3.9.2008 | 12:39
Tákn með tali
Þuríður mín er þvílíkt hamingjusöm í skólanum, einsog hún hafi þroskast dáltið við þetta stóra stökk. Hennar stuðningsfulltrúi talar dáltið mikið við hana "tákn með tali" og það er svo ótrúlega gaman að sjá hvað hún er fljót að læra. Á föstudaginn t.d. í síðustu viku sá ég að hún var að tala við Theodór og þá notaði hún bara þetta "táknmál" og þá bara búin að vera í skólanum í viku, greinilega eitthvað sem höfðar til hennar og mér finnst hún líka hlýða skipunum betur ef þetta er notað á hana.
Ætlaði í gær að skrá hana á badmintonnámskeið en við tvær skruppum útí TBR í gær (mitt fyrrverandi annað heimili) eða einsog hún segir "mamma bara við stelpurnar" en henni finnst alltaf svo spennandi og gaman þegar við tvær erum bara að gera eitthvað saman og svo heldur hún áfram "en ekki Oddný Erla og ekki Theodór, bara við" og verður ótrúlega stollt. En ég held að ég sé eiginlega hætt við að senda á svoleiðis námskeið, jú ég veit að æfing skapar meistarann en þegar við vorum aðeins að prufa okkur áfram þá sá ég að hún getur ekki beitt höndunum í íþróttinni vegna lömunar sem hún er ekki búin að ná sér af. Ég held líka að það yrði dáltið leiðinlegt fyrir hana að fara á námskeið og vera kanski að reyna "slá" við einhvern krakkann og hann yrði nettpirraður á henni vegna þess að hún gæti þetta ekki. Krakkar skilja að sjálfsögðu ekki afhverju hún getur þetta ekki en það er "bara" lömunin sem er að plaga hana, skítt! Ætli hún haldi sig þá ekki "bara" við sjúkraþjálfunina og sundið sem ég held að ætti að byrja í dag 3x í viku sem hjálpar henni gífurlega mikið enda er hún einsog selur í sundi. Þar sér maður líka vel lömunina og hún getur ekki beitt hægri helmingnum einsog hún á að geta en það kemur einn daginn. Reyndar ætlar Oddný Erla líka að fara með henni á námskeiðið sem hún bíður spennt eftir og er alltaf að spurja hvenær sundnámskeiðið eigi eiginlega að byrja? Bara gaman!!
Þuríður mín er annars ágætlega hress, engin sýking í gangi sem er bara ótrúlegt en satt. Hefur ekki verið svona lengi án sýkingar í svona langan tíma í einu, 7-9-13. Allt í áttina! Reyndar sá ég í morgun að var farin að haltra eitthvað og vonandi er það bara tilfallandi, alltaf þegar maður sér svoleiðis fer allt í hnút. Hrædd við eitthvað slæmt og ég held að sú tilfinning fari ALDREI alveg sama hvursu vel gangi. Bwaaaaahh!! Reyndar man ég það núna en hún var eitthvað að kvarta undan verkjum í löppinni í gærkveldi þegar hún var að fara sofa? Hmm!!
Allir aðrir hressir á heimilinu, Skari minn byrjaði í Háskólanum í morgun reyndar með vinnu enda væri hitt ekki hægt. Einhver verður að vinna fyrir heimilinu. Ef hann hefði farið í fullt nám hefði hann getað útskrifast í vor með einhverja B-gráðu (ekki alveg inní þessum gráðum eheh) í Stjórnmálafræði en hann er víst í því.
....Styttist að ég nái í hetjuna mína og þá eigum við okkar rúman klukkutíma saman áður en við náum í hin tvö en hún ELSKAR að tjilla bara með mér EIN "bara við stelpurnar" en því miður gerist það alltof sjaldan að við erum ekki að gera neitt eða á tjillinu, þurfum alltof oft þurfum við að stússast eitthvað vegna veikindana spítalaferðir, sjúkraþjálfun, apótek og þessháttar.
Eldri færslur
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
343 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanskveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.9.2008 kl. 13:43
Hæ sæta stelpa og yndislegt að vita til þess að þú ert svona hress núna og ánægð í skólanum.Sendi þér knús og baráttukveðjur fallega hetjan mín...ps..Áslaug við erum byrjuð í Hreyfingu og erum á sama tíma og síðast,verð í bandi við þig
Björk töffari (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 15:23
Mikið er frábært að fylgjast með henni Þuríði og upplifa hennar fyrstu skóladaga. Hún á eftir að ná að slá spaðana og verða góð með mömmu í badminton. Sundið er frábært og gerir henni gott. Flott að þið eigið smá stundir saman eftir skólann áður en "litlu" krakkarnir koma af leikskólanum. Það er svo gaman að finna hvað þau fullorðnast mikið fyrsta daginn í skólanum. Þetta er bara eins og annað stig á þroskabrautinni og þau verða allt í einu svo "stór" þessi litlu skott. Kveðjur og knús
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.9.2008 kl. 16:22
Já hetjan þín á eftir að verða eitthvað stórt og eitthvað mikið, sannfærð um það! Ynislegt að lesa um lífsreynslu hennar og upplifanir, bara gaman
Tendra lítið ljós og fer með bænir
Með kærleikskveðju 4 barna mamman
4 barna mamman (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 17:10
Mér finnst rétt hjá þér að senda hana ekki í badminton ef það er fyrirséð að hún muni standa þar höllum fæti. Gott að henni líkar svona vel í skólanum og bara almennt hress. Frábært alveg.
Helga Magnúsdóttir, 3.9.2008 kl. 17:58
'Astandið er hreint ekki nógu gott hjá þér og ekki lengra liðið á meðgönguna er þetta. Vona innilega að þú fáir alla þá sjúkraþjálfun og þau úrræði sem eru í boði vegna grindargliðnunar. Þetta er ansi töff tími hjá ykkur, trú ekki öðru en að hægt sé að bæta meira úr.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.9.2008 kl. 20:01
Gaman aðheyraað allt er á uppleið!
Bergljót Hreinsdóttir, 3.9.2008 kl. 21:59
Mikið er yndislegt að heyra að hetjunni þinni gengur vel í nýja verkefninu sínu, þ.e. skólanum.
Gangi ykkur öllum vel :)
Hanna, 4.9.2008 kl. 09:18
Hæhæ. Mikið er gaman að sjá hvað það gengur vel, Hetjan er að sanna okkur að allar góðar bænir og trúr eru mikils virði. Frábært að hún er byrjuð í skólanum, ég er viss um að hún á eftir að standa sig frábærlega þar enda með eindæmum vel gefið fólk í þessari ætt Dóttir mín lærði tákn með tali á sínum leikskóla og það gerði henni og hinum krökkunum bara gott og ég sé þau nota þetta aðeins ennþá og eru samt orðin átta ára og þetta er ekkert notað í skólanum þeirra. Ég held að málið sé að trúa því að Þuríði sé að bata eða bara batnað og ekkert vera að hafa varnagla á sér með það. Hún er heilbrygð og flott stelpa sem á alla framtíðina fyrir sér. Ég ætla að trúa því og bið fyrir henni með því hugarfari og þakka fyrir þessa góðu daga hennar sem eru bara rétt að byrja. Lov Sigga
Es Hefi hún ekki gaman af að fara í dans......
sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.