Leita í fréttum mbl.is

Safnanir

Mig langar aðeins að tala um þegar það fara afstað safnanir til styrktar einhverjum ákveðnum einstaklingum sem eru að sjálfsögðu frábær framtök hjá þeim sem koma þeim afstað en geta líka verið til leiðindar fyrir þá einstaklinga sem er safnað fyrir. Það hafa verið tónleikar til styrktar okkur fjölskyldunni og golfmót og þessir styrkir hafa án efa komið sér að góðum notum, bæði fyrir okkur að geta lifað og búið til góðar og skemmtilegar minningar fyrir okkur og börnin okkar. 

Ástæðan fyrir því ég er að tala um þetta er vegna hennar Rögnu móðir Ellu Dísar hetju sem er vonandi að fá rétta greiningu á sínum veikindum og frekar sorglegt yfir því að læknarnir okkar greindu hana kanski vitlaust.  Það fór nefnilega afstað söfnun til styrktar hennar því henni langaði að fara til Kína með dóttir sína með vonum að hún fengi bata en svo kemur á daginn að hún er ö-a vitlaust greind þannig hún þarf ekki á þessari ferð á að halda sem eru frábærar fréttir.  Frábært að fólk vildi styrkja þetta góða málefni og ennþá frábærar að hún þarf ekki að fara í þessa ferð en þá þarf alltaf að koma leiðindar lið útí bæ sem lagði inn nokkrar krónur til styrktar henni og dóttir hennar og vilja vita í hvað peningar eigi þá að fara?  Hvað skiptir það máli?  Fólk getur ekki ímyndað sér hvursu erfitt það sé að vera með veikt barn og þurfa hafa áhyggjur af því allan sólarhringinn en ekki leggja fjárhagsáhyggjur líka ofan á það.  Hún er einstæð móðir með tvö börn á framfæri og þetta kerfi okkar er ekki hægt að hrópa húrra fyrir og það er ekkert grín að þurfa að lifa á þessu sem þú færð úr kerfinu hvað þá ef þú ert einstæð.  Nógu erfitt fyrir hjón með ein laun á framfæri, ég er ekki alveg að fatta þessa einstaklinga?

Ég man svo vel eftir því þegar svona söfnun fór afstað fyrir okkur fyrir tæpum tveimur árum og að sjálfsögðu fóru leiðindar einstaklingar að kommenta hjá okkur, senda mér mail og meira að segja svo kallaðir vinir manns og ættingjar að fara skipta sér í hvað við vorum að eyða.  Ef við keyptum okkur eitthvað sem þeim fannst við ekki eiga að geta keypt svo ég fór að ræða þetta við einn góðan einstakling sem styrkti okkur og fannst þetta að sjálfsögðu ofsalega leiðinlegt og einsog þessi einstaklingur sagði "veistu það Áslaug, ástæðan fyrir því að ég styrkti ykkur er vegna þess að mig langar að leyfa ykkur að halda áfram að lifa einsog þið gerðuð áður en Þuríður ykkar veiktist.  Geta leyft þér að fara í strípur, kaupa þér föt, fara í bíó með Skara þínum og svo framvegis" Og þessi orð hafa setið fast í mér síðan þó ég hafi aldrei geta farið þannig eftir þeim og þessu beini ég líka til þeirra einstaklinga sem eru að böggast í henni Rögnu móðir Ellu Dísar.  Hún á að fá að geta hugsað líka um sjálfan sig þó það sé oft á tíðum mjög erfitt en hvar væru börnin án móðir sinnar ef hún gæti ekki aðeins hugsað um sjálfan sig og gert eitthvað fallegt fyrir sig?  Ekki getur hún það með þessum ákveðnum tekjum sem hún fær frá Tryggingastofnun það er eitt er víst. 

Þessi ákveðnir einstaklingar ættu að vera ánægðir að vera ekki í hennar sporum og eiga langveikt barn og vita ekki hver framtíð barnsins verður.  Við höfum allavega lært að taka einn dag í einu en plönum samt hluti langt frammí tímann sem margir þora ekki sem eru veikir eða eiga veik börn, afhverju eigum við að hugsa "gvuuuuð við getum þetta ekki, kanski verður barnið ekki hjá okkur?"  Hey kanski verð ég ekki hérna á morgun þó ég sé ekkert veik.  Ég tel okkur vera mjög dugleg að gera eitthvað fyrir börnin okkar þó ég vilji oft að við séum duglegri að rækta okkur bara tvö en þá er líka bara svo gaman að sjá börnin glöð og hamingjusöm, fáum mikið útur því.  Enda eru held ég allar helgar út sumarið planaðar fyrir okkur fjölskylduna nema kanski laugardagskvöldið nk *hóst* beint til Óskars míns ehe. (ég á nefnilega afmæli þáW00t)  Reyndar búin að lofa krökkunum kaffi um daginn ef einhverjum langar í la Áslaugar veitingarWink engin boðskort send samt ehe.

Til þeirra sem varðar "hættið að böggast yfir einhverju sem eru svo litlir smámunir fyrir ykkur en kanski mjög stórt fyrir einsog móðir Ellu Dísar, hún á nógu erfitt fyrir".  TAKK TAKK!!

Annars er vika (15.júlí) í myndatökur hjá hetjunni minni og ég er orðin nett stressuð, ár síðan hún kláraði síðari geislameðferðina sína og má ekki fara í fleiri og ár síðan æxlið stækkaði síðast og það er frekar erfitt að þurfa bíða svona þó mér finnist ekkert benda til stækkunar.  Það er líka rúm vika í 20 vikna sónarinn minn reyndar verð ég komin rúmar 20 vikur (17.júlí) og mig hlakkar endalaust til þeirra dags þó mér finnist erfiðara að bíða eftir 15.júlí og það kemst nánast ekkert að fyrir þeim degi nema kvíði.  Úúúúffhh!!  Ég er samt farin að finna fullt af hreyfingum og finnst það hrikalega gaman, stelpurnar mínar báðar eru líka orðnar svo spenntar, svo gaman að sjá þegar Þuríður mín sýnir þessu áhuga líka.  Oddný mín passar vel uppá hvað ég geri og spyr svo hvort ég megi gera þetta vegna grindarinnar ehhe og svo má engin leggjast nálægt maganum mínum þá öskrar hún "passa sig á barninu", yndislegust!  Hún er farin að tala við magann minn og hin fylgjast vel með og svo nuddar hún magann minn.  Bara gaman!!

P7052828
Sunddrottningin mín hún Þuríður Arna.

P7052801
Hin tvö að knúsast.

olett
Oddný erla farin að herma eftir mömmu sinni og Þuríður stríkur magann eheh.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Frábær pistill hjá þér, ég lagði ögn inn þarna og mér er svo hjartanlega sama þó það fari ekki nákvæmlega í Kínaferð. Barninu er alls ekki batnað þó loks hafi komið rétt greining, það er langur vegur frá því.

Ég tek þátt í söfnunum og hef áreiðanlega líka lagt inn fyrir ykkur, það gerði ég án skilyrða og hef aldrei spáð í það meira.

Ég les mikið á Barnalandi og hef einmitt séð ýmisleg undarleg komment þar í gegnum tíðina.

Hafðu það gott Áslaug og allir þínir....knús á alla línuna

Ragnheiður , 8.7.2008 kl. 09:38

2 identicon

Flot hjá þér að vekja máls á þessari hlið fjársöfnunar. Ef maður gefur aura til að styrkja fólk á að gera það af heilum hug og þakka fyrir að geta það, ég held líka að flestir geri það,  en víða eru eitruð epli. Því miður.  Eigðu góðan tíma með börnunum þínum  og eiginmanni

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 09:56

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Góður pistill hjá þér,mér finnst svo æðislegt að það sé búið að greina rétt hjá þessari litlu stelpu og þó svo að ekki þurfi að fara með hana í þessa ferð til Kína og að þessir peningar fari í eitthvað annað skítt með það,við eigum öll að gleðjast með þeim að litla Ella Dís er búin að fá rétta greiningu á sínum sjúkdóm...

Kæleiks kveðja til þín og litlu hetjunar þinnar og auðvita til ykkar allar. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 8.7.2008 kl. 09:58

4 identicon

Maður hefði haldið að fólk gefi skilyrðislaust til svona málefna en því miður gera það greinilega ekki allir, eins sorglegt og það er.

Ragga (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 10:28

5 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Góð lesning, Ég get ekki skilið þetta að vera að böggast yfir nokkrum krónum. Held þetta sýni þroskastig þessara einstaklinga sem svona láta, er viss um að ef að þessir aðilar myndu lenda í svipaðri aðstöðu og þú og aðrir aðilar sem hafa þurft að berjast áfram með veika einstaklinga myndu þeir ekki slá hendinni á móti aðstoð.  Mér finnst frábært ef við getum eitthvað hjálpað til við að fólk sem lendir í þessari aðstöðu geti lifað sem eðlilegasta lífi. Þetta eru hræsnarar sem láta svona og eru ekki þess verðir að þeim sé svarað. Gangi ykkur vel, og já mikið vona ég að Ella Dís nái sem bestum bata

Kristberg Snjólfsson, 8.7.2008 kl. 10:28

6 Smámynd: Hanna

Sæl Áslaug.

Þetta er frábær pistill hjá þér og mér finnst að þú ættir að senda hann inn sem grein í Moggann.

Þú ert svo skynsöm og klár og bendir á hliðar sem ekki allir sjá (sumir reyndar vilja ekki sjá allar hliðar).

Mér finnst að orðunefnd ætti að veita þér Fálkaorðuna.

Vonandi kemur allt gott úr myndatökunni hjá Þuríði og sónarnum hjá þér :)

Kveðja frá Hænunni.

Hanna, 8.7.2008 kl. 10:30

7 identicon

Frábær pistill hjá þér Áslaug eins og endra nær,alveg ótrúlegt hvað fólk getur verið að velta sér uppúr hjá öðrum og gleymir alltaf að líta  sjálfum sér nær þó ekki væri bara nema að byrja að þakka fyrir að eiga heil börn og þurfa ekki að vera í þeim sporum sem þær mæðgur eru í,en yndislegt að læknar fundu hvað var að Ellu litlu áður en farið var á stað til Kína,og það er örugglega langt og stangt  ferðalag eftir hjá þeim þó peningarnir hafi ekki farið í þá ferð.En tilhvers gefur fólk? ég gef til að gleðja en ekki með einhverjum skilyrðum.En vona að allt komi gott út úr myndtöku hjá Þuríði og að buban þín dafni vel

kveðja Ellen  

EP (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 10:33

8 identicon

Veistu Áslaug að ég held einmitt að það fólk sem heyrist hæst í með svona tuð sé fólkið sem ekki leggur inn. Annars fetti ég ekki fingur út í hvað peningar fara þegar ég hef verið aflögufær um einhverja aura. Það sem mér finnst skipta meira máli er að fólkið hafi góða að og get ekki ímyndað mér að þið t.d. og aðrir sem hafa fengið peningagjafir sitji yfir heimabankanum sínum með græðgisglott og sjái sig í anda synda í öllum gróðanum.

Mér finnst frábært að lesa hvað Þuríði hefur almennt liðið vel undanfarið og mun alltaf hugsa vel til ykkar minnst einu sinni á dag og senda ykkur góða strauma. Haldi ykkur áfram að ganga vel og ég hlakka til að frétta kynið úr sónarnum ;)

*knús* 

Súsanna (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:15

9 identicon

Hæ Áslaug mín...þetta var þarfur pistill hjá þér og í fyrsta lagi er í raun skelfilegt að fólk sem er að berjast við veikindi,eða með langveik börn þurfi yfir höfuð að setja af stað söfnun til þess kannski að geta öðlast betra líf.mér finnst að í okkar þjóðfélagi eigi enginn að þurfa að standa í því samfara veikindum.En engu að síður þá á Ella Dís mjög langt í land eins og við heyrðum í fréttum og löng barátta fyrir hendi þannig að móðir hennar þarf svo sannarlega á öllum þeim stuðningi að halda sem hún getur fengið.Fólk sem agnúast út í svona málefni á bara virkilega bágt og ætti að leita sér hjálpar við því.En að öðru þá er ég svo glöð í hjartanu mínu að hetjan mín skuli vera að hressast og ég sendi henni knús og koss og kærleik í hjarta...Love  ps.Skari gerir pottþétt eitthvað fyrir ástina sína á afmælinu..knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:47

10 identicon

Flott ræða hjá þér, sumum veitir bara ekkert af að það sé lesið yfir þeim reglulega. Þegar ég styrki góð málefni þá er það vegna þess að ég er aflögufær og langar að láta gott af mér leiða. Ekkert flókið með það. Mér kemur ekkert annað við og hinum ekki heldur. Ég yrði alveg gaga ef einhver færi að skipta sér af hvað ég geri við mína peninga.

Alveg er ég viss um að krílið opinberi kyn sitt í sónarnum  Bara af því þið ætlið ekkert að fá að vita heheheheh

Gangi ykkur vel og ekki kvíða myndatökunni, við vitum að það er engin ástæða til

Sigga Gulludóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:47

11 identicon

Já ég er alveg sammála þér í þessum efnum. það er eins og sumir haldi að fólk sem fær styrki (peninga gjafir) hafi dottið í lukkupottinn, sem er alls ekki, það er ástæða fyrir að fólk er að gefa pening í svona gott málefni. og ég held að það sé líka rétt það sem ein sagði hér að þeir sem eru að spá í þessu eru einmitt fólk sem eru ekki að styrkja.

Gangi ykkur vel

Valla (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 11:50

12 identicon

Ég er sammála þér....ég hef styrkt svona söfnun og það var til þess að auðvelda fólkinu lífið að einhverju leiti og oft það að foreldrar langveikra barna geta gert eitthvað fyrir sjálft sig er það betra því að þá er það betur í stakk búið að hugsa um barnið.

Karólína (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 12:00

13 identicon

Sæl.

Mikið er ég sammála þér sko...... fáránlegt að haga sér svona eða segja svona. Þetta er eins og ég gæfi þér úlpu í jólagjöf og þú mættir ekki nota hana nema eins og ég segði. Ef ég gef einhverjum eitthvað þá hlýt ég að vera búinn að sleppa af því hendinni svo að sá sem er þiggjandinn getur gert það sem hann vill við hlutinn eða peninginn.Ef ég get ekki sleppt hendinni af gjöfinni þá á ég ekki að gefa hana. Ekki satt??

Æji veistu maður er svo skrítin að ég þekki ykkur ekki neitt en ég kíki hér inn nánast á hverjum degi. Þið eruð ekki í mínum bænum því að ég fer ekki með bænir  En ég hugsa til ykkar daglega og óska ykkur alls hins besta. Og þakka þér fyrir að leyfa okkur utanaðkomandi að sjá þessi fallegu börn á þessum flottu myndum  Þú ert náttlega bara frábær kona,mamma og bloggari. Þú gefur mér oft auka styrk (þó við þekkjumst ekkert) til að sjá hvað lífið er yndislegt þó að það sé vissulega erfitt líka

Gangi ykkur vel 15 og 17.

Kv Begga

Begga (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 12:02

14 identicon

Þó fólk vilji vita í hvað peningarnar fara hjá Ellu Dís, þá er það ekki það sama og að fólk sé eitthvað ósátt. EKki búa eitthvað til um fólk, það er kannski bara forvitið og vill vita hvað tekur við. Það er ljótt að alhæfa svona.

Harpa (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 12:32

15 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Frábær færsla.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 12:34

16 identicon

Sæl Áslaug

 Hjartanlega sammála þér með mömmu hennar Ellu Dísar, hreint frábærar fréttir og ég vona að hún geti átt ánægjulegar stundir með börnunum sínum tveimur.  Þeir sem eru að velta hinu fyrir sé hafa ekkert að gera og sem betur fer hafa þeir greinilega ekki lengt í erfiðleikum sem fylgir því að eiga langveikt barn. 

Benný (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 12:57

17 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Flott að þú vekur máls á þessu Áslaug...fólk sem vill styrkja samferðamenn í erfiðleikum gefur skilyrðislaust...og er ekki að velta sér uppúr því í hvað krónur og aurar fara....

Það eru alltaf einhverjar óánægjuraddir hér og þar...en maður á ekki að láta þær trufla sig...þetta eru bara raddir sem hafa ekkert þarfara við tímann að gera og myndu hvort sem er tuða....

Haltu áfram að trúa á það góða og jákvæða og njóttu hvers dags fyrir sig....án þess að velta þér upp úr morgundeginum....

MUNDU:" Dagurinn í dag er morgundagurinn sem þú kveiðst fyrir í gær..."

Bergljót Hreinsdóttir, 8.7.2008 kl. 13:33

18 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ babí ég myndi sko mæta í a´la áslaug ef að ég væri á landinu dúllan mín....

knús og koss.....

Þórunn Eva , 8.7.2008 kl. 14:11

19 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er mjög þörf umræða. Ekki hefði mig órað fyrir að fólk sem gefur peninga skuli vera svona smásmugulegt og heimta sundurgreiningu á því í hvað hver króna fer. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt fyrir veiku börnin og fjölskyldur þeirra að geta lifað sem eðlilegustu lífi og það er til háborinnar skammar að það þurfi að safna fyrir því vegna þess að það opinbera á vitanlega að sjá til þess. Djöfull getur fólk verið ómerkilegt.

Helga Magnúsdóttir, 8.7.2008 kl. 14:39

20 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thetta finnst mér ósmekklegt i hæsta máta. thad á ekki ad fylgja peningagjøfum tilmæli um hvad má eyda thvi i .annad hvort er madur ad gefa af kærleik og er slétt sama i hvad er eytt, eda madur á ad sleppa thvi.

Ædislegar myndir,flottur pistill og knus og krammar til ykkar

María Guðmundsdóttir, 8.7.2008 kl. 15:00

21 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

það er sko alveg á hreinu að þessi fjölskilda hefur alveg örugglega nóg við þessa peninga að gera og gott mál að litla dúllan þarf ekki að fara til kína það er þá kanski hægt að nota þessa peninga til að létta þeim aðeins lundina.

Eyrún Gísladóttir, 8.7.2008 kl. 15:57

22 identicon

Mér finnst bara ekkert að því að fólk vilji vita það...Við erum ekki að tala um hverja einustu krónu, en fólk vill kannski vita hvað það er að styrkja, og gleðjast yfir því. Hvort sem það er ferð til útlanda í meðferð, eða ferð fyrir fjölkylduna til Tenerife. Ég bara skil vel að fólk sé forvitið.

Harpa (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 15:57

23 identicon

Mér finnst hallærislegt þegar fólk lætur svona.  Annað hvort tímir fólk að gefa í ákveðna söfnun og gerir það. Eða það tímir því ekki og þá á fólk bara að sleppa því! Ekki gefa eitthvað og sjá svo eftir hverri einustu krónu ef það heldur að viðkomandi sé að eyða peningunum í eitthvað annað en gefandinn hélt að þeim yrði eytt í.

Mín hugsun þegar ég gef í svona safnanir er einmitt sú að mér líður vel með að geta létt eitthvað undir hjá fjölskyldunni, svo þeim líði ef til vill eitthvað betur.  Það er síðan alfarið þeirra mál að forgangsraða í það sem lætur þeim líða best.  Mér kemur ekki við hvað það er.  Er bara ánægð að geta hjálpað.

Fólk ætti oft að hugsa sig tvisvar um áður en það tjáir sig um svona safnanir. Þó ekki væri nema REYNA að setja sjálfa/n sig í spor fjölskyldunnar sem um ræðir.

Oddný Sigurbergs (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 16:07

24 Smámynd: Helga Linnet

Þetta var góður og þarfur pistill hjá þér Áslaug. Það þekkir það enginn nema sá sem hefur lent í svona erfiðleikum, hvað það er í raun erfitt og hvað fjárhagsáhyggjur gera lífið ekki auðveldara.

Ég hef aðeins fylgst með máli Ellu Dísar og dáist að staðfestu móðurinnar og hvað hún er dugleg. Eins hvað þið eruð dugleg líka.

Eitt sinn var ég í þessum nákvæmlega sömu sporum og oft fékk ég að heyra hvað ég var dugleg, mér fannst ég ekkert duglegri en aðrir því fyrir mér var þetta verkefni sem ég þurfti að takast á hvort sem mér líkaði betur eða verr.

Í dag höfum við það alveg ágætt. Ég get ekki sagt að það sé allt búið en það er ekkert miðað við hér í "denn". Ég horfi til baka og sé að á þessum tíma var ég mjög dugleg, ég hélt höfðinu uppúr vatninu allan tímann án þess að kvarta. Það er það sama og þú ert að gera, heldur höfðinu uppi fyrir börnin þín í fyrsta lagi.

Eftir X ár þegar þú horfir til baka, þá sérðu hvað þú hefur verið dugleg og hverju þú hefur áorkað á þessum erfiða tíma sem þið gangið í gegnum núna og væntanlega eitthvað áfram. Í dag er þetta verkefni sem þarf að leysa eins vel og unnt er.

Helga Linnet, 8.7.2008 kl. 16:34

25 identicon

Alveg ótrúlegt að fólk skuli hafa gaman af því að velta sér upp úr annarra óhamingju með þessu, það sannast oft að því sem maður segir eða gerir fær maður til baka, svo guð hjálpi þessum sem sjá eftir einhverjum krónum.  Æðislegt að heyra með litlu Ellu Dís, Guð heyrir okkar bænir, við skulum trúa því og treysta.  Gangi þér og þínum sem allra best.

Sæunn (ókunn) (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 17:51

26 identicon

Mikið svakalega er ég sammála þér, og einsog ein bendir á hér að ofan, þá held ég einmitt að það sé fólk sem EKKI styrkir svona safnanir sem tuðar mest.  Það er bara stórkostlegt að hún þurfi líklegast ekki að fara til Kína og eigi von á bata litla stelpan. Líka sammála þeim sem benti á að þú ættir að senda inn þennan pistil á Mbl.

Gangi ykkur svo vel með allt ykkar. 

Jóhanna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 18:24

27 identicon

Takk fyrir að deila með okkur myndum af yndislegu smáfólki. Takk fyrir góðan pistil og góðar fréttir af Ellu litlu Dís, það að hún þurfi  ekki að fara til Kína og eigi jafnvel von um bata er Guði þakkarvert. Baráttukveðjur og bænir til allra sem þurfa að horfa upp á veikindi barna sinna..

Kristín (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:04

28 identicon

Öfund, illmælgi og rógur eru leiðinda vinnuhjú og koma sér reyndar verst fyrir þá einstaklinga sem senda frá sér skeyti í þeirra nafni. Það fólk sem eru með hjú þessi í sinni þjónustu eru oftar en ekki fremur vansælt og heldur sífellt að allir aðrir hafi það svo miklu betra en það sjálft. Mér finnst afar lítilmannlegt að öfunda annað fólk og skammast mín þegar ég dett í þann pytt sem kemur vissulega fyrir.

Mikið verður gott þegar myndatakan hjá Þuríði  verður afstaðin. Bið Guð um góðar niðurstöður. Svo verður auðvitað frábært að fá fréttir af bumbubúanum. Myndirnar af systkinunum eru flottar. Guðsblessun til ykkar allra

fridabjarna (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 01:58

29 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Öfund, illmælgi og rógur eru leiðinda vinnuhjú og koma sér reyndar verst fyrir þá einstaklinga sem senda frá sér skeyti í þeirra nafni. Það fólk sem eru með hjú þessi í sinni þjónustu eru oftar en ekki fremur vansælt og heldur sífellt að allir aðrir hafi það svo miklu betra en það sjálft. Mér finnst afar lítilmannlegt að öfunda annað fólk og skammast mín þegar ég dett í þann pytt sem kemur vissulega fyrir.

Mikið verður gott þegar myndatakan hjá Þuríði  verður afstaðin. Bið Guð um góðar niðurstöður. Svo verður auðvitað frábært að fá fréttir af bumbubúanum. Myndirnar af systkinunum eru flottar. Guðsblessun til ykkar allra

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.7.2008 kl. 01:59

30 identicon

Ég verð nú að segja það að ég er Guðs lifandi fegin að heyra að litla stúlkan er vonandi ekki eins alvarlega veik eins greint var í fyrstu.  Það var mín fyrsta hugsun eftir að hafa lesið þessa frétt.  Ég vona að þær mæðgur fá notið samvista lengi.  Megi fégráðugir einstaklingar hugsa sinn gang og forgangsraða gildi lífsins upp á nýtt og velta betur fyrir sér hversu öfundverð staða það er að vera með veikt barn. 

Gangi ykkur vel með litlu stúlkuna ykkar og megi góðir vættir vaka yfir ykkur. 

ókunnug (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 02:46

31 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það kemur stundum fyrir að ég verð svolítið stolt af sjálfri mér. Og alveg undantekningarlaust þegar ég hef gefið einhverja söfnun af þessu tagi. Auðvitað væri best ef lítil börn yrðu aldrei veik. En þau verða það stundum og þá verð ég alltaf dálítið stolt þegar ég fæ tækifæri til að leggja mitt af mörkum þó að lítið sé.

Harpa hér að ofan talar um að fólk vilji fá að frétta af því hvað gert er við peningana. Er það eitthvað sjálfsagt? Það er alveg pottþétt mál að fyrr eða síðar verður viðtal við móður Ellu Dísar í Vikunni eða Séð og heyrt og þá mun hún gefa allar þessar upplýsingar. Vill fólk ekki bara fá að frétta af heilsufari Ellu Dísar? Hún vill vita hvort farið er til Tenerife til dæmis, stundum eru slíkar ferðir einmitt það nauðsynlegasta og ef þessi Kínasöfnun hefur gefið nóg af sér til að þær mæðgur geti slakað á í sólinni, þá er það einfaldlega alveg frábært. Peningarnir fara ábyggilega í það sem mest þörf er á og ég treysti þessari móður fyllilega til að finna út úr því, hún er jú sérfræðingurinn í dóttur sinni eins og mæður veikra barna eru yfirleitt.

Ég er allavega þakklát fyrir að vera ekki í hennar sporum og gleðst yfir því að geta lagt eitthvert lítilræði af mörkum, ég vildi bara að það væri miklu meira. 

Margrét Birna Auðunsdóttir, 9.7.2008 kl. 18:53

32 identicon

HÆHÆ

svo innilega sammála ef fólk ákveður að gefa þá á það að gefa án kvaða.

Kristín (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 23:09

33 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.  Fyrir það fyrsta vil ég klappa þér lof í lófa fyrir pistilinn þinn varðandi forvitni fólks í hvað peningarnir fara, nú þeir fara í það sem fólk styrkti!!Í barnið, þetta fer allt í barnið og til að létta aðeins undir lífinu hjá blessuðu barninu

Íslenskar mæður hafa það meðfætt að setja börnin í algjöran forgang og eyða allri sinni ást og orku og peningum í þau - Þær munu fyrst og fremst nyta þessa styrki fyrir barnið og síðan kannski í sjálfa sig því ef mamma gefst upp þá hrynur spilaborgin, þetta á ekki að vera niðrandi fyrir karlmenn en í flestum tilfellum er það þannig að ef mamma er veik þá er allt ómögulegt og ýmislegt fer úr skorðum

Og svo annað ég er sko alls ekki hissa að fjórða barnið er á leiðinni þið eigi svo óóóskaplega falleg börn :)

Áslaug ef þér finnst þetta eitthvað óþægilegt kipptu þessu þá bara út.   Vona að allt gangi vel framundan.   og til hamingju með afmælið á laugardaginn

hm (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband