20.6.2008 | 19:40
Sýklalyf í æð, ristill, hjartaómun og fleiri rannsóknir
Það er einsog Þuríður mín hafi ekki þolað nóg, hvursu mikið þarf hún að þjást þangað til hann fer að hætta að kvelja hana svona? Það er ekki nóg að hún sé að berjast við þennan krabba kúkalabba en þá þarf hún að fá allt ofan á það, greyjið!
Vikan er búin að vera erfið hjá henni, hún er búin að þjást án þess að við vissum afhverju og að sjálfsögðu hugsar maður það versta og fer að ímynda sér allskonar slæma hluti. En á miðvikudaginn kom í ljós að hún hefur þjást af ristli og þeir sem vita hvað það er og þá er ekkert grín að fá þann sjúkdóm, miklar kvalir og þess vegna hefur maður eiginlega þurft að pakkað henni inní bómul og passað vel uppá hana. Vanalega leggst þetta bara á eldra fólk en Þuríður mín er soddan furðuverk einsog hún segir sjálf þá fær hún allt sem hún líka ekki að fá, aaaaaaaaargghh! Hún var strax sett á sýklalyf og kvelst ekki jafn mikið líka kanski því hún hefur verið líka á miklum verkjastillandi lyfjum til að lina kvalirnar eða fjagra tíma fresti. Hún vaknaði reyndar í morgun sprækur sem lækur og sagði glöð "mamma og pabbi ég er hætt að vera lasin, sárið er farið". Reyndar var sárið ekki farið sem myndast þegar fólk fær ristil, frekar ógeðslegt og hilur líka hálfan hringinn yfir maga og bak en henni leið greinilega vel í morgun allavega betur en síðustu daga sem hafa verið "hell" fyrir hana. Dagurinn í dag er búin að vera betri en síðustu daga sem er bara frábært.
Ég hélt eða allavega vonaðist til að þetta yrði okkar fyrsta sumar sem yrðum laus við innlögn á spítala síðan Þuríður mín veiktist en auðvidað gat það verið of gott til að vera satt. Mhuhu!! Reyndar þarf hún ekki að liggja inni en hún er innskrifuð uppá Barnadeild næstu daga (veit ekki hvurstu marga)en hún er að fá sýklalyf í æð vegna allra þessara veikinda sem hún hefur verið að berjast við síðustu mánuði en fær alltaf að fara heim af þeirri gjöf loknu sem betur fer. Ekki það skemmtilegasta sem maður gerir er að liggja inni á spítala hvað þá yfir sumartíma eða þegar það er svona mikil mannekla uppá spítalan einsog yfir sumartímann. Hjúkkurnar búnar að vinna yfir sig og með bauga niðrá tær, alltof mikið álag á þær á þessum tíma.
Við hittum sem sagt lungasérfræðingin í morgun, hann sendi hetjuna mína í hjartaómun til að ath hvort allt þetta lungavesen á henni væri farið að bögga hjartað en sem betur fer er allt flott þar. Lungun eru reyndar fín núna, kinnholin full af skít, andardrátturinn alltaf jafn þungur og svo lengi mætti telja en öll þessi sýklalyf eru ekkert að vinna sína vinnu þannig núna er hún komin á þau sterkustu sem hún getur fengið og það verður hún að fá í gegnum æð og vonandi munu þau gera eitthvað fyrir hana. Voru teknar nokkrar blóðprufur því það er líka verið að ath ónæmiskerfið hjá henni, gæti verið orðið dáltið bælt?
Hún er með slöngu fasta á sér svo það þurfi ekki að vera stinga hana á hverjum degi sem er ágætt en ég varð vitni af því fyrsta sinn í dag eða í þrjú og hálft ár (síðan hún veiktist) að hún vildi ekki klæðast úr bolnum sínum svo aðrir myndu sjá slönguna hennar. Það var eitthvað sem hún skammaðist sín fyrir, ótrúlega skrýtið að sjá það því hún er ekki vön að vera eitthvað spéhrædd.
Hún hefur samt staðið sig ótrúlega vel síðustu daga, kveinkar sér aðeins þó hún finni kanski mjög mikið til og maður verður að passa sig hvar maður tekur utan um hana vegna ristilsins því það er ótrúlega sárt. Því miður mun hún ekki geta farið á badmintonnámskeiðið sem hún ætlaði á í næstu viku vegna alla þessara veikinda því verr og miður en sem betur fer var ég ekkert búin að vera ræða það alvarlega við hana því annars hefði hún verið svakalega svekkt.
Annars fengu systkinin ótrúlega flotta og fallega gjöf í dag frá okkar uppáhaldi eða við viljum kalla hann stjörnu KR-liðsins í fótbolta Björgólfur Takefusa en stelpurnar fengu sjálfa KR-búningana sem gladdi þeirra litla hjarta ótrúlega mikið og mitt líka ehe því við erum miklir KR-ingar og þær hafa ekki farið úr búningunum síðan þær fengu þá eheh og ætli þær fari nokkuð úr þeim sem ég mun alveg skilja enda ótrúlega flottar. Þar sem það er ekki komið svona lítill búningur á Theodór þá græddi hann KR-buff sem hann var líka ótrúlega sáttur við, fær núna gömlu búninga systra sinna í staðin sem er ekkert verra. Þetta var ómetanleg gjöf sem Björgólfur gaf þeim, veit að afi Hinrik er alveg í skýjunum eheh og segir alltaf þegar þær mæta í svoleiðis fötum "jæja eru þið komin í sparifötin" ehe.
Mín ástkæra systir er að fara gifta sig á morgun sem mig hlakkar mikið til, mikið að gera í dag vegna undirbúnings. Væri alveg til í að fara gifta mig aftur honum Skara mínum, oh mæ væri alveg til í það aftur var svooooo gaman. Spítalinn eldsnemma í fyrramálið í sýklagjöf og svo beint í brullup.
Er núna farin til Elsu minnar að ná í fína kjólinn minn sem hún var að sauma á mig fyrir morgundaginn, endilega kíkið á www.gallerilist.is og sjáið öll fallegu málverkin sem hún hefur verið að mála og þið getið keypt. Tilvalin brúðargj.
Eigið góða helgi, ég vona allavega að hetjan mín mun eiga góða helgi.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
31 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ji hvað þetta er erfitt allt saman. Vona að litla hetjan ykkar nái bata á ný.
Þrátt fyrir að mín fjölskylda hefur verið mikið inná spítala í gegnum tíðina og við kynnst ótal sjúkdómum og veikindum, þá þekki ég ekki þennan ristil sjúkdóm sem þú talar um. Hvað er það eiginlega og er möguleiki á fullum bata aftur?
Ég vona að þessu fari að linna hjá ykkur. Þið eigið það svo skilið og litla hetjan er búin að þurfa að þjást allt of mikið og alltof lengi.
Gangi ykkur vel og góða helgi.
Til hamingju með systur þína!
Emma Vilhjálmsdóttir, 20.6.2008 kl. 20:42
Vona að stúlkan duglega hressist í sumarblíðunni.
Góða skemmtun í brullaupinu - ég gifti mig honum Gulla mínum 21.júní fyrir 17 árum á morgun - þetta er góður dagur giftinga
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.6.2008 kl. 22:14
Hæ elsku fjölskylda - mínar bestu óskir til ykkar
Megi allar vættir vaka yfir ykkur!!!!
Ása (ókunnug)° (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 23:31
ótrúlegt hvad á hana er lagt. Hef séd svona ristil med eigin augum og thetta er sko ekkert grín ad fá. Hún er bara svo dugleg thessi elska ad thad hálfa væri nóg. Vonandi nær hún bata af thessu sem fyrst svo hún geti nú farid ad njóta sumarsins af fullum krafti
Vonandi eigid thig góda helgi og hafid gaman i brúdkaupinu á morgun. kvedja hédan frá dk.
María Guðmundsdóttir, 21.6.2008 kl. 10:41
Elsku fallega hetjan mín,ég skil heldur ekki af hverju þetta er allt lagt á þig,en ég vil trúa að allt hafi sinn tilgang sem kemur einhverntíman seinna í ljos.Vona að guð gefi þér bata sæta hetja og guð blessi þig.Sendi ykkur knús og orkukveðjur
Björk töffari (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 14:39
Æi vonandi hressist hún fljótt og þið getið notið sumarsins saman án vandræða. Kíki nánast daglega en er ekki dugleg að kvitta...
Kveðja Krissa
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 22.6.2008 kl. 00:56
Sendi feikna batakveðjur á yndislegu hetjuna
Kveðja frá Dk
Halla Rós (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 07:09
Elsku fjölsk.Mikid tarf ad ganga í gegnum.Hugsa mikid til ykkar og litlu hetjunnar ykkar hennar Turídar.Finn tad svo vel hvad tú ert mikil kjarnakona kæra Hjördís mín og er ég stolt ad lesa jákvædnina sem skýn úr skrifum tínum
Stórt knús og enntá stærra kram til ykkar frá okkur í Jyderup.
Gudrún Hauksdótttir, 22.6.2008 kl. 09:28
Kæra fjölskylda, ég hef verið að fylgjast með ykkur og langaði til að skilja eftir mig smá spor.
Hún er sterk litla skottan ykkar og vonandi nær hún sér fljótt!
Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 14:03
Ljótt er að heyra að Þuríður skuli hafa fengið ristil. Ömmur mínar báðar fengu þennan óþverra og veit ég því að hann er ekkert lamb að leika sér við.
Vonandi verður sumarið gott hjá ykkur öllum og sérstakar óskir um að Þuríður fari að braggast.
Helga Magnúsdóttir, 22.6.2008 kl. 18:10
Til hamingju með KR búningana,og systir.Áfram Þuríður mín þú ert svo dugleg og sterk.til ykkar og KR.Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 22:02
leiðinlegt að hún þurfti að fá þetta en gott samt að þetta var ekki eitthvað sem ekki var hægt að laga. Mikið vorkenni ég elsku stelpunni og ykkur en þið eruð heppin að eiga hvort annað að og vera svona sterk og traust og samheldin fjölskylda.
lesandi (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 23:56
Kærleiksknús og batakveðjur héðan frá Dk
Hulla Dan, 23.6.2008 kl. 06:15
Innilegar óskir um skjótan bata hjá HETJUNNI ykkar. Þetta er ekki alveg venjulegt hvað á þetta barn er lagt.
Vona að þið fáið gott sumar saman svo að hún Þuríður geti safnað kröftum fyrir komandi baráttu við "krabba kúkalabba".
Kærlig hilsen fra DK, Begga
Begga Kn. í DK (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 08:38
Takk fyrir bloggvináttuna Áslaug mín...
Mikið er heimilislegt að hafa ykkur flottu skvísur á forsíðunni minni, ég þarf þá ekki að fara krókaleiðir að ykkur á hverjum degi...
Vona að þér finnist líka gaman að kíkja við hjá mér
Kv Krissa
Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 23.6.2008 kl. 10:29
Guðrún unnur þórsdóttir, 23.6.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.