
Hafdís (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 12:46
Ég vil byrja á því að biðja góðan Guð að vaka yfir ykkur öllum. Þið eruð ótrúlega dugleg fjölsk. sem hefur þurft að ganga í gegnum ótrúlega margt. Ég hef fylgst með ykkur í langan tíma (án þess að þekkja til ykkar nokkuð, var í sama framh. skóla og Óskar um tíma en þekki hann ekki neitt). Guð gefi ykkur styrk til að halda áfram.
Sunna
Sunna (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 12:59
Maður verður svo vanmáttugur við lestur á skrifum þínum, mig langar að geta létt undir með ykkur, og hjálpað til, en það er svo lítið sem maður getur gert. Ég get ekki ímyndað mér hvernig er að vera í þessum sporum , en sem móðir reyni ég að setja mig í þin spor. þið eruð hetjur öll sem eitt og ég finn svo til með ykkur. Mikið vildi ég að litla skottan þin yrði hress fyrir jólin. Þú og þið öll eruð í bænum mínum alla daga og ég kveiki oft á kerti fyrir ykkur. Með von um bjartari daga framundan og gleðileg jol elsku fjölskylda. kv. Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 13:16
Kveiki á einu kerti handa henni Þuríði hetju og svo á öðru handa ykkur öllum, því þið eruð einstakar hetjur að þola allt þetta álag sem sett er ykkur. Þið verðið í bænum mínum.
Erla (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 14:43
Thid erud í bænum mínum og vildi ad gud gæfi nú ykkur gledileg jól og bjarta framtíd.á líklega hvergi betur vid en hér. Yndislegar myndir af fallegu børnunum ykkar,ædislegt ad thid gátud farid og gert ykkur gladan dag. Sendi mínar hlýjustu hugsanir og bænir.
kvedja frá Danmørku.
Maria-ókunnug (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 14:50
Takk fyrir kveðjuna.
Mikið er leiðinlegt að heyra hvað Þuríður er slöpp núna. Ég vona af öllu hjarta að þetta sé slappleiki sem rjátli af henni sem fyrst, hún er svo mikill dugnaðarforkur að ég trúi ekki öðru.
Ég skil vel að þið séuð hrædd en við sem erum í kringum ykkur höldum áfram að senda ykkur góða strauma og hugarorku, kveikja á kertum og biðja guð og englana hans að gefa ykkur þann styrk sem þið þurfið á að halda.
Við sem höfum fylgst með Þuríði trúum á hana af heilum hug - því hún er kraftaverk.
Kv. Freyja Haralds
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 14.12.2007 kl. 15:41
Elsku Áslaug og fjölskylda. Mikið var gott að þið fóruð út, það er betra að skipta um umhverfi þegar manni líður svona illa í hjartanu. Ég kveiki á kerti fyrir Þuríði og óska ykkur styrks og bjartsýni og að allt fari vel.
Eigið notalega helgi og vonandi bjartari daga framundan. Kv. Stella
Stella A. (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 17:22
Megi góðar vættir vaka yfir ykkur !
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 14.12.2007 kl. 17:55
Æ hvað systkinin tóku sig vel út í útlöndum og auðvita ekkert smá falleg Ég vona að þessi Desember færi ykkur góðar fréttir Ég er frá Akranesi eins og þið og ég og Óskar þinn erum jafnaldrar.Ég óska ykkur góðrar helgar
Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.12.2007 kl. 19:12
Gangi ykkur vel og ég vona svo innilega ða jólin eigi eftir að vera sem gleðilegust fyrir ykkur. :)
Señorita, 14.12.2007 kl. 19:15
Sæl Áslaug. Ég kveikti á kerti fyrir hetjuna þína. Vona að henni fari að batna og að jólin verði yndisleg hjá henni og ykkur öllum. Þekki ykkur ekki neitt en fer stundum hingað inn til að lesa um hetjuna þína. Finnst gott að lesa bloggið þitt og dáist að því hversu dugleg þú ert. Já og til hamingju með gott gengi á prófunum. Jólakveðja Þóra.
Þóra (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 19:30
Sæl kæra fjölskylda! Gaman að sjá myndirnar frá Köben, því að þær eru vel skreyttar með fallegu börnunum ykkar.Óska ykkur alls hins besta og njótið hátíðarinnar eins og kostur er,við afar erfiðar aðstæður. Þekki ekki svona raunir, en ég finn svo til með Þuríði litlu og ykkur fjölsk. allri. Maður spyr svo oft: Af hverju börnin? En ekkert svar .Gangið á Guðs vegum góða fjölskylda. Kveðja frá Helgu.(ókunnug)
Helga (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.