Leita í fréttum mbl.is

Komin í sumarfrí frá skólanum

Jebbs kláraði skólann í morgun, þvílíkur léttir því núna koma fjórir mánuðir án lærdóms sem verður frekar skrýtið sérstaklega ef Þuríður mín mun halda áfram að vera svona hress og hvað á ég þá að gera af mér?  Hmmm!!  Verð ekki í vandræðum að finna útur því enda hef ég ákveðið að Þuríður mín mun þramma einhver námskeið, ætla njóta þess að leyfa börnununum mínum að skiptast á að fá mömmudaga því ég get ekki ímyndað mér að vera einhversstaðar "ein" að spóka mig ehe kann það hreinlega ekki.

Reyndar erum við ennþá á fullu í greiningarstöðinni, ég hefði aldrei getað ímyndað mér að það gæti tekið svona langan tíma að greina eitt barn svona án gríns.  Erum byrjuð að fá svona "lausar" niðurstöður sem eru nú ekki staðfestar en þær eru ekkert sérlega góðar því verr og miður, þó við vitum alveg hvernig þroskinn hennar Þuríðar okkar sé þá er það alltaf áfall að fá það staðfest og erfitt sem ég ætla ekkert að tjá mig betur um hérna á opinberum vettvangi enda kemur þetta okkur bara við eða við þurfum allavega ekkert að auglýsa það.

Teddilíus (má víst ekki kalla hann lengur pungsa þar sem það fer dáltið í suma lesendur) er ennþá með 39-40stiga hita, þannig núna er komin vika síðan þessi hiti byrjaði.  Við hittum einn af læknum Þuríðar áðan (stundum er gott að þekkja fólkið í þessum bransa) og að sjálfsögðu er ekkert eðlilegt að drengurinn er búinn að vera með svona mikin hita lengi, það fannst frekar lítið í þessari skoðun en hann fékk samt sýklalyf því það heyrðist oggupínu í lungunum en ekkert alvarlegt en bara svona til að fyrirbyggja allt saman.  Vonandi fer hann að verða hress því það er orðið svo hrikalega gott veður úti og mig langar alveg heilan helling að fara njóta veðurblíðunar, komin með frekar mikið ógeð að hanga svona inni og líka Teddilíus sem segist ekkert vera lasinn og langar svo út til stelpanna sem eru núna nota bene útá palli komnar í Spánarkjólana sína og segjast vera í sólbaði ehe og láta sig dreyma um spán, aldrei að vita að við förum þangað í sumar?Cool

Við ætluðum að senda börnin uppá Skaga á morgun (í næturpössun) en það verður víst ekkert úr því vegna veikinda þannig múttan mín elskulega ætlar að mæta á svæðið og leyfa okkur Skara að fara í bíó.  jeij, hlakka mikið til að komast aðeins út.  Víííí!!

Héldum uppá afmæli Þuríðar og Oddnýjar í gær, ýkt stuð og mikill sviti eheh.  Fékk huges sal lánaðan, (þökk sé fyrrum yfirmanni mínum) eða þar sem ég "bjó" í ellevu/tólf ár við að æfa mína íþrótt.  Allir krakkarnir og jú sumir foreldrar voru sveittir að spila mína íþrótt, sparkandi bolta og svo lengi mætti telja.  Bara gaman! Stelpurnar svaka glaðar með daginn og Þuríður mín var svona líka ánægð með pennaveskið sitt sem hún fékk og segist sko vera farinn í X-skóla, bara yndislegust.

Er annars að deyja úr þreytu sem ég er ekki alveg að skilja eða jú kanski eheh, Theodór minn t.d. sefur mjög lítið þessa dagana í veikindum sínum, aaaaaaaarghhh!!  En þetta er bara smá tímabil sem vonandi fer að ljúka þannig ég kvarta ekkert eða allavega lítið gæti verið miklu verra.

Best að halda áfram að horfa á dætur mínar útum gluggan öfundaraugum því mig langar líka út en verð víst að hugsa um Teddalíus hérna inni.

Eigið góða helgi, knús í krús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu að grínast, er fólk að skipta sér af því að þú kallir lilla pungsa?? Jeminn afskiptasemin :)

Hafið það rosalega gott um helgina, vonandi fer PUNGSA að líða betur ;) ;)  knús og kram til ykkar allra.

Lilja Kópavogi (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband