Leita í fréttum mbl.is

"Er Þuríður hætt að vera lasin?"

Þessa spurningu fæ ég oft frá henni Oddnýju Erlu minni og "afhverju er hún ennþá lasin?".  Auðvidað á maður ekkert að vera lasin svona lengi og ekkert skrýtið að Oddný mín skilji þetta ekki, hún hefur áhyggjur af systir sinni og langar svo að hún hætti að vera lasin enda tekur það líka mikið á hana.  Hún er líka mikið að pæla í öllum krökkunum í SKB sem eru veikir og afhverju þurfa sumir að fara til englana, erfitt að útskýra þetta fyrir rúmlega þriggja ára gömlu barni.  Hvað getur maður sagt?  Hún á ekkert að vera pæla í svona hlutum en auðvidað gerir hún það þegar hún þekkir ekkert annað en að eiga veika systir sem þarf oft á tíðum mikla athygli og ummönnun.  Hún var frekar fúl í morgun þegar hún þurfti að fara í leikskólann en ekki Þuríður en auðvidað skilur hún það ekki?  En hún fær sína mömmudaga og við mamma erum líka að skipuleggja eitthvað skemmtilegt fyrir okkur þrjár sem hún fær alla okkar athygli.

Þuríður Arna mín er ennþá slöpp en samt ekki alveg jafn slöpp og á gamlárs en liggur alfarið fyrir og orkar ekki í neina hluti.  Hún sofnaði t.d. í gærkveldi um sjöleytið og vaknaði átta í morgun og var aftur sofnuð um níu þannig þið sjáið alla þá orku sem hún hefur þessi hetja og var búin að sofa ansi mikið um daginn.  Aaaaargghh!  En hefur þó orku í að horfa á Emil í sjónvarpinu og þá er nú mikið sagt því vanalega vill hún hafa allt slökkt og engin læti í kringum sig.  Hún var líka farin að hlakka til að vera ein heima með múttu sinni í smá dekri, vill bara rólegheitin og múttu sína hlaupandi í kringum sig ehe. 

Við fórum með hana uppá spítala í gær enda ekki sjón að sjá barnið, blóðprufur teknar og öll þessi vanalegu tjékk og vigtun.  Stúlkan farin að léttast aftur, ekki mikið en samt að léttast sem hún má ekki við.  Vorum send heim með ræktunarglös og ég er búin að taka sýni hjá henni sem ég þarf að skjótast með uppá spítala og svo eru það myndatökurnar á þriðjudag.  Erfiðir dagar framundan ekki það að þeir séu ekki búnir að vera það þannig þeir fara ekki batnandi.Crying

Hún hefur reyndar ekkert kvartað undan hausverk í dag.  Alltaf gott þegar hún kvartar ekki en hún kvartar mikið í maganum, kanski ekkert skrýtið þegar stúlkan kúkar bara slími. Æjh hvað þetta er vont.

tur.nr.5
Ég ætlaði að skrifa svo mikið en er bara svo dofin að ég get það ekki, mér líður þessa dagana einsog fyrstu dagana þegar við fengum þær fréttir fyrir rúmlega ári síðan að æxlið væri orðið illkynja.  Þannig ég leyfi ykkur bara njóta nokkra eldri mynda af hetjunni minni.  (þurfti að taka mér smá pásu frá tölvunni, hetjan mín búin að vera gráta því hún segist vera svo þreytt eða einsog hún orðaði það "mamma ég er svo þreytt, mjög þreytt" og svo er maður einsog aumingi og grætur með henni og getur ekkert gert nema haldið utan um hana)  Hrikalega er þetta ósanngjarnt, afhverju er verið að leggja þetta á hana?

tur.nr.4
Hérna er hetjan mín í sinni fyrstu sólarlandaferð og mikið finnst henni gaman að láta grafa sig í sand. Hlakka til að fara í fleiri svona ferðir með henni og hinum öllum.

Æjhi ég var búin að finna fullt af myndum sem mig langaði að deila með ykkur en heilsan mín er ekki alveg uppá það besta þannig mig langar bara að leggjast hjá hetjunni minni sem líður ekki vel þessa stundina, þetta er svo skrýtið það er engin klukkutími eins hjá henni.  Kvartar núna í höfðinu og það á allt að vera slökkt þannig það er best að hafa það þannig.

Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar sem þið hafið verið að senda okkur og öll kertin sem þið hafið kveikt á.
Knús og kossar
Slaugan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

koss og knús á þig elsku áslaug mín... hlakka til að sjá þig sem fyrst...

Þórunn Eva (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 15:18

2 identicon

Sendi þér risastórt knús Áslaug mín, þú ert svo dugleg og þið öll, mikið hvað ég skil að þér líði illa, enda máttu það alveg, börnin eru það dýrmætasta í öllum heiminum...

Ég held áfram að kveikja á kerti og bið alla mína engla að vaka yfir ykkur.

Kveðja frá Höllu Rós og Sturlu Símoni og öllum prinsessunum okkar.

Halla Rós (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 16:13

3 identicon

'Eg finn til með ykkur, vonandi fer dömunni að líða betur og þér líka, við kveikjum á kertum og biðjum fyrir ykkur, kveðja úr Vesturberginu.

Brynja í vesturberginu (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 16:38

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

elsku stelpan! vildi að ég væri eihvers megnug,  knús á ykkur mæðgur, og alla fjölskylduna. Bið fyrir ykkur alltaf

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.1.2008 kl. 17:09

5 identicon

Allar mínar góðu hugsanir til ykkar yndislega fjölskylda.

Ásgerður (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 17:10

6 identicon

Elsku Áslaug vildi að ég gæti gert eitthvað það er svo sárt að lesa þetta. Guð blessi ykkur og styrki.

Kristín (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 17:28

7 identicon

Sæl Áslaug, ég hugsa mikið til ykkar þessa dagana og hef reyndar gert í marga mánuði án þess að skrifa comment hér inn.  En núna verð ég bara að gera það og senda þér og litlu hetjunni þinni í leiðinni alla mína orku til þess að takast á við þessa erfiðu daga. Vona svo innilega að hetjan þín vinni bug á þessu ljóta meini og geti farið að lifa eins og lítil stelpa á skilið.  Haldið áfram að vera svona sterk og lifa lífinu eins vel og þið getið í þessum erfiðu aðstæðum.  Megi nýja árið færa ykkur eitt kraftaverk - bata fyrir Þuríði.

Stór knús til ykkar allra

kv. Valdís

Valdís Jónsd. (ex. badmintongella) (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 17:40

8 identicon

Elsku Áslaug,ææ hvað maður er vanmáttugur og geta ekki neitt hjálpað,en kveiki bara á fleiri kertum og bið og bið  fyrir ykkur allri fjölskylduni.vona heilshugar að ykkur fari að líða betur.Baráttukv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 18:28

9 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda

 Gleðilgt nýtt ár ég vona svo sannalega að nýja árið eigi eftir að vera ykkur gott og það styttist í það að þið fjölskyldan geti haft áhyggjulaust líf. Þið eruð í bænum mínum á hverju kvöldi það er nú það minnsta sem maður getur gert. 

Bestu kveðjur

amý 

amý (ókunnug) (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 19:40

10 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda,

Gleðilegt nýtt ár!

Eins og alltaf er hugur minn hjá ykkur og virkilega vona ég það að henni Þuríði fari að líða betur, þetta er svo óendanlega ósanngjarnt að leggja þetta allt saman á blessað barnið og ykkur öll.

Gangi ykkur vel!

Margrét (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 20:02

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku Áslaug mín, ég segi eins og Amy að maður verður svo vanmáttugur að geta ekki gert neitt nema biðja og vona það besta,,það er það eina sem við getum gert,því miður,en hugur okkar er hjá ykkur elsku fjölskylda og við fjölskyldan, kveikjum á kerti fyrir ykkur og Þórdísi og KR.megi Guðs englar umvefja ykkur og veita ykkur  styrk,ást og hlýju.kv.linda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.1.2008 kl. 20:56

12 identicon

Þú ert svo óendanlega sterk, og að leyfa ókunnugum að fylgjast með stöðugri baráttu ykkar, tárum og brosum er mikilsvert !

Þið eruð alltaf í bænum mínum, vildi svo að það væri eitthvað meira sem maður gæti gert..

guð blessi ykkur öll

kv. Katrín 

Katrín (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 21:58

13 identicon

Blessuð stelpan hún Oddný Erla, mikið er hún orðin langeyg eftir bata systir sinnar. Hefurðu prófað að láta Þuríði nota mjúka eyrnatappa þegar hún er það margt fólk er saman komið eða annar hávaði. Og notar hún góða húfu þegar hún fer út. Kuldi á höfuð sem hefur orðið fyrir áfalli getur valdið höfuðverk, það þekki ég af eigin reynslu.

Bið Guð að senda Þuríði Örnu bata og matarlist. Ósköp er erfitt að vita hana svona veika viku eftir viku. Bið um að þið fáið góðar fréttir eftir myndatökuna. Megi kærleikurinn flæða til ykkar og umvefja ykkur öll með sínu mjúka hlýja teppi. Ég bið englana að vaka yfir ykkur og færa Þuríði fullt af bata. Fríða 

friða (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 23:07

14 Smámynd: HAKMO

HAKMO, 4.1.2008 kl. 04:42

15 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ástarkveðja og stuðningsstraumar yfir fjöllin og firðina.

Ég ætla að kveikja á alvöru kerti núna þar sem ég sit á rólegri næturvakt á sjúkraskýlinu hérna vestra. Guð geymi þig Slauga mín og gefi þér svolitla hugarró.

Ylfa Mist Helgadóttir, 4.1.2008 kl. 05:33

16 identicon

Kærleikskveðjur

Peta

Petrína Ottesen (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 08:53

17 identicon

ég átti áhugavert spjall við þig í draumi í nótt, Áslaug - Þú varst að plana skautaferð um næstu áramót með nokkrum bloggurum af moggablogginu, það var létt yfir þér og það var rosalega góð nærvera í kringum þig.  Ég kveiki kerti eins og svo oft áður fyrir hana Þuríði. Baráttukveðjur

Berglind Elva

Berglind Elva (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 11:32

18 identicon

Æi ég finn svo til með ykkur:( hvað getur maður sagt.....

Katrín Ösp (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband