14.5.2008 | 16:02
Smá misskilingur
Ekki misskilja mig samt en þá geng ég ö-a ekki með tvíbura eheh, ég tók nú bara svona til orða vegna þess ég er svo fljótt komin með stóra kúlu þó mig hafi alltaf dreymt um að eignast tvíbura en þá er bara fínt að koma eitt svona í lokin. Jebbs þó ég hafi sagt það fyrir framan alþjóð þegar við Skari vorum í Brúðkaupsþættinum Já að ég ætlaði að eignast fimm börn en þá held ég að láti fjögur duga eða þanga til annað kemur í ljós eheh.
Það er heldur ekki fynndið hvað það er dýrt að kaupa bíl í dag, núna erum við búin að þramma bílasölurnar og skoða stærri bíl því að sjálfsögðu þurfum við að stækka við okkur vegna fjölgunar en þetta er bara hætt að vera fynndið. Hrikalega eru bílar dýrir í dag því að sjálfsögðu þurfum við sjö tjah eða níu manna ehe og það er bara klikkun hvað þá að fylla bílinn en það er á við níundaþúsund. Oh mæ, kanski ég fari bara að nota strætó?
Það er búið að vera mömmudagur í dag hjá okkur Oddnýju Erlu, ýkt nice að vera á röltinu niður Laugaveginn með ís í annarri en núna sitjum við krakkarnir á pallinum og höfum það ofsalega notanlegt svona rétt áður en við skellum okkur á sundnámskeið og Theodór í pottinn með foreldrunum.
Einkunnirnar farnar að streyma inn, jíhaaaa!! Ótrúlegt en satt eru komnar tvær tíur, er ekki alveg að ná því, því ekki gat ég lært shit í janúar og febrúar vegna þess Þuríður mín var svo lasin og ég var farin að sætta mig við að fá lágar einkunnir í þetta sinn en kanski verð ég bara að sætta mig við það að ég get ekki fengið lágar einkunnir alveg sama hvað ég læri lítið eheh. Snillingurinn ég!! Ok ég er líka búin að fá áttu þannig ég er eftir að fá eina í viðbót
Það hafa margir spurt mig hvort ég hafi farið í eða hvenær ég fari í hnakkaþykktarmælingu, málið er bara að ég ætla mér ekki að fara í svoleiðis. Ég þarf ekki að vita hvort barnið mitt verði ekki heilbrigt eðurei það verður alveg jafn velkomið, jú að sjálfsögðu yrði erfitt að vera með tvö langveik börn en mér er alveg sama. Öll mín kríli eru velkomin annars væri ég ekki að þessu á annað borð. Að sjálfsögðu vilja allir eignast heilbrigð börn og það á alveg sama við mig en ég myndi samt aldrei eyða því ef svo yrði ekki og ég hef heldur ekkert á móti því að konur fari í svoleiðis, alls ekki. Ekki misskilja.
Best að halda áfram að tjilla með börnunum, farin að hlakka til sumarsins ef það verður svona og þá sérstaklega ef Þuríður mín verður hress. Krossa alla putta og tær og fá eitt sumar frá því hún veiktist gott, alveg komin tími til.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju:)
Ég er sammála þér með hnakkaþykktarmælinguna, ef maður ætlar ekkert að gera með útkomuna þá getur maður alveg eins sleppt henni. Það sem ég á við er ef maður ætlar sér aldrei að fara í fóstueyðingu þá er mælingin tilgangslítil.
Þannig að þeir sem fara í hnakkaþykktarmælingu ættu að vera þeir sem eru ákveðnir að fara í fóstureyðingu ef vísbendingar eru um að barnið geti kannski verið með down´s eða hjartasjúkdóm eða þeir foreldrar sem eru ekki vissir um hvaða ákvörðun þeir muni taka. Auðvitað getur fólk ákveðið að fara ekki í fóstureyðingu þó svo að mælingin gefi vísbendingar um að eitthvað sé að. Hnakkaþykktarmælingin getur valdið miklum vanda og vanlíðan hjá fólki ef hún kemur ekki vel út.
Hún er einungis vísbending en ekki staðfesting.
Gangi þér vel!!!
Gréta (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 16:20
Til hamingju með bumbubúann og einkunnirnar þínar. Fær maður ekki að sjá þig í skólanum í haust?????????
Gerða ( úr skólanum) (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 16:29
Til hamingju öll með bumbukrílið það er aðdáunarvert hversu dugleg manneskja þú ert Áslaug...
Guðrún Hauksdóttir, 14.5.2008 kl. 16:49
Enn og aftur til hamingju - frábært að lesa bloggið þitt - alla jákvæðnina - vildi óska að fólk temdi sér meiri jákvæðni í lífinu almennt, þá liði því betur!!!!! Þú ert frábær!!!!(Og Skari örugglega líka!!!)
Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 17:22
Alveg sammála med hnakkathykktarmælinguna. fór einmitt ekki sjálf vegna thess ég vissi ad thad myndi engu breyta. En gaman ad heyra hvad allt gengur vel...og já,thad er klikkun hvad er dýrt ad eiga og reka bíl..en jésús minn..hér i dk er thad um helmingi dýrara! hver hefdi trúad..hafid thad sem allra allra best kæra fjølskylda
María Guðmundsdóttir, 14.5.2008 kl. 17:36
Til hamingju með væntanlega fjölgun. Ég skil vel að þú skulir ekki fara í hnakkaþykktarmælingu fyrst útkoman skiptir þig ekki máli. Sjálf fór ég í legvatnspróf þegar ég eignaðist minn fyrir 15 árum, var orðin 39 ára og treysti mér ekki í fatlað barn, enda annálaður aumingi.
Helga Magnúsdóttir, 14.5.2008 kl. 18:24
hæ hæ babí.... LOVE á þig og jamm ég verð að komast í bílinn mundu það... heheheheh
verðum svo að fara að hafa annan svona hitting sæta.. knús og koss...
mér var ekki einu sinni boðið uppá hnakkaþykktarmælingu þegar að ég gekk með Jón Sverrir svo frétti ég seinna meir að þetta sé í boði.. hhmm ..
Þórunn Eva , 14.5.2008 kl. 18:26
Til hamingju með væntanlegt barn. Þegar ég gékk með 4. barnið þá fannst mér ég gildna mjög snemma og komin 7 mánuði var ég eins og komin að falli. Þetta var þó bara einn strákur meðalstór og allt í góðu. Njótið daganna Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.5.2008 kl. 19:50
Til hamingju elsku Áslaug mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.5.2008 kl. 21:10
Ooohhh hvað lífið er dásamlegt, þetta verður dáslamlegt ár hjá ykkur í sveitinni.
Bestu kveðjur Magga K
Magga K (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 21:19
Innilega til hamingju með bumbubúann
Kveðja úr Selásnum
LáraH. (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:03
Það er yndislegt að fylgjast með skrifum þínum þessa dagana og gaman að sjá hvað gengur vel.
Ég er samt svolítið hneyksluð á því að fólk sé að skipta sér af því hvort þú ætlir í hnakkaþykktarmælingu! ÉG mundi sko gera nákvæmlega það sama og þú, því mín börn væru sko líka öll jafn velkomin, hvort sem þau væru heilbrigð eða langveik eða fötluð eða hvað svo sem væri að. Við erum að tala um börnin okkar, en ekki einhverja hluti, er það ekki á hreinu? Við skilum ekki börnunum okkar af því að okkur líkar ekki við þau eða það sem þau þurfa að bera! Ég er mjög á móti fóstureyðingum af þessu tagi, sorry, því mér finnst allt nýtt líf jafn velkomið. Ég mundi elska barnið mitt jafn mikið hvort sem það væri alheilbrigt eða fjölfatlað eða eitthvað þaðan af verra.
Auk þess finnst mér mjög óviðeigandi að spyrja þig að þessu. Heldur fólk að sjúkdómur hetjunnar gangi í ættir eða hvað? Mjög asnaleg framkoma sem þér er sýnd. Þegar pabbi minn var á lífi var ég oft send í rannsóknir til að ganga úr skugga um að ég væri ekki með æxli, en... samt var það vitað að í lang flestum tilfellum erfist sá sjúkdómur ekki, sem betur fer.
Það fylgir hverri óléttu, bæði gleði og einnig áhyggjur að allt muni ganga vel. Mér finnst fólk mjög ónærgætið að spyrja þig að þessu, því auðvitað verður litla krílið þitt heilbrigt og litla hetjan þín á eftir að ná sér alveg að ég held.
Sumu fólki skortir skilningurinn.
Gangi þér vel og enn og aftur til hamingju. Njóttu þess að vera með litla lífið innra með þér og ekki láta aðrar óþroskaðar sálir trufla þig.
Kv. Emma
Emma Vilhjálmsdóttir, 14.5.2008 kl. 22:41
Innilega til hamingju með þessar fréttir af nýjum fjölskyldumeðlimi. Frábært að hún Þuríður litla hafi það svona gott þessa dagana ef svo mætti kalla. Er grenilega búin að taka hellings framförum. Vonandi er þetta bara byrjunin og skólagangan í haust verði henni jafnlítið mál og mömmunnar skólaganga:D Bestu kveðjur.
Petra Rós (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:44
Stórkostlegur árangur við mjög erfiðar aðstæður Áslaug sem sýnir nákvæmlega hvað í þér og ykkur býr. Innilegar hamingjuóskir með bæði prófin og svo litla krílið.
Ég er að springa úr forvitni; hvenær er von á nýja fjölskyldumeðliminum? Vona innilega að þér heilsist sem best á meðgöngunni, þið takið að sjálfsögðu ykkar ákvarðanir varðandi rannsóknir o.þ.h., enginn annar.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.5.2008 kl. 00:12
Kæra fjölskylda. Innilega til hamingju með litla bumbubúann. Auðvitð verður hann(hún) fullkomlega heilbrigður einstaklingur. Sannkallaður gullmoli eins og systkinin ÖLL. Eigið gott sumar. Kv. Sólveig
Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:15
Til HAMINGJU með bumbukrílið - þú ert nú meiri ungamamman......;o)
Til lukku með prófin líka ekki slæmt að fá 2 tíur......
Kv Katrín.
Katrín (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 05:56
Kæra Áslaug. Ég fylgist með þér á hverjum degi, en hef ekki enn kvittað fyrir mig. Hér kemur það. Kvitt kvitt. Mig langaði bara til að óska þér með hamingju með litla gullið. Ég er alveg sammála þér með hnakkaþykktarmælinguna. Fólk verður að vera tilbúið hvaða niðurstöðum sem er og mér finnst fólk eiga að nota tímann, ef niðurstöðurnar gefa einhver veikindi til kynna, til að undirbúa þá jarðveginn fyrir komu barnsins, kynna sér aðrar fjölskyldur og þess háttar. Ef við ætlum að akveða hvaða börn eru velkomin og hver ekki, þá held ég að við séum ekki mikið skárri en karlinn með yfirvaraskeggið í Þýskalandi. Börn eru börn og þau eru fingraför Guðs.
Gangi ykkur allra best og ég sendi Þuríði ofurstrauma með ósk um frábærasta sumar í heimi.
Kv Hulda (sem er í Óperukórnum með Hönnu Þóru)
Hulda Proppé, 15.5.2008 kl. 08:08
Til hamingju með bumbubúan! Frábærar fréttir. Vona að sumarið verði ykkur til gæfu þið frábæra fólk!
Með sólarkveðjum af Akranesi, Helga
Helga Arnar (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 08:43
Elsku Áslaug Ósk þú ert náttúrlega alveg ótrúleg, kjarkurinn bjartsýnin jákvæðnin maður er bit.
Hjartanlega til hamingju með óléttuna ykkar er hálf feginn að trúlega er um eitt að ræða því mínar dætur áttu tvíbura með 6 vikna millibili og það er ekkert smá djobb en náttúrlega ótrúlegt ævintýri og þar sem þú ert með þvílíkt verkefni þá er eitt voða passlegt.
Bið Guð að vera með ykkur öllum í fjölskyldunni.
með kærleikskveðju frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 09:38
Til hamingju með bumbubúann. Langaði bara að benda á að það er hægt að fara í 13 vikna sónarinn án þess að fara í hnakkaþykktarmælinguna :)
Katrín (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 09:44
Bloggarar eru áhugaverður hópur. Eru þeir eins og fólk er flest og geta þeir talist spegilmynd af umræðunni og áherslunni í samfélaginu? Sjá lillo.blog.is.
Friðrik Þór Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 10:47
til hamingju með bumbuna,,áslaug mín,,óska ykkur góða helgi
lady, 15.5.2008 kl. 12:23
Sæl Áslaug.
Óska ykkur innilega til hamingju og vona að þið njótið hvers einasta dags. Einnig til hamingju með einkunnirnar. Að sjálfsögðu er hnakkaþykktarmæling einkamál foreldra og kemur engum við. Takk fyrir að hafa auðgað líf mitt með skrifum þínum og þroskuðum skoðunum án þess að ég þekki þig. Mætti vera meira af svona góðu fólki til og gott að þið eruð að fjölga þessum góðu genum! Held áfram að biðja fyrir ykkur hetjunum.
Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 12:49
Var að lesa bloggið þitt í fyrsta sinn:)
Hjartnæmt og hlýtt.
Óska þér til hamingju með væntanlega fjölgun, megi gæfan brosa við þér og þínum.
Linda Samsonar Gísladóttir, 15.5.2008 kl. 18:49
Það er hvers og eins að deila með... en eitt verð ég að segja að til margra ára hef ég gengið með börn, misst eða alið. Myndir af fóstri í móðurkviði deilt með NETINU svo og væntingar finnst mér og efalaust bara mér hræðileg ákvörðun.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.5.2008 kl. 01:01
Veistu það Áslaug - Þú ert yndisleg :)
Hanna, 19.5.2008 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.