Leita í fréttum mbl.is

Ljóminn þinn er skínandi skær

Það er svo gaman að horfa á þuríði mína þessa dagana en þessi glampi í augunum hennar er að mæta á svæðið aftur, hún er að verða aðeins skýrari, farin að brosa meira og er bara svo yndislega falleg einsog alla daga. Hún ljómar eitthvað svo.  Hún er öll að koma til, þó hún eigi langt í land en þá finnst okkur þetta allt að koma hjá hetjunni minni.  Reyndar hefur hún lítið sem ekkert borðað í dag og ég vona svo heitt og innilega að henni sé ekki að fara hraka í því "aftur" því vanalega hefur það ekki varið lengi hjá henni þar að segja borðað "vel" í marga daga í röð.  En alla síðustu viku fór ég með hana til mömmu í mat í hádeginu og alltaf borðaði hún vel en hefur samt ekkert þyngst en ef hún heldur svona áfram hlýtur hún að fara gera það nema hún hætti að borða aftur.

Ég fór á föstudaginn og keypti nýjar buxur á hana því svona án gríns þá eru allar buxurnar hennar orðnar að skopparabuxum og það er orðið hræðilega ljótt.  Ég hef reyndar alltaf heitið því að ALDREI ætla að kaupa svona "mjónu" buxur (æjhi vonandi vitiði hvað ég á við) á stelpurnar mínar en þá bara varð ég núna svo hún ætti einhverjar sem pössuðu henni svona sæmilega vel.  Ég þyrfti eiginlega líka að kaupa ný nærföt á hana fyrir þá svona sirka 1-2 ára því rassinn er að engu og allar nærbuxur hanga á henni, verst að Theodór minn er ekki stelpa því þá gæti hún fengið hans lánaðar.  Ég var skoða gamlar myndir af henni eða reyndar bara árs gamlar myndir og þar er hún svona æðislega fallega búttuð og hægt að klípa aðeins í hjá henni en núna þegar maður stríkur yfir hana stingast öll bein í mann, æjhi hvað það er erfitt að sjá hana svona.  En ég segi nú samt að það var eins gott að hún hafði eitthvað til að klípa því ég hefði ekki boðið í annað.

Hún sefur núna "bara" einu sinni yfir daginn og þó hún sofi í tvo tíma þá er hún algjörlega búin á því um sexleytið og frekar erfitt að halda henni vakandi til átta en hetjan mín þarf að sofa þegar hún er þreytt og erfitt að banna henni það.

Ég hef fengið ótrúlega mörg hrós fyrir viðtalið við mig í Vikunni (sérstaklega líka útaf myndunum, gvvuuuð ég er svo falleg9, tak so mukket!  Bæði frá mínu fólki og fólki sem ég þekki ekki neitt.  Við fjölskyldan vorum að rölta frammhjá kössunum í Hagkaup í gærmorgun þegar Oddný Erla mín öskrar á mig "mamma sjáðu þarna ert þú" ehe og ég varð einsog epli í framan og reyndi að þagga niður í henni.  Samt fyndið!  Það er líka frekar skrýtið að ókunnugir eru farnir að brosa framan í mig á röltinu hér og þar, ég veit ekki hvort það sé útaf Vikunni eða bara útaf því ég er svona falleg? Sideways Ef þið voruð ekki búin að sjá framan á Vikuna þá er það hérna fyrir neðan og endilega drífið ykkur í að kaupa hana þar að segja ef hún er ekki uppseld sem kæmi mér ekki á óvart mhúahaha!

vi0804

Aðeins vika í húbbahúbba hjá okkur Skara þar að segja sumarbústaðaferðina okkar sem ég get ekki beðið eftir því sálin mín er svoooo þreytt og mig langar óendanlega mikið að komast aðeins í burtu.  Ég veit það líka ef þetta heldur áfram að ganga svona vel hjá hetjunni (því ég vona að sjálfsögðu að hún sá á uppleið) þá á ástandið á manni eftir að versna tífalt en það er mjög oft svoleiðis hjá fólki í okkar stöðu.  Þegar vel gengur og maður getur farið að hugsa aðeins um sjálfan sig verður allt helmingi erfiðara, þá mætti eiginlega að segja það að manni líður aldrei fullkomnaega vel alveg sama hvursu vel gengur.  Skrýtið en svona er þetta bara.

Vóvh klukkan alveg að verða hálf ellevu og það er löngu komin háttatími hjá mér, best að skella mér uppí rúm og undirbúa mig fyrir morgundaginn.  Tjékk uppá spítala strax kl átta, beint í sjúkraþjálfun og eftir það mun vonandi þá hetjan mín hafa orku í tveggja tíma leikskóladvöl og þá mun ég nýta þann tíma í lærdóm því ég þarf svo heitt og innilega að leggjast aðeins í eina greinina mína og læra þetta stuff.  Bwaaahhh gengur erfiðlega enda búið að vera erfitt tímabil hjá hetjunni minni en það er nú bara ein grein af fjórum, dont worry be happy.Shocking  Verð kanski að sætta mig að fá ekki tíu í þeirri grein einsog fyrir áramót, hmmm er það hægt.

Góða nótt og sofið rótt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 27.1.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

keypti vikuna og viðtalið er mjög gott og myndirnar rosa flottar.  Unglingurinn minn náði blaðinu og situr og horfir á myndirnar af þér og brosir.  Held bara að hann sé orðinn smá skotinn .  Gangi ykkur vel á morgun.

Bergdís Rósantsdóttir, 27.1.2008 kl. 23:05

3 identicon

Gangi ykkur vel á morgun mæðgur ,allt uppávið.Kv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 23:06

4 identicon

Já þú ert æðisleg í vikunni,keypti hana bara út af þér elskan....en frábært að heyra að uppáhaldinu mínu líður betur og nú krossa ég putta og tær og bið guð um að þetta haldi svona áfram.Gangi ykkur vel á morgun..knúsí

Björk töffari (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 23:13

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

búin að lesa vikuna og bloggið, gott að skottan litla skuli vera aðeins á uppleið bara gleðilegt húrra.

Vona að útkoman á morgun verði góð.

Knús á ykkur gullin mín

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.1.2008 kl. 23:33

6 identicon

Varð bara að segja þér eins og allir hinir að viðtalið er flott við þig í vikunni og flottar myndir. Gott að heyra með Þuríði og vonandi verða læknarnir bara ánægðir með hana.

Kveðja Ella.

Ella (ókunnug) (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 23:59

7 identicon

Gangi ykkur vel á morgun. Þetta fer allt að koma hjá Þuríði Myndirnar í Vikunni eru mjög fínar, þú ert stórglæsileg og viðtalið gott.

Abba (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 00:18

8 identicon

Voðalega lyftist á manni morgunmyglaða brúnin hérna núna.
Ég ætla biðja pabba að senda þessa viku til mín, hlakka til að sjá, myndin framan á er allaveg geggjuð.

Og skemmtilegt að heyra að Þuríður er aðeins að koma til, nú er bara að vona og trúa að byggist ofan á það.

Knús og kram frá Esbjerg!

marianna (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 07:44

9 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Þetta er mjög gott viðtal og myndirnar maður minn ekkert smá flottar . Ég vona svo innilega að Þuríður sé á uppleið og hún fari að þyngjast aftur . Ég tel niður með ykkur hjónum fram að sumarbústaðar ferðinni langþráðu .

Eigðu góða viku

Kv

Sigga

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 28.1.2008 kl. 10:09

10 identicon

Auddað ertu algjör bjútíkvín ;)

Súsanna (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 12:51

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.1.2008 kl. 14:23

12 identicon

Búin að lesa vikuna flott viðtal og myndirnar ekkert smá glæsilegar.  Vona að hetjan ykkar sé á uppleið

Kristín (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 15:52

13 identicon

Vikuviðtalið er snilld og myndirnar líka, þú getur verið stolt af því  Frábært að lesa það að litla Þuríður er að hressast, einn dagur í einu og hún nær tökum á þessu. Ég bara veit það

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 16:56

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

FRÁBÆRT AÐ ÞURÍÐUR ARNA ER AÐ HRESSAST. Auðvitað eru allir voða hrifnir af myndunum af "skvísunni" Guð veri með ykkur Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.1.2008 kl. 18:18

15 identicon

Var að ljúka við að lesa viðtalið við þig og þú ert náttúrulega bara æði að innan sem utan. Þið Skari hafið greinilega tekið skynsömu leiðina á þetta og svei þeim sem hneykslast á því að þið gerið ykkur dagamun til að halda sönsum. Þið eruð ekki heppin en Þuríður er heppin að eiga foreldra eins og ykkur.

Dísa (ókunnug) (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 20:11

16 Smámynd: Þórunn Eva

sætust...  koss og knús á þig....

Þórunn Eva , 28.1.2008 kl. 20:59

17 Smámynd: Calvín

Einn dagur í senn og njótið augnabliksins. Þið eigið það sannanlega skilið.

Calvín, 28.1.2008 kl. 21:22

18 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

flott að litlu hetjunni þinni líður betur, og flott viðtalið við þig í Vikunni. Gangi ykkur vel

Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.1.2008 kl. 21:25

19 identicon

Gott að heyra að Þuríði líður betur þessa dagana  

Ég hef ekki komist í viðtalið við þig en myndin á forsíðunni er svo sannarlega glæsileg   Það er ekki nokkur spurning að þið þurfið á því að halda að gera eitthvað fyrir ykkur annað slagið til að létta örlítið álaginu. Mér finnst þið bara ótrúlega skynsöm og dugleg að halda því til streitu.

Bestu kveðjur

Óla Maja (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 21:32

20 identicon

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 21:38

21 Smámynd: lady

ég ætla að kaupa vikuna á morgun og lesa greinina ,sá reyndar vikuna rett í dag þegar ég var á hraðferð eins og þú segir að fólk se farið að kannast við þig út á götu,það var sem mér fannst þegar ég sá snöggvarst vikuna í dag að ég kannaðist við þessa fallegu stúlka  óska ykkur  góða dag á morgunn elsku fjölsksendi ykkur 5 hjörtu börninn ykkar 3 (ekki má gleyma systkyninn þuríðar)og svo ykkur foreldrana Þuríðar okkar  kv Ólöf jónsdóttir

lady, 28.1.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband