Leita í fréttum mbl.is

Tíminn líður hratt

Þegar ég var lítil og var að bíða eftir jólunum þá leið tíminn svo svakalega hægt, það var allt svo lengi að líða og maður var endlaust óþolinmóð, þessi bið var svo erfið.  En í dag líður tíminn svo hratt og mér finnst ég eftir að gera svo mikið, dagarnir fljúga frammhjá okkur bara alltof hratt.  Ég er ekkert mikið að stressa mig á hlutunum þó mér finnist ég eftir að gera mikið þá finnst mér annað mikilvægara en skrúbba alla skápa hátt og lágt fyrir jólin einsog margir gera.  Puuuufffh ekki svo mikilvægt á þessu heimili, vill frekar að börnin mín njóti þess að vera til og sjá hvað þau hlakka til jólana og njóta þess að gera hina og þessa hluti með þeim sem mér finnst mikilvægir og þau skemmtilegir.  Þrífa hvað?

Við krakkarnir (samt aðallega stelpurnar á meðan litli íþróttaálfurinn minn horfir á Latabæ) höfum setið á stofugólfinu síðustu kvöld og pakkað inn jólagjöfum, stelpunum finnst það sérstaklega skemmtilegt þannig flestir pakkar eru pakkaðir af 3 og 5 ára stelpum og fíluðu þær það í botn.  Ætlið við mæðgur reynum ekki að klára þessa innpökkun í kvöld svo við séum laus við það þó þær væru alveg tilbúnar að gera þetta alla daginn ehe.

Við fórum á okkar þriðja og síðasta jólaball þetta árið hjá styrktarfélaginu og vávh hvað hún Þuríður mín skemmti sér vel, hvað hún var hress og kát.  Hún elskar að dansa í kringum jólatré, Oddný Erla var líka að fíla þetta en litli íþróttaálfur var fastur við mömmu sína enda skíthræddur við hólaheinin einsog hann segir sjálfur (jólasveinin).  Alltaf gott að fá fast knús þó það sé vegna hræðslu.  Þuríður mín stóð sig líka einsog hetja í einu viðtali sem við fórum í,  sat stillt og prúð hjá okkur Skara eða þanga til hún fór að gretta sig thíhí, æjhi það var bara finndið því hún er ekki vön að sýna þá hlið á sér.  Segi ykkur frá því seinnaW00t sko viðtalinu.

Er að fara í enn eina jarðaförina í dag, enn ein hetjan sem tapaði.  Þetta er með því erfiðasta sem maður gerir og þær eru búnar að vera alltof margar þetta árið. Frown  Megið hugsa fallega til foreldra og aðra ættingja þessa drengs sem tapaði og kveikja á kertum á Þuríðar síðu. Ofsalega getur þetta líf verið ósanngjarnt.

Einsog þið vitið en í haust fékk ég góð fyrirtæki og einstaklinga til að bjóða 10 foreldrum til London og njóta þess að vera til, öllum var boðið útað borða, á fótboltaleik og svo nutu foreldrarnir þess að vera til.  Burtu frá öllu og reyndu að hugsa bara um sjálfan sig þá þó það hafi verið erfitt en þá gekk það rosalega vel og engin veikindi rætt í þessari ferð.  Hjúkrunarfólkið uppá spítala hjápaði mér að velja foreldrana og allir svakalega ánægðir með þetta og enn er rætt um þessa ferð bæði af foreldrum og starfsfólkinu uppá spítala, þetta heppnaðist svo svakalega vel.  Ég ennþá svo þakklát þeim sem gerðu þessa ferð að veruleika enda lifa foreldrarnir ennþá á þessu, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað allir voru þakklátir.  Því miður hafa tvennir foreldrar úr þessari ferð misst börnin sín og fleiri eru alvarlega veik, sumar meðferðir hættar og aðrir í óvissu, mjög ósanngjarnt.  Megið hugsa fallega til þessara foreldra.

Mig langaði að gera annað svona góðverk um jólin, hafði samband við fyrirtæki en fékk ekkert svar æjhi stundum vill maður fá svar þó það sé neikvætt, bara kurteisi.  Reyndar ætlaði ég að gleðja veik börn og systkinin þeirra en því verr og miður gleymast þau svo oft þegar hin eiga bágt en munið það má ekki, þau eiga líka erfitt, þetta tekur miklar meir á þau en ykkur grunar.  Sjáið bara Oddnýju mína sem er nú bara þriggja og hálfs og á oft á tíðum svakalega erfitt og er oft einsog versti þunglyndissjúklingur, hún þarf líka á athyglinni að halda sem við erum meðvituð um enda getur þetta líka leitt til erfiðleika þegar þau eldast þannig maður verður líka að passa uppá þau.  Já ég hafði samband við fyrirtæki/einstakling í lok nóv en svo veiktist Þuríður mín og þá hafði ég ekki krafta né orku í halda áfram að leita þannig ég verð bara að gera þetta á næsta ári enda stutt til jóla.  Gefur manni svo ofsalega mikið.

Við fjölskyldan fengum stærðar pakka í gær og máttum opna hann strax og að sjálfsögðu biðum við ekkert með það ehe enda pakkaóð thíhí og í pakkanum voru nokkrir englar, krakkarnir fengu sinn engil hvert og við Skari fengum einn, vávh hvað þeir voru fallegir og voru settir strax við myndina af Þuríði okkar og biðjum þá að passa hana fyrir okkur og hjálpa henni að komast í gegnum þetta allt saman og trúum því að þeir gera.  Þeir eru orðnir ansi margir englarnir sem eru í kringum hana, elska engla.  Þessi gjöf hitti beint í mark hjá okkur öllum, takk kærlega fyrir okkur kæri sendandi.Sideways

Ætli ég verði ekki að hætta þessu og fara gera eitthvað af viti, orðin alltof löng færsla.  Anna Lind ég kem til ykkar eftir áramót í ræktina og vonandi verðuru þá líka því þá verður ekkert lull.  (er með nokkrum kellum á morgnanna í ræktinni)

Munið kærleikann og knúsin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kíki oft á bloggið þitt og dáist að þér úr fjarska. Gleðileg jól

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 09:52

2 identicon

ég veit um góða leið til að fá hreyngeringar lykt í húsið..

settu bara ajaax og vatn í fötu og hafðu það upp við heitan ofn þá er eins og allt hafi verið þrifið heheh

Birna Hrönn (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er bloggið þitt jákvætt og upplífgandi núna. Það er auðséð að slaufan á kvíðapakkanum heldur. Og það besta er að Þuríður er að koma til eins og vænta mátti. Hún er svo yndisleg og þau eru það öll þessar elskur.

Jarðarfarir eru erfiðar og þá sérstaklega þegar börn og unglingar eru jarðsett. Sendi foreldrun unga mannsins innilegar samúðarkveðjur og hugsa um leið til annarra fjölskyldna sem eru í erfiðri stöðu vegna alvarlegra veikinda.

Hlakka til að heyra meira um viðtalið. Guð blessi ykkur öll Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.12.2007 kl. 12:42

4 identicon

KNÚS

Halla Rós (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 17:49

5 identicon

Gott hjá þér að pakka niður kvíða og áhyggjum og vonandi getur þú bara fleygt pakkanum láttu bara slaufuna fara með svo þú sért laus við þennan ófögnuð. Gaman að fá fréttir af jólaballinu og allir voru í góðu formi og skemmtu sér vel, þetta er það sem koma skal. Það er alveg yndislegt hvað þú ert jákvæð og kærleiksrík að geta miðlað því til okkar hafðu þakkir fyrir.Guð veri með ykkur ég kveiki á kerti fyrir ykkur öll kv Birgitta

birgitta (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 18:30

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ástarkveðja.kv.linda og co

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.12.2007 kl. 21:51

7 identicon

Elsku fallega Þuríður Arna og fjölskylda.Vildi óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið fáið cosý og fallega jólahátíð.Guð gefi ykkur frið,kærleik og ljós í hjörtun ykkar.Þið eruð öll hetjur í mínum augum og Þuríður þú ert uppáhaldshetjan mín og verður extra mikið á mínum bænalista eins og ávallt.Jólaknús til ykkar

Ps.sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu unga mannsins sem var að kveðja og vona að guð gefi ykkur styrk til að halda áfram

Björk töffari (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 01:22

8 identicon

Kæra fjölskylda, Megi allir englar alheimsins og góðar vættir vaka yfir ykkur og hetjunni ykkar. Ég vona að þið eigið gleðilega jól saman og ég óska þess innilega að þið eigið heillaríkt komandi ár og bjartari framtíð. Jólakveðja frá einni ókunnugri sem fylgist með ykkur og dáist að jákvæðni ykkar og bjartsýni. Elísabet

Elísabet (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 09:21

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Elskulega fjölskylda!

Sendi ykkur hugheilar jólakveðjur.

Vona sannarlega að Þuríður mín skvísan verði spræk og njóti þessara daga í botn

Bestu kveðjur

Gunna Akranesi 

Guðrún Jóhannesdóttir, 22.12.2007 kl. 16:07

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Elsku fallega fjölskylda. Okkur langar að senda ykkur alveg sérstakar jólakveðjur. Börnunum ykkar þremur þá sérstaklega miklar jólasveinakveðjur en við höfum heyrt í þeim skruðningana hérna í fjöllunum fyrir vestan undanfarna daga, en þeir eru að smíða eitthvað alveg sérstakt fyrir hetjurnar þrjár. Já. Ég segi þrjár, því að það þarf miklar hetjur, bæði til að þola erfið veikindi en líka til að vera nánasti ættingi!! Og systkini Þuríðar eru sko algjörar hetjur! Og stóru hetjurnar á heimilinu, mamman og pabbin fá extra fjallaknús héðan úr tæra loftinu sem nú snjóar hvítum jólasnjó!

Guð geymi ykkur öll, nú og um alla framtíð!

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.12.2007 kl. 16:34

11 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Ég er bara að kasta jólakveðju á þig kæri bloggvinur.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

 

Kv Sigríður

Sigríður Jónsdóttir, 22.12.2007 kl. 17:09

12 Smámynd: Gyða Björk Jónsdóttir

  Bara að skilja eftir spor þar sem ég kíki á ykkur af og til.  Gleðileg jólin og bara til hamingju með hvert annað og fallegu börnin þrjú, þar af eitt sem hefur unnið stóra sigra á stuttri ævi.  Gangi henni og ykkur öllum vel í framtíðinni.

Gyða Björk Jónsdóttir, 23.12.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband