Leita í fréttum mbl.is

"Er hún fötluð?"

Þá er spurninga-flóðið byrjað hjá krökkunum sem eru með Þuríði minni í bekk eða umgangast hana mikið í skólanum, reyndar hafa þau ekkert spurt mig en spurja aðilana sem annast hana.  Fyrstu spurningarnar eru þannig "Er hún fötluð?", "afhverju er hún í skóla?", "afhverju fær hún að vera með ipod?".  Jamm Þuríður mín fær að hafa ipodinn sinn með sér í skólann en það er eitt af því fáa sem fær hana til að slaka almennilega á, hlusta á tónlist er það eitt af því besta sem hún gerir og mikil slökun fyrir hana.  Þannig eftir matinn í dag lagðist hún fyrir og slakaði á með ipodinn sinn.  Oft og mörgum sinnum biður hún okkur um þetta hérna heima eða þegar við erum að keyra eitthvert sem er bara besta mál.  Hún var meir að segja að kenna stuðningsaðila sínum á ipodinn sinn í dag ehe, yndislegust. 

Mér líst orðið svakalega vel á liðið sem mun annast Þuríði mína í skólanum einsog ég var kvíðin en ég held að ég þurfi engu að kvíða lengur.  Einsog ég hef oft sagt þá höfum við verið ofsalega heppin í kringum veikindin hennar Þuríðar minnar þá hefur BARA raðast gott fólk í kringum okkur, bæði sem hefur þurft að annast hana eða aðstoðað okkur fjölskylduna.  Ótrúlega heppin!  Þó ég hefði að sjálfsögðu viljað sleppa að kynnast öllu þessu góða fólki og átt heilbrigt barn í staðin en þá er lífið ekki svo einfalt, því verr og miður. Hún er líka algjörlega búin á því eftir daginn þó svo hann sé styttri en hennar leikskólatími var en ég finn samt hvað hún sé glöð að vera komin í skólann og ánægð með þetta allt saman og þá verð ég líka hamingjusöm.

Á fimmtudaginn förum við að hitta lækna-teamið okkar og þá fáum við að vita hvernig lyfjamálum hennar verður háttað næstu mánuði.  En núna verður tekin sú "áhætta" að minnka flogalyfin hennar sem við erum að sjálfsögðu sátt við (annars yrði það ekki gert) en mikið er ég samt kvíðin fyrir því, svoooo mikil hætta á því að hún fer að krampa aftur.  Ég veit að það færi helmingi verra í mig í dag ef hún færi að krampa aftur en fyrir einu og hálfi ári, yrði bara verst í heimi einsog ef æxlið færi að stækka aftur.  Aaaarghhh!!

Annars er ég nýbúin í mæðraskoðun, gekk bara vel.  Ljósan mín gaf mér nálastungur vegna grindarinnar sem ég er gjörsamlega deyja úr verkjum í, ansans grind!  Bumban mín er víst stærri en meðgöngutíminn minn segir ehe (hefur aldrei gerst áður þó svo að allir finnist ég alltaf með svo stóra bumbu), vonandi þá bara að ég muni eiga aðeins fyrr en venjulega en ég er vön að ganga tvær vikur framyfir sem ég vona svo heitt og innilega að það gerist ekki í des og ég mun eiga viku fyrir jól.  Ekki það versta sem gæti skeð en væri samt betra að eiga á tíma eða kanski tveim vikum fyrrWink.  Er eitthvað svo hrikalega þreytt þessa dagana, gæti sofið endalaust ætli það sé ekki vegna þess að Þuríði minni líður sæmilega og maður getur hugsað um eitthvað annað?

P8254594
Fallegasti litli mömmupungurinn minn og mesti gaur ever, hann Theodór Ingi minn eða "Ingi aumingi" einsog hann segir sjálfur ehe.  En hann er mikið búinn að vera hlusta á lag sem heitir "Ingi aumingi" með hljómsveitinni Abbabbabb og finnst það geðveikt kúl lag og syngur hástöfum og það fyndna við það að það má engin syngja það með honum nema pabbi hans ehe.

Hetjan mín sofnaði á meðan ég var skrifa þetta, alveg búin á því eftir daginn en hin tvö eru sko í góðum fíling og sofna sko ekki nærri því strax.

-Hamingjan í lífi mínu veltur á gæðum hugsanna minna-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús og Kvitt.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 22:52

2 identicon

Til hamingju með skólann hjá dóttur þinni ;) Sonur þinn bara brandarakarl hehehe......  Já og vonandi færðu bót á grindarmálunum með nálunum.  Farið vel með ykkur.

kv Guðrún 

Guðrún (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 00:50

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er frábært að aðstoðarfólkið hennar Þuríðar í skólanum sé vel valið. Hún á eftir að gera það gott þar sú stutta. Þetta með grindina þína og verkina þá vil ég segja þér frá því að kunningja kona mín sem er með vefjagigt, fór að nota vörur frá Hörbalife og hún er mikið verkjaminni en hún hefur verið undanfarin ár. Það sakar ekki að spyrjast fyrir. Kveðja

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.8.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 27.8.2008 kl. 06:26

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já thad er svo mikilvægt ad vera ánægdur med fólkid sem hugsar um hana í skólanum. Frábært ad hún er svona ánægd og allt litur vel út med skólagønguna.

hafid thad sem best kæra fjølskylda

María Guðmundsdóttir, 27.8.2008 kl. 07:00

6 identicon

frábært að skvísan er komin í skólann.  það eru stór skref fyrir alla 6 ára.  Maður gleymir seint þessum dögum þegar ungarnir lögðu af stað með skólatöskuna á bakinu í fyrsta skiptið.  Úff hvað maður verður sjálfur gamall við þá staðreynd.  gangi ykkur rosalega vel. 

þóra páls (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:17

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Megi stelpunni þinni vegna vel í skólanum !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.8.2008 kl. 08:46

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á ykkur elsku fjölskylda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.8.2008 kl. 14:04

9 identicon

Hæ elsku fjölskylda.

Ákvað að drífa mig í að kíkja hér inn og fá fréttir eftir smsin í gær. Frábært að sjá myndir af þeim, svo sæt og kát og glöð. Æðislegt hvað skólakrakkarnir eru spenntir og montnir með þessa fyrstu daga í skólanum, Vonandi heldur það bara áfram:) Gangi ykkur vel hjá læknunum í dag. Hugsa til ykkar og bið fyrir ykkur. Knús og kossar Kristín Amelía.

Kristín Amelía, Eiríkur, Bergur, Arnar og Hanna (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband