18.2.2008 | 09:46
Verður bara erfiðara
Ég sit hérna við tölvuna algjörlega máttlaus af þreytu, líkaminn minn allur og sálin mín er svo þreytt. Á erfitt með halda höfði og finn hvað líkaminn minn þyngist, ótrúlega viðkvæm og finnst þetta hrikalega erfitt. Hvað er langt síðan ég sagði góðar fréttir hérna? Jú ég kom með bestu fréttir ever í byrjun janúar þegar við fengum að vita að það væri ekki stækkun í gangi og auðvitad lifir maður á því og jú mér er alveg sama þó ég sé alltaf föst heima með Þuríði mína bara ef það helst þannig en þetta er bara svo vont fyrir hana félagslega séð og reyndar mig líka en mér er sama bara að ég hafi hana hjá mér. Þetta er farið að taka virkilega á bæði á mig og hana, hún grætur úr sér augun að fá ekki að fara út. Horfir á Oddnýju Erlu sína hlaupa á milli íbúða og heimsækja vinkonur sínar en hún má ekkert fara því hún er með hita, eina sem hún fær að fara eru spítalaferðir. Sem betur fer eru krakkarnir duglegir að heimsækja hana líka en hún þráir svo að fara í leikskólann, talar mikið um strákana sína á deildinni hvað henni langar að fíflast í þeim, konurnar sem sjá um hana og sem hún dýrkar, hvað henni langar í pollagallan sinn og fara busla í pollunum, stinga konurnar af á deildinni sinni og laumar sér yfir Oddnýjar eða Theodórs ehe hún er góð í því en ekkert hefur hún fengið af þessu. Hún hefur fengið tvo heila daga síðan í lok nóvember, er það eðlilegt? Nei ekki alveg.
Hún var hitalaus á laugardaginn og að sjálfsögðu rauk hitinn upp aftur í gær og hún svaf næstum því allan daginn, núna er hún hitalaus en ég er ekki fagnandi því hitinn kemur ö-a aftur á morgun ef ekki í kvöld. Hún borðar mjög lítið, ég þarf orðið að halda henni og berjast við hana og reyna koma einhverjum agnarsmáum matarbitum uppí hana, mjög leiðinlegt en ég bara þarf og á meðan öskrar hún úr sér lungun. Eitthvað verð ég að gera til þess að hún matist (samt ekki mikið þó ég geri þetta) því ekki fær hún sondu eða tappa sem ég er ekki ennþá að skilja, veit ekki hvað þeir eru hræddir við? Ég er tilbúin að leggja allt á mig og læra allt sem ég þarf svo henni líði betur og mig langar líka að líða betur, að vera í mjög litlu sambandi við umheiminn er ógeðslega erfitt. Jú ég get mætt í ræktina þegar Skari minn kemur heim úr vinnunni en það er bara ekki nóg enda hef ég heldur ekki orðið orkuna í að gera það því líkaminn er orðinn algjörlega máttlaus. En ég verð að standa upprétt fyrir hetjuna mína og alla hina þannig það er ekkert val þó mér finnist alveg vera komið nóg, auðvitað verður hún að fara matast svo hún hafi orku í alla hluti og hætti kanski að vera svona lasin. ohh ég er svo reið við þennan uppi, skil ekki þennan tilgang?
Helgin fór annars í afslöppun enda ekki mikið hægt að gera vegna Þuríðar minnar, jú ég, Oddný Erla og Theodór Ingi kíktum í kringluna því minni langaði svo að fá sér einhverjar tuskur en auðvidað fann ég engar og finnst ég líka svo hallærisleg í öllu sem ég máta, óþolandi! Keypti samt draumaflíkina hans Theodórs míns ehe, jú þó að drengurinn sé rétt orðinn tveggja ára þá veit hann alveg hvað hann vill. Hann hefur nefnilega verið að heimta vesti síðan hans varð of lítið og við fundum eitt stk svoleiðis í einni af minni uppáhálds barnabúðum (ekki lengur bara NEXT ehe) Exit og honum fannst hann ótrúlega kúl í því. Fengum líka fólk í brunch í gær og ég gerði þessa dýrindis mexíkönsku kjúklingasúpu, oh mæ god hvað ég er góður kokkur. Þökk sé ykkur sem sendu mér uppskriftir þá er mín alveg að brillera í kjúklingunum en þetta var uppskrift númer tvö sem ég prófa og báðar slegið svona líka í gegn. Jú ég kíkti líka á gærurnar í gær (stelpurnar í badmintoni síðan í gamla daga og við köllum okkur gærurnar), alltaf gaman að hitta þær. Þær eru einmitt búnar að standa svo þvílíkt með okkur í gegnum veikindin hennar Þuríðar, mættu hingað til okkar og elduðu fyrir okkur. Ómetanlegt! Á forsprökkunum Elsunni og Dísinni eiga endalaus knús fyrir, þið eruð bestar. ....og að sjálfsögðu öllum hinum sem höfðu fyrir því að nenna koma til okkar. Knús knús knús. Þó ég hafi ekki verið í daglegu sambandi við þær og kanski mjög fáar þeirra svona síðustu ár en alltaf eru þær tilbúnar að koma ef hjálp óskast. Ein af þeim sönnu sem gleymist oft að nefna.
Núna er þreytan virkilega farin að segja til sín, hetjan mín situr uppí sófa og hlustar á ipodinn hans pabba sín en vonandi fær hún bráðum sinn eigin því sumir er að fara til New York sem ég öfunda feitt (elska þessa borg fyrirutan Londonina mína)og ætla að versla eitt stk svoleiðis handa henni. Styttist líka bráðum í minn mömmudag ehe en ég og Oddný Erla mín fáum sameiginlegan mömmudag ásamt systradegi (þar að segja Oddný systir) og þá ætlum við allar fjórar að skemmta okkur feitt heila helgi. Kanski ætti ég að fara gera lista fyrir Dísina og panta?
Ætla leggjast uppí rúm með hetjunni minni og hafa það kósý allavega áður en ég lognast útaf hérna við tölvuna.
Takk fyrir öll fallegu kommentin, þau eru ómetanleg og segja ofsalega mikið. STÓRT knús til ykkar.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sendi ykkur mína bestu strauma - vonandi fer dugnaðarforkurinn þinn að hressast og hitinn að hverfa.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 18.2.2008 kl. 09:56
hæ hæ sæta mín.... koss og knús á þig big time og þú mátt fá af minni orku en hún er held ég að koma aðeins til baka.... ótrúlegt hvað orkan er lengi að koma til baka miðað við hvað hún er fljót að sjúgast úr manni... arrgghhh en heyrðu sætust ég ætla að drífa mig í ræktina og núna þíðir ekkert annað en að þið drífið ykkur bara að flytja í reykjanesbæ má víst ekki segja N orðið viðkvæmt fyrir suma heheh.... þá gætum við skipst á að fara í ræktina og hin heima með börnin á meðan.... koss og knús á þig og ykkur öll.... þín vinkona
Þórunn Eva , 18.2.2008 kl. 10:18
Sendi á þig í huganum sprengjukraft, vona að hann komi þér að gagni ljúfa.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 10:24
Innilegar bataóskir til litlu hetjunnar. Ég er ein af þeim ókunnu sem alltaf líta við á síðunni þinni. Takk fyrir að leyfa öðrum að skyggnast inn til ykkar, þótt það hljóti oft að vera þér mjög erfitt, Áslaug. Þú ert okkur öllum fyrirmynd í styrk þínum jafnt sem veikleika.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 18.2.2008 kl. 10:52
Bið Guð að senda henni Þuríði fullt af matarlist og bata og þér orku. Er ekki vitað hvað veldur þessum hitatoppum hjá hetjunni okkar og hvers vegna í ósköpunum er daman ekki komin með sondu eftir allan þennan tíma. Stundum skilur maður ekki alveg en.. Það er reyndar svo margt sem er okkur hulið. Sendi ykkur öllum blessun Guðs og bið að nú fari að birta Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.2.2008 kl. 11:14
Kjartan Pálmarsson, 18.2.2008 kl. 11:24
elsku Áslaug mín sendi Þuríði bata og að hún fari að fá matarlistina aftur og þu orkuna þið eru í huga mínum á hverjum degi elsku fjölsk bið Guð að vaka yfir ykkur
lady, 18.2.2008 kl. 11:48
Sæl og blessuð,
þú ert alveg meiri háttar móður ,vinkona og eiginkona, alveg meiri háttar hvað þú heldur áfram ótrauð.Stórt knús til ykkur allra,Og stórt útkall til guðs að fara að gera eitthvað mikið um þennan híta og lasleiki hjá henni Þuríði ,nóg komið.Guð verið með ykkur samt og gætta og styrkja ykkur hetjur.Kær kveðja Dee
Dolores (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:55
Knús til ykkar
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:16
risaknús til ykkar Áslaug mínvona sannarlega að matarlystin fari að koma hjá krúttinu henni Þuríði.
Guðrún Jóhannesdóttir, 18.2.2008 kl. 13:23
Knús til ykkar
Maddý (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 13:48
*KNÚS*
Þið eruð hetjur!
Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 14:01
Knús og orka til ykkar, þetta hlýtur að fara koma hjá litlu dúlluni.
Værir þú ekki til í að setja uppskriftina ínn á vefinn af þessum mexíkanska kjúkling, hljómar svo svakalega vel.
Guðborg Eyjólfsdóttir, 18.2.2008 kl. 15:08
Ég læt næga eins og venjulega eitt og kvitt svo þú vitir að ég fylgist með ykkur.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.2.2008 kl. 15:24
Til ykkar allra
Guðrún unnur þórsdóttir, 18.2.2008 kl. 16:06
Sendi knús og styrk frá Skaganum. Þú ert algjör hetja!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.2.2008 kl. 16:31
Thetta er bara ekki sanngjarnt hvers á litla rófan ad gjalda,og thid øll bara. Bid til Guds ad hann megi gefa ykkur ljós í myrkrinu,thid eigid thad svoooo skilid Erud svo dugleg en já mikid svakalega hljótidi lika ad vera threytt á likama og sál.
Baráttukvedjur frá dk.
María Guðmundsdóttir, 18.2.2008 kl. 18:16
Sendi ykkur alla mínar bænir og vonandi fer þetta nú að líða yfir
Guðrún Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 19:52
Vil bara senda ykkur baráttu óski, les síðunna þína og dáist af þér og þínu fólki fyrir dugnað ykkar í baráttu við þennan sjúkdóm.
Hef oft sagt að foreldrar langveikra barna eiga skilið fálkaorðunna frá Ólafi Grímssyni og segi það hér og nú aftur.
Haltu áfram á sömu braut, þá getið þið yfirstígið allrahindranir á veginum.
Erla (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 19:55
1000X til ykkar kæra fjölskylda.
Hulla Dan, 18.2.2008 kl. 20:08
Knús frá okkur í Kópavoginum elsku Áslaug og fjölskylda. Þið eruð hetjur og sérstaklega hún Þuríður Arna. Þið eruð ávalt í bænum okkar
Unnur B. Johnsen (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 21:24
Komið þið sæl Áslaug og Óskar ofurhetjur!
Skil vel að þreytan sé farin að segja til sín eftir þessa löngu baráttu sem þið standið í. Ótrúlega fúlt fyrir þessi börn að hafa ekki heilsu í að fara á leikskólann því þau þurfa svo sannarlega á því að halda greyin. Við fjölskyldan fylgjumst með ykkur á hverjum degi og ég held bara að nánast allir í litla plássinu okkar geri það sama, margir hérna lásu viðtalið við þig í vikunni og finna mikið til með ykkur fjölskyldunni.
Kveðja Sóley, Örvar og börnin
Sóley (skb) (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 22:00
Finnst þú bar aótrúleg hetja að standa þetta af þér en auðvitað er alveg skiljanlegt að ekki sé endalaus orka og þá er bara um að gera að reyna að finna smá tíma til að hlaða batteríin. Fara út í buskann og öskra !!! Ótrúlegt hvað það gerir þegar mann langar til að öskra.
En vonandi fara nú að koma einhverjar jákvæðar fréttir.
kv
Ein sem fylgist með þessari baráttu.
Petra Rós (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 22:40
hugur minn er hjá ykkur svo oft og ég bíð og vona að það rofi til hjá ykkur.
Berglind Elva (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 08:05
KNÚÚÚS tilbaka :)
Elsa Nielsen, 19.2.2008 kl. 10:06
Svanhildur Karlsdóttir, 19.2.2008 kl. 12:15
Elsku Áslaug mín ,bið Guð um að styrkja ykkur. Orka og fallegar hugsanir til ykkar allra.Kærleikskveðjur.
Kristín (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 14:34
Elsku, hjartans Áslaug. Takk fyrir knúsið sem þú sendir okkur lesendum þínum. Ég get ekki sagt meir en er alltaf að hugsa til ykkar eins og allir vinir þínir sem lesa bloggið þitt - hvort sem þeir þekkja þig persónulega eða ekki.
Stuðnings- og baráttukveðjur áfram til ykkar allra :)
Hanna
Hanna, 19.2.2008 kl. 18:07
Kæra fjölskylda.
Ég er búin að fylgjast með ykkur lengi og dáist af ykkur, þið eruð sko hetjur. Vonandi fer litla prinsessann að fá matarlistinna og orkuna.
Baræattukveðjur Inga
Inga (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:47
Held áfram að biðja fyrir ykkur..... Vona svo sannarlega að Þuríður Arna fari að hressast !!
Baráttu- og batnaðarkveðjur úr Mosfellsbænum
Berglind (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 23:39
Guð veri með ykkur. Það er ljós í enda ganganna.
Calvín, 19.2.2008 kl. 23:46
Afhverjur leggur þú þetta allt á dóttur mína
afhverju þarf líkama hennar alltaf að pína
afhverju getur hún ekki verið hraust
afhverju á ég að leggja á þig allt mitt traust
afhverju líður mér svona illa núna
afhverju er ég ekki búin að missa trúna
því þú er sterkasta stúlka sem ég hef kynnst
kveðja
Asa
asa (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.