Leita í fréttum mbl.is

"Er þetta veika barnið?"

Þessa spurningu fékk ég þegar ég var stödd á einum stað vegna veikinda Þuríðar minnar, jú einsog margir vita þá eru reglur til foreldra langveikra barna að breytast sem er mjög gott skref frammá við og það breytir heilmiklu fyrir okkur Skara.    fá 0kr eða rétt yfir hundrað kallinn, skiptir mjög miklu máli (15.mars er fyrsti afgreiðsludagurinn). 

 

Hvað um það þá held ég að margir haldi að eiga langveikt barn að það liggi bara algjörlega fyrir og vita varla í sinn haus, en þarna var Þuríður mín í góðu fíling sat uppi á borði á meðan manneskjan afgreiddi mig vegna hennar.  Hún var þvílíkt hissa að sjá barnið svona hresst og hugsaði ö-a með sér að þetta gæti ekki verið langveikt barn.  Ég varð eiginlega orðlaus þegar ég fékk þessa spurningu því manneskjan var svo gáttug að sjá hana svona en ég var að sjálfsögðu glöð að hafa hana svona en ekki hvað?

 

Nei Þuríður mín liggur ekki fyrir, hún er ofsalega hress þessa dagana og þó hún sé slöpp þá þarf hún heldur ekkert endilega algjörlega að liggja fyrir einsog ég hef oft sagt áður.  Hún er farin að sýna svo mikið af tilfinningum að hálfa væri miklu meir en nóg, það er farið að vera púki í henni og mín þarf orðið að fara skamma hana sem er best í heimi, hún er farin að losa bílbeltið af sér sem er reyndar ekki skemmtilegt en þá veit ég að hún er að líkjast sjálfri sér.  Það er best í heimi að þurfa skamma hana, ohh lífið er svoooo yndislegt þegar hún sýnir þessar skemmtilegu hliðar á sér.  Hún borðar reyndar ekkert mikið og það kæmi mér mikið á óvart ef hún væri ekki búin að léttast meira í sinni vikulegu vigtun á fimmtudaginn og ef hún verður búin af því þá verður ö-a fundið eitthvað annað til að prófa. Grrrr!

 

Þetta er einsog ég er með leyfi til að leggja í fatlaðarstæði vegna Þuríðar minnar, jú hún hefur verið að lamast og svo á hún líka erfitt með að labba langar leiðir þannig við áttum rétt á þessu.  Oft þegar ég er að leggja í þessi stæði sem ég nota bene geri bara þegar hetjan mín er með mér en ekki hvað þá er horft á manni hornauga einsog ég eigi ekki að leggja þarna.  En málið er með marga að þeir halda að maður eigi ekki að leggja þarna ef maður getur gengið en svo er ekki málið.  Það eru margir öryrkjar þarna úti sem eiga erfitt með gang og eiga rétt á þessu þó þið sjáið það ekkert á þeim og ekki horfa svona skringilega á okkur og leita að merkimiðanum í glugganum einsog ég sé að svíkjast eitthvað.  Jú það eru margir sem nota þessi stæði sem eiga engan rétt en ég held að það sé í minnihluta, alltaf þegar ég legg þarna líður mér mjög illa enda langar mig ekki að eiga þennan rétt.  Ég vildi óska þess að ég þyrfti alltaf að leggja í stæði langt í burtu þangað sem ég er að fara sem ég þarf reyndar að gera vegna þess að það eru nokkrir sauðar þarna úti sem notfæra sér þessi stæði því þeir NENNA EKKI að labba.  Hey verið fegin og labbið þangað, þetta er ömurleg tilfinning og ég endurtek það sést ekkert alltaf á fólki að það þurfi á þessu að halda og það er líka með merkimiða til að sýna rétt sinn.

 

Þetta eru þessir dagar hjá mér, þegar Þuríði minni líður „vel“ þá fer mér að líða illa og þreytan kemur yfir mig.  Það verður alltaf svoleiðis þegar maður getur loksins farið að hugsa um sjálfan sig þá kemur allt þetta yfir mann. 

 

Við Skari fórum í sumarbústað um helgina og áttum tvo æðislega sólarhringa þó ég hafi ekkert sofið en þá gerðum við EKKERT, svo nice! Stóra spurningin er hvort Skari hafi fengið að koma niður af háalofti ehe? Svarið fáiði eftir tólf vikur mhúhaha!  Við ætluðum að grilla okkur þetta fína kjöt en nibs kjötið sem ég keypti í Hagkaup í borðinu hjá þeim var ónýtt, ógeðslega vont!  Við vorum svo heppin að við tókum með okkur sitthvora þrjá humarhalana (slurp slurp) í forrétt þannig kvöldmaturinn bjargaðist ehe og bökunarkartafla með.

 

Takk kærlega allir fyrir allar kjúklingauppskriftirnar, vávh ég get pottþétt alltaf stólað á ykkur ef mig vantar eitthvað, stóóóórt knús.  Ég á orðið kjúklingauppskriftir í fjórar þykkar bækur, þið eruð æði.

 

Hetjan mín að biðja mig um að koma með sér uppí rúm og að sjálfsögðu geri ég það og enda þessa færslu á fallegustu börnunum mínum.

P2039300
Þetta eru mestu gleðigjafar ever, ef allir væru svona heppnir einsog ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Áslaug ég er þriggja barna móðir sem bara hef þurft að standa í eyrnaveseni, þið eruð í bænum mínum á hverju kvöldi. Baráttukveðjur til ykkar frá mér. Ekki séns að ég geti sett mig í ykkar spor, þið eruð hetjur............Knúskveðjur

Sandra (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:56

2 identicon

Frábærir gleðigjafar sem þið eigið,hamingjuóskir með þá.Og líka væntanlegra aura sem langveikir eru loks að fá.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Hanna

Mikið óskaplega eru þetta falleg börn á myndinni :)  Þeim þykir greinilega mjög vænt um hvort annað og eru heppin að eiga svona yndislega foreldra eins og þið eruð.

Kærleikskveðjur,

Hanna

Hanna, 5.2.2008 kl. 22:13

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

knús til ykkar vinan. Ekki ofsögum sagt, falleg börnin þín

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.2.2008 kl. 23:10

5 identicon

Hæ kæra fjölskylda.  Ég skil þig mjög vel Áslaug varandi að leggja í stæði fyrir fatlaða.  Ég keyri stundum fyrir pabba og hann er með svona merki og fólk sér merki og sér mig svo stökkva út eins og hind og maður fær nú dálítið lúkk þangað til það sér pabba :)

Dásamlegt að smápúki er komin i litlu snúllu, það er dásamlegt þegar oggupínu kraftur kemur.

Fólk sem hefur ekki verið í sporum ykkar gerir sér ekki grein fyrir viðbrögðum við ýmsum setningum.  Manni sárnar fáfræði þeirra og fávisku. Fólk er kannski ekki endilega að meina sumt í illu eða svoleiðis, það veit bara ekkert hvað það á að segja.

Þið eruð hörkunaglar og vona að Þuríður verði hressari og hressar og auðvitað litlu krílin líka sem eru fallega á myndinni

hm (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:12

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þau eru öll eins og þú og móðurfjölskylda þín 

Rúna Guðfinnsdóttir, 6.2.2008 kl. 00:14

7 identicon

Mig langar bara að byrja að tala um fötluðu stæðin. Er ekki bara gott að fólk kíki eftir því hvort það sé miði í bílunum sem sýnir að fólkið eigi rétt á að leggja í stæðin, er það ekki bara "aðhald" Allavega held ég að það sé einmitt VEL meint  Það er fullt af fólki sem leggur í þessi stæði hefur engan rétt á því, og þeir sem kíkja eftir þessu eru einmitt að hugsa um ykkur sem hafið þennan rétt. Þú ertupplagður og tekur náttúrlega undir rosa álagi Áslaug mín og  þá túlkar maður ekki alltaf rétta umhverfið. Þér finnst óþæginlegt að leggja í þessi stæði og kannski er það þessvegna sem þér finnst þetta. Ekki spá í svona, notaðu þetta þegar þú þarft og ekki spá í hvað fólki gæti verið að hugsa.

Frábært að heyra að Þuríður sé hressari, en þá heyrist mér að þú sért þreyttari, þetta er svolítið ósangjarnt, auðvita væri best ef þið gætuð  Öll notið þess þegar henni líður betur, það á vonandi eftir að gerast!!  Ég bið guð að vera með ykkur 

Big hug

ge

Guðrún (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 01:05

8 identicon

já, sko þetta með fötluðu stæðin, pabbi minn er illa haldin af krabbameini, getur ekki labbað nema nokkur skref í einu, litla píslin, en það hefur aldrei gerst að hann hafi náð stæði þar og viti menn aldrei neinn miði í bílunum sem nota stæðin, fólk fær ekki svona miða nema að þaðgþurfi þess. Ótrúlegt Gangi ykkur vel elsku fjölskylda.

dísa (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 01:35

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja. Flott mynd!!!!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.2.2008 kl. 06:41

10 identicon

Click for Full Size ViewElsku Áslaug,ég get ekki sett mig algjörlega í þín spor,en ég geri mitt besta í að skilja þína afstöðu.Það er gott að heyra að uppáhaldið mitt er aðeins hressari og farin að púkast og það gefur mér gleði í hjartað.Vona að það haldi bara áfram upp á við og að hún sé farin að þyngjast aftur.Það er ekkert skrýtið að þú sért þreytt,það verður nefnilega spennufall eftir mikið álag og þá segir líkaminn til sín,reyndu að fara vel með þig og hlúa að sjálfri þér,þú þarft virkilega á því að halda.Guð gefi ykkur góðan dag fallega fjölskylda...kærleiksknús á línuna

Björk töffari (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 08:22

11 identicon

En hvad thau eru ógó flott á øskudaginn Yndisleg børn sem thú átt, og thid bædi audvitad bara falleg. Frábært ad hetjan sé ad hressast og likjast sjálfri sér

Baráttukvedja frá danmørku.

Maria-ókunnug (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 08:57

12 identicon

Hæhæ - mikið er gott að Þuríði líði betur, alger snilld!!!!!!!

Þetta með fötluðu stæðin........ mér finnst það bara fínt ef fólk fylgist með að farið sé eftir reglum með þau.....ég kíkka stundum eftir miða í bílunum ef þeir eru að leggja í stæðin er ég labba framhjá......og ef ég sé ekki miða finnst mér allt í lagi að skipta mér af því....... ég held að fólk sé bara með góðan hug á bak við það að kíkka!!!!!!

Gangi ykkur vel og vonandi heldur stubban áram að braggast ;o) já og flottir búningar hjá þeim......ekkert smááá sæææææt.

Kv Katrín.

Katrín (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 09:34

13 identicon

Hæ hæ.

Rosalega flott í öskudagsfötunum börnin ykkar   Gangi ykkur vel og ekki spá mikið í hvað annað fólk er að horfa einhverjum augum á ykkur þegar þið leggið í stæði f. fatlaða.  Það kemur engum við !  Kveðjur góðar, Stella.

Stella A. (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 11:58

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hún er mjög lífseig þessi gamla hugsun um að allr sem eru veikir, verði að liggja í rúminu. Það er löngu sannað að rúmlega er ekki heppileg til bata og henni skal ekki beytt nema í ítrustu neyð. Auðvitað verða sumir sem eru veikir að ligga í rúminu dag og dag og sumir lengur, en ef hægt er að hafa fótavist er það mjög heilsusamlegt.

Svona eru fordómarnir og sú forpokaða hugsun að fólk sé alltaf að svindla á kerfinu. Ég er búin að vinna við verkalýðsmál í 17 ár og setti mér strax það markmið að ég væri til að hjálpa fólki við að ná rétti sínum, en ekki til að leita að "glæpamönnum". Mér finnst þetta "glæpaleitarviðhorf" skína alltof mikið í gegn hjá stofnunum eins og Tryggingastofnun ríkisins og líka að upplýsa fólk ekki um rétt sinn ef það veit ekki um hann sjálft.

Gott að hetjan okkar er að hressast og að helgin ykkar Skara var notaleg. Það er svo gaman að skoða myndirnar af þessum elskum og sjá hvað þau eru fín saman.

Guð blessi ykkur öll og láti ekki fordóma trufla ykkur. Þeir eru ekki þess virði. Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2008 kl. 17:36

15 identicon

þér ætti kannski ekki að þykja óþægilegt ef fólk leitar eftir stæðamiða í bílglugganum hjá þér. Þetta fólk er fólkið sem lætur sig varða um það hvort einmitt fólk eins og dóttir þín fái ekki örugglega stæði sem það á rétt á!     Þetta er bara meint hugulsemi .

Gangi ykkur annars vel. 

María (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband