Leita í fréttum mbl.is

Tívolííííííí

Stelpurnar mínar elska tívolí sérstaklega Þuríður mín sem hreinlega gæti búið þar og farið í öll tækin aftur, aftur og aftur þar er ein af þeim fáum stundum sem við höfum séð hana brosa allan hringinn allan daginn eða á meðan hún er í tívolíinu og svo skríkir hún hátt.  Oh boy mínar uppáhalds stundir er að fara með börnin mín í tívolí sérstaklega hetjuna mína og ég fæ eina svona stund uppfyllta á morgunJoyful 

Styrktarfélagið er nefnilega að bjóða öllum börnum í meðferð, nýbúið að ljúka meðferð og systkinum þeirra til Svíþjóðar í fyrramálið (nótt) og þangað ætlum við ásamt fullri flugvél af kátum krökkum og foreldrum að eyða laugardeginum og koma svo heim annað kvöld.  Þetta gerir félagið árlega í boðið Icelandair en í fyrra fórum við í Legoland en núna ætlum við í einhvern svaka flottan skemmtigarð í Gautaborg og ég hreeinlega get ekki beðið eftir að heyra hetjuna mín skríkja af gleði og að sjálfsögðu perluna mína líka en Teddilíus ætlar að vera hjá ömmu Oddný og afa Hinrik í dekri á meðan.  Við ætlum bara að njóta þess að vera með stelpurnar okkar, skipta okkur niður á þær og fara ÖLL tækin sem þeim langar í og hreinlega gera allt það sem ÞEIM langar sem verður bara gaman.  Teddilíus fær bara að koma á næsta ári en það er nógur tíminn hjá honum því líka á næsta ári þá verða börnin orðin fjögur ef allt gengur að óskum eheh.  Oh boy er að verða fjagra barna móðir.W00t  Hefði ég geta ímyndað mér það fyrir sex árum þegar Þuríður mín fæddist, niiiiiiihhhh!!  Þetta verður bara gaman!!

Það hafa margir spurt hvenær ég sé sett jú það er mánaðarmótin nóv/des sem sagt jólabarn því ég er vön að ganga með börnin mín tvær vikur framyfir, alltaf dreymt um að eignast jólabarn og það er nóg að hleypa Skara inní herbergi níu mánuðum fyrir jól og þá bara búúúúúmmm (hann hefur nefnilega sofið inní stofu síðusta ár svo ég yrði ekki ólétt ehe því það er nóg að fá smá andardrátt frá honum ehe en það var ekki í boðið fyrr en í desPinch).  Ef allir væru svona heppnir og ég (við) og eiga svona auðvelt með að eignast börn.

Mér finnst líka endalaust fynndið hvað margir hafa rætt það sín á milli (fólk sem ég þekki ekki einu sinni) "gvuuuð gengur hún með tvíbura?"  Það tóku allir þessu bókstaflega að ég gengi með tvíbura ehe, ég var orðið aðal umræðuefnið á vinnustöðum bæjarins sem mér finnst ennþá fyndnara en maður er að heyra ýmsar sögur.  Mér er farið að líða einsog Stebba Hilmars mhúhahaha!!  Jújú það eru allavega 1500 iptölur sem kíkja á síðuna mína á dag og ég fór að hugsa um það í gær eftir að ég las góða grein á einni heimasíðunni að ég væri allavega að tala við 1500 manns á dag, það vita alllir allt um mig (svona nánast) án þess að ég þekki 1/3 af þessu fólki.  Skrýtið!  Svo eru líka margir sem eru hneykslaðir á því að ég skuli vera ólétt jújú ég fékk það komment líka þegar ég var ólétt af Teddalíus, ég gef bara s... í þá.  Það eru margir svo gamaldags og ef maður á veikt barn þá á maður ekki að eignast fleiri eða þó maður eigi ekki veikt barn þá á maður bara að eiga tvö börn, fólki í dag finnst það bara nóg.  Bíddu hvað áttu ömmur okkar mörg börn?  Jú amma mín átti þrjá stráka á þremur árum og svo komu þrjú önnur síðar og engin varð hneyklsaður á henni?  Það er ekki einsog einhver annar þurfi að ala mín börn upp fyrir mig, hef ekki átt í vandræðum með það þó ég dekri aðeins of mikið við þau eða það finnst sumum eheh.  Til þess eru þauSideways

En vitiði það, ég er hætt að kippa mér upp við þessi hneyksli jú þau fóru dáltið í mig þegar ég gekk með Teddalíus en ekki lengur.  Þegar ég átti hann var rosalega erfitt tímabil með Þuríði mína, hún var mjög veik, krampaði sirka 50 krampa á dag, var að byrja í krabbameðferðinni, nýkomin frá Boston úr aðgerð þannig hann gat ekki komið á betri tíma.  Ég veit ekki hvar ég væri án hinna barna minna í þessu stríði, þau hafa hjálpað ofsalega mikið.  Sumir segja sem eiga veik börn að þau séu fegin að börnin væru ekki fleiri en þetta ákveðna veika barn svo þau gætu einbeitt sér alfarið af því en ég er fegin að ég átti fleiri en Þuríði mína í þessu stríði því þau hafa lyft okkur upp með gleði sína og rosalega glöð að ég fæ að fá eitt í viðbót.  Þannig það er misjafnt hvað fólki finnst.

russibani
Kanski verður einhver svona rússíbani fyrir Þuríði mína á morgun en hún fer í öll stærstu tækin sem hún má fara í, gvuuuð hvað ég er orðin spennt.

Eigið góða helgi, við ætlum allavega að njóta hennar í botn og hafa það geggjaðslega gaman.
Knús í krús
Slaugan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórunn Eva

Hafið það ógó gott á morgun kæru vinir... LOVE á ykkur og njótið ykkar til hins ýtrasta...

Þórunn Eva , 16.5.2008 kl. 09:08

2 identicon

Góða ferð til Svíþjóðar og skemmtið ykkur alveg rosalega vel.

Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 09:37

3 identicon

Halló kæra fjölskylda,

ég hef aldrei áður kvittað hér en fylgist reglulega með hetjunni henni Þuríði Örnu nú og ykkur öllum. Vil óska ykkur hjartanlega til hamingju með bumbubúann, frábærar fréttir  Þetta er sko 4 vinningurinn í happadrætti lífsins, geri aðrir betur   Góða skemmtun í Svíþjóð.

Kv. Ellen og fjölskylda

Ellen (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 09:57

4 identicon

Ein besta heilun í heimi er að knúsa barn

Gott hjá þér að gefa bara sk... í það sem fólk er að tuða, til hamingju þetta er mikið þroskamerki thíthíthí. Þið eruð mjög heppin þið Skari að eiga auðvelt með að eiganast börn og þið eigið líka auðvelt með að elska þau og gefa þeim það sem þau þurfa mest, ást, þolinmæði og gleði. Samgleðst ykkur ynnilega, ég er líka meira fyrir stórar ættir   Góða skemmtum í Sverje

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 09:58

5 identicon

Frábært að lesa..og góða ferð til Svíþjóðar.  Að fólk skuli nenna að vera að tala um ykkur og hneyklast.  Og gott hjá þér að láta það sem vind um eyru þjóta.  Börnin eru okkur það dýrmætasta sem við eigum og ef einhver getur átt fullt hús af börnum þá eruð það þið hjónin því guðsgjöfin er mikil að eiga slíka foreldra sem þið eruð.  Mér finnst þetta bara yndislegt

 Tendra ljós og sendi ykkur knús inn í helgina.

Kærleikskveðja 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:06

6 identicon

Ha ??? Ertu ólétt ??? :O Jæja Súsanna alltaf fyrst með fréttirnar.

Til hamingju Svo er bara hva ... Eitt eftir snemma árs 2010 er þaggi ?? ;)

Gangi ykkur vel með allt og góða skemmtun í Svíþjóð :D

Súsanna (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:07

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gaman gaman Skemmtið ykkur vel í Sverje og njótið stundarinnar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.5.2008 kl. 10:28

8 identicon

Hæ elskurnar....gott hjá þér Áslaug að láta engan hafa áhrif á þig,enda kemur engum við hvað þið viljið gera við ykkar líf.En þið komist í svona vatnsrússibana í Liseberg,þar er æðislegt að vera og mikið af frábærum tækjum.Vona að þið skemmtið ykkur frábærlega vel og ég bið að heilsa hetjunni minni...knús á línuna

Björk töffari (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:29

9 identicon

Til hamingju með óléttuna

Er nokkuð viss um að þetta sé garðurinn sem þið eruð að fara í

http://www.liseberg.se/NR/exeres/A3AE76A1-9675-4F58-9B32-1FE541D368B9.htm

Góða skemmtun

Kveðja,  Þórunn

Þórunn (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:32

10 identicon

Kíktu líka á þessar slóðir á youtube

http://youtube.com/results?search_query=liseberg+&search_type=

Knús til sætu krakkanna þinna

Kveðja 

Þórunn (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:34

11 Smámynd: Elsa Nielsen

STUUUUUÐ :) Virkilega góða skemmtun í Svergie

KNÚÚÚS

Elsa Nielsen, 16.5.2008 kl. 10:43

12 identicon

Hæhæ.

Ég hef aldrei kvittað hér áður. En mikið rosalega fer í taugarnar á mér að fólk skuli vera að hneykslast á ykkur að vera bæta barni í hópinn. Ég kem inn á síðuna ykkar á hverjum degi og dáist að styrk ykkar og ást. Mér finnst frábært að þið skulið vera að koma með eitt annað í hópinn.

Þið eruð greinilega yndislegir foreldrar og börnin ykkar gætu ekki átt betri foreldra að mínu mati. Svo til hamingju og skemmtið ykkur æðislega í Svíþjóð.

Kveðja

Helena. 

Helena Guðlaugsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:45

13 identicon

Tolla langar að eignast 10 börn..... held ég verði að eignast þrisvar sinnum tvíbura og einu sinni þríbura.... til að ná þessu áður en ég verð of gömul :) Spurning hvort einhverjir yrðu soldið hneykslaðir á manni þá tíhíhí

Góða ferð og góða skemmtun. Hlakka til að sjá myndir.  

Hrundski (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 11:54

14 identicon

innilega til hamingju með litla berið  ykkar. frábært bara frábært. Þið eruð einmitt örugglega fólkið sem eigið að eiga fullt af börnum.

Góða ferð í svíalandið með litlu gellunum. gg

Gunna G (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 11:58

15 identicon

Ekki spá  í hvað öðrum finnst varðandi ykkar líf. Börn eru blessun  Hafið það svakalega skemmtilegt með prinsessunum ykkar í Gautaborg

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 12:00

16 identicon

Það er yndislegt að lesa bloggið þitt þessa dagana, gleðin og hamingjan streymir út og inní mann sjálfan.

Megi Guð og englarnir vera með ykkur og njótið dagsins í botn.

með kærleikskveðju frá S'olveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 12:21

17 identicon

Innilega til hamingju með fjölgunina, það verður ekki síður gaman en með hin 3 sem fyrir eru. Góða ferð til Svíþjóðar og njótið ferðarinnar. Guð veri með ykkur.

Helga (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:35

18 identicon

Ég les bloggið þitt þegar ég hef tíma. Til hamingju með óléttuna. Þetta kríli verður eins og hin börnin, svo sæt og góð. Algjörir englar. Þið eigið svo frábær börn. Ég er hætt að vinna á leikskólanum og ég sakna þeirra svo. Þuríður Arna kom alltaf til mín og knúsaði mig, svo sætt af henni og svo lét ég oft eitthvað í hárið á Oddnýju Erlu og Theodór Ingi sýndi mér bækurnar á leikskólanum. Þau eru svo frábær þessi börn :)

Ég bið að heilsa sætu krökkunum :) 

Skemmtið ykkur í Gautaborg :)

Kveðja, Eydís Eva :) 

Eydís Eva (var að vinna á grænudeild á Hofi) :) (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:43

19 identicon

Hlustaðu EKKI á þó að fólk sé að hneyklast - það kemur engum við hvernig við lifum nema okkur sjálfum - fólk ætti bara að hugsa um sitt líf - Innilega til hamingju með nýja lífið - þið eruð FRÁBÆR!!

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 17:10

20 identicon

Og góða ferð til Sverige!!!

Njótið þess að vera með stelpunum! 

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 17:11

21 Smámynd: María Guðmundsdóttir

  GAMAN GAMAN GAMAN bara! skemmtid ykkur ógó vel i Tivolíinu,thad verdur ørugglega bara geggjad gaman.

og bæ the vei,finnst bara frábært hjá ykkur ad halda ykkar striki og eiga eins mørg børn og ykkur langar til.  Thad skín alveg i gegn hér á blogginu hvad thú ert MIKIL mamma Áslaug svo bara hurray fyrir ykkur og hafid thad gott. 

María Guðmundsdóttir, 16.5.2008 kl. 17:15

22 Smámynd: Júlíana

úúú Liseberg. Frábært tívolí. Kom einmitt þangað eftir samveru með unglingahóp sænska SKB fyrir einhverjum árum síðan, ætli þau séu ekki að verða 10 (vááá). Skemmtið ykkur vel og góða ferð.

Júlíana , 16.5.2008 kl. 18:32

23 identicon

Hæ elsku Áslaug!
Það er orðið langt síðan ég hef kíkt inná hjá þér, enda búin að vera á kafi í vinnu.  Ó mæ ó mæ, bara komin bumbubaun á meðan
Hjartanlega til hamingju með litla bumbubúann!  Ég held að fólk sé líka kannski ekki vant því nú til dags að hjón eignist fleiri en 3 börn.  Ég fann þetta þegar ég gekk með mitt fjórða, hvað allir voru hissa og sumir hneykslaðir!
Frábært að heyra af Tívolíferðinni ykkar, ég veit að það verður sko rooosamikið fjör hjá ykkur.  Ég er einmitt að fara að dekstra 2 syni mína og systurson minn á morgun, ferð í fjölskyldu- og húsdýragarðinn, og bústaðarferð með pottaferð og fjöri.
Eigið góða helgi kæra fjölskylda,
Kær kveðja,
Heiða  (systir Hildar Sif)

Heiða (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 19:18

24 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Skemmtið ykkur vel og hafið það gott!  Yndislegt að þið getið farið og notið þess! 

Emma Vilhjálmsdóttir, 16.5.2008 kl. 21:49

25 identicon

Vó...... Mamma þín hlítur að vera í skýjunum:)

Þið hafið skemmtilega sýn á lífið og eruð greinilega mikið barnafólk:)

Ég vona að þið skemmtið ykkur mjög vel í Svíþjóð og mig langar að biðja þig að senda fingurkoss á hana Þóru, þar sem ég veit að hún verður í sömu ferð:)

Kær kveðja

Díana 

Díana (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 21:55

26 identicon

Seint lesið og kvittað. Sverige,nú koma eldhressir Íslendingar og skemmta sér og ykkur vel.......Knús á alla.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 22:28

27 identicon

Ég segji bara góða ferð og gvuð hvað ég er hneiksluð á að fólk sé með það fast á milli tannanna sinna að þið séuð að fjölga ykkur eins og þið eigið ekki fullkomlega skilið að eiga börn, bara því þið eigið í veikindum með eitt barn, jesús minn segji ég bara, veit ekki betur enn konan sé í fullunámi og með fljúgandi háar einkunnir og virðist fullkomlega ráða við börnin sín þrjú, því ekki eitt í viðbót það er misjafnt hvar fólk setur mörkin enn er það ekki fólkið sjálft sem fær að ráða því meina eru þau ekki að fara að ala upp börnin sjálf!! vil líka benda á frábært starf sem krabbameinsfélag barna er með, frændi minn naut mikils stuðnings frá þeim sem barn og er heilbrigður, hraustur ungur tvítugur maður í dag og vil ég meina að félagið hafi mikið haft að segja í bata hans.

Knús á fjölsk. og skemmtið ykkur vel þið eigið það fullkomlega skilið:O)

Elísabet ókunnug (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 23:16

28 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég stal þessari flottu mynd frá Björku Töffara

Og bestu óskir um yndislega góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.5.2008 kl. 23:25

29 identicon

Til hamingju með bumbubúann og einkunnirnar :)  Þú stendur þig ótrúlega vel.Góða skemmtun í útlöndum. Ég var að lesa fleiri færslur og það gladdi mig að sjá að þú hefur ekki áhuga að hnakkaþykktarmælingu og slíku,mér finnst óhugnanlegt hvernig tæknin er orðin og hvaða áhrif hún hefur á viðhorf fólks.Held stundum að ég sé sú eina sem er á móti þessum snemmómskoðunum og hvað þetta heitir nú allt saman... Gangi þér vel.

María (ókunnug) (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 23:57

30 identicon

það er svo blússandi gaman og mikil gleði hjá ykkur - það er svo gaman að sjá hvað þetta gengur allt samn vel hjá ykkur. Allt í rétta átt.  Mér finnst alveg rétt hjá þér að blása á þessar neikvæðu raddir. Mér finnst dásamlegt hjá ykkur að eiga von á öðru barni - innilegar hamingju óskir með þetta allt saman.  Njótið dagsins í Gautaborg

Berglind Elva (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 12:37

31 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ynnilega til hamingju með fjölgunina, yndislegt hja ykkur að fá fleiri börn, aftur til lukku vinan

Kristín Gunnarsdóttir, 17.5.2008 kl. 20:07

32 identicon

Vonandi hafa allir skemmt sér vel í ferðinni, man eftir okkar ferð á sínum tima held að það hafi verið fyrsta ferð sem var farið og var alveg rosalega gaman, þessar ferðir eru nauðsynlegar

Við Mannfólkið getum verið alveg stórfurðulegar stundum , en ég held að fólk ætti að skoða aðeins sjált sig áður en það fer að setja út á hvað maður gerir við sitt eigi , veit ekki kannski er þetta smá öfund hjá því en og aftur til lukku með litla bumbúan

Dagrún (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 20:21

33 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Skemmtið ykkur vel, knús á ykkur

Svanhildur Karlsdóttir, 17.5.2008 kl. 21:22

34 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 18.5.2008 kl. 00:10

35 identicon

Vei vei vei vei...... Fjör stuð og hamingja. Hef heyrt góðar sögur af þessum skemmtigarði, eða allavega eitthverjum garði í Gautaborg hihihi

Til hamingju með bumbubúann ;) Gangi ykkur allt í haginn yndislega fjölskylda ;)

Halla Rós (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 07:00

36 identicon

hæhæ

Ég er búin að fylgjast með ykkur í langan tíma en aldrei skrifað. Ég á 4 stelpur og eina ættleidda stelpu og ég fann nú fyrir þessu sama og þú því stuttu eftir að ég tók litlu stúlkuna mína í fóstur (búin að ættleiða hana núna) þá varð ég ófrísk af minni yngstu stelpu og fólki fannst ég frekar rugluð að gera þetta en þær eru bara æði allar þessar stelpur sem ég á. Svo ég segi bara go Áslaug.

kveðja

ókunn móðir

Ókunn fimm barna móðir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband