20.2.2008 | 11:05
Afhverju?
Afhverjur leggur þú þetta allt á dóttur mína
afhverju þarf líkama hennar alltaf að pína
afhverju getur hún ekki verið hraust
afhverju á ég að leggja á þig allt mitt traust
afhverju líður mér svona illa núna
afhverju er ég ekki búin að missa trúna
því þú er sterkasta stúlka sem ég hef kynnst
(höf: Ása)
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Engin könnun í gangi einsog er.
Athugasemdir
Ég veit ekki hvað ég á að skrifa en vill segja eitthvað...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.2.2008 kl. 11:15
Þetta eru margar stórar spurningar í einu stuttu ljóði með svarinu í lokin. Þú ert ótrúlega sterk og hugrökk kona sem heldur áfram að vona, biðja og trúa. En hvar eru mörkin, hvenær er komið nóg. Hvar sem þau liggja, þá hefur þú opnað okkur hinum þennan harða heim sem birtist í því að ganga á lífsgötunni með veiku barni. Ég bið Almættið að senda heilunarorku til Þuríðar Örnu svo hún verði heilbrigð og geti gengið lífsgötuna um áratuga skeið. Bið Almættið að senda ykkur öllum heilunarorku svo þið getið gengið glöð og heilbrigð með henni og hvert með öðru um langa framtíð. Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.2.2008 kl. 11:25
Knús til ykkar frá okkur.
kv. Brynja DK
Brynja DK (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 11:42
Þetta er þungt, stundum virðist það OF þungt.
Missir er líka þungur.
Þungt er að horfa á þann sem maður elskar skilyrðirlaust og ákaflega, kveljast og geta ekkert gert til að veita fró, þó ekki væri nema stutta stund.
Bæn mín er þessi.
Vona að Guð gefi að niðurstaðan verði góð og öllum gerlegt að búa við hana.
Það er líka örðugt að vera sundurslitinn af samviskubiti yfir því að HUGSANLEGA afskiptist ,,hin" börnin og ,,hinir ástvinirnir"
Miðbæjaríhaldið
gersamlega máttlaus í svona aðstæðum.
Bjarni Kjartansson, 20.2.2008 kl. 11:43
Þú og þið eruð svo sannarlega sterk.
Ég er samt ekki viss hvernig á að skilja þetta ljóð, sem mér finnst í senn ofboðslega fallegt og um leið ofsalega ósanngjarnt.
Ég þekki þig ekki neitt... en er búin að fylgjast með blogginu þínu í næstum eitt ár.
Mér finnst þú ofsalega sterk og ég veit að allir geta lesið út frá skriftunum þínum að þú er gríðalega góð og hlý kona.
Ég held áfram að tendra hér ljós á hverju kvöldi, mörg, þar af er eitt tileinkað Þuríði litlu og annað fyrir ykkur.
Kærleikskveðjur frá DK
Hulla Dan, 20.2.2008 kl. 11:50
Það er sko alveg satt, hún er sterk stúlka blessað barnið. En það ert þú líka Áslaug. Sporin þín eru óskaplega erfið.
Kær kveðja
Ragnheiður , 20.2.2008 kl. 12:30
Afhverju? Það er alltaf stóra spurningin ? Sendi ykkur allar mínar góðu hugsanir
Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.2.2008 kl. 12:40
Ylfa Mist Helgadóttir, 20.2.2008 kl. 14:15
Ég vildi að ég gæti gefið ykkur endalaust ljós - og ég sendi ykkur allar góðar hugsanir....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.2.2008 kl. 14:28
Sæl Áslaug!
Það er erfitt að setja sig í ykkar spor en ég vildi svo innlega getað tekið eitthvað af ykkar erfiðleikum á mig. Ég söng fyrir dóttur ykkar á jólaballi Krrabbameinsjúkra barna en þar var hún í aðalhlutverki, svo kát og glöð að unun var á að horfa. Þú átt þrjú yndisleg börn og þar ertu sko rík. Þú átt grenilega frábæran eiginmann en ég kynntist honum lauslega á jólaballinu. Þú sjálf ert sömuleiðis sterk og dugleg kona og ég bið þig að halda áfram að vera það. En það er bara þannig .......að stundum þarf maður að leifa sér að vera leiður og það er líka allt í lagi því síðan stendur maður bara ennþá sterkari upp. Ég veit þú gerir það.
Elsku Áslaug! Ég trúi að allt verði í lagi með litlu Þuríði Örnu og ég bið að heilsa henni og hinum börnunum þínum ef þau muna eftir mér. Guð gefi ykkur styrk til að halda áfram baráttunni og mundu að þú munt standa upp sterkari en áður eftir þessa niðursveiflu.
Elsku fjölskylda! Þið eruð í huga mínum og bænum.
Bestu kveðjur
Helga Möller söngkona
Helga Möller (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 14:32
Ég kíki hingað daglega inn en hef ekki skrifað áður, en mig langar svo að senda á ykkur stórt knús og vona svo innilega að það fari að birta til hjá ykkur. Get ekki ímyndað mér hversu erfitt það er að horfa á barnið sitt þurfa að þjást svona!! Vonum að góði Guð fari að bænheyra okkur......
með kveðju úr Hafnarfirðinum
Dagmar
Dagmar
Dagmar (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 14:34
mig langar að skilja eftir spor hér eftir mig, þú ert sterk kona Áslaug og ekki bara í sambandi við veikindi dóttur þinnar heldur það sem þú hefur verið að gera fyrir aðra líka.
Átt svo sannarlega hrós skilið og gott betur en það.
það fékk mig til að hugsa aðeins út í lífið þegar ég las bloggið þitt um daginn og þú talaðir um að þú vildir óska þess að fá tíma til að komast í ræktina.. þegar aðrir óska þess að eiga eitthvað stór og mikið, eða geta eitthvað stærra og meira, þá er þín ósk eitthvað sem hjá öðrum er sjálfsagt.
Fólk sem á konu eins og þig að er heppið og hreinlega ríkt.
Takk fyrir að leyfa fólki að fylgjast með báráttunni hennar Þuríðar, þú ert hrein og bein fyrirmynd fyrir óeigingjarnt móðurhlutverk!
María Viðarsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 14:37
æi Áslaug mín, ég get bara beðið fyrir ykkur.
sendi ykkur fullt af heilunarorku og kærleik. Ljós til kkar allra
Guðrún Jóhannesdóttir, 20.2.2008 kl. 15:22
Elsku Áslaug og fjölskylda.
Sendi þér bara ljós og fyrir börnin ykkar þrjú. Kveiki á kerti á síðunni og bið fyrir börnunum ykkar og ykkur. Kærar kveðjur, Stella A.
Stella A. (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 16:32
knús og koss á þig sæta mín love ya all....
Þórunn Eva , 20.2.2008 kl. 16:48
kærleiksknús á ykkur öll.
kveðja Guðrún
Guðrún (Boston) (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 17:19
sendi thér og ykkur kærleikshugsanir mínar thad er alltof mikid á ykkur lagt,tala nú ekki um litlu hetjuna,bara ósanngjarnt.
María Guðmundsdóttir, 20.2.2008 kl. 17:45
Kæra Áslaug og fjölskylda,
Það er því miður stundum fátt um orð þegar maður les bloggið þitt, það er alltaf jafn sárt að heyra það að lítið saklaust barn þurfi að þjást svona eins og hún Þuríður Arna og maður skilur seint tilganginn með því og það er alltaf jafn sárt að lesa um það hvað aðstandendur þurfa að ganga í gegnum við svona raunir. En það er í senn ómetanlegt að fá tækifæri til að lesa svona einlæga frásögn frá þér af ykkar lífi, gleði og sorgum sem um leið kennir okkur hinum svo óendanlega mikið.
Það eina sem ég get sagt er að halda áfram á þeirri braut sem þið hafið gert hingað til, þið eruð ótrúlega dugleg og hugrökk og margir mættu taka ykkur til fyrirmyndar.
Baráttukveðjur,
Margrét
Margrét (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 18:34
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.2.2008 kl. 19:20
Get ekkert sagt og ekkert gert nema biðja og biðja um að náð og kraftur Guðs snerti við ykkur og gefi ykkur orku í þessum erfiðleikum og elsku Þuríði betri heilsu. Guð blessi ykkur.
Kristín (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:51
Stundum fær maður aldrei svörin, hversu ósanngjarnt sem það kann að hljóma og oft óyfirstíganlegt er að sætta sig við. Enn erfiðara er að geta engu breytt. Þið standið ykkur ótrúlega vel.
Baráttukveðjur
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.2.2008 kl. 22:06
kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:42
Ragga (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:57
Kæru Áslaug og Skari.
Ég hef fylgst með ykkur um tíma og finn ólýsanlega til með ykkur þó ég viti ekki hvernig það er að vera í ykkar sporum. Ég er ekki meira trúuð en hver annar en ég hef beðið fyrir ykkur og mun halda áfram að gera það. Ég á sjálf börn. Bænin hér að neðan þykir mér svo ótrúlega falleg og gott að lesa þegar á móti blæs. Ég varð að senda ykkur hana því þið finnið greinilega svo mikið til. Þið þekkið sjálfsagt þessa bæn.
Kær kveðja, Hafdís.
Mann nokkurn dreymdi draum. Hann dreymdi að lífi hans væri lokið og hann sá það fyrir sér sem gönguferð með Jesú eftir sendinni strönd. Þegar hann virti líf sitt fyrir sér sá hann fótspor tveggja manna - Jesú og sín eigin. Hann tók þó eftir því að á köflum voru aðeins ein spor í sandinum. Þetta voru einmitt þau tímabil í lífi hans þegar hann átti hvað erfiðast.
Þetta olli manninum nokkru hugarangri og hann sagði við Drottin, „Drottinn, þú sagðir að þú myndir aldrei yfirgefa mig. Þú sagðir þegar ég ákvað að fylgja þér að þú myndir ganga með mér alla leið. En nú hef ég séð að þar sem ég átti hvað erfiðast í lífi mínu voru aðeins ein spor í sandinum. Hvernig gastu skilið mig eftir einan þegar ég þarfnaðist þín mest?“
Jesús svaraði, „Kæri sonur, þú mátt vita að ég elska þig og ég myndi aldrei yfirgefa þig. Skoðaðu þessi fótspor aðeins betur. Á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu – þar sem þú sérð aðeins ein spor – var það ég sem bar þig.“
Hafdís (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 23:51
Það er svo lítið hægt að segja þegar lífið er í þessum gír, en ef ég væri nálægt ykkur þá myndi ég faðma ykkur, það er það eina sem ég finn mig geta gert. Enginn orð geta komið í stað þess. svo þið fáið faðmlag frá mér ((((((((((((((((((((((( ))))))))))))))))))))))))))))))))))) þið eruð alltaf í bænum mínum. kv. Helga
Helga Auðunsdóttir, 21.2.2008 kl. 00:48
Sendi ykkur öllum kærleikskveðjur og tek af alhug undir þessar spurningar í ljóðinu.
Það er hörmulegt að svona erfiðleikar séu lagðir á fólk.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 09:25
Kæra fjölskylda, þið eruð ótrúlega dugleg, ég veit af eigin raun hvernig er að standa í þessum sporum. Vona að Þuríði fari að líða betur. En stundum verður maður að leifa sér að vera leiður.
Kær kveðja
Guðrún, ókunnug
Guðrún (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 11:18
Kæra fjölskylda. Bið alla góða vætti að styrkja ykkur öll. Kæra Áslaug þú ert greinilega að niðurlotum komin. Ef einhver náinn ykkur sem þú treystir gæti leyst þig af í einn dag eða kvöldstund og þú farið á einhvern stað þar sem þér líður vel. Bið af öllu hjarta að litla skvísan fari að hressast.
hm (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 12:26
sendi ykkur hlýjar hugsanir og bænir
Dísa Dóra, 21.2.2008 kl. 12:39
Guð veri með ykkur
Ásta María H Jensen, 21.2.2008 kl. 13:08
Guð geymi ykkur elsku mæðgur.
Linda litla, 21.2.2008 kl. 13:35
Kæra fjölskylda ! kærleiksljós til ykkar. Sendi ykkur allar mínar fegurstu og bestu bænir.
Gróa (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 14:32
risarisarisaknús á ykkur öll frá mér..
Kolla Tjörva (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 15:23
Guð veri með ykkur.
GunnaG (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 16:30
Það orkuleysi sem þú segir frá, þekki ég persónulega. Mér finnst þú sterk og "töff" að brotna ekki niður af öllu saman. Ég hef fengið mótlæti sem er næstum eins og þú ert að ganga í gegn um, og þú þarft ekki að afsaka þog í stafsetningu eða neinu öðru í þessi lífi! Þú ert hetja! Mestu hetjurnar vita ekki af því sjálfar að þær eru hetjur. Ég fæ bæði gæsahúð og sorgartilfinningu af að lesa bloggin þín. En hversu mikið sem ég vildi segja, breytir það engu. Nema ég veit hvað alvöru sorg er út frá eigin reynslu. Vil helst ekki tala um það nema minnast þess að það urðu 4 óþarfa dauðsföll í minnu fjölskyldu sem sló mig alveg út af laginu. Eitt slys og 3 sjúkdómar. Ég vildi óska þess að ég hefði getað tjáð mig eins og þú gerir. Það eina sem ég get sagt að þú átt svo sannarlega alla þá virðingu sem ég get sýnt öðru fólki. Það er oft undarlegt hvað lífið er óréttlátt gagnvart saklausum. Ég hugga mig við það að það sé einhver meining með öllu saman sem við skiljum ekki. Fyrir mér var það frelsuninn frá sorginni. Ég get bara bara sent þér bænir um að allt fari vel. Þú ert meiri hetja og persónuleiki en þú gerir þér kanski grein fyrir sjálf. Meira get ég ekki sagt enda orð ósköp fátækur stuðningur í þeirri glímu sem þú ert í núna. En þú ert hetja í mínum augum...
Óskar Arnórsson, 21.2.2008 kl. 17:48
Óskar Arnórsson, 21.2.2008 kl. 17:51
Elskulega Áslaug!
Þegar stórt er spurt er fátt um svör.....en ég skil svo innilega þessar tilfinningar sem eru að brjótast um í þér...hvenær er nóg NÓG???
Bið fyrir ykkur daglega og trúi að einn daginn verði litla fallega stúlkan ykkar frísk og fái að þroskast og dafna og eignast bjarta og hamingjuríka framtíð.
Vertu sterk áfram, elsku Áslaug og ALDREI missa trúna á birtuna og ljósið.
Baráttukveðja til ykkar allra!
Begga.Bergljót Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 18:06
Elsku Áslaug
Takk fyrir að deila tilfinningum þínum og hugsunum með okkur. Ég dáist að því hvað þú ert sönn og einlæg, þú er svo sannarlega dugleg í þessari baráttu og dætur þínar líka, ég þekki vel sársaukan og sorgina og oft hef ég fundið að vonin er lítil en ég hef ávallt haldið í trúna og ég hvet þig til þess. Ég trúi því að allt samverki til góðs og að allt hafi sinn tilgang og sinn tíma. Ég bið um að vilji Guðs nái fram að ganga í ykkar lífi og að hann blessi ykkur og verndi.
Kærleiksknús til þín, dætra þinna og foreldra þinna;)
Díana (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:49
Kæra Áslaug og fjölskylda.
Eins og er með marga aðra hér á síðunni er staðan þannig hjá mér að ég get ósköp fátt sagt til að hugga ykkur. Ég bið fyrir ykkur öllum daglega og svo sannarlega hafið þið kennt mér mjög margt, ekki síst þakklæti og nægjusemi, ekki veitti nú af. Maður telur stundum allt þetta góða svo sjálfsagt. En það er svo margt sem við mannfólkið ekki skiljum og kannski kemur sá tími einhvern tíman, kannski í öðru lífi að við uppgötvum af hverju í ósköpunum sumir þurfa að þjást svona mikið. Ég vildi að ég gæti eitthvað gert fyrir ykkur en ég hugsa til ykkar þegar ég knúsa börnin mín og manninn og reyni að njóta hverrar einustu stundar. "Gærdagurinn er draumur og morgundagurinn hugboð" segir í fornu indversku kvæði. Þar segir einnig að dagurinn í dag, sé honum vel varið geti verið sá besti. Ég bið að þið megið þrauka og, þrátt fyrir allt, eiga góðar stundir, einn dag í einu. Guð blessi ykkur öll.
Ingunn (ókunnug)
Ingunn (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:12
Hvað get ég gert??
þið vitið ekkert hver ég er en ég fylgist með ykkur á hverjum degi og ég er algjörlega máttlaus að get ekkert gert fyrir ykkur.
Ef það er eitthvað sem hægt er hjálpa ykkur með þá má senda mér línu.
Ég hugsa til ykkar :)
með kveðju,
Ingibjörg g
ingibjörg g (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 22:29
Kæra fjölskylda.
Þegar stórt er spurt er fátt um svör.
Þið eruð fyrirmyndar foreldrar og eruð svo sterk og dugleg
Guð veri með ykkur
Kærleikskveðja af Skaganum
Silla Karen
Silla Karen (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 23:24
megi englar himins vera með ykkur kæra fjölskylda.
Blessi ykkur
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 23:27
Kæra Áslaug.
Sendi þér alla mín samúð yfir því hvað litla dúllan þín er lasin- það er órtúlegur styrkur í þér og hvað ég trúi að þú skulir vera orðin þreytt. Það verður gott fyrir þig að fá mömmu helgi með Oddnýu þinni og gera e-h skemmtilegt.
Kv Katrín.
Katrín (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 07:32
Knús og kossar til ykkar fallega fjölsylda. Hugsa til ykkar á hverjum degi og þið eruð í bænum mínum
Rr(ókunnug) (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.