Leita í fréttum mbl.is

Foreldragreiðslur og réttur okkar

Það var mikið stórt skref frammá við þegar svokölluðu foreldragreiðslur tóku gildi fyrir ALLA foreldra en ekki bara þá sem eignuðustu langveik börn fyrir einhverja ákveðna dagssetningu einsog það var.  Þá vorum við ekki í þeim hópi, vorum svo „óheppin“ að Þuríður okkar veiktist of snemma en jú við erum í þessum hópi núna og ég er búin að fá þessar greiðslur frá 1.feb’08 sem gilda til 1.jan’09.  Þeir samþykkja ekki þessar greiðslur nema lengst ári frammí tímann sem er kanski alltílagi nema hvað það er ótrúlega erfitt að vera alltaf að sækja um hitt og þetta þegar maður er í strangri baráttu og þá á maður helst ekki að þurfa hugsa  um neitt annað en langveika barnið sitt.

 

Bætur mínar lækkuðu um 30% 1.júlí sem ég hef ekki ennþá komist að afhverju?  Enda er hrikalega erfitt að ná í þessa „háttsettu“ einstaklinga niðrí TR oft hefur maður ekki getu né orku í að reyna hanga í símanum hálfan sólarhringinn til að fá svör við ýmsu sem þeim finnst kanski smámunir en er stórmál hjá okkur foreldrunum enda var það mikið hjá okkur að „tekjur“ okkar lækkuðu um 30%, hafa margir efni á því í dag?

 

Núna er ég strax komin með í magann því ég veit ekki hvort þeir muni framlengja þessar foreldragreiðslur til mín um áramótin(ímyndið ykkur ef þið vissuð að þið mynduð kanski missa allar ykkar tekjur um áramótin), hvernig eigum við þá að lifa? (Stundum líður mér nefnilega þannig að þeir haldi að Þuríður mín sé búin að ná bata sem er laaaaaangt í frá.) Jú ég á þá rétt á að fara í fæðingarorlof en það gerir líka bara 80% af þeim greiðslum (sem gerist að sjálfsögðu hjá öllum sem fara í fæðingarorlof en flestir foreldrar hafa nú hærri laun en þetta) sem er kúkur og kanill því þá myndu líka mínar greiðslur lækka enn meira og það ekki á löngum tíma.  Þar að segja ef þeir samþykkja að ég fái 80% af þeim greiðslum, jú Jóhanna Sigurðar sagði við mig að það ætti að vera svoleiðis en ég hef verið á fullu að reyna ná sambandi við þá hjá Vinnumálastofnun en ENGIN getur svarað mér þessu, einsog þeir viti ekki hverju þeir eigi að svara.  Þó Jóhanna hafi sagt þetta við mig þá þarf ekki að vera að þeir samþykki þetta, þetta kerfi er nefnilega ótrúlega asnalegt.  Þið getið ekki ímyndað ykkur.

 

Þar sem ég er ólétt og er að deyja í grindinni þyrfti ég að fara til sjúkraþjálfara en það er víst ekki í boði.  Það er t.d. ógeðslega dýrt fyrir einstakling sem getur ekki borgað í stéttarfélag að fara í eitthvað svoleiðis og fá engar niðurgreiðslur.  Ég hef ekki þann möguleika að borga í stéttarfélag og safna mér inn einhverjum réttum því það er ekki vinnuveitandi að borga mér „laun“.  Ég er að sjálfsögðu búin að kanna þetta og ég get heldur ekki borgað í lífeyrissjóð því það yrði svo hrikalega dýrt fyrir mig sem ég er líka búin að kanna.  Þyrfti að borga svo mikið í skatt þegar mig langaði að byrja borga í lífeyrissjóðinn og þegar ég ætlaði svo að taka það út þegar af því kæmi þyrfti ég að borga ennþá meiri skatt af þeirri upphæð þannig þeir í sjóðnum mæla ekki með því að ég geri þetta.  Þeir segja þó sannleikann.

 

Ótrúlega ósanngjarnt fyrir fólk í minni stöðu.  Ég hef t.d. ekki getað borgað í þessa sjóði í mörg ár fyrirutan öll fæðingarorlofin mín sem hafa verið ansi mörg eheh og þá á móti get ég enganveginn eignast neina rétti.

 

Svo var annað, afhverju fá öryrkjar meiri bætur en við foreldrarnir sem eru í svipaðri stöðu og þeir og geta ekki unnið útí?  Ég er alls ekki að gera lítið úr öryrkjum en ég sem bráðum fjagra barna móðir fæ miklu lægri tekjur en öryrki sem ég skil ekki.  Við hvorug getum unnið úti en vonandi einn daginn mun ég geta það en það er þetta sem ég skil ekki?

 

Með þessari færslu er ég ekki að biðja fólk að vorkenna mér, ég er bara að sýna ykkur hvernig þetta er hjá foreldrum í sömu stöðu og ég.  Ég veit líka að fólk fær vanalega 80% af sínum launum þegar það fer í fæðingarorlof en þessar greiðslur sem ég fæ með hetjunni minni ná ö-a ekki því sem foreldrar fá í „laun“ þegar það er búið að taka þessi 20% af.

Takk fyrir mig í dag, er alveg að fara ná í hetjuna mína í skólann og svo ætlum við að fara skrá hana á eitt stk námskeið sem hún verður ofsalega glöð með.  Og svo styttist óðum í að skólinn minn byrjar, skemmtilegra að geta lært þegar ég ligg uppí rúmi heldur en að "bora bara í nefið" en hann byrjar 12.sept og ég er mjög spennt og líka dáltið kvíðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hver skilur þetta undarlega flókna kerfi ?

Það er um að gera að segja frá þessu, við hin sem aldrei höfum verið í þessum sporum höfum nefnilega ekki hugmynd um hvernig þetta virkar. Við þurfum að vita það.

Ragnheiður , 2.9.2008 kl. 12:41

2 identicon

Já við þurfum að vita þetta og kerfið er ósanngjarnt og illa sett fram fyrir fjölskydur sem eru í ykkar stöðu.  Mæli með því að þú komir þessu alla leið í blöðin, þú ert vel upplýst, setur fram texta á skiljanlegan hátt og svona upplýsingar eiga heima inn á hverju heimili. 

Farðu vel með þig vina mín

með kærleik yfir landið og miðin 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 12:53

3 identicon

Sæl Áslaug, mikið er þetta flókið kerfi, þetta hlýtur að vera full vinna að reyna að skilja þetta og fá það útrúr kerfinu sem maður á rétt á.

Haltu baráttunni áfram og endilega farðu með þetta lengra, um að gera að vekja athygli á þessu. Maður spáir nefnielga ekki í þessa hluti nema maður nauðsynlega þurfi.

Bestu kveðjur til ykkar

3 barna einstök mamma (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 13:34

4 Smámynd: Elsa Nielsen

Þú ert duglegust ;)

KNÚÚS

Elsa Nielsen, 2.9.2008 kl. 14:10

5 Smámynd: Anita Björk Gunnarsdóttir

já kerfið er í rugli

takk æðislega fyrir að vilja vera bloggvinkona mín

kær kv

Anita Björk Gunnarsdóttir, 2.9.2008 kl. 14:22

6 Smámynd: Þórunn Eva

hæhæ fallegust.... ég var í sundi í gær þegar að þú sendir mér.... ;) en hey nú stend ég frammi fyrir því um áramótin að ég fáai ekki neitt frá TR það litla sem við höfum verið að fá..... og er ég strax komin með hnút í magan yfir þessu öllllluuuuuuuu ;( en svona er þetta bara og verðum við að kyngja því.......

knús og koss á þig og þína... LOVE úr grindavíkinni....

Þórunn Eva , 2.9.2008 kl. 14:54

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú og allt fólk í þinni stöðu þyrfti að vera með þjónustufulltrúa sem sér alfarið  um mál hvers og eins. Það er býsna flókið fyrir fólk að koma að öllum þeim veggjum sem gerðir eru til að koma í veg fyrir að fólk geti "svindlað" á kerfinu. Þegar veikindi koma upp, þá gerist það yfirleitt mjög skyndilega og þá er ekki tími né orka í einhverja kerfisvinnu.

Kerfið er fyrir fólkið, en ekki fólkið fyrir kerfið. Svo einfalt er það. Ég skil ekki alveg þetta sem þér hefur verið sagt hjá lífeyrissjóðnum. Þegar greitt er í lífeyrissjóð er ekki greiddur skattur af þeirri upphæð og lækkar afdregin staðgreiðsla sem því nemur. Þegar þú færð svo greitt úr lífeyrissjóðnum er greiddur skattur af því. Það er ekki lengur um að ræða tvísköttun eins og var. Láttu svo endilega draga af þér í stéttarfélag. Þig munar ekkert um það við hverja útborgun, en þig munar um það þegar þú þarft þjónustuna frá félaginu þínu.

Ertu búin að hringja í Fæðingarorlofssjóðinn á Hvammstanga, mér findist skrítið ef þú fengir ekki svör þar við þínum spurningum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.9.2008 kl. 16:29

8 identicon

sæl Áslaug ég hef verið á samskonar bótum og þú ert á ég gat fengið að borga af þeim í stettarfélag það er val ...

lilja (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:02

9 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Ég er búin að hringja í mitt fyrrverandi stéttarfélag og það er ekki val fyrir mig að  borga í það, það er bara ekki í boði því þetta eru svokallaðar foreldrargreiðslur.  Og ég er búin að reyna ná sambandi við þá í Hvammstanga og fæ heldur engin svör, vita ö-a ekki hverju þeir eiga að svara.  Ég hafði sjálf samband við Lífeyrissjóðinn og fyrst að þetta eru ekki laun þá þyrfti ég að borga í hann beint frá mér og þá er það mjög dýrt fyrir mig og maðurinn sagði að það borgaði sig ekki.

Ég er einsog ég sagði, búin að kanna þetta allt saman.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 2.9.2008 kl. 20:41

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Angel GlitterInnlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.9.2008 kl. 20:49

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er hreinasta hörmung hvernig farið er með fólk sem á í erfiðleikum í þessu þjóðfélagi. Ef þú og börnin þín eruð ekki hraust þannig að þú getir unnið getið þið bara átt ykkur, virðast vera skilaboðin í þessum málum.

Helga Magnúsdóttir, 2.9.2008 kl. 21:03

12 identicon

Skák og mát er ég.En láttu ekki máta þig.Allir þurfa á þér að halda.Afram KR.Kveðja  

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 21:07

13 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Ójá... Blessaðir TR menn og konur... ég er búin að missa mig yfir þeim nokkrumsinnum á blogginu mínu... þetta kerfi er rotið inn að beini og er löngu kominn tími fyrir stjórmvöld til að taka það og endurskoða frá grunni...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 3.9.2008 kl. 01:42

14 identicon

Hæ Áslaug, langaði að benda þér á (í sambandi við sjúkraþjálfunina) að ef þú færð tilvísun hjá lækni færð þú ákveðna niðurgreiðslu.  Sú greiðsla sem ég greiði er 2000 kr. fyrir skiptið en mismunandi er auðvitað hvort maður þarf að fara einu sinni í viku eða oftar - og með þína grind þarft þú kannski að fara mun oftar en einu sinni í viku.  Vildi bara benda þér á þetta ef þú værir ekki búin að kanna þennan möguleika.

Kær kveðja,

Eygló (Benjamínsmamma)

Eygló (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 08:42

15 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Takk Eygló, var ekki búin að kanna þann möguleika

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 3.9.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband