Leita í fréttum mbl.is

Pirr pirr

Þuríður mín Arna sefur núna og er núna búin að sofa á þriðja tíma, hún er eitthvað svo þreytt og afhverju skyldi það vera?  Jú henni vantar orku, henni vantar mat í kroppinn sem hún er ekki að fá allavega ekki nógu mikið. 

Það eru margir að segja við að ég viti ekki hvað ég er að biðja um þegar ég er að tala um speglunina á barninu, sondu eða tappa í magan fyrir næringu en þvílík og önnur eins vitleysa.  Sorrý en barnið mitt er búið að vera mjög veikt á fjórða ár (vávh þetta er komið á fjórða ár) þannig ég er orðin hálfgerður hjúkrunafræðingur ef ekki læknir sem myndi hoppa yfir nokkur ár í háskólanum svona án gríns þá veit ég alveg um hvað ég er að tala.   Ég er búin að vera nógu lengi í þessum "bransa" og þekki ansi marga foreldra sem ég hef rætt við um þessi mál og lækna.  En einsog einhver sagði þá vitum við foreldrarnir manna best hvað er fyrir bestu fyrir Þuríði mína og ég veit hvernig henni líður og hvar þörfin er mest.  Jú þetta er frjálst land og þið megið hafa ykkar skoðanir en stundum verður bara svo pirraður ef einhver segir að ég viti ekkert hvað ég er að tala en ég vildi óska þess að ég hefði ekki hugmynd um þessa hluti því þá vissi ég að barnið mitt væri heilbrigt, ég vildi óska þess að ég væri að pirra mig á einhverjum öðrum hlutum en þessum einhverju sem skiptir engu einsog t.d. að geta ekki keypt fallega kjólinn sem ég sá í glugganum í 17 (well stundum geri ég það eheh) eða bara eitthvað allt annað.  Vávh hvað lífið væri þá fullkomið.  Ég varð bara að koma þessu frá mér og pirringurinn verður líka farin á morgun.Blush

Ég og Skari fórum útað borða á miðvikudaginn á sjálfan afmælisdaginn hans, ohh það er svoooo gott að fara útað borða á Caruso og fékk mér aftur það sem ég fékk mér síðast.  Elska kjúkling, slurp slurp!  Ef þið eigið góðar uppskriftir af kjúklingaréttum megið senda mér á mailið aslaugosk@simnet.is finnst svo gott og gaman að gera svoleiðis rétti.  Skari minn fékk skemmtilegar afmælisgjafir frá fjölskyldunni minni sem kemur að góðum notum, víííí!!  Hlakka svo til að nýta þær! Þeir sem þekkja til Ásu pjásu vinkonu mömmu vita hvað við ætlum að gera við afmælisgjöfina og reyndar fékk ég það sama frá þeim síðasta sumar þegar ég átti afmæli og var sparað í þetta.  Trallalala, bara gaman!Whistling

Oddný Erla mín kom til mín um daginn og sagði "mamma það er alltílagi að Þuríður sé lasin", barnið að reyna sannfæra móðirina að hún hafi það bara fínt og þetta böggi hana ekkert sem er því verr og miður ekki satt.  Er búin að finna mömmu-ömmu og oddnýjar frænku helgi handa henni sem hún bíður svakalega spennt eftir, verst að það er doltið langt í hana en hey þetta er fljótt að líða, áður en ég veit af er Þuríður mín komin með skólatöskuna á bakið og ég komin með fjögur börn thíhí.W00t Ekki missa ykkur en nei ég er ekki ólétt en ætla mér samt að eignast fleiri börn, Oddný systir reyndar búin að spá því að ég komi með barn í desember á þessu ári.  Hmmm!!  Ætli hún sé skyggn? thíhí!!  Well það eru nú 10 mánuðir til stefnu og ég alveg að verða of sein að fara hleypa Skara inní herbergið okkar aftur. Wink Hann má nefnilega ekki anda á mig þá verð ég ólétt, dóóhh!!

Bissí helgi framundan, fjögur afmæli reyndar tvö en þau eru bæði tvöföld, þorrablót og svo hin fræga sumarbústaðaferðin okkar Skara.  Hlakka svoooooo til! Hvað á maður að gera í sumarbústað, well ég læt allavega Skara sofa uppá háalofti mhúhaha!!  Ég er svo hrikalega fyndin.  Pottur, grill, video, flakkarinn, náttbuxur og leti útí eitt.  Bara gaman!

Vonandi hafi þið það gott um helgina kæru lesendur, ég ætla allavega gera það.
Veriði hress, ekkert stress, bless bless.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

ooo..æðislegt..kósy og gott..hafið það gott og ekki láta Skara garminn sofa á háloftinu..hehe..góða helgi..

Agnes Ólöf Thorarensen, 1.2.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið skil ég að þú sért pirruð. Læknar eru ekki Guðir sem ekkert má segja við og það eru einmitt sjúklingarnir sem taka ábyrgð á eigin líðan, hafa skoðun á meðferðarúrræðum og gera kröfur sem ná langt í bata. Það sama á við um aðstandendur barna, í ykkar tilfelli þið foreldrar sem komið fram fyrir hönd sjúklings og gerið það sama. Þið eruð ekki viljalausar vélar í höndum heilbrigðiskerfisins. Þið eruð lifandi fólk með tilfinningar, reynslu, þekkingu og skoðanir sem alveg má segja.

Eigið notalega helgi (ég mundi ekki láta Skara á háaloftið, þó það þýddi kúlu á magann seinna!!) Guð veri með ykkur öllum Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2008 kl. 15:44

3 identicon

Mikið er ég glöð fyrir ykkar hönd að þið skulið loksins geta farið saman í bústað!  Eigið góða helgi og njótið ykkar bara 2 saman.  En þetta með kjúklingauppskriftirnar...  farðu endilega inn á www.hvaderimatinn.is og skoðaðu allar uppskriftirnar þar!  Það er alger snilldarvefur. Baráttukveðjur til ykkar allra, Ásdís (ókunnug).

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 15:53

4 identicon

Audvitad thekkjum vid foreldrar okkar børn manna best,thad sagdi nú einn gódur barnalæknir vid mig fordum thegar eitt barna minna var inná spítala.Og hann bar mikla virdingu fyrir skodunum mædranna,thær vissu lengra en nefid nær thegar ad børnunum theirra kemur. Svo haltu thig vid thad sem thú veist ad er best fyrir hana Thurídi litlu. Ædisleg helgi framundan hjá ykkur,njótid ykkar sem best í bústadnum,ógó notalegt svona á vetri ad kikja í sveitina med kertaljós og kampavín

Baráttukvedja frá Danmørku.

María-ókunnug (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 17:13

5 identicon

Úfffff, ég þekki þetta!  Sko, að það megi ekki anda á mann!  Á 4 stráka!!
En samt, njótið ykkar rosalega vel í bústaðnum!  Hvílist, nærist og elskist!  "Bara hamingja,, (tekið úr Brúðgumanum)!!
Kærleikskveðja, Heiða (systir Hildar Sif)

Heiða (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 17:54

6 Smámynd: Sigríður Þóra Magnúsdóttir

Ég skal senda þér uppskriftir af góðum kjúklingaréttum . Njótið tímans saman

Kv

Sigga  

Sigríður Þóra Magnúsdóttir, 1.2.2008 kl. 18:49

7 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda!

Það segir sig alveg sjálft að Þuríður litla er með viðkvæman maga útaf öllum lyfjunum sem hún þarf að taka inn daglega. Margt fullorðið fólk þolir ekki gigtarlyfin sín. Þau valda þeim ógleði og vanlíðan. Hvað þá hjá svona ungu barni sem hefur gengið í gegnum erfiðar meðferðir í langan tíma. Sonur minn var sex ára þegar hann greindist með magabólgur og ég spurði lækninn hans, Gest Pálsson barnalækni, hvort þetta gæti verið satt. Hann sagði að yngsta barn sem hann hann hefði haft til meðferðar hefði verið fimm mánaða gamalt með skeifugarnasár! Sjálf hef ég verið með magabólgur í gegnum tíðina og það er ferlega vont og óþægilegt. Stanslaus vanlíðan, flökurleiki, alltaf svöng -  en langaði ekki í neitt + þyngdartap.

Elsku Áslaug, stattu fast á þínu gagnvart læknunum og heimtaðu speglunina sem fyrst. Það er ekki hægt að bíða svona með það. Hún þarf á allri sinni orku að halda og nærast vel.

Ég vona að þið eigið yndislega helgi og náið að hlaða batteríin aftur fyrir komandi vikur.

Bestu kveðjur,

Hanna 

Hanna (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 18:53

8 Smámynd: Blómið

Kæra Áslaug.   Hef lítið kvittað, en les alltaf.   Vona að hetjan þín litla fari nú að fá einhverja næringu og braggast.   Ég er jafnmikið kjúklinga kerling eins og þú  Elska kjúkling.  Keypti mér í Nóatúni þvílíka bók með kjúklingauppskriftum.   Hún er á annað þúsund blaðsíður og full af girnilegum uppskriftum

Blómið, 1.2.2008 kl. 19:40

9 Smámynd: Eggert J Levy og María Norðdahl

Líklega vita foreldrarnir töluvert um hvað er barninu fyrir bestu - ekki láta aðra hafa áhrif á þig og valda pirringi - gerðu það sem hjartað býður þér. María

Eggert J Levy og María Norðdahl, 1.2.2008 kl. 20:02

10 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Við foreldrarnir vitum hvað er best fyrir okkar börn og þú veist mætavel hvað er best fyrir Þuríði.... barátukv ,kossar og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 1.2.2008 kl. 22:11

11 identicon

Hafið æðislega góða helgi ;)

Það ætla ég allavega að gera, svo vil ég fá að þakka einum lesanda hérna alveg innilega fyrir, hann er víst búin að senda mér vikuna, þvílíkt gull það ;)

Ég bíð mikið spennt eftir að lesa viðtalið við þið Áslaug mín, ég tek að ofan fyrir ykkur og er alltaf að hugsa til ykkar ;)

Góðar kveðjur til allra

Halla Rós (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 22:40

12 identicon

Guð gefi ykkur  góða helgi  elsku hjón. Kærleikskveðjur

Kristín (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 23:32

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.2.2008 kl. 23:59

14 identicon

Þið eruð svo dugleg.  Það verður á nóvember - desember barn:)

Ryðjast inn á Barnasp. Hringsins, fáðu rúm fyrir hana, leggstu upp í til hennar eða bara á gólfið fyrir framan vaktaherbergið og neitaðu að fara fyrr en hún er komin með sondu!!! Eru þeir örugglega að hlusta á þig og heyra hvað hún er búin að vera lystarlaus lengi??!!!

hm (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 01:08

15 Smámynd: Calvín

Það dáðst allir af kjarki ykkar og dugnaði í þessari baráttu. Láttu ekki pirringinn pirra þig of mikið!

Calvín, 2.2.2008 kl. 17:16

16 identicon

HANA vantar HANA langar, HÚN Hlakkar til....þágufallssýki...;) Ekki skrifa Henni langar, henni vantar, ....

Harpa (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 19:00

17 Smámynd: lady

já sumir virðast vita betur en aðrir sem hafa þessa menntun ,en ég skil þig vel hvernig þér líður ,þú ert besta manneskjan sem skilur  það sem þú ert að ganga í gegnum ,læknar eins og það hefur komið fram eru ekki Guð sem geta bjargað öllu þú ert yndisleg móðir óska ykkur innilega góða helgi já óska manninum þínum  til lukkur með dagin það er alltaf gott að geta  farið út að borða á góðum stað ,ég er alæta á kjúkling MMMM

lady, 2.2.2008 kl. 19:15

18 identicon

Bíddu, hvað er fólk að spá í þágufallsýki!!!!!  Við erum að tala um áhyggjur og angist móður um barn sitt!  Skítt með málfræði, Harpa!  Kveðja frá grunnskólakennara!

Til lukku með manninn Áslaug og vonandi fara læknarnir að hlusta á ykkur!

Knús
Heiða (systir Hildar Sif og aðdáandi Áslaugar)

Heiða (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 21:48

19 identicon

Fimm stór og baráttukveðjur.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 02:51

20 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þú ert dugnaðarkona.  Carúsó er minn uppáhalds !!!!!

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.2.2008 kl. 11:37

21 identicon

Sattu fast á þínu gagnvart læknunum, móðir veit alltaf hvað er best fyrir barnið sitt.

Gangi ykkur vel

Birna (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 17:51

22 identicon

Heheheheh fáðu bara öndunargrímu á drenginn sýnist ekkert annað duga miðað við þínar lýsingar. Enn hvað það er nú margt verra en litið kríli eða hvað, en þú stjórnar þessu bara sjálf og finnur rétta tímann  Auðvitað vitið þið best hvað er rétt fyrir dóttur ykkar og ekki hlusta á neitt bull um annað. Hún valdi ykkur jú sem foreldra og það var engin tilviljun heldur vel útpælt val hjá dömunni því hún vissi hvað hún þurfti.

Já það verður stæll á þér eftir ár, með þetta nýja sem Oddný talar um og Þuríður með alla yngri krakkana upp í sófa að lesa fyrir þau

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 18:13

23 Smámynd: Guðrún

vondandi áttu þið æðislega helgi upp í bústað þið skötuhjú.......*öfund* ætla sko að tékka á bústað á morgun og klárlega að herma eftir ykkur ;)

Guðrún, 3.2.2008 kl. 20:52

24 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.2.2008 kl. 16:03

25 identicon

Hæhæ:) Ég veit að þú ert svo hrifin af Sálini hans Jóns míns. Málið er það að ég er aðstoðar framleiðandi af þættinum Logi í beinni og í næsta þætti er sálin að spila hjá okkur og einnig verður Stefán Hilmarsson í viðtali. Ef þið hafið áhuga á að koma eða bara einhverjir sem sjá þetta hér þá eruði velkomin eina sem þarf að gera er að senda mér mail á logiibeinni@stod2.is :) Vonandi komist þið.

Bestu kveðjur

Tinna Arnardóttir

Tinna (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 16:48

26 identicon

RISAKNÚS og kveðja.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband