4.1.2008 | 14:10
Þið eruð svo "heppin"
Það fer afskaplega í taugarnar á mér þegar fólk segir þetta við okkur, jú við erum heppin að eiga allt þetta góða fólk í kringum okkur (og þekkjum við ekki helminginn) sem reyna gera alla hluti auðveldari fyrir okkur og gleðja okkur með hinu og þessu sem við erum afskaplega þakklát fyrir. Við höfum fengið margar gjafir í kringum veikindin hennar Þuríðar minnar, marga styrki sem hafa gert okkur auðveldara að borga okkar reikninga flestir vita að það dugar fáum að annar aðili geti bara unnið, utanlandsferðirnar sem við fórum í fyrra voru allar gjafir frá fólkinu í kringum okkur bæði sem við þekkjum og þekkjum ekkert sem gerðu ofsalega gott fyrir okkur og svo lengi mætti telja. Við erum ofsalega þakklát fyrir það hvað þið hugsið fallega til okkar og reynið að gera marga skemmtilega og góða hluti fyrir okkur, TAKK TAKK TAKK!!
En þegar fólk fer að segja við okkur hvað við erum heppin að fá að fara í svona margar utanlandsferðir, hvað við erum heppin að fá að fara í þessar skemmtiferðir í gegnum félagið okkar góðar, hvað við fáum margar fallegar gjafir og svo framvegis. Ég lít ekki á okkur sem heppið fólk(þannig séð, allavega ekki einsog fólk lítur á það), jújú það eru margir sem hafa ekki fengið þetta allt sem eru í sömu stöðu og við sem þurfa að sjálfsögðu á því að halda en þá vildi ég glöð vilja skipta við einhvern. Mikið vildi ég vera í þessari stöðu að ég væri að gleðja aðra en fólk væri ekki að reyna gleðja okkur, mikið vildi ég óska þess að Þuríður mín væri alheilbrigð og ég myndi vita það (sem maður veit reyndar aldrei) að hún myndi sjá um okkur Skara í ellinni en ekki vera hrædd alla daga að ég gæti misst hana. Ekki misskilja mig samt, ég er MJÖG þakklát öllum sem hafa gert alla þessa góðu hluti fyrir okkur en mikið langar mig að vera í ykkar stöðu en því miður er það ekki svo gott en ekki samt segja við okkur hvað við erum heppin, við erum ekki heppin að vera í þessari stöðu en þykur samt ofsalega vænt um allan þann kærleik sem þið hafið sýnt okkur. Ómetanlegur. Knús til ykkar fyrir það.
Ég fékk reyndar að finna hvernig það væri að gleðja þegar ég bjó til ferðina fyrir níu foreldra í félaginu í haust þegar hópurinn fór saman til London og vonandi vita styrktaraðilarnir (þó ég viti að þeir lesa ekki síðuna ehe en aldrei að vita?) hvað foreldrarnir voru þakklátir fyrir að komast svona í burtu og það er eiginlega verið að ýta á eftir mér að gera svona ferð aftur. Hmmm!! Foreldrarnir tala ennþá um þetta og hvað þetta gerði þeim gott, eru endalaus þakklátir. Aldrei að vita að maður fari að leita annarra styrktaraðila til að gera svona pakka aftur, gerði mér líka gott að gleyma mér í smá góðverki og hvað þá þegar ég hringdi í foreldrana og tilkynnti þeim þetta, vávh! Þessi foreldrar eru samt ekki heppnir, þeir hefðu glaðir vilja skipta við einhverja aðra foreldra vitandi þess að börnin þeirra væru heilbrigðir. Kanski ég helli mér í þetta aftur, hver veit?
Þuríður mín er ennþá slöpp, í augnablikinu sefur hún og búin að sofa á annan tíma en hún hafði að orka að vaka í tvo tíma sem er frekar góður tími. Hún vaknaði í morgun kl hálfátta, sofnaði hálf níu svaf til tíu og sofnaði aftur um tólf svo þið fáið að sjá alla þá orku sem hún hefur þessi elska. Ömurlegt! Hún borðar nánast ekkert sem er ofsalega vont, alveg sama hvað ég bíð henni, reyndir meir að segja mars en hún afþakkaði það pent. Hún er að hrynja í sundur þessi elska, ekki gott.
Það er ekki ennþá komið úr niðurstöðunum eða úr sýninu sem ég fór með uppá spítala í gær en það kemur ekkert útur því fyrr en eftir helgi eða á þriðjudag þegar við mætum í myndatökurnar, en öll blóðkorn eru á uppleið þannig þessi þreyta er ekki þeim að kenna sem ég hefði frekar viljað.
Helgin framundan og mín ætlar að skreppa aðeins útur húsi og eyða hluta af helginni útí TBR að sveifla gula og rauða spjaldinu ehe vildi óska þess að maður gæti sveifla þessum spjöldum almennilega í badmintonbransanum og þá vissi líka hvað kikk minn elskulegi bróðir Garðar fengi útur því í fótboltabransanum ehe. Ætla aðeins að reyna gleyma mér og vera þarna smátíma þó ég viti að ég muni ekki treysta mér að vera allan tíman sem ég þyrfti vegna Þuríðar minnar því helst vill ég bara vera heima og halda fast utan um hana en veit líka að ég þarf á því að halda að komast aðeins út. Við Skari ætlum líka að fara útað borða á Caruso á morgun þar að segja ef það er laust sem það hlýtur að vera en við erum vön að gera alltaf eitthvað saman helgina fyrir myndatökur til að "gleyma" okkur aðeins og fá smá tíma saman í rólegheitunum. Mín elskulega mútta ætlar að koma passa grislingana á meðan.
Þuríður mín Arna komin fram þannig ég ætla að reyna troða í hana einhverju matarkyns þó ég viti að það verði erfitt en ég ætla að gera mitt besta, hún má ekki við því að léttast meira hún þarf á allri orku að halda. Meira að segja erfitt að koma kakómaltinu í hana og þá er nú mikið sagt en hún hatar alla orkudrykki og þess háttar þannig virkar ekkert að reyna troða því í hana, því verr og miður.
Kæru lesendur eigið góða helgi.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Baráttukveðjur - knús á ykkur öll
Berglind Elva (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:29
Elsku duglega fjölskylda!
Góður pistill frá einstakri manneskju.
Það sem þú átt í vasanum er ekki mikilsvert, aðeins það sem þú átt í hjartanu.
Bernadin kardínáli
Það er gott að gefa og gott að þiggja.
Allan minn kærleik til handa ykkur
kveðja 4 barna mamman.
4 barna mamman (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:48
Kæra Áslaug ég skil alveg hvað þú ert að fara í þessum pistli og veit að þú ert ekki að vanþakka það sem gert hefur verið fyrir ykkur en það væri samt svo óendanlega miklu betra að vera með litlu hetjuna alheilbrigða. Það sem skiptir mestu í lífinu er nefnilega ekki hægt að fá fyrir peninga, ég á fjögur heilbrigð börn og það er mesti fjársjóður sem til er, jafnvel þótt ég hafi ekki efnið á að veita þeim allt sem þau vilja eða mér að þá er ekkert sem kemur í stað heilbrigðra barna...
Þú ert ótrúleg kona, dugleg svo ég dáist að, vonandi að guð gefi að litla hetjan þín nái styrk og henni batni. Ég kveiki á ljósi fyrir ykkur. Baráttukveðjur Ragnheiður
Ragnheiður... (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:07
hæ sæta mín vonandi getur þú skemmt þér í TBR um helgina.... kannski sé ég þig... aldrei a vita hvað maður gerir.... þykir óendanlega vænt um þig og ef það er eitthvað sem ég get gert endilega vertu í bandi.... koss og knús á þig og alla línuna....
Þórunn Eva , 4.1.2008 kl. 15:18
Sæl Áslaug, vildi óska að ég gæti komið með einhverja töfralausn fyrir Þuríði Örnu. Ég ætlaði einmitt að minnast á orkudrykki og sjeik og svoleiðis en það gengur greinilega ekki. Engjaþykkni, ritzkex... æ ég vildi bara óska að ég gæti hjálpað ykkur eitthvað. En sjóveikisplástur? gæti það kveikt lystina?
Það verður alltaf til eitthvað af liði sem öfundast út í fólk sem fær góðar gjafir en þetta lið hugsar ekkert út í það af hverju þið eruð að fá nokkrar gjafir, OMG mundi maður ekki frekar vilja heilbrigt barn og aldrei fá utanlandsferð eða styrki, en eitthvað verða foreldrar að gera til að þrauka áfram. Þið eruð algjörar hetjur
hm (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:18
Kristín (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:21
sæl,
Ég kíki stundum en hef nú ekki kvittað fyrr en nú....en ég skil svo hvað þú meinar, lenti í bílslysi og fékk bætur og sumum finnst ég hafa himin höndum tekið....en ég myndi skila hverri krónu og vel það ef ég fengi bakið mitt aftur laust við sársauka...
Bestu óskir á nýju ári og gangi ykkur sem allra best...
kveðja
Berglind
Berglind (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:24
Kæra Áslaug og fjölskylda, hef lesið pistlana frá þér í ca 6 mánuði og þvílíkur penni sem þú ert og alltaf gaman að lesa þegar eitthvað jákvætt er í gangi. En þetta með utanlandsferðirnar fór eitthvað fyrir brjóstið á mér, af hverju megið þið ekki njóta þeirra í friði og þá meina ég í friði, yndislegt að fara öll saman eða bara þið hjónakornin því auðvitað þurfið þið að rækta hvort annað og ekki veitir ykkur af þegar um svona mikil veikindi eru á heimilinu, við verðum stundum að fá stund aflögu, til að hlaða batteríin okkar.
Held stundum að fólk sé bara afbrýðissamt út í ykkur af hverju veit ég ekki en endilega notið allar ykkar stundir saman.
kveðja
Anna ókunnug.
Anna ókunnug (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:27
Elsku Áslaug, hverslags hugsunarháttur er hjá fólki sem hugsar að þið séuð heppin að fá eitthverja dauðans hluti ,þið eruð bara heppin með hvað þið fjölskyldan eruð heil,kærleiksrík,getið gefið svo mikið af ykkur til barnana ykkar,og til okkar sem elskum ykkur í gegnum bloggið en erum svo hjálparvana,það er bara yndislegt ef þið getið aðeins breitt út af því daglega fyrir ykkur ,en ekkert kemur í staðin fyrir heilbrigðt barn.Baráttukveðjur.Hrönn.
Hrönn (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 16:01
Ég er sammála þér að heppni er ekki rétt orðið. Held að fólk standi við bakið á ykkur fyrst og fremst til að létta undir ef mögulega er hægt vegna þess að svona veikindi getur komið upp hjá öllum og fólk finnur fyrir samkennd og vill hjálpa en vill ekkert þakklæti eða neitt í staðinn.
Heppni og þakklæti ætti frekar fyrir hvern þann dag sem Þuríður og ykkur líður vel, fyrir hvert bros og fyrir hvern lítin sigur sem þið eigið. Ég veit að ég og flestir óska þess að hún nái fullum bata, líði vel og þið getið átt gott líf. Ég er og verð mjög þakklát þegar það gerist, þegar ég sé jákvætt blogg. Þetta er alltof óréttlátt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.1.2008 kl. 16:05
HEPPIN!? að fólki skuli detta þetta í hug!
Ykkar "heppni" (ef svo mætti að orði komast) og ykkar lán er að eiga hvort annað að í þessum þrengingum það er ekki sjálfgefið að geta staðið saman í öllum þessum veikindum og þeim erfiðleikum sem þeim fylgja.
En ég get ekki séð að þið séuð HEPPIN að ganga í gegnum það sem þið eruð að ganga í gegnum, þó þið væruð vikulega í utanlandsferð, breytir það ekki líðan Þuríðar því miður, ef svo væri þá væruð þið heppin
Knús til ykkar krútturnar mínar, bið fyrir bata skottunnar og hetjunnar Þuríðar Örnu
ykkar einlæg
Guðrún Jóhannesdóttir, 4.1.2008 kl. 17:10
Mér finnst blátt áfram ljótt á setja orðið "heppin" í þetta samhengi. Hver vildi ekki frekar að barnið hans/hennar væri heilbrigt heldur en vera í ykkar stöðu. Það er auðvitað frábært að fólk hefur viljað reyna að létt ykkur lífið með ýmsum hætti. Það sama fólk lítur ekki á það sem "heppni" fyrir ykkur að þiggja aðstoð á erfiðum tímum. Ef fullur bati Þuríðar Örnu væri staðreynd á þessari stundu, þá væri það kraftaverk. Þeir foreldrar, ömmur og afar sem eiga heilbrigð börn og barnabörn eru heppið fólk. Sem betur fer er ég í þeim hópi og tel það mikið lán.
Ég bið af öllu hjarta um að Þuríður Arna nái fullri heilsu og það takist að losa hana við meinið. Þá verðum við öll glöð Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.1.2008 kl. 17:51
Elsku Áslaug..mikið skil ég hvað þú ert að fara,hver mundi ekki vilja skipta á öllum heimsins auðæfum og fá í staðinn heilbrigt barn??'Ég tel það enga heppni að vera að berjast við það sem þið hafið verið að gera og ég get engan vegin sett mig í þau spor,þar sem ég hef sem betur fer ekki þurft að horfa upp á börnin mín í svona stöðu og ég er þakklát fyrir það á hverjum degi.Þuríður Arna er uppáhaldshetjan mín og ég bið guð oft á dag að gefa þessari stelpu bata og betra líf.Sendi ykkur kærleiksknús og vona að þið eigið góða helgi framundan..baráttukveðjur
Björk töffari (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 18:18
Baráttukveðjur
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.1.2008 kl. 18:20
Ég kíki oft á bloggið þitt en hef aldrei skrifað fyrr ég á fjögur börn sjálf og ég fæ stíng í hjartað þegar ég les þetta þið eruð hetjur öll ég bið góðan guð að vaka yfir henni þuríði örnu, þetta með heppnina skil ég ekki hver getur tengt saman heppni og krabbameinssjúkt barn þetta hefur ekkert með heppni að gera bara fólk sem vill létta undir með ykkur og hefur að sjálfsögðu þakkir fyrir, ég bara bið og vona að henni þuríði fari að líða betur og stirkjast baráttukveðja eyrún.
Eyrún (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:02
Kæra Áslaug og fj. Ekki get ég skylið fólk sem getur sagt við ykkur sem er í þessari aðstöðu að þið séuð "heppin" Þessum manneskjum sem segir svona hlýtur að líða illa. Sendi mínar stærstu baráttukveðjur og bið góðan guð að vaka yfir dóttur þinni Þuríði Örnu í þessari baráttu ykkar. Þið eruð sterkar hetjur og þvílík þolinmæði, sýnið mikinn dugnað við að leyfa okkur sem lesum bloggið þitt, að taka þátt í þessu með ykkur. Gangi ykkur vel.
Auður Kristín Matthíasdóttir, 4.1.2008 kl. 20:17
Sæl Áslaug.
Já, það er víst ekki of mikið sagt að þessi Londonferð hafi komið okkur foreldrunum á óvart og mikið höfðum við öll gott af þessu. Þú átt alveg heiður skilið fyrir þetta frábæra framtak. Við eigum eftir að lifa lengi á þessari ferð. Vonandi fáið þið góðar fréttir á þriðjudaginn, hitti ykkur kannski þar.
Kveðja Sóley
Sóley (skb) (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:33
Elskulegur dómari,já já þar eru tvær skagafrænkur mínar að keppa um helgina,á þær geturðu spjaldað í gríð og elg,en ekki segja frá mér ef þær verða fúla .Og góða skemmtun(við það)og gangi þér og þeim vel.Spjaldakveðja.
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 21:05
Ástarkveðjurlinda,gunni og dætur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.1.2008 kl. 22:11
Langar að senda ykkur knús
Njótið helgarinnar
Hulda Klara (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 22:18
Kæra fjölskylda!
Ég er komin á fimmtugsaldurinn og hef lifað tímana tvenna en ekkert í líkingu við ykkar þolraun og reynslu - og vona að það komi aldrei til. Ég sé ekkert athugavert við það að fólk geti aðeins reynt að gera sér dagamun, breyta dagsforminu og reyna að gera sér glaðan dag mitt í því erfiða lífsmynstri sem þið lifið við alla daga elsku fjölskylda. Mér finnst það bara aðdáunarvert hvernig þið reynið að gefa hverju og einu barni tíma, útaf fyrir sig með ykkur (eða með móðurinni), gæðatíma. Þið eruð yndislegir foreldrar, ekki bara fyrir ykkar gjörðir gagnvart börnunum ykkar heldur fordæmið sem þið veitið okkur hinum.
Kærleiksríkar kveðjur,
Guð blessi ykkur ávallt,
Hanna
Hanna (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 22:40
Ég er sko sammála þér, með heppnina! Þið eruð ekkert heppin, þið sem eigið svona rosalega veikt barn. En það er greinilega til gott fólk sem styrkir foreldra langveikra barna.
en það er þvílíkt sem er á hana lagt og ykkur! Mér finnst frábært að þú sért að fara eitthvað út á meðal fólks og gera eitthvað skemmtilegt! Þú kemur örugglega heim með meiri orku eftir daginn Maður skilur nefnilega varla hvernig þú heldur út þessa dagana með allan þennan kvíða og áhyggjur! Það þyrfti að vera teymi á bakvið foreldra sem eiga svona veik börn, eins og læknir og sálfræðingur! Eigðu gott kvöld á Caruso með manninum þínum og vonandi náið þið að njóta ykkar aðeins! Kveðja, Heiða (systir Hildar Sifjar)
Heiða (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 00:01
Þið eruð heppin því þið eigið hvort annað. Góðar óskir. Fylgist með sögu ykkar sem ég vildi að væri öðruvísi.
Hólmdís Hjartardóttir, 5.1.2008 kl. 00:57
Ég spyr nú bara eins og asni: SEGIR EINHVER VIÐ ÞIG AÐ ÞÚ SÉRT HEPPIN?????
Annars, knús fyrir helgina. Njótið matarins á Carúsó og látiði þjónana dekra við ykkur.
Ylfa Mist Helgadóttir, 5.1.2008 kl. 22:06
Sæl Áslaug,ég hef oft lesið bloggið þitt en aldrei kvittað fyrr.Langar bara að segja ykkur að ég hugsa fallega til ykkar og óska þess að heilsa Þuríðar Örnu fari að skána.Gangi ykkur vel.
Kær kveðja María (ókunnug)
María (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 22:21
Sendi ykkur hlýjar kveðjur og óskir um gott gengi. Hræðilegt til þess að vita að Þuríði Örnu líði svona illa, vona svo innilega að henni batni. Þið eruð ótrúlega dugleg og vonandi munu fleiri geta rétt ykkur hjálparhönd, styrki og bara hvað sem er til að létta undir með ykkur, þið eigið það fullkomlega skilið og held ég að enginn geti sett sig í ykkar spor nema hafa verið þar sjálfur. Guð veri með ykkur.
Anna (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 02:02
Get engan veginn sett ordid "heppni" í samband vid ykkar stødu, ekki nema hvad thid erud heppin ad eiga góda ad til ad standa vid bakid á ykkur í thessari erfidu baráttu. Annad finnst mér bara ósmekklegt ad tala um heppni í thessu sambandi. Megi gud gefa ad Thurídi fari ad lida betur, finn svo til í hjartanu ad lesa ad hún eigi svona erfitt thessa daga.Gott hjá thér ad reyna ad fara út og hlada batteríin í Tbr, alveg ørugglega ekki vanthørf á. Eigid góda daga framundan fallega fjølskylda,megi gud vera med ykkur.
kvedja frá danmørku.
Maria-ókunnug (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 09:46
jæja hvernig gengur(gekk) að sveifla spjöldunum góðu??Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.